Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 19
SKALDSKAPURINN
HEFUR SÍÐASTA ORÐIÐ
I fyrstu þremur heftum Tímarits Máls oq menningar þetta
ár er meóal annars fjallaó um bókmenntagagnrýni af
skilningsleysi og hroka og birt viótöl vió tvö skáld.
ÞRÖSTUR HELGASON leit í heftin.
AÐ ER viðeigandi að fyrsta
hefti Tímarits Máls og menn-
ingar (TMm) þetta árið hei]-
ist á ljóði eftir írska skáldið,
Seamus Heaney, sem hlaut
Nóbelsverðlaunin á síðasta
ári. Ljóðið heitir „Stafróf" og
lýsir eins konar för inn að
frumþáttum skáidskaparins, tilurð hans í
skáldinu, glímunni við hann og viðfangi hans,
stöfunum og heiminum. „Hann lærir þessa
nýju skrift. Hann skráir/ og skákar svan-
fjaðrahjörð um bjartan vang./ Utan við kró
hans flögra svartþrestir fráir./ Svo föstur,
tyftun sjálfsins, kælan ströng.“ Það er satt
og rétt sem stendur í umsögn Nóbelsnefndar-
innar um ljóð Heaneys að þau „búa yfir ljóð-
rænni fegurð og siðferðilegri dýpt, [...] upp-
hefja kraftaverk hversdagsins og lifandi
fortíð.“
Um gagnrýni frá þeim þarna
fræðamegin
Listgagnrýni hefur verið ofarlega á baugi
í íslenskri menningarumræðu undanfarið; er
skemmst að minnast ráðstefnu um myndlist-
argagnrýni sem haldin var í Norræna húsinu
fyrr í haust. Þó nokkur umræða hefur einn-
ig verið í TMm um þetta efni, iðulega afar
skemmtileg en stundum ekki skrifuð af
meiri skilningi en sú vonda gagnrýni sem
hún fjallar oftast um.
Gísli Sigurðsson þjóðfræðingur skrifar til
að mynda grein í 2. hefti þessa árs og kall-
ar hana „Til hvers fjöllum við um bókmennt-
ir?“ Spurningin er mikilvæg og vaknar á
hveiju hausti í fjölmiðlum landsins þegar
bókaflóðið er um það bil að bresta á. Gísli
svarar henni með þeirri tillögu að starf gagn-
rýnenda felist í því „að gera sér grein fyrir
þeirri samræðu sem ný skáldverk vekja við
lesanda sinn“. Gísli kemst að þessari niður-
stöðu eftir að hafa fundið ástæðuna fyrir
palladómum, sem einkenna „hörðu krítíkina“
nú til dags, í nýjustu kenningum í bók-
menntafræði, eða svokölluðum viðtökufræð-
um. Röksemdin er sú að með kenningum
viðtökufræðinga um að engir tveir lesi eða
skilji sama texta á sama hátt hafi gagnrýn-
endur réttlætt árásir sínar á bækur. Þetta
er fráleitt, nema Gísli hafi gert könnun á
þekkingu gagnrýnenda á viðtökurannsókn-
um. Eða hefur hann kannski heyrt eða lesið
frásögn gagnrýnendanna, sem hann nefnir
sérstaklega í þessu samhengi (Kolbrúnu
Bergþórsdóttur og Súsönnu Svavarsdóttur),
um að þeir hafi orðið fyrir þessum óæskilegu
áhrifum af viðtökufræðum? Og ætli hinir
„hörðu gagnrýnendur“ séu mikið fleiri en
þessir tveir sem Gísli nefnir?
Það er auðvitað út í bláinn að skella þess-
ari skuld á einhveija bókmenntafræðikenn-
ingu. Hér er ekki neinu öðru um að kenna
en breyskleika þeirra sem stunda gagnrýni;
stundum er kannski hægt að kenna dóm-
greindarbresti um, stundum skorti á skyn-
semi og stundum lítilli þekkingu á fræðun-
um. Það sem hægt er að segja gagnrýnend-
um til leiðbeiningar er að þeir sinni starfinu
af samviskusemi og háttsemi. Forskriftir
gáfumenna koma þar að litlu gagni og gætu
beinlínis verið skaðlegar; það er nefnilega
ekki til nein ein rétt aðferð við að skrifa
gagnrýni, það er ekki til nein ein rétt leið
að bókum. Mismunandi bækur kalla á mis-
munandi viðbrögð; stundum sterk og stund-
um mild, stundum persónuleg og stundum
ekki og stundum bjóða þær jafnvel upp á
samræður af einhveiju tagi; hugmyndaleg-
ar, sögulegar, bókmenntalegar. Þetta vita
allir sem hafa lesið fleiri en eina bók.
