Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 19
KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Spike Lee SPIKE LEE, BYRÐIHVÍTA MANNSINS EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Blökkumaóurinn Spike Lee er einn umdeildasti leik- stjóri í Bandaríkjunum ó síðustu misserum, en mynd hans, „Girl 6“, var nýlega sýnd á kvikmyndahátíð í Regnboganum. LEIKARINN Sidney Poitier var fyrsti svertinginn sem áhorfendur þar vestra tóku í sátt. Svartir leik- stjórar áttu hins vegar langt í land. Blökkumenn byrjuðu snemma að gera kvikmyndir fyrir aðra blökkumenn. Þessar myndir voru gerðar af vanefnum og hafa flestar glatast. Menn á borð við Bill Gunn og Melvyn Van Peebles létu fyrst að sér kveða í byijun áttunda áratugarins. Gunn var fræg- ur sjónvarpsleikari en gerði á eigin kostnað ódýrar, súrrealískar kvikmyndir sem minna um margt á verk Jökuls Jakobssonar. Þessar myndir hafa alfarið fallið í gleymsku og er það miður. Van Peebles fékk aftur á móti tækifæri til að leikstýra kvikmynd í Holly- wood. Er hann vildi koma eigin hugmyndum á framfæri neyddist hann til að leita fjár- magns í Frakklandi. Nú er öldin önnur og sonur Van Peebles, Mario Van Peebles, hefur haslað sér völl í Hollywood og gert myndirn- ar „New Jack City“, Eftirförina (Possee) og Svarta pardusinn (Panther). Frægasta mynd Melvins Van Peebles, „Sweet Sweetback’s Baadassss Song“ var í anda svokallaðra „blacksplotationmynda", en það voru ódýrar hasarmyndir sem svartir kvikmyndagerðar- menn framleiddu fyrir aðra blökkumenn. „Blacksplotationmyndirnar" nutu feikilegra vinsælda meðal svertingja í Bandaríkjunum. Enda voru svartar söguhetjur nánast óþekkt fyrirbæri er hér er komið sögu. Risarnir í Hollywood sáu sér leik á borði og gerðu sér grein fyrir að slíkar kvikmyndir gætu verið gróðavænlegar. Myndin „Shaft“ var fjármögnuð eftir hefðbundnum leiðum. Segir þar frá leynilögreglumanninum Shaft sem er blökkumaður. Þessi mynd markaði þáttaskil í bandarískri kvikmyndasögu að því leyti að Shaft var fyrsta hefðbundna hetju- hlutverkið sem svertingi lék. Kvikmyndageró upp á krit Spike Lee nam kvikmyndagerð í hinum víðfræga New York háskóla. Lee gerði sína fyrstu mynd, Hún verður að fá’ða (She’s Gotta Have It) í boði VISA. Vinir hans reiddu fram greiðslukort sín og fjármögnuðu mynd- ina á þennan hátt. Sem betur fór naut mynd- in mikillar hylli á kvikmyndahátíðunum í þann mund sem rukkararnir knúðu dyra. Næsta mynd Lees, Skóladagar (School Daze), var gersamlega misheppnuð. Þar reyndi Lee að blanda saman söngleik og þjóð- félagsádeilu. Þessir ólíku þættir kölluðust engan veginn á. Auk þess hafði Lee greini- lega ekki náð nægilegu valdi á miðlinum. Lee réð vini og vandamenn til helstu starfa við myndina og bar hún þess merki. Það er ekki fyrr en Lee gerir Breyttu rétt (Do the Right Thing) að hann kemur fram sem fullnuma leikstjóri. Breyttu rétt lýsir því hvernig smávægileg atvik, sem gerast á brennheitum sumardegi í Brooklynhverfinu í New York, magnast smám saman og brjótast fram í kynþátta- óeirðum. Sögupersónurnar unnu hug og hjörtu áhorfenda og myndin fékk góða aðsókn þrátt fyrir að efni hennar væri afar viðkvæmt og þungt í vöfum. Ekki allra Næsta mynd Lees, Betri blúsinn (Mo’ bett- er Biues), var hvorki fugl né fiskur. Greinir þar frá jazzleikara einum og tilhugalífi hans. A myndin sáralítið erindi við þá sem ekki hafa gaman af slíkri tónlist enda söguþráður- inn, svo mikill sem hann er, fremur hvimleið- ur. Lee er sagður mesti kvenhatari síðan Ág- úst Strindberg var og hét. Einnig hafa marg- ir fundið honum það til foráttu að ítalir og Gyðingar fá engu betri útreið í myndum hans en