Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Síða 20
CAMERARCTICA HELDUR TÓNLEIKA OG TEKUR ÞÁTT í TÓNLISTARKEPPNI í KAUPMANNAHÖFN ^ ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli hjá kammerhópnum Camerarctica þessa dag- ana; á morgun, sunnudag, efnir hópurinn til tónleika í Listasafni Islands kl. 17 og fimmtudaginn 7. nóvember stendur hann í eldlínunni í norrænni kammertónlistar- keppni Danska ríkisútvarpsins í Kaup- mannahöfn. Camerarctica var valin ásamt Trio Nordica til að vera fulltrúi íslands í um- ræddri kammertónlistarkeppni sem haldin er í tilefni af því að Kaupmannahöfn er menningarhöfuðborg Evrópu 1996. Segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari og einn liðsmanna Camerarctica, að markmiðið sé að beina kastljósinu að kammertónlist og vekja athygli á norrænum kammerhópum skipuðum tónlistarmönnum yngri en 35 ára. Mun hvert Norðurlandanna eiga tvo fulltrúa í keppninni sem verður með útslátt- arfyrirkomulagi og fer fram í stóra konsert- sal Danska ríkisútvarpsins. Fyrst Camerarctica hefur verið að æfa fyrir keppnina fannst hópnum tilvalið að efna jafnframt til tónleika hér á heimaslóð. Varð Listasafn íslands fyrir valinu og á efnis- skrá verða nokkur af uppáhaldsverkum liðs- manna Camerarctica: Flautukvartett í D-dúr eftir Mozart, Klarinettkvintett eftir Brahms, Kvartett fyrir klarinett og strengjatríó eftir Penderecki og sextettinn Proud Music of the Storm eftir John Speight. John Speight skrifaði Proud Music of the Storm eða Stormsins stoltu tónlist, svo sem Hallfríður kallar verkið, sérstaklega fyrir Camerarctica fyrr á þessu ári og var það frumflutt á Listahátíð í Reykjavík. Flautukvartett í D-dúr er frægastur fjög- urra flautukvartetta Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Var hann skrifaður árið 1777. Segir Hallfríður verkið hafa fylgt Camer- arctica frá því löngu fyrir stofnun hópsins. „Það eru orðin ein tíu ár frá því við lékum það fyrst saman.“ Johannes Brahms hafði lýst því yfir að hanri væri sestur í helgan stein þegar hann kynntist klarinettleikaranum Richard Morgunbladió/Kristinn CAMERARCTICA efnir til tónleika í Listasafni íslands á morgun kl 17 og heldur síðan utan til þátttöku í kammertónlistarkeppni. Muhlfeld árið 1891. Hreifst tónskáldið svo af snilli hans að það dró pennann og nótna- heftið að nýju upp úr pússi sínu. Skrifaði Brahms íjögur verk fyrir Muhlfeld — allt perlur, að mati Ármanns Helgasonar klari- nettleikara í Camerarctica. A tónleikunum á morgun má heyra Klarinettkvartett op. 115 í h-moll. Kvartett fyrir klarinett og strengjasveit samdi Pólvetjinn Krzysztof Penderecki árið 1993. Segir Ármann verkið að vissu leyti afturhvarf til fyrri tónhugmynda tónskálds- ins, þótt ekki fari á milli mála að það sé nýtt af nálinni. „Við erum alltaf að leita að nýjum verkum fyrir Camerarctica og það er sérlega ánægjulegt þegar maður dettur niður á svona góð verk — þetta er verk sem á eflaust eftir að standast tímans tönn.“ Auk Hallfríðar og Ármanns skipa Camer- arctica fiðluleikararnir Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Sig- urður Halldórsson sellóleikari og Guðmund- ur Kristmundsson víóluleikari. KASTLJÓSINU BEINT AÐ KAMMERTÓNLIST Morgunblaóió/Árni Sæberg KARLAKÓRINIM Fóstbræður heldur tónleika í tilefni af áttatíu ára afmæli sinu í dag. Með kórnum koma fram ýmsir fyrri félagar í honum og aðrir góðir gestir. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR ÁTTATÍU ÁRA KARLAKORINN Fóstbræður heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt í dag með hátíðartón- leikum í Háskólabíói þar sem ýmsir gestir munu koma fram. í samtali við Morgunblað- ið sagði Stefán Halldórsson, formaður kórs- ins, að fram kæmu ýmsir af fyrri meðlimum kórsins. „Þarna verða meðal annarra Fjórtán fóstbræður, Rakarakvartettinn, fyrrverandi félagi kórsins, Þorgeir Andrésson, Signý Sæmundsdóttir syngur fyrir okkur og síðast en ekki síst verður Kristinn Hallsson gestur okkar en hann er eins konar guðfaðir kórs- ins.“ Karlakórinn Fóstbræður var stofnaður árið 1916 upp úr óformlegu kórstarfi sem hafði átt sér stað í nokkur ár á vegum KFUM. „Séra Friðrik Friðriksson var frum- kvöðull að þessu starfi", segir Stefán, „hann samdi lög að karlakór árið 1913 en við mið- um stofnárið við 1916 vegna þess að þá var félagið sjálft stofnað og ráðinn fastur söng- stjóri, Jón Halldórsson. Með því breyttist líka hlutverk kórsins úr því að syngja á inn- anfélags- skemmtunum hjá KFUM í að vera með reglulegt og opinbert tónleikahald. Kórinn hét upphaflega Karlakór KFUM en nafninu var breytt í Fóstbræður árið 1936.“ Um þrjú hundruð manns hafa starfað með kórnum síðan hann var stofnaður. „í dag starfa um sjötíu félagar í kórnum og hafa þeir aldrei verið fleiri“, sagði Stefán. „Og starfsemin hefur heldur aldrei verið blómlegri. Það er einnig mikið líf í ýmsum félagsskap utan hins eiginlega kórs; það er til dæmis starfandi félagsskapur sem heitir Gamlir fóstbræður og munu þeir syngja með okkur á tónleikunum.“ Tónleikarnir í Háskólabíói í dag hefjast kl. 14. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.