Það er hins vegar rétt sem Gísli segir að
fjölmiðlar r.ærast á athygli, líkt og allir aðr-
ir sem vilja koma einhveiju á framfærí við
almenning. Sókn eftir athygli getur auðvitað
orðið sjúkleg og má vera að það hafi hent
einhveija gagnrýnendur. Eins og flestir aðr-
ir gagnrýnendur eru þeir hins vegar aldir
upp í húsum manna eins og Gísla „sem
standa fræðamegin í tilverunni og vilj[a]
kenna [sig] við húmanisma“. Manna sem
hafa það áhugamál „að halda uppi andófi
við einföldum skoðunum sem skipta heimin-
um í svart og hvítt, gott og vont“. Manna
sem ,,þurf[a] að tala gegn slíkum einstreng-
ingshætti sem er kannski ekki beinlínis
hættulegur þegar hann nær aðeins til bók-
mennta en hefur haft skelfilegar afleiðingar
þegar hann nær til fleiri sviða mannlífsins
og mótar pólitík og stjómarfar". Þeir þarna
ÖNNUR útgáfa af „Málverk 1946“
(1971) eftir Francis Bacon. Myndin er
á forsíðu 3. heftis TMm 1996.
„fræðamegin“ ættu því kannski að íhuga
að taka til í eigin ranni. Það er spurning
hvort þeir hafi alltaf sýnt gott fordæmi með
skrifum sínum. Fyrst þurfa þeir þó sennilega
að koma sér niður úr heiðríkju hátíðleikans
og þvo af sér yfirlætið og hrokann.
Ég ræð ekki hvað ég yrki
Bæði Matthías Johannessen og Steinunn
Sigurðardóttir fjalla í nokkrum orðum um
gagnrýni í viðtölum sem TMm hefur birt við
þau á árinu. Steinunn, sem Úlfhildur Dags-
dóttir ræðir við, segir að viðbrögð almennra
lesenda komi meira við sig en gagnrýni í
fjölmiðlum þótt stöku gagnrýnandi skrifi
þannig að það ,,hitti[] höfundinn beint í
hjartastað“. Og Matthías, sem Silja Aðal-
steinsdóttir talar við, minnist þeirra tíma
þegar hinir tveir pólitísku armar tókust á
um bókmenntirnar. Segir hann að hvorugur
armurinn hafi tekið mark á gagnrýni hins;
ef hann fékk slæma dóma í vinstri press-
unni var viðkvæðið, „þeir eru bara að hefna
sín á ritstjóranum, [....] Og öllum var skíts-
ama — nema mér!“ Að mati Matthíasar hef-
ur skáldskapurinn hins vegar alltaf síðasta
orðið.
Viðtölum hefur fjölgað í TMm síðustu ár
og er það vel; það eru ekki svo margir vett-
vangar sem bera löng viðtöl um bókmenntir
og menningu. Viðtöl í TMm hafa líka nær
undantekningarlaust verið vel unnin og
skemmtileg aflestrar. Þetta á við um bæði
fyrrnefnd viðtöl. Þó þykir mér Silja taka
full mikinn tíma í að reyna að tengja skáld-
ið við verk þess með endurteknum spurning-
um um af hveiju hann hafi skrifað þetta og
gert það svona, hvort verkin eigi sér einhveij-
ar orsakir í lífi hans, hvað hann hafi verið
að hugsa þegar hann orti þetta og hitt o.s.frv.-
Allt eru þetta hefðbundnar spurningar en
jafnframt frekar leiðinlegar og skila ekki
miklu. Skáldið svarar þeim reyndar öllum
með einni setningu þegar nokkuð er liðið á
viðtalið og þessar spurningar orðnar marg-
ar: „Ég ræð ekki, Silja, hvað ég yrki.“ Og
nokkru síðar þegar spurt er hvort ekki þurfi
að þekkja forsendur ljóðs segir Matthías:
„Nei, vegna þess að ljóð eru til þess að breyta
lesendum í skáld. Þau eru eins og efnahvörf
— losa um skáldið í huga lesandans."
