Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 20
TROILUS og Kressida er gjarnan
flokkað með gamanleikjum Sha-
kespeares, en elsta handritsörk-
in sem til er af því er frá 1609.
Verkið er því skrifað eftir að
Shakespeare skrifar sína stóru
harmleiki, en hann sneri sér
aftur að gamanleikjaforminu í
■ lok ævi sinnar. En hann hefur sagt skilið við
léttleikann og ævintýrið sem finna má í gaman-
leikjunum sem hann skrifar fram til 1595.
Hann sækir efni sitt gjarnan í hefðir rómantí-
skra bókmennta og er Troilus og Kressida eitt
af síðustu verkum hans.
Engar heimildir eru til um að Troilus og
Kressida hafi verið sett upp á sínum tíma,
þótt ýmislegt bendi til að það hafí verið leikið
fyrir fáa útvalda um 1609. Þegar skoðaðar eru
breytingar sem gerðar eru á verkinu frá 1609
til 1623 má ennfremur ætla að reynt hafí ver-
ið að setja það upp fyrir almenning - en varla
hlotið góðar viðtökur, því það liðu næstum
þijú hundruð ár, þar til það var sett upp aftur.
■ Reyndar gerði John nokkur Dryden tilraun
til að búa til sviðshæft verk úr handritinu árið
1679, þar sem hann einfaldaði fléttuna til að
hún félli betur að nýklassískum kröfum. Þar
er Kressida til dæmis látin fremja sjálfsmorð
til að vemda heiður sinn og verður þar með
harmleikjahetja - en einkennilega óskyld þess-
um „gamanleik."
Það var síðan ekki fyrr en 1912 sem verkið
var sviðsett af Elizabethan Stage Society, fyrst
í Covent Garden og síðar í Shakespeare leik-
húsinu í Stratford. Það var Edith Evans sem
lék Kressidu og var það fyrsta hlutverk henn-
ar á sviði. Engum líkaði verkið, nema George
Bemard Shaw, sem lýsti því yfír að Kressida
væri „fyrsta raunverulega konan“ í verkum
Shakespeares.
Næstu áratugina var Troilus og Kressida
. 'Sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.
Fyrri heimsstyrjöldin gaf verkinu nýja merk-
ingu, þegar það var sett upp árið 1923 í Old
Vic leikhúsinu í London - og áhorfendur voru
flestir fyrrverandi hermenn. Síðan þá hefur
Troilus og Cressida oft verið sett upp í sam-
tímabúningi; var til dæmis látið gerast í lok
seinni heimsstyijaldarinnar í Berlín og einu
sinni látið fjalla um Vietnam.
í Englandi sló það þó eiginlega ekki í gegn
fyrr en 1960, þegar Peter Hall og John Barton
settu upp sýningu sem hlaut einróma lof þeirra
sem sáu hana. Sviðið var sandgryija sem var
afstrakt átthymingur. Búningarnir voru klass-
■ dskir til að undirstrika leitina að merkingu í
heimi sem er óhjákvæmilega að líða undir lok.
í uppfærslunni sem nú er verið að sýna í
Barbiean leikhúsinu leggur leikstjórinn, Ian
Judge, áherslu á að verkið sé gamanleikur og
segir að eðli þess gamanleiks felist í því hvern-
ig okkur takist að þrauka í veröld sem sé
bæði óþolandi og ömurleg. Shakespeare byiji
á því að raða á sviðið persónum sem séu bæði
heillandi og spennandi, en láti síðan Thersites
og Pandarus stýra áhorfendum í gegnum kald-
hæðni þar sem töfrarnir og fegurðin rotna.
Verkið fjallar um Trójustríðið.
Grikkir og Trójumenn hafa
barist í sjö ár, eða allt
frá því að
prinsinn
' París M £**
rændi
Helenu hinni fögru frá Menelási hinum gríska.
Gríski herinn hefur komið sér fyrir í búðum
við múrinn sem umkringir Tróju. Shakespeare
hefur ekki valið þá leið að fjalla um ránið á
Helenu, né fall Tróju, heldur hefst leikurinn
þar sem stríðið er komið í eins konar patt-
stöðu. Það er ekkert að gerast.
í herbúðum Grikkjanna ríkir ósamkomulag.
Akkilles, hetjan þeirra, neitar að beijast og
hangir inni í tjaldi með elskhuga sínum, Pat-
róklusi. Ódysseifur reynir að lokka Akkilles
aftur út á vígvöliinn með þvi að hampa Ajaxi,
sem keppir við hann um hetjutitilinn, og lýsir
því yfir að Ajax sé nýja hetjan og hafi verið
valinn til að mæta Hektor, skærustu stríðs-
hetju Trójumanna, í einvígi.
