Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 9
FIÐLA, FIÐLA OG AFTUR FIÐLA TONLIST Uljómdiskar BACH - GRUMIAUX Johann Sebastian Bach: Sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu - heildarútgáfa. Flytjandi; Arthur Grumiaux. Útgáfa: Philips 438 736 - 2 (2 diskar). Verð: kr. 1.899 - Skífan. ÓDÝRAR útgáfur á meistaraverkum sí- gildrar tónlistar frá ýmsum tímum eru nú orðnar áberandi í plötuverslunum um allan heim. Fyrirtækjum með litla yfirbyggingu og lágan auglýsingakostnað hefur tekist að ná verulegri markaðshlutdeild á siðustu árum. Við þessari þróun bregðast gömlu útgáfufyrirtækin með útgáfum á eldri hljóð- ritunum á vægara verði og svo er um út- gáfu þá sem sem hér er til umfjöllunar. Philips nefnir útgáfuröð sína Philips DUO og er þar margt girnilegra bita. Hljóðritun Arthur Grumiaux (1921- 1986) á sólópartítum og sónötum Bachs kom fyrst út árið 1961. Hann stóð þá á hápunkti ferils síns og telst túlkun hans til sígildra útgáfna á þessum nærri 300 ára gömlu meistaraverkum tónbókmenntanna. Þótt upptakan sé nú komin vel á fertugsald- urinn hljómar hún sérstaklega vel, endur- ómurinn er eðlilegur og hlýr og varla örlar á segulbandssuði. Eins og við er að búast frá hendi þessa vandaða listamanns er leikur Grumiaux einstaklega fallegur og smekkvís. Tæknileg fullkomnun telst sjálfsögð hjá stórstjörnum nútímans en oft saknar maður einhvers þegar yngri kynslóðin sýnir listir sínar. Grumiaux hafði alla þá leikni sem þessi tæknilega erfiðu verk krefjast og auk þess innsæi hins þroskaða og vitra listamanns. Hvort sem Grumiaux leikur hægar og inn- hverfar saraböndurnar í Partítunum eða tregafulla upphafskafla Sónatnanna eða tekur á sprett í leiftrandi hröðum lokaköfl- unum (t.d. Presto í Sónötu nr. 1 og Allegro assai í Sónötu nr. 3) - alltaf er tónninn jafn tandurhreinn og skýrleikinn óaðfinnan- legur. Glettnin og dansinn kemst einnig vel til skila og léttfættara fólk en undirritaður gæti vafalaust átt það til að taka nokkur dansspor með gígunni í Partítunni nr. 2 eða í glaðlegum dansköflunum í hinni björtu Þriðju partítu. Og að lokum má nefna að aldrei hefur undirrituðum þótt hin tröll- aukna ciaconna í Annarri partítunni hafa hljómað svo sannfærandi og hrífandi eins og í meðförum Grumiaux. Það liggur við að maður komist í eitthvert annarlegt ástand þegar svona tónlist líður um stofuna á síðkvöldum! KREISLER - BELL Fritz Kreisler: Smáverk fyrir fiðlu og píanó. Flytjendur: Joshua Bell (fiðla), Paul Coker (píanó). Útgáfa: DECCA 444 409-2. Verð: Kr. 1.899 - Skífan. FRITZ Kreisler (1875-1962) var um áratuga skeið einn ástsælasti fiðluleikari heims en einnig vel kunnur fyrir litlu píanó- lögin sín. Hann þótti hafa einstakan syngj- andi tón, „víbratóið" hans var víðfrægt og smekkvísin annál- uð. Færri vita sjálfsagt að Kreisler var mikill mannvinur sem lét sér annt um örlög mun- aðarlausra barna eftir fyrri heimsstyq'öld og í seinni heims- styijöldinni lét hann allar greiðslur tii sín vegna sölu hljómplatna renna til Rauða krossins. Við lauslega athugun í plötu- lista tímaritsins Gramophone kemur í ljós að tiltölulega fáir geisladiskar eru fáanlegir sem eru algerlega helgaðir tónlist Kreislers. Þær útgáfur sem til eru með lögum Kreislers eru yfirleitt á safndiskum með léttri tónlist ýmissa tónskálda. Því er fengur í þessum hljómdiski bandaríska fiðluleikarans Jos- liua Bells. Diskurinn inniheldur flestar þekktustu perlur Kreislers svo sem Praeludium und Allegro, Schön Rosmarin, Rondino, Li- ebesleid og Liebesfreud og að