Að öðru leyti er viðtalið mjög skemmtilegt
og nær oft að virkja fijóan huga skáldsins.
Vangaveltur þess um tengsl ljóðformsins og
náttúrunnar eru til dæmis athyglisverðar:
„Oskaplega mörg ljóðskáld yrkja út úr blý-
mótum. Þá fer skáldskapurinn á mis við fjöl-
breytni náttúrunnar." Einnig vangaveltur
um einsemd skáldsins: „Það er ekkert eins
einmana og skáld.“ Eða um að yrkja í æðis-
kasti, um ræturnar í arfleifðinni, um ofnæm-
ið, um sambúð ritstjórans og skáldsins og
fleira. Þarna er margt bitastætt.
Að miðju þagnarinnar
Hér er ekki rúm til að fjalla ýtarlega um
fleira í þeim þremur heftum TMm sem kom-
ið hafa út á árinu. Þar er þó ýmislegt sem
vert er að vekja sérstaka athygli á. í 2.
hefti skrifar Jóhann Páll Árnason heimspek-
ingur grein sem hann kallar „Túlkun á tutt-
ugustu öldinni hinni styttri" þar sem spurt
er í framhaldi af bók breska sagnfræðings-
ins Erics Hobsbawms, Öld öfga, hvort and-
stæður frá hruni járntjaldsins hafi skerpst
eða jafnast út. Einnig eru athyglisverðar
greinar Páls Valssonar bókmenntafræðings
um trúarpælingar Jónasar Hallgrímssonar í
Grátittlingnum og Halldórs Guðmundssonar
útgáfustjóra um glímu Halldórs Laxness við
Hamsun og Gróður jarðar í Sjálfstæðu fólki.
Eins og alltaf er einnig að finna mikið af
skáldskap í TMm og fer kannski vel á því
að láta hann hafa síðasta orðið hér. Fyrir
valinu verður erótísk hæka eftir Gabriel
Rosenstock: „enn einu sinni barokkplatan/
nálin snertir hveija rauf/ að miðju þagnar-
innar.“
SINFONIAN
OG LITIRNIR
TÓNLIST
Sígildir diskar
BLISS
Arthur Bliss: A Colour Symphony; Ballettsvít-
an Adam Zero. English Northem Philharmon-
ia u. stj. Davids Lloyd-Jones. Naxos 8.553460.
Upptaka: DDD, Leeds, Englandi, 6/1995.
Lengd: 74:20. Verð: 690 kr.
FJÓRÞÆTT prógrammtónverk hafa mörg
verið samin með ýmis konar ótónrænar hug-
myndir að leiðarljósi, t.a.m. Árstíðirnar,
Skapgerðirnar (Nielsen var ekki sá eini) og
Höfuðskepnurnar (vatn, eld, loft og jörð).
Og þó að ljóðlist sé hlutlægari grein en tón-
list, þá geta slíkar lýsingar í tónum jafnvel
minnt á dróttkvæðu skjaldarkvæði víkinga-
aldar (einnig í fjórum hlutum, hver um eina
mynd á 90 skjaldarsneið). „Prógramm“-hug-
takið á sér þannig dýpri rætur í listum en
halda mætti í fljótu bragði.
Ýmsar tilgátur um tengsl tóna og lita lágu
í loftinu upp úr síðustu aldamótum, og höfðu
tónskáld eins og Skrjabin ákveðnar hug-
myndir um smíði „litaorgels" fyrir tónleika-
hald. En innblástur enska tónskáldsins Art-
hurs Bliss (1891-1975) að Litasinfóníunni
spratt hins vegar ekki af beinni samskynjun
við tóna líkt og hjá Skijabin, heldur af tákn-
rænni merkingu einstakra lita í skjalda-
merkjafræði.
Bliss gaf hveijum þætti í þessu fyrsta stóru
hljómsveitarverki sínu, samið í tilefni af tón-
listarhátíð í Gloucester 1922 fyrir tilstilli Edw-
ards Elgar, sitt litarnafn. Táknaði fyrsti þátt-
ur - Andante maestoso (Fjólublár, litur ame-
tysta) skrúðgöngur, konungdóm og dauða.