Ekki er samkomulagið betra hjá Trójumönn-
um, sem velta því fyrir sér hvers virði það sé
að halda þessari styijöld áfram, til þess eins
að halda Helenu. Hektor lýsir því yfir að hún
sé ekki verðug þeirra mannslífa sem hún kosti,
en Troilus, bróðir hans, heldur því fram að
þeir verði að halda áfram að beijast, heiðurs
síns vegna. Það getur Hektor samþykkt.
Ajax og Hektor takast á, en einvígið er í
mesta bróðerni og endar með veisluhöldum sem
báðar fylkingar taka þátt í. En næsta dag er
aftur snúið sér að því að vera með fjandskap.
Troilus er nokkuð viðutan í öllu hernaðar-
bröltinu, því hann er með allan hugann við
■ Kressidu, dóttur Kalkasar, Trójumanns sem
hefur gengið til liðs við Grikki en skilið dóttur
sína eftir í Tróju. En frændi Kressidu, Pandar-
us, kemur ungu elskendunum saman. En Adam
er ekki lengi í paradís, því eftir fyrstu nóttina
sem þau eyða saman, er hún send til Grikkja,
Cressida“ eftir William Shakespeare nýlega til
sýningg í Barbican Centre í Lundúnum. SUSANNA
SVAVARSDÓTTIR sá sýninguna og skoðar
gamanleikinn sem Shakespeare sá í þeim harmleik
sem Trójustríðið var.
í heimi þar sem menn þurfa að byggja á
eigin persónuleika og áráttum, reyna þeir að
einbeita sér að því sem þeir ráða við Ef þú
ert hermaður áttu að beijast, en það þýðir lít-
ið að benda Akkillesi á það. Hann er hættur.
Ef þú ert Hektor og þarft að vera hetja...
Hvemig ferðu að því? Agamemnon reynir að
vera konungur, gerir mistök á mistök ofan og
klúðrar ræðum sínum. Allir eru að reyna að
vera eitthvað, en þessir allir eru brothættir og
varnarlausir.
Íronían í verkinu kemur stöðugt á óvart.
Persónurnar hegða sér aldrei eins og maður
reiknar með að þær geri.
Verkið fjallar líka auðvitað um kynferðislega
áráttu. Troilus og Kressida eru_ gagntekin af
girnd, sem við getúm kallað ást. Astríður þeirra
eru óljósar og stjórnlausar og það er strax ljóst
að þegar þessir tveir pólar mætast, verði
sprenging sem eyðileggur líf þeirra beggja.
Eftir nóttina sem þau eyða saman, er Kressida
numin á brott og það næsta sem við sjáum er
að hún er að kyssa gervallan gríska her-
inn ... Shakespeare var þeirrar skoðunar að
ástríður væru eyðileggjandi, þegar stjórnlausar
Ef ni verksins
í skiptum fyrir herforingja frá Tróju, Antenor,
sem Grikkir höfðu handtekið.
Kressida er ekki fyrr komin til Grikkjanna
en hún svíkur Troilus með Díomedesi. Troilus
fréttir það og fyllist örvæntingu.
Hektor fer í bardaga, þrátt fyrir viðvaranir
systur sinnar, Kressidu, sem er forspá. Hann
er myrtur á lúalegan hátt af Akkillesi, sem
loksins hefur hrokkið í stríðsgírinn, eftir að
Patróklus, ástvinur hans, er fallinn. Troilus tek-
ur við hlutverki Hektors sem stríðshetja Tróju-
manna og heitir þvi að hefna sín á Akkillesi.
Gamanieikur?
En hvað í ósköpunum getur verið svo fynd-
ið við allan þennan harmleik? Það er varla
hægt að segja að maður sitji og hlæi sig mátt-
lausan frá upphafi til enda, heldur felst húmor-
inn í því hvað fólk getur verið vitlaust. Það er
til dæmis enginn í heiminum heimskari en
Ajax og í hvert sinn sem hann birtist á sviðinu
er hann umkringdur heilum flokki af grískum
herforingjum sem leggja á ráðin. Og Ódysseif-
ur er gloppóttur, allt öðru vísi en maður sér
hann í Ódysseifskviðu.
STYRJÖLD
ÚT AF EINNI
KONU
Royql Shakespeare Company tók „Troilus og
ástríður ráða skuldbindingum fólks, þá leggja
þær allt í rúst. En kynferðislega skírskotunin
í verkinu er ekki bara í ástarsögunni; hún er
líka í stríðinu, bardögunum, þar sem stríðið
er eins konar ástarleikur og ástarleikir eru
eins konar stríð.
