Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 2
„SÍÐAR meir gengur hann til liðs við sína fyrrum fjand- menn og gerist þingmaður og ráðherra,11 seg- ir Þór Rögn- valdsson um aðalpersónu leikrits síns, Búasögu, sem hlaut 1. verð- laun í leikverka- samkeppni Leikfélags Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli X Atök hugsjónar og raunsæis Hvernig líður mér HVERNIG líður mér er heiti og inntak myndlistarsýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem stendur til 24. janúar næstkomandi og lýkur með styrktarhátíð í Borgarleikhúsinu þann 26. janúar. Sýningin er afrakstur verkefnis sem ungl- ingar í Mótorsmiðjunni unnu að í húsnæði sem Héðinn Smiðja lánaði hópnum. Þar unnu listamennirnir samtímis, en þó hver og einn að sínu eigin verki að túlkun eigin tilfinninga. „Listamennimir eru allir úr hópi ungs fólks sem lent hefur í slæmum málum og leitað lausna á vandanum með aðstoð mótor- smiðjunnar," segir í kynningu. Mótorsmiðjan er byggð að hluta til á hug- myndafræði norsks læknis og sálfræðings sem sjálfur er ástríðufullur mótorhjóladellu- karl og á hugmyndum stofnendanna, þeirra Guðmundar Þórarinssonar, Mumma og Björns Ragnarsonar, Bjössa, sem að eigin sögn eru sjálfir „púkar með vafasama fortíð". Tilgangur þeirra félaga með stofnun Mót- orsmiðjunnar var að prófa óhefðbundnar leið- ir til að hjálpa þessum unglingum að fínna lífinu tilgang að nýju. í upphafi var um að ræða tilraun sem átti að standa í þrjá mánuði og var hún unnin í samstarfi Iþrótta- og tómstundaráðs og Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. „Þessi tilraun hefur nú staðið yfír í tæp tvö ár og á þeim tíma hefur komið í ljós hve þörfín er brýn fyrir starfsemi af þessu tagi,“ segir í kynningu. Eins og nafnið gefur til kynna tengist starfsemin í meginatriðum mótorhjólum og öllu sem þau varðar en allir unglingar eru velkomnir. Opið er tvö kvöld í viku fyrir þá sem vilja koma og vinna við hjólið sitt á eigin spýtur eða með hjálp sérfróðra. Að málverkasýningunni í Ráðhúsinu og styrktarhátíðinni í Borgarleikhúsinu standa Mótorsmiðjan, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Lionsklúbburinn Þór, Leikfélag Reykja- víkur, Sniglamir og Samskipti. ÞÓR Rögnvaldsson, heimspekingur og kennari við Iðnskólann í Reykjavík, hlaut 1. verðiaun í leikritasamkeppni sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til í tilefni af aldarafmæli sínu. Leikrit Þórs heitir Búasaga og er það byggt á Kjalnes- ingasögu en höfuðpersóna Kjalnesingasögu er Búi Andríðsson. „Allar helstu persónur Kjalnesingasögu koma fyrir í mínu verki en ég færi þær til nútímans," sagði Þór í samtali við Morgunblað- ið. „Ég ákvað að byggja á þessari sögu því að ég tel hana vera mjög vanmetið verk. íslenskumenn hafa ekki komið auga á að í henni eru mjög mikil og merkileg hugmynda- leg átök. Búi Andríðsson er uppreisnarmaður; hann er kristinn en er í andstöðu við höfðingja- veldi íslenska þjóðveldisins. Síðar meir gengur hann til liðs við þessa fjandmenn sína og ger- ist þingmaður Kjalnesinga. Þessa sögu færi ég til nútímans á þann hátt að ég geri Búa í upphafi verks að fulltrúa hippakynslóðarinnar en leikritið hefst árið 1969. Hann er í andstöðu við samfélag sitt, er uppreisnarseggur eins og fólk af þessari kynslóð var að reyna að vera, en síðar meir gengur hann til liðs við sína fyrrum fjandmenn og gerist þingmaður og ráðherra. Leikritið lýsir átökum á milli hugsjónamanns og raunsæismanns. í Kjalnesingasögu eru þessi átök annars vegar í formi heiðingdóms og hins vegar kristins átrúnaðar. I nútímasögu verða þetta átök milli hugsjónar og raunsæis. Það sem er athyglisvert fyrir nútímahöfund er að Búi Andríðsson er líkamning þessara and- stæðna og gefur því mikla möguleika til per- sónusköpunar." Leikritið er þríleikur og heitir hver þáttur eftir höfuðpersónum verksins; fyrsti hluti heit- ir Esja, annar hluti Fríður og þriðji Jökull. Þór hefur skrifað nokkur leikrit áður en aldrei fengið neitt þeirra sett á svið. Leikritið Búasaga verður hins vegar sýnt í Borgarleik- húsinu að ári liðnu, eða 11. janúar 1998. „Það liggur vel fyrir mér að skrifa leikrit, eða hugsa í dramatísku formi, og þess vegna valdi ég frekar leikritsformið en skáldsagna- formið," sagði