Ánnar þáttur - Allegro vivace (líauður, litur
rúbína) stóð fyrir vín, hátíð, bálkesti, hug-
rekki og galdur. Þriðji þáttur - Gently flow-
ing (Ljúflega streymandi - safíraliturinn Blár)
táknaði sjó, himin, tryggð og depurð, en sá
fjórði, Moderato (Grænn, litur smaragða) boð-
aði von, æsku, gleði, vor og sigursæld.
Litasinfónían þótti mörgum (þ.á m. Elgar)
of nútímaleg við frumflutninginn, þótt óskilj-
anlegt kunni að virðast í dag. Hún er (grín-
laust sagt) mjög litríkt verk, fjölbreytt og
bráðskemmtileg. Orkestrunin er full af góð-
um hugmyndum, og þó að stíllinn geti minnt
örlítið á kennara Arthurs, Vaughan Williams
og Holst, er hann samt furðu sjálfstæður og
þroskaður hjá aðeins þrítugum manni.
Ballettinn Adam Zero (1946) er einskonar
allegoría um mannsævina í umgjörð árstíð-
anna og „leikhúss í leikhúsinu“ (líkt og t.d.
í Kiss me Kate eftir Porter). Um tónlist Bliss
er óþarfi að orðlengja. Þetta er einfaldlega
einhver glæsilegasta sviðsmúsík sem ég hef
heyrt í langan tíma; snörp, áhrifamikil og
bráðfalleg. Hún spannar allvítt stílróf - allt
frá Tsjækofskíj til Bernsteins, svo maður slái
einhveiju fram - og er feikivel spiluð af
Norðurensku fílharmóníunni (stofnuð 1978)
i ómfullri en samt skýrri upptöku sem skák-
ar jafnvel prýðilegri hljóðritun Litasinfó-
níunnar.
VIVALDI
Antonio Vivaldi: Concerto ripieno í C-dúr
RVU4; Kantata „Cessate, omai cessate"
RV684; Sonata a quatro „A1 Santo Sepolcro“
RV130; Introduzione al miserere RV638; Sta-
bat Mater RV621. Andreas Scholl kontrate-
nór og Ensemble 415 u. stj. Chiöru Banc-
hini. Harmonia Mundi HMC 901571. Upp-
taka: DDD, 6/1995. Verð: 1.590 kr.
UPPHAFSHYGGJUHREYFINGIN var
komin á fulía ferð, þegar Ensemble 415 var
stofnuð 1987, eins og lýsir sér kannski í
nafni sveitarinnar, er lýtur að „upphaflegri"
stillingu kammertóns (a = 415 rið). Sveitin
er fremur lítil, ekki nema 12 strokhljóðfæri,
og hefur enn sem komið er ekki afkastað
miklu magni, en því meiri gæðum, enda eng-
um aukvisum í kot vísað þar sem er Harmon-
ia Mundi, líklega virtasta plötuútgáfan á
sviði forntónlistar í heiminum í dag. Stjórn-
andinn, Chiara Banchini, er svissnesk og
lærði m.a. hjá Sigiswald Kuijken í Haag, og
má ugglaust rekja þangað hina óvenju snörpu
og innlifuðu túlkun, er leiðir hugann að
L’Europa Galante hans Fabio Biondis. En
allt án öfga. Slíkt væri ekki háttur skyns-
amra kvenna, og Bianchi er slyngur stjórn-
andi, er getur mótað sér persónulegan stíl
án þess að detta í oftúlkunargryfjur upphafs-
hyggjunnar. Spilamennskan er áreynslulaus,
jöfn og sannfærandi.
Silfurbarkinn Andreas Scholl er með fal-
legri kontratenórum heimsins í dag, ef ekki
sá fallegasti. Þegar hann og Ensemble 415
sameina krafta sína í innblásnum verkum
eins og Stabat Mater, er varla von á öðru
en fimm stjömu upplifun. Vivaldi er óvenju
fjölbreyttur á þessum diski, sem sýnir bæði
andlegu og veraldlegu tónlistarhlið hans i
skemmtilegu úrvali (þó að vel hefði mátt
koma segjum einu kórverki fyrir til viðbótar
einsöngs- og hljómsveitarverkunum; 52 mín-
útur er svolítið rýrt). Um hljóðritunina má
segja, að hún geri góða krás að ambrósíu.
Tæknimennirnir eru jafnokar listamannana;
þar fer ekki aðeins fólk sem kann sitt fag -
það hefur gaman af því líka. Og slíkt heyrist.
Ríkarður Ö. Pálsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 1 9