Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 8
VV.
PJjg, - .*P».r ^
''iS&V&K•'•■•'■. ’ ’!%:
S.V v. j»
: "tV* 2-!.v:.:.,' ''>''.
f-T^ieííÆláR
llfeá
Æ-.-v' -■-
SS«Si
Mats Wibe Lund
HVERFELL VIÐ
MÝVATN
EFTIR SIGFÚS ILLUGASON
Þetta sérkennilelqa fjall hefur ævinleqa verió nefnt
Hverfell í Mývatnssveit. Hverfjallsnafnið hefur nær
eingöngu verið notað á landakortum.
ASÍÐUSTU árum hafa
einkum rosknir Mývetningar
haft orð á því við mig að
nú í seinni tíð sé verið að
breyta sumum ömefnum í
Skútustaðahreppi. Þetta
eru nokkuð mörg örnefni,
sem ýmist er verið að færa
úr stað eða breyta hvað varðar orðmyndir. Þá
eru þess jafnvel dæmi að tekin séu upp ný
örnefni í stað þeirra eldri. Er þetta að mestu
tilkomið vegna ókunnugleika og ónákvæmni
utanaðkomandi manna, sem jafnvel hafa komið
þessu á prent, þótt ekki sé hægt að kenna
þeim um allt, því til em bæði ungir og aldnir
Mývetningar sem virðast vera hirðulausir um
þann menningararf sem fólginn er í
örnefnunum. Þá hafa þessar breytingar a.m.k.
að einhverju leyti verið látnar óátaldar eða þær
hafa ekki komið fyrir augu heimamanna. -
Eitt þessara örnefna er Hverfell sem nú heyrist
gjarnan nefnt Hverfjall. Verða hér færð rök
fyrir því að fyrri orðmyndin sé rétthærri, enda
má rekja hana aftur í aldir.
Elstu heimildir
Séra Jón Þórarinsson var prestur í
Mývatnsþingum frá 1752-77. Hann lét gera
lögfestu vorið 1755 á ábýlisjörð sinni Vogum,
en þar er talað um Hverfellsnibbu ena sidre“.
Þá er nefnt Hverfell í lögfestu fyrir
Geiteyjarströnd sem Gamaliel Þorláksson lét
gera á leigujörð sinni haustið 1768.
Lögfestur eru taldar mjög traustar heimildir,
því allir nágrannar og þeir sem hugsanlega
töldu sig eiga hagsmuna að gæta á einn eða
annan hátt lásu eða heyrðu þær lesnar yfir
og hefðu því gert athugasemdir ef þótt hefði
á því þörf.
Séra Jón Þorsteinsson var prestur í
Mývatnsþingum frá 1814-48. Hann skrifaði
sóknarlýsingu, að líkindum 1839, fyrir
Bókmenntafélagið.
Jón flutti búferlum í Voga 1815 og bjó þar
til 1829 en þá settist hann að í Reykjahlíð og
bjó þar til 1849. Hann bjó því í nágrenni við
Hverfell, er hann ritar svo í sóknarlýsingu
sinni sem sýnir glöggt hvaða orðmynd var
notuð á þeim tíma.
Sóknarlýsingar eru einnig taldar traustar
heimiidir, ekki síst ef prestar höfðu setið lengi
í brauðum áður en þeir skráðu þær. í öllum
áðurnefndum tilvikum er um heimamenn að
ræða.
Talað er um Hverfell í landamerkjaskrá
Geiteyjarstrandar frá 1885, en undir hana rita
fyrir Geiteyjarströnd Sigurður Jóhannesson (f.
1829) og Ingibjörg_ Marteinsdóttir (f. 1861),
fyrir Voga Guðni Asmundsson (f. 1845) og
fyrir Kálfaströnd Sigurður Tómasson (f. 1809).
Séra Jón Þorsteinsson er ættfaðir
Reykjahlíðarættar skv. ættartölu sem gefin var
út vorið 1993. Hann átti 14 börn og bjuggu
5 þeirra í Mývatnssveit. Eitt þeirra var Pétur
Jónsson, f. 18.4. 1818 í Vogum. Hann var
bóndi í Reykjahlíð og dó þar 5.10. 1906. Kona
hans var Guðfinna Jónsdóttir, f. 15.10. 1817
á Grænavatni, d. 5.6. 1894 í Reykjahlíð. Þau
komu upp 10 börnum og bjuggu þau flest í
Mývatnssveit.
Eitt þeirra var Hallgrímur Pétursson, f. 21.11.
1848 í Reykjahlíð, d. 24.4. 1926 í Vogum.
Kona hans var Ólöf Valgerður Jónasdóttir, f.
8.3. 1848 á Grænavatni, d. 28.4. 1908 á
Akureyri. Þau voru fyrst í Reykjahlíð en
fluttust síðan í Grænavatn og bjuggu þar til
1890 er þeir höfðu skipti á jörðum, Hallgrímur
á hálfu Grænavatni og Guðni Ásmundsson á
Vogum, þar sem hann hafði búið lengi.
Þau Hallgrímur og Ólöf áttu þijá syni og eina
dóttur, sem giftist út i Reykjahlíð. Börn hennar
töluðu og tala um Hverfell. Synir Hallgríms
hétu Jónas, Þórhallur og Sigfús og bjuggu
þeir ailir í Vogum, hver á sínum þriðjungi
jarðarinnar. Þar búa nú afkomendur þeirra og
segja sumir af þeim, sem ég hef rætt við, að
það hafi verið talað um Hverfell af öllu
heimafólki og að sjálfsögðu af afa þeirra,
Hallgrími. Bamabörn Guðna segja að hann
og allt hans fólk hafi talað um Hverfell,
Hverfellsrönd, Hverfellsbruna og
Hverfellssand.
