Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 5
Ljósm. Aage Roussell 1939. Nationalmuseet Kaupmannahöfn.
FRÁ UPPGREFTRI á Stöng 1939. Hárprúði maðurinn fyrir miðju á myndinni er Kristján
Eldjárn. Rétt austan við gafl skálans, sem verið er að grafa á myndinni, fannst kirkja
Stangarbænda árið 1992. Þótt rannsóknarskurðir hefðu farið i gegnum grafir árið 1939
uppgötvuðust þær ekki þá, enda beinin fá.
Ljósm. H. Herdegen 1896. Nationalmuseet Kaupmannahöfn.
GAMLA kirkjan á Skútustöðum við Mývatn árið 1896. Kirkjan hafði verið lögð af nokkru
áður en myndin var tekin. Bygging þessi, sem hefur verið áþekk kirkjunni á Stöng,
sýnir hina sterku formhefð sem ríkti í ísienkri kirkjubyggingalist frá öndverðu fram á
19. öld.
GRUNNMYND kirkjurústarinnar á Stöng í Þjórsárdal. Kirkjan er aðeins tæplega 5
metra löng að innanmáli og 2,8 metra breið. Veggir eru eins metra breiðir, hlaðnir
úr þremur lögum af grjóti og torfstreng. Nánustu hliðstæður kirkjunnar á Stöng er
að finna á Sandey í Færeyjum og meðal kirkna á Grænlandi. Einnig munu vera til rúst-
ir um 50 torfkirkna í Norður-Noregi, en engin þeirra hefur verið rannsökuð.
»Á vorum dögum hef-
urþaö sést einhverju
sinniy aö vítiseldurinn
gaus upp svo ákaflega,
aö hann eyöilagöi
mestan hluta landsins
alt í kring. Hann
hrenndi ekki aöeins
borgir og allar hygg-
ingar heldur einnig
grös og tré aö rótum
ogjafnvel sjálfa mold-
ina meö beinum sín-
um. “
Herbert munkur í Clairvaux.
hinar næstu. Til þeirrar kirkju skal færa lík
og bein færa sem biskup lofar gröft að.
Þar er maður vill bein færa, og skal lan-
deigandi kveðja til búa níu og húskarla þeirra,
svo sem til skipsdráttar, að færa bein. Þeir
skulu hafa með sér pála og rekur. Hann
skal sjálfur fá húðir til að bera bein í, og
eyki til að færa. Þá búa skal kveðja er næst-
ir eru þeim stað er bein skal upp grafa, og
hafa kvatt sjö nóttum fyrr enn til þarf að
koma, eða meira mæli. Þeir skulu koma til
í miðjan morgun. Búandi á að fara og hús-
karlar hans þeir er heilindi hafa til, allir nema
smalamaður. Þeir skulu hefja gröft upp í
kirkjugarði utanverðum, og leita svo beina
sem þeir mundu fjár ef von væri í garðinum.
Prestur er skyldur að fara til að vígja vatn
og syngja yfir beinum, sá er bændur er til.
Til þeirrar kirkju skal bein færa sem biskup
lofar gröft að. Það er rétt hvort vill að gera
eina gröf að beinum eða fleiri... (Byggt á
Grágásarútgáfu Vilhjálms Finsens 1852).
Það hlýtur að hafa verið beinaflutningur
eins og þessi, sem lýst er í Grágás, sem átti
sér stað á Stöng. Allt bendir til þess, og að
meginástæðan fyrir honum hafí verið eldgos
í Heklu. Hvíti vikurinn, sem Hekla spjó árið
1104, hefur líklega enn hulið jörð að ein-
hveiju leiti er grafir voru tæmdar á Stöng.
Þá fylltust nokkrar grafir að hluta til af vikr-
inum er þær voru tæmdar við beinaflutning-
inn. Hugsanlega hafa íbúar á Stöng yfirgef-
ið bæinn um skeið, en þeir komu aftur og
tóku kirkjubygginguna í notkun, nú sem úti-
hús og minnkuðu húsið, reistu torfvegg um
þveran kór kirkjunnar og fyrir vesturgafl,
þar sem áður hafði verið brjóstþil. Smátt og
smátt hafa áhrif vikursins þverrað. Yfir gröf-
unum í kirkjugarðinum myndaðist ruslalag
úr úrgangi fólks sem bjó á Stöng fram til
ca. 1225 ef dæma á út frá aldri forngripa
og niðurstöðum geislakolsaldursgreininga.
Neðarlega í því lagi fannst síðan tönnin og
kjálkabrotið sem beinaflutningsmönnum
hefði yfirsést, en sem leiddi fornleifafræð-
inga, 800 árum síðar, í sannleikann um elstu
kirkju landsins.
Dómsdagur
Á þennan hátt getum við ímyndað okkur
að ákvæðum Grágásar hafi verið framfylgt
á Stöng, en hver er skýringin á þessum beina-
flutningum. Svarið er að fínna í hugmynda-
heimi miðaldamanna um hinn hinsta dag,
dómsdag, þegar Kristur skyldi koma og
„dæma lifendur og dauða“. Dómsdagstrúin
var mjög mikilvæg miðaldamönnum. Dauðinn
var á fyrri hluta miðalda túlkaður sem bið-
staða, meðvitaður svefn fyrir hinn hinsta
dóm. Gröfin, var eins og í gyðingdómi, „hús
lífsins og gleðinnar", staður þar sem menn-
irnir biðu með tilhlökkun og gleði eftir því
sem koma skyldi á hinum hinsta degi er
englar Herrans blésu í lúðra sína og legstein-
um yrði velt frá gröfum í jarðhræringum og
menn yrður dæmdir hinum stóra dómi. Krist-
ur kom með litlum fyrirvara. Því var mikil-
vægt fyrir þá dauðu að liggja reiðubúnir í
gröfum sínum, það voru þeir ekki í gröfum
við kirkju sem lögð hafði verið niður. Akvæði
Grágásar eru í fullu samræmi við dómsdags-
spár Biblíunnar og beinaflutningsákvæðin
eiga vel við í landi eldijalla og jarðskjálfta,
sem óneitanlega hafa minnt fólk á fyrirheit
Biblíunnar.