svertingjar fengu í Hollywoodmyndum forðum. Menn hafa bent á það Spike Lee til varn- ar, að hveijir svo sem annmarkar hans sem persónu og listamanns kunna að vera, er hann fulltrúi góðs málstaðar. Þá má spyija: Fyrst málstaðurinn er svo göfugur, á hann ekki skilið betri forsvarsmann? Spike Lee er að mörgu leyti ofmetinn kvik- myndagerðarmaður. Samt er hann ætíð trúr sannfæringu sinni. Lee liggur mikið á hjarta. Enginn getur sakað hann um að gera ekki myndir af einurð. Af þessum sökum eru myndir hans oft þróttmiklar og enga logn- mollu eða hálfkák þar að finna. Þótt ýmislegt megi finna að Lee sem kvikmyndagerðar- manni, til dæmis ýmis afkáraleg stílbrögð úr tónlistarmyndböndum, verður að segjast að hann er fírnagóður leikstjóri. Sjálfur er Lee, sá svarti senuþjófur, góður leikari; leiklistin virðist helsti styrkur hans. Hlutverkaval er ætíð hnitmiðað og úthugsað í myndum hans. Til að mynda varð leikarinn Samuel L. Jack- son frægur fyrir hlutverk eiturlyfjaneytanda í Frumskógarhita (Jungle Fever). Danny Ai- ello var ógleymanlegur sem flatbökusalinn í Breyttu rétt. Margir góðir leikarar eiga frægð sína Lee að þakka, þar á meðal Denzel Was- hington, John Turturro, Rosie Perez og Delroy Lindo. Lee virðist ætíð velja rétta leikara, jafnvel í minnstu hlutverk. I handritum Lees er ávallt að finna bitastæð hlutverk. Honum er lagið að segja sögur út frá leikrænum þáttum. Að auki virðist Spike Lee auðvelt að magna fram hið besta í hveijum leikara. Malcolm X markaói tímamót „Malcolm X“ er dýrasta og lengsta mynd Lees til þessa. Myndin fékk bæði slæma dóma og dræma aðsókn. Það versta við þessa leið- indamynd var að bandaríski öndvegishöfund- urinn og blökkumaðurinn James Baldwin, ( höfundur bókanna Herbergi Giovanni (Gio- vanni’s Room), Láttu það hljóma fjallinu frá (Go Tell it on the Mountain), Á mót við mann- inn (Going to Meet the Man), Skrattinn finn- ur sér starfa (The Devil Finds Work), Bálið í nánd (Fire Next Time), og Rétt yfir höfði mér (Just Above My Head)), skrifaði á sínum tíma kvikmyndahandrit um Malcolm X, Dag einn er ég var týndur (One Day when I was Lost). Þar sem lofsöngur Lees um Malcolm X hefur þurrausið efnið í bili, verður þetta handrit ef til vill ekki kvikmyndað næstu ára- tugi. Það er óheppilegt því að Baldwin var miklu meiri listamaður en Lee, enda bráðvel gefínn og ólíklegur til að sætta sig við svo einfeldningslega mynd af leiðtoganum. Það er gaman að bera saman þessa ólíku menn. Báðir hafa þeir verið í forsvari fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum. Baldwin var mikill gáfumaður og hunsaði gagnsæ vígorð og lýðskrum í baráttu sinni fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Þótt James Baldwin yrði fyr- ir barðinu á fordómum sem fáir einstaklingar á tuttugustu öld hafa þurft að þola setti reiði’ og ofkapp aldrei svip sinn á málflutning hans. Baldwin var slyppur og snauður en braut sér ieið út úr fátækrahverfinu. Lee er kennara- sonur úr miðstétt sem tamið hefur sér tals- máta ghettóanna, að svo miklu leyti sem honum er það eiginlegt, og kallar alla svert- ingja sem honum þykja ekki nógu ötulir bar- áttumenn „Uncle Tom“ eða undirlægjur.51 Baldwin hneykslaði marga er hann neitaði að einskorða sig við reynsluheim blökku- manna og hvítar söguhetjur birtust í skáldsög- um hans. Lee hefur hingað til markað sér þrengri bás og ekki hætt sér út fyrir eigið samfélag í myndum sínum. Báðir hafa þeir orðið að sameina tvö ólík hlutverk og þurft að vera málsvari blökkmanna og listamaður í senn. í báðum tilvikum hafa þessi hlutverk stangast á. Samt gat Baldwin komið boðskap sínum til skila án þess að vottaði fyrir predik- unartóni