auki nokkur sjaldheyrðari lög sem gaman er að kynnast. Má þar nefna Polchinelle, Aucassin und Nicolette ög lagið Syncop- ation sem gæti hæglega verið úr smiðju Scotts Joplins! Joshua Bell getur þess í bæklingi þeim sem diskinum fylgir að fiðlu- leikarar hafi haft tilhneigingu til að nota lög Kreislers í þeim tilgangi að sýna snilli sína enda séu þau tæknilega mjög kreijandi. Bell telur illa farið með góða tónlist þegar þannig sé leik- ið og hann vilji því leggja megináherslu á músíkalskt innihald laganna. Að mínu mati hefur honum tekist þetta í ríkum mæli. Ánægjulegt er að heyra svo færan hljóð- færaleikara spila af slíkri smekkvísi og án þess á nokkurn hátt að troða sér milli tón- skálds og hlustenda. Leikur hans einkenn- ist af látleysi, þótt næg séu tækifærin til að sýna sig. Hér má t.d. benda á Tambour- in Chinois sem leikið er með miklum glæsi- brag en þó miklum fínleika (hlustið t.d. á nr. 3 1:00—1:07). Ekki má þó misskilja mig þannig að spilamennska Bell sé á nokk- urn hátt dauf eða litlaus. Hann tekur svo sannarlega flugið þegar við á svo sem í allegro-hluta Praeludium und Allegro (nr. 1 frá 2:49), La gitana (nr. 8), Allegretto í stíl Boccherinis (nr. 14) og síðast en ekki síst i La Précieuse sem er sannkölluð perla og er sérstaklega glæsileg í meðförum Bells. Upptakan er mjög góð og jafnvægið milli fiðlunnar og píanósins eins og það á að vera. Píanistinn Paul Coker skilar sínu af stakri smekkvísi. KLEZMER - PERLMAN Klezmer - In the Fiddler’s House. Flytjend- ur: Itzhak Perlman (fiðla) leikur með sveit- unum Brave Old World, The Klezmatics, The Andy Statman Klezmer Orchestra, The Klezmer Cons- ervatory Band. Útgáfa: EMI- Classics 7243 5 55555 2 6. Verð: kr. 1.899 - Skifan. KLEZMER-tónlist er há- tíðatónlist gyðinga úr austan- verðri Evrópu. Talið er að uppruni Klezmer sé í Úkraínu og Austur-Rúmeníu en hún hefur í gegnum aldimar orðið fyrir áhrifum frá þjóðlagahefð ýmissa annarra Austur-Evr- ópulanda svo sem tónlist Rúmeníu, Tyrklands, Grikk- lands, Rússlands, Ungveija- lands, Póllands, tónlist sí- gauna og frá tónlistarstefnum hvers tíma svo sem frá dægur- lagatónlist og jazzi tuttugustu aldar (sbr. nr. 9). Hér er fyrst og fremst um danstónlist að ræða, tónlist sem notuð hefur verið við brúðkaup, fæðingar og aðra merkisatburði í lífi gyðinga, trúarlega og verald- lega. Aðallega eru það banda- rískir gyðingar sem hafa haft Klezmer í hávegum og undanf- arin 20 ár hefur hún notið sí- vaxandi hylli í Bandaríkjunum bæði meðal gyðinga og ann- arra þjóðfélagshópa. Á diski þessum hafa nokkr- ar bestu Klezmer-sveitir Bandarílq'anna verið fengnar til þess að leika tónlist sína og eru þær auðheyrilega skipaðar framúr- skarandi listamönnum. Fiðluleikarinn frægi, Ithzak Perlman, kemur síðan fram með þeim sem eins konar „gestur“. Hljóðrit- unin var gerð í kjölfar vinsæls sjónvarps- þáttar þar sem Perlman hitti meðlimi hljómsveitanna í fyrsta sinn - og byijaði að spila eins og hann hefði aldrei gert ann- að! I bæklingi disksins segir Perlman: „Þetta er „mín“ tónlist frekar en allt annað sem ég hef hljóðritað hingað til.