Þess má geta að þegar tíund var komið á
árið 1096 eða 1097 hefur kirkjum væntan-
lega fækkað til muna hér á landi í kjölfarið.
Gæti það einnig hafa verið ástæða fyrir beina-
flutningum á 12. öld og önnur ástæða þess
að kirkjuhald á Stöng lagðist af. Hvert bein-
in frá Stöng voru flutt vitum við ekki, en
það hlýtur að hafa verið til sóknar- eða
graftrarkirkju í sæmilegri fjarlægð frá Stöng,
þar sem þau hafa væntanlega verið sett í
fjöldagröf eða stakar grafir eins og Grágas
boðar. Vart hafa beinin verið grafin á Skelja-
stöðum í Þjórsárdal, þar sem ekki fundust
merki um flutning beina er kirkjugarður var
rannsakaður þar árið 1939. Hugsanlega var
grafið að Skriðufelli, þar sem vitað er til að
hafi verið bænahús eða að landnámsjörðinni
Haga, þar sem vitað er um kirkjugarð er kom
í ljós er hús var byggt á 6. áratug þessarar
aldar. Á íslandi hafa enn ekki fundist bein,
sem flutt hafa verið á þennan hátt, en á
Grænlandi er hugsanlega hægt að finna slík-
FRÁ RANNSÓKN í kirkjugarðinum á
Skeljastöðum í Þjórsárdal 1939. Beinin
heilla.
DAUÐIR risa upp á hinsta degi. Úr tékk-
nesku handriti frá 11. Óld.
um aðtburðum stoð. Við fornleifarannsóknir
á kirkju þeirri sem er kennd við Ijóðhildi
konu Eiríks rauða í Brattahlíð, fundust á
fyrri hluta 7. áratugarins nokkrar grafíð með
beinum, sem höfðu verið flutt annars staðar
frá. í einni fjöldagröfinni fundust bein 13
einstaklinga, fullorðinna og barna. Ekki er
ólíklegt að á Grænlandi hafí verið í gildi svip-
uð ákvæði og í Kristinna laga þætti í Grágás
og að bein hafi verið flutt frá kirkjum er
lagst höfðu af. Hingað til hefur fjöldagröfin
í Brattahlíð verið tengd Þorsteini Eiríkssyni
rauða. Þorsteinn var að ná í lík bróður síns,
sem hafði dáið á Vínlandi, er hann þurfti að
hafa vetursetu í Lýsufirði í Vestribyggð. Þar
dó hann sjálfur af sótt og allir hans menn.
Sagan segir að lík þeirra hafí verið flutt til
Brattahlíðar og að prestur hafi sungið yfír
þeim. Kolefnisaldursgreiningar, sem nýverið
voru gerðar á beinunum úr fjöldagröfínni við
Þjóðhildarkirkju, sýna, að beinin eru frá 12.
öld og geta því ekki verið af Þorsteini og
mönnum hans.
Flutningur á beinum forfeðranna hefur
haft afar mikla þýðingu fyrir ijölskylduna á
Stöng. Hún bjó í sjónmáli við gáttir helvítis,
þar sem logarnir brutust út að meðaltali einu
sinni á mannsævi, og minntu á hvað beið
hinna syndugu. Þetta hlutverk Heklu þótti
óumdeilanlegt á miðaldavísu og kemur það
greinilega fram í áðurnefndri Bók Undranna
eftir Herbert kapellán frá Clairvaux, þegar
hann skrifar um íslensk eldfjöll: Hinn nafn-
frægi eldketill á Sikiley, sem kallaður er
strompur vítis, - en þangað eru dregnar
sálir dauðra, fordæmdra manna til brennslu,
eins og oft hefur verið sannað, - hann er
að því, er menn fullyrða eins og smáofn í
samjöfnuði við þetta gífurlega víti.
Höfundur er fornleifafræóingur.
Heimildir:
Sijfurður I’órarinsson 1952: Herbert múnkur og
Heklufell. Náttúrufræðingurinn 22. árg.; 2.h. , 1952,
bls. 49-61.
Vilhjálmur Finscn 1852: Grígás, Islændingenes Lov-
bog i Fristatens Tid. Udgivet efter det Kongelige Bibli-
otheks Haandskrift og oversat af Vilhjálmur Finsen
for de nordiske Literatur-Samfund. Förste Del. Text
I. Kjobenhavn.
Vilhjálmur Örn Villyálmsson 1996: Gárd og kirke
pá Stöng i Þjórsárdalur. Reflektioner p? den tidligste
kirkeordning og kirkeret pá Island. í J.F. Kroger og
H.-R. Naley (ritstj.) Nordsjoen. Handel religion og
politikk. Karmoyseminaret 1994 og 1995, bls.
119-139. Dreyer Bok Stavanger.
Sami 1996: Ved Helvedets Port. Skalk. nr. 4, bls.
11-15.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 5