Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 14
TONLISTIN GRÓF HÉR MIKINN AUÐ EFTIR INGUNNI ÁSDÍSARDÓTTUR OG ÞORVALD KRISTINSSON er, hvemig söngurinn orkar á sálina. Því má nefnilega ekki gleyma að í sönglögum Schuberts leynist ótrúlega djúp og víðfeðm þekking á þeim tæknibrellum sem hægt er að beita til að kalla fram ákveðnar geðs- hræringar með hlustandanum." Leikið Ijórhent á píanó Gerrit Schuil hefur verið búsettur á ís- landi síðastliðin fjögur ár. Hann nam píanó- leik við Tónlistarháskólann í Rotterdam en stundaði síðan framhaldsnám í London hjá John Lill og Gerald Moore og í París hjá Vlado Perlemuter. Nokkrum árum síðar hóf hann svo nám í hljómsveitarstjórn hjá rúss- neska hljómsveitarstjóranum Kirill Kondr- ashin og hlotnaðist raunar sá heiður að verða nemandi hans síðustu æviár hans. Gerrit var um árabil stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar hollenska ríkisútvarpsins sem þá var jafn- framt aðalhljómsveit Hollensku ríkisóperunn- ar. Einnig hefur hann stjórnað fjölmörgum hljómsveitum í Evrópu og Bandaríkjunum, bæði í óperuhúsi og í tónleikasal. Gerrit hef- ur átt náið samstarf við íslenska tónlistar- menn á liðnum árum, ekki síst söngvara okkar, og afrakstur þeirrar vinnu má að nokkru leyti sjá á hátíðinni sem nú fer í hönd. Auk Rannveigar Fríðu koma fram á hátíð- inni söngvararnir Sólrún Bragadóttir, Signý Sæmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jón Þorsteinsson. Þá mun Bemadel-kvartett- inn og félagar úr Caput-hópnum flytja kamm- erverk, meðal annars hinn fræga oktett Schu- berts. Kolbeinn Bjamason, Zbigniew Dubik, Guðni Franzson og Þorkell Jóelsson leika einnig á hljóðfæri og þeir Jónas Ingimundar- son og Gerrit Schuil leika saman fjórhent á píanó á sérstökum tónleikum. Sjálfur lýkur i. svo Gerrit sjálfur hátíðinni í vor með einleiks- tónleikum á píanó. Einnig sætir það tíðindum að tveir af ágætustu ljóðasöngvurum Hol- lendinga koma til landsins af þessu tilefni. Það em þeir Hans Zomer og Robert Holl, en hann á óvenju glæsilegan feril að baki. Meðal annars söng hann aðalhlutverkið í uppfærslu Bayruth-óperunnar á Meistara- söngvumm Wagners 1995. Á tónleikunum í maí mun hann meðal annars flytja öll Heine- ljóðin úr Svanasöng Schuberts. Allir tónleikamir verða haldnir í safnaðar- • heimilinu Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ. 1797 FRANZ SCHUBERT 1997 TÓNLISTARHÁ- TÍÐ í GARÐABÆ 1. tónleikar - 18. janúar kl. 17.00. Ljóðatónleikar. Rannveig Friða Bragadóttir, mezzo-sópran - Ger- rit Schuil, píanó. 2. tónleikar - 1. febrúar kl. 17.00. Ljóðatónleikar. Sólrún Bragadótt- ir, sópran - Gerrit Schuil, píanó. 3. tónleikar - 7 15. febrúar kl. 17.00. Samleikur fjórhent á píanó. Jónas Ingimundarson - Gerrit Schuil. 4. tónleikar - 1. mars kl. 17.00. Kammertónleikar. Sigrún Hjálm- týsdóttir, sópran - Jón Þorsteins- son, tenór - Guðni Franzson klari- nett - Kolbeinn Bjarnarson, flauta - Zbigniew Dubik, fiðla - Þor- kell Jóelsson, horn - Gerrit Schu- il píanó. 5. tónleikar - 22. mars kl. 17.00. Vetrarferðin - Die Winterreise. Hans Zomer, baritón - Gerrit Schuil, pianó. 6. tónleikar - 12. apríl kl. 17.00. Kammertónleikar. Bernardei- kvartettinn - Caput-hópurinn. 7. tónleikar - 3. maí kl. 17.00. Ljóðatónleikar. Robert Holl, bassa-baritón - Gerrit Schuil, píanó. 8. tónleikar - 17. maí kl. 17.00. Ljóðatónleikar. Signý Sæmunds- dóttir, sópran - Jón Þorsteinsson, tenór - Gerrit Schuil, píanó. 