Þór. Hann segist ætla að skrifa annað leikrit strax á komandi sumri en vildi ekki gefa upp efni þess. A NYJUM NOTUM TÓNLIST Iláskólabíó HLJÓMSVEITARTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjómandi Flavio Emilio Scogna, einleikari Rafael Gintoli fiðlu- leikari, einsöngvari Ingibjörg Guðjónsdóttir. Verkefni eftir Ottorino Respighi, Alicia Terz- ian, Þorkel Sigurbjömsson og Alberto Ginast- era. Fimmtudagur 16. janúar kl. 20. ÍSMÚS munu tónleikagestir eiga það að þakka að fá að njóta fáheyrðra tónverka frá fjarlægustu kimum hnattar okkar og þá gjarna verkefni sem aðrir fúlsa við, eins og Guðmundur Emilsson tónlistarráðunautur Ríkisútvarpsins kynnir okkur í Morgunblað- inu fímmtudaginn 16. janúar. Þetta skilst manni að þjóðin eigi tónlistarráðunautnum að þakka og heiður sé honum. í grein Guð- mundar les maður líka að útlendingar og þá ekki síst höfundar verkanna, séu afar þakklátir þessu framtaki og skal engan furða. Þar með ætti að vera kominn mögu- leiki á að koma okkar íslensku fáheyrðu tónlist á framfæri, með t.d. skiptum á lista- mönnum og vonandi hefur Ríkisútvarpið þegar áttað sig á þeim möguleika. Ekkert vantaði á að verkin sem flutt voru í kvöld væru hér, og víðar, lítt þekkt, meira að segja fyrsta verkefni kvöldsins, Impressi- one Brasiliane eftir 0. Respighi var eitt af þessum gleymdu verkum og hélt maður þó að maður þekkti verkið ekki. Kannski var það ástæðan fyrir því að flutningurinn virt- ist í daufara lagi, stjómandinn sló það í gegn, en gaf því nær engar útlínur sem haldið gátu manni óskiptum við efnið, nema þá að því leyti að gaman var að fylgjast með því hve vel Respighi „instrumenterar" og kannski ekki furða þar eð hann lærði þá kúnst hjá engum minni en einum höfuð- Morgunblaðið/Kristinn TÓNSKÁLDIÐ Þorkell Sigurbjömsson þakkar Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu fyrir flutninginn. Hljómsveitarstjórinn Flavio Emilio Scogna fylgist með. snillingi þeirrar listar, Rimsky Korsakov. Næsta verk, öllu áhugaverðara, Fiðlukon- sert í d-moll eftir argentískan höfund núlif- andi, Aliciu Terzian. Við fyrstu heyrn sýnd- ist hér um mjög vel skrifað verk að ræða og ekki að öllu ólíkt Respighi, eins og hann þekktist í verkum öðrum en heyrðist hér á undan. Fiðluleikarinn í þessum fiðlukonsert er landi Aliciu Terzian og var auðheyrt í kadensum konsertsins að um ágætan fíðlu- leikara var að ræða. Aftur á móti heyrðist lítið í honum þegar hann lék með hljómsveit- inni, nema þá helst í hæga kaflanum sem komst mjög fallega til skila í samleik einleiks hljóðfærisins og hljómsveitarinnar. Ein- leikarinn, Rafael Gintoli virðist hafa lítinn tón, en fallegan, en því miður köfnuðu þessi ágæti í sterkum leik hljómsveitarinnar, eða öllu heldur, stjómandi hafði ekki lag á því að láta sveitina leika í hlutfalli við tón ein- leikarans. Stjórnandinn sýndi ekki mikla til- burði í þá átt að móta leik sveitarinnar, lík- ast því að hann væri hræddur við hljómsveit- ina, eða að hann væri ekki vanur að vinna með þetta góðum hljómsveitum. Þrátt fyrir þetta lék hljómsveitin eins og þær sveitir sem ekki leyfa sér að spila illa þótt þeir hafi léleg- an stjórnanda fyrir framan sig og þar með er hljómsveit komin á gott skrið. Fyrsta verk eftir hlé var frumflutningur á verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Gylfa- ginning heitir það og skrifað fyrir hljóm- sveit og sópran og var um frumflutning verksins að ræða, stendur í efnisskrá. Ekki er í lítið ráðist að ætla að koma einhverju af Eddu Snorra yfir í tónmál. Verkið á for- sögu nokkra sem veldur því að textinn er sunginn á spænsku, saga sú mun þó ekki rakin hér, en Þorkell mun hafa haft gyðjur Ásgarðs í huga við samningu verksins. Hann velur textanum einfalt tónmál, t.d. er verkið að miklu leyti flutt sem söngles með hljóm- sveitarundirleik, þar sem hann lætur söngv- arann hækka sig um heil tónbil við hendinga- skil í texta. Ingibjörg Guðjónsdóttir með sína fögru rödd, skilaði sínu hlutverki með ágæt- um, aðeins skaut þó upp í hugann hvort heppilegra hefði verið að velja dramatískari rödd, sem ég er þó alls ekki viss um að rétt- ara hefði verið. Þetta einfalda tónmál Þor- kels varð furðu máttugt þegar upp var stað- ið og undirrituðum