“ Eitt er vist að Perlman virðist vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Eins og við er að búast af þessum hógværa listamanni dettur honum ekki í hug að vera með neina „só- listastæla" í einu einasta lagi. Víst koma hendingar og lög þar sem við fáum að njóta óviðjafnanlegrar snilli hans en oftar en ekki er hann bara einn af hópnum - með- al jafningja. í einu laganna, Dybbuk Shers (nr. 5), leikur hann dúett með fiðluleikara the Klezmatics, Alicia Svigals, og falla raddirnar svo vel hver að annarri að ekki verður greint hver er hvað. Þetta undurfal- lega og blæbrigðaríka lag er að mínu mati hápunktur disksins en einnig má nefna áhrifaríkt upphafslagið Reb Itzik's Nign og Wedding Medley (nr. 4) sem hefst á upphafstónum Rhapsody in Blue (!) og þar sem Perlman fer á kostum. Þegar á allt er litið er In the Fiddler’s House óhemju skemmtilegur diskur. Alvöru tónlist. Alvöru tónlistarmenn. Valdemar Pálsson Kreisler BLAÐAÐ í BÓK KViKMYNDIR Þorvaldur voru heimamenn eða kunnugir við Mývatn, en svo virðist sem þeir eigi stærstan þátt í Hverfjallsnafninu. Þessir menn lögðu mestan þunga á að mæla og gera uppdrættina sem skýrasta, en svo virðist sem þeir hafí ekki lagt eins mikla natni við örnefni sem þeir settu á þá eða gefíð sér þann mikla tíma sem þurfti, þótt viljinn hafi eflaust staðið til að gera allt sem best úr garði. Almenningur átti ekki uppdrætti eða fræðirit fyrr en undir miðja þessa öld eða síðar og vissi því lítið hvað rétt var eða rangt í þessum efnum. Á fyrrgreindan hátt hefur Hverfjallsnafnið komist á kort. En umræddir menn hafa á hinn bóginn ekki þekkt eða gefið gaum að öðrum nöfnum tengdum Hverfelli sem aldrei hafa breyst, svo sem Hverfellsrönd, Hverfellsbruni og Hverfellssandur, fyrr en á nýlegum landakortum og hjá þeim sem ónákvæmari eru. Þær heimildir, sem hér hefur verið bent á, vitna því glöggt um hinar upprunalegu orðmyndir. Ritadar heimildir frá þessari öld Sigurður Jóhannesson á Geiteyjarströnd, f. 2.3. 1881, d. 21.3. 1966, ritaði í dagbók sína 6.4. 1920 m.a.: Rofaði til um morguninn svo að sá í eyjar og einu sinni upp í Hverfell." Sigfús Hallgrímsson í Vogum, f. 11.8. 1883, d. 14.7. 1966, sem fyrr er nefndur, var refaveiðistjóri í mörg ár. í Skrá um gren í afréttum og heimalöndum Skútustaðahrepps" sem hann færði inn í desember 1941 stendur m.a.: “Hverfellsrandargren - á röndinni n-v- af Hverfelli." Þá ritar Sigfús í dagbók sína 24.8. 1960 m.a.: Krakkahópur á Hverfell u. 12.“ - í Árbók Þingeyinga 1962 er grein sem nefnist Fluttir símastaurar 1906“ eftir Þórarin Stefánsson á Borg, f. 14.8. 1890, d. 2.1. 1976. Þar stendur m.a. : ... en þeir þyngri fluttir í Geiteyjarströnd og þaðan sunnan við Hverfell á svæðið frá Sandfelli að Nýjahrauni". Þá nefnir hann þrisvar Hverfellssand. í Árbók Ferðafélags íslands 1934 ritar Steindór Steindórsson frá Hlöðum kafla um Mývatnssveit. Þar fer hann nokkuð fijálslega með örnefni og málvenjur heimamanna. Hann vitnar nokkrum sinnum í Þorvald Thoroddsen og nefnir auk þess sumt af þeim örnefnum sem hann fer ranglega með, eins og ég hef bent á hér fyrir framan. Þar er m.a. um að ræða Hverfjall og Lúdentsborgir og sýnist mér því nokkuð ljóst hvaðan hann hefur heimildir sínar. Hverfjallsnafnið hefur nær engöngu verið á landakortum frá upphafi en alveg er víst að ekki hefur verið spurst fyrir í Mývatnssveit eða leitað gagna um það, heldur farið eftir því, sem birst hefur á prenti. Ritverkið Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson kom út árið 1945. Þar ritar hann Hverfjall. Urðu þá margir undrandi og var það töluvert rætt, að sögn sumra viðmælenda minna. Um svipað leyti eða rétt áður komu herforingjaráðskortin út, en á þeim stendur Hverfjall. Olafur notar frumdrætti frá Kaupmannahöfn (Geodætisk Institut) og sést því eftir hverju hann hefur farið. Ennfremur vitnar hann stundum í Þorvald Thoroddsen. Árið 1952 ritaði Sigurður Þórarinsson langa grein í Náttúrufræðinginn um Hverfell, sem hann kallar þar Hverfjail. Upp úr því hefur sú orðmynd oft sést á prenti og hefur þar hver elt annan. Pétur Jónsson í Reynihlíð, f. 18.4. 