9. tónleikar - 31. maí kl. 17.00. Píanóleikar - Gerrit Schuil. Tónleikasalur: Kirkjuhvoll við Vídalínskirkju í Garðabæ. Forsala aðgöngumiða: Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. ANN 31. janúar nk. eru 200 ár liðin frá fæðingu austurríska tónskáldsins Franz Schubert og af því tilefni hefst í dag tónlistarhátíð í Garðabæ sem er tileinkuð honum. Fram til 31. maí verða haldnir níu tónleikar þar sem eingöngu em flutt kammerverk, píanótónlist og sönglög eftir hinn mikla meistara. En hver var hann, þessi maður sem skipar svo háan sess í hug- um allra þeirra sem unna tónlist? Franz Peter Schubert fæddist í bænum Lichtenthal í nágrenni Vínarborgar 31. jan- úar 1797. Hann ólst upp í barnmargri og tónelskri alþýðufjölskyldu, sá fimmti í röð fjórtán alsystkina af fyrra hjónabandi föður- ins sem var kennari þar í bænum. Fjölskyld- an mun hafa verið elsk að tónlist og bæði faðirinn og nokkur barnanna léku á hljóð- færi. Sína fyrstu tilsögn í hljóðfæraleik hlaut Schubert hjá föður sínum. Barnungur var Schubert tekinn inn í kon- unglega hirðdrengjakórinn í Vínarborg en meðlimir hans gengu jafnframt í hinn svokall- aða Konvikt-skóla kórsins þar sem þeir fengu menntun í tónlist og almennum fræðum. Þetta var hans eina skólamenntun um dag- ana, en henni lauk þegar hann fór í mútur og hætti að geta sungið í drengjakómum. Enda var þá svo komið að kennarar skólans töldu sig ekki geta kennt honum fleira í tón- list. „Honum get ég ekkert kennt, hann hef- ur gáfur sínar og getu beint frá Guði,“ er haft eftir einum þeirra. Hvernig söngurinn orkar ó sálina Skóladvölin skipti samt miklu máli fyrir þroska Schuberts og þá tónlist sem hann samdi á sinni stuttu ævi. Þar hóf hann að sinna tónsmíðum og leit brátt svo á að það væri hans helsta og jafnvel eina hlutverk í lífínu. Haft er eftir honum að strax á æsku- árum hefði hann lýst því yfir að hann væri í þennan heim kominn til þess að semja tón- list. Ýmsir hafa líka bent á að hið ótrúlega næmi Schuberts á eðli söngsins, eins og söng- ljóðin vitna um, eigi sér skýringu í þeirri staðreynd að hann öðlaðist tónlistarþroska sinn sem bam og unglingur í kór. Kórstarfið gaf honum tilfinninguna fyrir því hvað söng- ur er og hvernig söngurinn orkar á sálina, enda leynist í sönglögum Schuberts ótrúlega djúp og víðfeðm þekking á þeim tæknibrögð- um sem hægt er að beita til að kalla fram ákveðnar geðshræringar með hlustandanum. Að skólavistinni lokinni var Schubert ungi um skamma hríð aðstoðarkennari hjá föður sínum í Lichtenthal en hann undi illa kennslu- starfinu og kom sér brátt undan því. Tónsmíð- amar áttu hug hans allan svo hann settist að í Vínarborg, bjó þar hjá vinum sínum sem forðuðu honum þannig frá því að lenda bein- línis á hrakhólum, og þeir héldu honum að mestu leyti uppi þau ár sem hann átti ólifuð. Á móti greiðanum hélt hann þeim stofutón- leika, stundum oft í viku, þar sem flutt var tónlist eftir hann. Svo vinsæl urðu þessi tón- listarkvöld að þau fengu nafnið „Schubertiad- en“ eða Schubert-kvöldin og báru hróður hans um alla Vínarborg og jafnvel víðar. Þannig lifði hann sem hálfgerður bóhem, án borgaralegs öryggis og án þess að stofna nokkurn tíma fjölskyldu. Tónlistin var hans ástríða, enda helgaði hann sig tónsmíðunum með slíkum afköstum að undrum sætir og ævistarfið sem spannar aðeins hálfan annan áratug, skipaði honum á bekk með höfuð- skáldum rómantísku stefnunnar í tónlist. „Hefói honum enst aldur ..." Schubert samdí níu sinfóníur en aðstæður hans höguðu því svo að kammertónlistina ber hæst í æviverki hans. Hann samdi hart- nær tuttugu píanósónötur, fjölmarga fjór- henta dúetta fyrir píanó, kammerverk af ýmsum toga og sönglög. Hann var einnig merkur nýjungamaður í leikhústónlist, svo og vali á þeim hljóðfærum sem hann valdi til samleiks í verkum sínum, en einnig lagði hann sitt af mörkum til að þróa form sónöt- unnar og sinfóníunnar. Og þó að ekkert bendi til þess að hann hafí beinlínis ætlað sér að gerast endurnýjunarmaður í tónlist, þá leyna sér ekki þau miklu áhrif sem hann hafði á sporgöngumenn sína. Líklega eru sönglögin sá þáttur ævistarfs- ins sem mönnum er efst í huga þegar tónlist Schuberts ber á góma. Þegar hann lést, tæp- lega þijátíu og tveggja ára, lét hann eftir sig rúmlega 600 sönglög. í því sambandi er gaman að minnast orða Roberts Schumann: „Hefði honum enst aldur þá hefði honum ábyggilega tekist að semja lag við hvert ein- asta ljóð þýskrar tungu.