Þá er að geta þess að ég hef það undirritað
frá elsta fólki sem nú býr eða bjó á öllum
bæjum í Mývatnssveit, að í þess ungdæmi
hafi alltaf verið talað um Hverfell og nöfn
dregin af því, önnur orðmynd hafi ekki verið
notuð. Hér er átt við það fólk sem er fætt og
uppalið í sveitinni, en ekki hina sem hafa gifst
eða flust þangað, jafnvel þótt þeir hafi búið
þar lengi. Meðal þeirra fjölmörgu sem hafa
undirritað eru hluti af landeigendum Voga.
Sýslulýsing Þingeyjarsýslu er rituð af Jóni
Benediktssyni sýslumanni 1747. Hún er rituð
á dönsku og virðist þar fiæld“ notað jafnt yfir
fjall, fell og hnjúk þegar íslenskar orðmyndir
eru ekki notaðar, a.m.k. á Mývatnssvæðinu. Á
bls. 234 talar hann um Hverfiæld.
í ferðalýsingu Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar frá 1752-57, sem rituð var á dönsku
og gefin út í Soröe 1772, rita þeir Sandfell,
og eiga þá við Hverfell, sbr. Anden Deel, bls.
727. í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá
Hlöðum, sem út kom 1943, hefur orðmyndinni
Hverfjall verið bætt við innan hornklofa, 2.
bindi, bls. 80. En eins og fyrr er getið, er talað
um Hverfellsnibbu hina syðri í lögfestu frá
1755 fyrir Voga.
Kortageróarmenn koma til sögu
Árið 1844 kom út íslandskort sem kennt er
við Björn Gunnlaugsson. Á umræddu korti
stendur Hverfjall. Bókmenntafélagið hafði
staðið fyrir því að gerð var sóknarlýsing í
Mývatnsþingum 1839, þ.e. 5 árum fyrr. Þar
er talað um Hverfell eins og fyrr getur og
voru því til gögn frá heimamönnum þótt ekki
hafi verið farið eftir þeim. Óvíst er hvort Björn
hefur lesið sýslulýsinguna frá 1747 og
sóknarlýsinguna frá 1839 eða fengið vitneskju
úr þeim en þær voru báðar vistaðar í
Kaupmannahöfn en hann var hér heima við
kortagerð sína. Engar líkur eru hins vegar á
því að hann hafi séð lögfesturnar frá 1755 og
1768, en undir þá fyrri ritar Jón Benedikt.sson
sýslumaður, sá er ritaði sýslulýsinguna á
dönsku árið 1747. Þar er ritað fiæld“ eins og
áður segir, einnig yfir það sem við höfum fleiri
orð. Ómögulegt er því að segja til um hvaðan
Björn hefur orðmyndina Hveríjall. Gæti hér
verið um ónákvæmni að ræða, enda var starf
hans fyrst og fremst fólgið í því að mæla Iandið
með kortagerð í huga en ekki að safna
örnefnum.
Sjá má að fleiri örnefni á þessu korti eru
öðruvísi en tíðkaðist meðal heimamanna, svo
að Björn Gunnlaugsson getur ekki talist traust
heimild hvað örnefni varðar, a.m.k. þar sem
hann var ókunnugur, þótt hann hafi unnið
stórvirki með mælingum sínum.
Það má segja að uppdráttur þessi hafi verið
notaður í u.þ.b. eina öld þótt hann hafi vart
verið almenningseign.
í Ferðabók Þorvalds Thoroddsen, sem eru
skýrslur um rannsóknir á íslandi 1882-98, og
út kom 1913 eru nokkur dæmi um örnefni sem
hann ritar ranglega eða með ónákvæmni á
Mývatnssvæðinu. Þar má nefna að hann talar
bæði um Vindbelgjarfjall og Vindbelg,
Bláhvamma og Bláhvamm, Villingafjall og
Villingafell sem sömu örnefni; einnig koma
fyrir Skessuhalar og Skessuhali. Þá talar
Þorvaldur um Leirhnúk sem heitir Leirhnjúkur.
Við höfum j“ á Norðurlandi í hnjúk. Ritað er
Þríhyrningur en á að vera Þríhyrningar,
Hrútshálsar en á að vera Hrúthálsar og
Lúdentshæðir fyrir Lúdentarhæð. Þá talar
hann um Hverfjall sem nafn á áðurnefndu
Hverfelli.
Á þessari upptalningu, sést að Þorvaldur getur
ekki talist traust heimild. Hann ferðaðist á
Mývatnssvæðinu á þeim árum sem
landamerkjaskrá Geiteyjarstrandar var
undirrituð af fjórum Mývetningum á þremur
bæjum, eða 30. maí 1885, en þar stendur
m.a. að Strandarholt liggi suður austan við
Hverfell. Þorvaldur gaf út jarðfræðikort árið
1901 og þar er enn að finna nafnið Hverfjall
eins og annars staðar í ritum hans.
Þeir sem eftir koma líta síðan eflaust til þessa
korts eða ritverka Þorvalds. í heimildarmynd
í ríkissjónvarpinu í desember 1992 var sagt
að allir jarðfræðingar, sem komu á eftir honum,
hafi lesið það sem kom út eftir hann, þar sem
hann hafi verið svo kunnur maður.
Eins og fyrr er bent á setur Björn
Gunnlaugsson Hverfjall á uppdrátt sinn.
Örnefni á þessum uppdrætti hafa sýnilega orðið
nokkuð stefnumarkandi, eins og sést af ritum
Þorvalds Thoroddsen. Hvorki Björn eða
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997