1898, d. 17.11. 1972 sendi athugasemd til Landmælinga Íslands 11. júlí 1967. Þar stendur m.a.: Okkur er annt um að rétta nafnið Hverfell sé sett á kort. Nafnið Hverfjall kom ekki til fyrr en um 1930 og þá ranglega inn á uppdráttinn. Sannanir fyrir þessu eru nöfnin í kring Hverfellssandur, Hverfellsbruni, Hverfellsrönd og fl.“ Pétur lét gera útsýnisskífu sem hann kostaði að öllu leyti. Hún er uppi á Ytri-Námakollu. Þar stendur m.a. Hverfell. Sú sterka kynslóð sem þekkti Hverfell áður en orðmyndin Hverfjall fór að birtast almenningi æ ofan í æ á prenti, er nú á efri árum eða ekki lengur ofar moldu. LokaorA Mig langar að geta þess að ég hringdi í Örnefnastofnun Þjóðminjasafns fyrir nokkrum árum og spurði hvort réttara gæti talist að tala um Hverfell eða Hverfjall sem nafn á umræddu flalli. Fékk ég það svar að bæði nöfnin væru skráð þar. I skrá sem Pétur Jónsson í Reynihlíð hefði gert stæði Hverfell, en í annarri skrá, sem Ari Gíslason kennari hefði ritað eftir skrá Péturs væri þó að fmna orðmyndina Hverfjall, af ókunnugri ástæðu. Það sem kæmi frá heimamönnum yrði að teljast réttara. Þá var nefnt að Karl Strand læknir, sem er uppalinn í Syðri-Neslöndum, hefði haft samband við stofnunina 1985 og bent á að Hverfell væri upprunalegt heiti fjallsins en myndin Hverfjall hefði orðið til síðar. Þorvaldur Thoroddsen hefði nefnt fjallið svo og jarðfræðingar muni hafa tekið það upp eftir honum. Höfundurinn er úr Mývatnssveit. Kringlubíó MOLLFLANDERS ★ ★ Leikstjóri Pen Densham. Handritshöfundur Pen Densham, e. skáldsögu Daniels Defoe. Kvikmyndatökustjóri David Tattersall. Tónlist Mark Mancina. Aðalleikendur Robin Wright, Morgan Freeman, Stockard Channing, Brenda Fricker, John Lynch, Aisling Corcoran. 120 mín. Bresk. MGM/UA19%. ÞAÐ ER í tísku um þessar mundir hjá kvikmyndaframleiðendum að sækja yrkisefni til genginna breskra skálda. Shakespeare hefur aldrei verið jafn stíft myndaður, Bronté systur eru í sviðsljósinu, allir kvikmyndahúsa- gestir þekkja orðið verk Jane Austen einsog fingurna á sér og nú hefur rykið verið dust- að af Daniel Defoe. MoII Flanders gerist á öndverðri átjándu öld í Lundúnum. Ógæfusöm kona elur stúlku- barnið Moll áður en hún fer í gálgann. Moll (Robin Wright) er kjarkmikil og hreinskilin, kostir sem verða henni oftast fjötur um fót í þjóðfélagi þar sem hún flokkast í neðsta hópinn. Moll kynnist hinni auðugu mellu- mömmu frú Allworthy (Stockard Channing) sem þvingar hana útí elstu atvinnugreinina og tímabundinn drykkjuskap. MoJ^ verður ástfangin, eignast dóttur og þegar gæfan virðist loks blasa við henni grípa örlögin hastarlega í taumana. Moll Flanders jafnast engan veginn á við hina sígildu bók Defoes, Róbinson Krúsó, þetta er einn af þessum hádramatisku rómön- um um gott og illt, smælingjann gegn pen- ingaaðlinum. Allt saman ósköp dáðlaust en ásjálegt. Maður hefur á tilfinningunni að verið sé að fletta myndabók á tjaldinu, það vantar alla snerpu í handrit og leikstjórn Denshams. Helsti kostur þessarar kvik- myndagerðar er fínn leikur hinnar bráðefni- legu og hrífandi Robin Wright (Forrest Gump) sem einhvern veginn tekst að flagga nær öllum tilfinningaskalanum. Channing er einnig hin reffilegasta sem óyndislegt fúl- menni en sögumannshlutverk stórleikarans Morgans Freemans er ekki við hans hæfí. Sæbjörn Valdimarsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.