Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 13
ÞAIMN 31. janúar næstkomandi eru 200 ár liðin frá fæðingu austurríska tónskáldsins, Franz Schuberts,
ÞANN 31.janúar næstkomandi
eru 200 ár liðin frá fæðingu
austurríska tónskáldsins,
Franz Schuberts. Af því til-
efni hefur hollenski píanó-
leikarinn og hljómsveitar-
stjórinn Gerrit Schuil efnt til
tónlistarhátíðar þar sem
fram koma um tuttugu inn-
lendir og erlendir listamenn. Frá 18. janúar
til 31. maí verða alls haldnir níu tónleikar
þar sem flutt verður mikið úrval söngljóða
og kammerverka eftir Schubert. Einnig
mun söngkonan, Elly Ameling, koma til
landsins í byijun apríl og halda námskeið
— masterclass — fyrir íslenska söngvara
að viðstöddum áheyrendum. Hátíðin hefst
í dag, laugardag, kl. 17 með Ijóðatónleikum
Rannveigar Fríðu Bragadóttur þar sem hún
syngur lög eftir Schubert við undirleik Ger-
rit Schuil.
„Þetta er stórt skref á mínum tónlistar-
ferli,“ sagði Rannveig Fríða Bragadóttir í
samtali við Morgunblaðið. „í fyrsta lagi er
það einstæður heiður að fá að taka þátt í
svo metnaðarfullri hátíð þar sem svo mjög
hefur verið vandað til dagskrárinnar. í öðru
lagi er þetta í fyrsta sinn sem ég syng
heila tónleika með sönglögum eftir Schu-
bert. Ég steig hálft skref fyrir tveimur árum
þegar ég flutti sönglög hans á tónleikum
hér á landi. Schubert söng ég þá aðeins
fyrir hlé, en nú spannar hann alla efnis-
skrána. Og víst er það mér ljúft því að
söngvarnir hans standa hjarta mínu nær
en nokkur önnur tónlist heimsins. Samt er
vegurinn til Schuberts bæði langur og tors-
óttur og það er ekki öllum gefið að syngja
söngljóðin hans. Þó að tónlist hans liggi
vel fyrir söngvurum þá þarf margt fleira
að vera til reiðu ef vel á að takast. Söngvar-
inn þarf ekki aðeins að eiga til háþróaða
tækni, heldur verður hann að beita sterkri
innlifun og hafa þekkingu á tónverkinu sem
og þeirri menningu sem ól það af sér. En
þegar tekst að sameina allt þetta, þá er
gaman að lifa.“
Lék Schubert ú
fyrstu tónleikum sinum
Gerrit Schuil segist hafa kynnst Schu-
bert ungur. „Ég spilaði tónlist eftir hann á
fyrstu tónleikum mínum; það var árið 1959
og ég var níu ára. Schubert hefur verið
eitt af uppáhaldstónskáldunum mínum síð-
an, kannski vegna þess að ég hafði mikinn
áhuga á söng, var kórdrengur eins og reynd-
ar Schubert sjálfur."
— Hvað var það sem heillaði þig svo
mjög í tónlist Schuberts?
„Það sem mér er efst í huga,“ segir
Gerrit, „ekki bara hvað snertir söngljóðin
TOFRARNIR
FELAST í
RÖDDINNI
SEM SYNGUR
Morgunblaöió/Þorkell
GERRIT Schuil og Rannveig Fríða Bragadóttir á æfingu fyrir tónleikana sem eru þeir
fyrstu á Schubert-hátíðinni sem stendur fram í maí.
heldur alla hans tónlist, er þessi einstæða
lagræna gáfa sem á engan sinn líka í allri
tónlistarsögunni. í tónlist Schuberts er alls
staðar að finna rödd sem syngur og það
er kjarninn í töfrum hans. Þessi syngjandi
laglína nær síðan tökum á hlustandanum
með ósköp einföldum brögðum. En samt
er það svo að því einfaldari sem tónverkin
kunna að virðast þeim mun erfiðari eru þau
í raun og veru. Svo ég taki „Heiðarrósina“
sem dæmi þá er hún að mínu viti eitt erfið-
asta sönglag sem Schubert samdi. Það þarf
svo mikið til að koma látleysinu og einlægn-
inni til skila í slíku lagi. Og þótt um sé að
ræða hljóðfæratóTnlist þá er hún alltaf hugs-
uð út frá söngröddinni. Þó að enginn sé
að syngja þá fyrirfinnst alltaf syngjandi
rödd í tónlist Schuberts.
Schubert var brautryðjandi að ýmsu leyti.
Hann lyfti ljóðasöngnum upp á æðra plan.
Sérkenni hans er að hann gerði undirleikinn
miklu mikilvægari en hann hafði verið hjá
fyrri höfundum. Hjá honum ljær undir-
leikurinn laginu sál; hann er í forgrunni en
söngurinn fylgir frekar eftir. Þetta var al-
veg nýtt á sínum tíma. Með þessu kemst
undirleikarinn í mjög náin tengsl við ljóðið.
Það var líka óvenjulegt hvað hann var í
miklum tengslum við listamenn í öðrum
greinum; hann varð fyrir miklum áhrifum
af bæði skáldum og myndlistarmönnum og
sótti innblástur í verk þeirra.
Svo er það auðvitað einstakt hvað hann
var afkastamikill á sinni stuttu ævi en hann
lést aðeins 31 árs gamall. Hann samdi
meira en 600 sönglög, 15 strengjakvart-
etta, óperur og fleira. Þrátt fyrir þetta gaf
hann sér góðan tíma til skemmtana; hann
hafði gaman af því að drekka vín og gera
sér glaðan dag með vinum sinum. Kannski
hefur hann bara ekkert sofið, ég veit það
ekki, en þessi afköst eru ótrúleg í augum
nútímamanns. Annars vitum við lítið um
ævi Schuberts."
Hvernig söngurinn
orkar á súlinu
— Hveiju skiptir lífshlaup Schuberts fyr-
ir skilning okkar á tónsmíðum hans? „Að
mínu viti er það aukaatriði," sagði Gerrit.
„Að því leyti gegnir til dæmis öðru máli
um Beethoven, því að haldgóð þekking á
ævi hans kann stundum að auðvelda skiln-
ing á tónlist hans. En þó að eitt og annað
sé vitað um Schubert þá þykir mér það
skipta merkilega litlu máli. Margt verður
samt skiljanlegra í ljósi þess lífs sem mót-
aði hann. Þetta ótrúlega næmi hans á eðli
söngsins á sér skýringu í þeirri staðreynd
að hann öðlaðist tónlistarþroska sinn sem
barn og unglingur í kór. Þetta starf gaf
honum tilfinninguna fyrir því hvað söngur
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 1 3