“ Mörg þessara söng- laga eru við kvæði eftir mestu og bestu ljóð- skáld rómantíska tímans, svo sem Heine, Schiller og Goethe en skáldskapur hins síðast- nefnda var í miklu uppáhaldi hjá Schubert og við kvæði Goethes samdi hann nokkur af sínum frægustu og vinsælustu sönglögum. Sú saga er í minnum höfð að vinur Schu- berts sendi Goethe nokkur af þessum lögum á nótum, en hið aldraða skáld hafði ekki áhuga á tónlist unga Vínarbúans sem hann tortryggði og endursendi lögin óséð. Þar sást honum meðal annars yfir „Álfakónginn“. Aó lifa sig inn i hugarheim Ijóóanna En það undursamlega er að Schubert var á engan hátt háður hinni bestu ljóðlist til að semja stórkostleg sönglög. Oft varð hann að láta sér nægja heldur lítilfjörlegan kveðskap til að tónsetja, en það varð ekki til að spilla árangrinum. Hann hafði undraverðan hæfí- leika til að lifa sig inn í hugarheim og and- rúmsloft ljóðanna, magna upp eiginleika þeirra og túlka þau. Honum varð ekki skota- skuld úr því að búa kvæðum, sem annars væru gleymd í dag, svo meistaralegan búning að ekki varð bætt um betur. í því sambandi nægir að nefna skáldið Wilhelm Miilller en við ljóðaflokka hans, „Malarastúlkuna fögru“ og „Vetrarferðina", samdi Schubert sín mestu og bestu lög. Án Schuberts væri Wil- helm Muller líklega flestum gleymdur á okk- ar dögum. i hver jw felast töfrarnir? í hátt á aðra öld hafa menn velt því fyrir sér í hveiju töfrar söngljóðanna felist. Raun- in er sú að hvernig sem reynt er að greina þau staðnæmast menn alltaf við laglínuna, hina einstæðu lagrænu gáfu sem einkennir þau og á varla sinn líka í allri tónlistarsög- unni. Þessi lagræna gáfa er raunar ekki að- eins bundin sönglögunum. í tónlist Schuberts er alls staðar að fínna rödd sem syngur og það er kjarninn í töfrum hans. Þótt um sé að ræða hljóðfæratónlist þá er hún alltaf hugsuð út frá söngröddinni - þó að enginn sé að syngja þá fyrirfinnst þar alltaf syngj- andi rödd. Síðustu æviárin lifði Schubert í skugga dauðans, markaður sjúkdómum og basli. Engu að síður rís sköpunargáfa hans hvað hæst þegar dregur að lokum og nægir þar að minna á „Vetrarferðina" frá 1827 og söng- lögin sem gefín voru út að honum látnum undir samheitinu „Svanasöngur". Hann lést 19. nóvember 1828 og var grafinn í Vínar- borg tveimur dögum síðar. Síðar urðu vinir hans til að reisa honum minnisvarða þar sem þessa eftirminnilegu grafskrift er að fínna: „Tónlistin gróf hér mikinn auð, en þó langt- um fegurri vonir.“ Höfundar eru óhugamenn um tónlisl Schuberts. ÞÓRHALLA GUÐMUNDSDÓTTIR ÞRJAR LÍFS- MYNDIR I Renfield Berm údaþríhyrningurinn ranghverfur í huga mínum Lífskraftur skordýranna í blóði mínu Meistari ég bíð þín II Cyrano Augu þeirra eru augu mín orð þeirra eru mín orð Þau eru ekki raunveruleg ég bjó þau öll til handa þér Þú heyrir orð mín þú eignar þau öðrum Þú horfir í augu mín þú eignar þau öðrum En þú finnur ekki hjarta þeirra því það hef ég III MacLeod Sverð mitt reitt til höggs gegn útsendurum ljóshærðrar eyðimerkurinnar Og hvort í augum annars finnum við himindjúpið LÍFIÐ TÍMINN OG ÉG Lífið hökti í gang þú ert 98 oktön blýlaus Tíminn sveif í ómælisvíddir þú ert spíri 80 prósent Ég vona að bremsurnar bili ekki vona að bak við næsta horn sé enginn lögreglubíll Höfundur er nemi í finnsku í Háskóla Islands. v 14 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.