í verkum hans. Vonandi tekst Lee að gera slíkt hið sama einn góðan veðurdag en hingað til hefur það reynst honum ofviða. Þótt „Malcolm X“ væri misheppnuð hvor# heldur sem sagnfræðilegt skjal eða dramatísk saga markaði gerð myndarinnar tímamót í sögu kvikmyndanna. Blökkumaður fékk í fyrsta sinn að gera rándýra mynd í Holly- wood og hafði til þess nokkurn veginn fijáls- ar hendur. Denzel Washington vann mikinn sigur í hlutverki Malcolms og sýndi bæði fág- aðan og kraftmikinn leik; enda er „Malcolm X“ sú mynd sem gerði hann að kvikmynda- stjörnu. Boóskapurinn ber allt ofurliói Helsti ljóður á ráði Lees er sá að hann á það sameiginlegt með skólabróður sínum Oli- ver Stone að hafa fram að færa fremur ein- hæf og auðskilin skilaboð. Báðir hamra þeir þráfaldlega á þessu erindi frá upphafi til enda» mynda sinna. Stundum er engu líkara eh' þeir vilji sitja við hliðina á áhorfandanum og gala boðskap sinn í eyra hans með gjallar- horni. Auk þess eiga þeir báðir til að fjalla um söguleg efni sem þeir virðast hvorugur skilja. Lee tók Malcolm X í dýrlinga tölu í samnefndri kvikmynd og gekk í berhögg við sögulegar staðreyndir. Að sama skapi eiga „The Doors“, „JFK“ og „Nixon“ meira skylt við hugaróra Stones en raunverulega atburði. Báðir þjást þeir af ofsóknarbijálæði. í hvert sinn sem einhver mætur maður geispar gol- unni heldur Stone því fram að CIA hafi verið. að verki. Lee lýsir því oftast yfir að um kyn- * þáttafordóma sé að ræða ef hann hlýtur ekki einhver verðlaun sem hann telur sig verð- skulda. Frumskógarhiti (Jungle Fever) er eins kon- ar nútímatilbrigði við Rómeó og Júlíu. Mynd- in er ástarsaga blökkumanns og hvítrar konu. Spike Lee sýnir hér að hann kann að segja sögu og hefur vaxið ásmegin. Samt er þjóðfé- lagslegur boðskapur myndarinnar of fyrir- ferðarmikill og dregur loks allan mátt úr hinni eiginlegu sögu. Bókin Dópmangararnir (Clockers) eftir Ric- hard Price (höfund bókanna Blóðbræður (Blo- od Brothers), Flakkararnir (The Wanderers) og Vogun vinnur... (The Breaks) o.fl.) er eins konar nútímaútgáfa af skáldsögunni Ódysseifi eftir James Joyce. Samnefnd mynd Lees er í raun ekki nema hálf bókin. Priee lýsir bæði heimi hvíta lögregluforingjans og svarta eiturlyfjasalans listilega vel. Lee segir hins vegar söguna einvörðungu frá sjónar- hóli blökkumannsins. Þótt efnistök Price í bókinni séu framúrskarandi er efnið sjálft útjaskað. Myndin líður fyrir þennan galla þrátt fyrir örugga leikstjórn og góða frammi- stöðu leikara. Bísabær (Crooklyn) er lítil mynd með sjálf- sævisögulegu ívafi þar sem segir frá æsku- stöðvum Lees, Brooklynhverfinu í New York. Slík verk eru oft nefnd sjálfbirgingsmyndir eða „ego trips" á vondri amerísku. Stundum liggur við að banna ætti leikstjórum að gera sjálfsævisögulegar kvikmyndir. Fyrri hluta ævinnar eyða þeir í að horfa á bíómyndir, seinni hlutanum í að gera þær. Því er oft ekki frá miklu að segja. r Allir meó strœtó Nýjasta myndin úr smiðju Lees, Allir í rút- una (Get on the Bus), er lítil og ódýr mynd um blökkumenn sem ferðast til Washington- borgar til að taka þátt i kröfugöngu. Lee er því enn við sama heygarðshornið en óneitan- lega hefur hann alla burði til að gera bráð- skemmtilega mynd úr þessu efni. Hvað sem öðru líður er það Spike Lee að þakka að aðrir blökkumenn, John Singleton, Mario Van Peebles, og fjölmargir efnilegir leikarar og leikstjórar hafa fengið aðgang að Hollywood. Eins og segir í lagi Gershwips um fyrirheitna landið: „It Takes A Long Pftll To Get There“ (Leiðin er löng og ströng). Þeir voru lengi á leiðinni. Höfundur er kvilcmyndagerðarmaður. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.