langeftirminnilegasta atriði kvöldsins. Lokaverk tónleikanna var balletttónlist eftir Alberto Ginastera. Linka eða skapleysi var einkenni flutningsins, þó var hægi þátturinn fallega fluttur og stjórnandinn slapp í vandasömu hlutverki þriðja atriðisins. Eg vil svo endurtaka það sem ég nefndi í upphafí. Með hliðsjón af kvöldinu ætti ekki að vera erfitt að bjóða fram mannaskipti og segja ef þú gerir þetta fyrir okkur, gerum við þetta fyrir þig, eða eins og Þjóðverjinn segir, eine Hand wáscht die andere. Ragnar Björnsson MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Yfirlitssýn. á verkum eftir Hring Jóhannes- son í vestursal og sýn. á nýjum verkum eft- ir Jónínu Guðnadóttur í miðsa! til 16. febr. og sýn. á verkum eftir Kjarval í austursal til 11. maí._ Listasafn íslands Sýn. á verkum Eiríks Smith „Á milli tveggja heima“ til 16. febr. og sýn. „Á vængjum vinnunnar" til 19. jan. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Lulu Yee sýnir til 22. jan. Mokka - Skólavörðustíg Ljósmyndir eftir Spessa til 6. febr. Sólon Islandus - við Bankastræti Sigurlaug Jóhannesdóttir, Silla, sýnir til 19. jan. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í janúar: í sýniboxi: Haraldur Jóns- son. 1 barmi: Róbert Róbertsson og Ragn- heiður Ágústsdóttir ber sýninguna. Hlust: 5514348: G. R. Lúðvíksson. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Bestu blaðaljósmyndirnar 1996 og úrval mynda liðinna áratuga til 2. febr. Undir pari - Smiðjustíg 3 Sýning Frakks, „Undur og hljóðmerki“, til 25. jan. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Samsýn. Önnu Guðjónsdóttur og Erlu Sól- veigar Óskarsdóttur til 26. jan. Norræna húsið - við Hringbraut Gerhard Roland Zeller og Þór Ludwig Stief- el sýna til 26. jan. Veggspjaldasýning í and- dyrinu til 29. jan. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Svava Björnsdóttir sýnir til 26. jan. Listþjónustan - Hverfisgötu 105 Hafsteinn Austmann sýnir til 2. febr. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Halldór Ásgeirsson sýnir til 16. febr. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Sýn. á nokkrum af síðustu myndum Hrings Jóhannessonar í baksal gallerísins til 2. febr. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Sigurður Haukur Lúðvígsson sýnir til 28. jan. Myndás - Laugarásvegi 1 Kristján E. Einarsson sýnir ljósmyndir. Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti Sýn. á myndum Helga Þorgils Friðjónssonar í anddyrinu. Skruggusteinn - Hamraborg 20a, Kóp. Sibba, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sýnir smá- myndir til 27. jan. Slunkaríki - Isafirði Haraldur Jónsson sýnir til 2. febr. Laugardagur 18. janúar Schubert tónleikar kl. 17 í félagsheimili Víd- alínskirkju; Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil. Sunnudagur 19. janúar Félag ísl. organleikara með tónleika til styrktar íslenskri kirkjutónlist í Hallgríms- kirkju kl. 17. Annika Hultman og Ami Aspe- lund verða með kabarett dagskrá sem þær nefna „Skvaller" í Norræna húsinu kl. 16. Mánudagur 20. janúar A Capelta sönghópurinn Emil og Anna Sigga í Listaklúbbi Leikhúskjallarans kl. 21. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið Litli Kláus og stóri Kláus frums. fim. 23. jan. Villiöndin lau. 25. jan. Leitt hún skyldi vera skækja fös. 24. jan., lau. Þrek og tár lau. 18. jan. Kennarar óskast. sun. 19. jan., fös. Borgarleikhúsið Trúðaskólinn lau. 18. jan. Svanurinn lau. 18. jan., mið. BarPar lau. 18. jan., fös., lau. Domino sun. 19. jan., fim., lau. Fagra veröld lau. 18. jan., fim., lau. Stone Free fös. 24. jan. Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús- geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. Skemmtihúsið Ormstunga lau. 18. jan., fös. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 19. jan. Á sama tíma að ári lau. 18. jan. Sirkus Skara skrípó fös. 24. jan. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 18. jan. Nemcndalcikhúsið Hátíð lau. 18. jan., sun. Kaffileikhúsið Einleikir Völu Þórs lau. 18. jan., fös. Leikfélag Akureyrar Undir berum himni lau. 18. jan., fös., lau. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsend- ir: 5691181. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.