En Shakespeare skoðaði aðra þætti ástarinn-
ar í verkum sínum; til dæmis viðhorf sinnar
samtíðar til ástarinnar milli tveggja karl-
manna. í „Twelfth Night“ er Antonio ástfang-
inn af Sebastian og talar opinskátt um tilfinn-
ingar sínar. I „Kaupmanninum í Feneyjum"
er annar Antonio, sem elskar af svo miklu
afli að hann er tilbúinn til að láta skera úr sér
stykki til að fóma manninum sem hann elsk-
ar. í Troilus og Kressidu eru það Akkilles og
Patróklus, en hér er Shakespeare ekki að sýna
samskipti þeirra, heldur öllu heldur afleiðing-
arnar af ást þeirra. Þeir draga sig í hlé; taka
ekki þátt í þessu vitlausa stríði, en þegar Hekt-
or drepur Patróklus, tekur Trójustríðið nýja
stefnu og niðurstaða verksins felst í tilfínning-
um eins manns, sem ber ástina sína burtu af
vígvellinum. Akkilles er blindaður af sorg, safn-
ar liði og myrðir Hektor á fólskulegan hátt,
sem ekki sæmir hetju. Hann hefur misst ráð
og rænu, vegna þess að hann hefur misst ást-
ina sína.
Áráttuhegóun
Troilus og Kressida hefur, eins og áður seg-
ir, oft verið heimfært upp á samtíma þeirra
sem setja verkið upp. Við lifum á tímum, þar
sem krafan um að fólk fái að lifa tilfínninga-
lífí, verður stöðugt háværari og tímum þar sem
fræðimenn eru famir að sanna að tilfinninga-
greind sé jafnvel mikilvægari en mælanleg
greindarvísitala. Það þarf því ekkert að koma
á óvart að leikstjórinn að þessu sinni hafi val-
ið að draga fram þá þætti í fari persónanna
sem einkennast af vanhugsuðum viðbrögðum,
eða tilfinningaviðbrögðum. Því miður hafa þær
litla tilfinningagreind og því verður þetta allt
saman að einhveiju stjórnleysi, mistökum,
misskilningi og dellu.
Það er einmitt það sem gerir verkið fyndið.
Maður situr úti í sal og er með það alveg á
hreinu hvernig persónurnar ættu að bregðast
við í hvert skipti, en þær gera eitthvað allt
annað og það er meira en lítið áhugavert að
sjá hvert það leiðir.
Það eitt, út af fyrir sig, að Menelaus skyldi
geta rakað saman voldugum konungum og
stríðsherrum til að ráðast á Tróju út af einum
kvenmannsbelg er hlægilegt. Hvernig datt
manninum þetta í hug? Sú staðreynd að Tróju-
menn og Grikkir skyldu beijast árum saman
út af þessari konu, með tilheyrandi mannfórn-
um, er enn hlægilegra. Og það, að Trójumenn
skyldu frekar fóma borginni sinni en að láta
konuna af höndum, hlýtur að vera dálítið van-
hugsað. í verkinu eru allir búnir að sjá að styij-
öldin er orðin að einhverri vitleysu, en þeir
verða að halda áfram - heiðurs síns vegna.
Enginn Grikkjanna hefur séð Helenu fögru í
sjö ár. Hún er alsæl inni í höllinni með sínum
París og veit ekki einu sinni að það er stríð í
gangi. Hún vill bara láta sér líða vel og vera
í rúminu með karlinum sínum. Hún er búin
að steingleyma fyrri manni sínum sem er í
styrjöld hinum megin við vegginn - út af henni.
Allir gangast fullkomlega upp í sínum hlutverk-
um. Þeir sem elska, gera ekkert annað. Þeir
sem eru í stríði, gera ekkert annað.
Girnd Kressidu er ekki fyrr vakin til lífsins,
en hún er rifin úr faðmi elskhuga síns og send
til Grikkja í staðinn fyrir herforingja sem kem-
ur ekki meira við sögu. Og hún tekur auðvitað
girndina með sér, beint í fangið á heilum her.
Og það engum smákroppum. Því skyldi hún
súta Troilus? Hún veit að hún sér hann ekki
aftur.
Við getum örugglega séð margar hliðstæður
í okkar litla samfélagi við það sem á sér stað
í þessari sýningu. Stjórnmálamenn sem beijast
fyrir allt öðru en sínum eigin skoðunum; mega
ekki opna munninn um aðrar skoðanir en þær
sem flokkurinn ákveður. Eiginlega eru ríkis-
stjórnin hér og stjórnarandstaðan eins og
Trójumenn og Grikkir; annar hópurinn innan
veggjar, hinn utan. Takast stundum á í bróð-
emi en stundum er baráttan blóðug. Og mað-
ur er eiginlega aiveg búinn að steingleyma
hvers vegna þeir eru í þessu stríði. Kannski
var það út af Fjallkonunni. Rétt eins og í þessu
leikriti, virka ákvarðanir og viðbrögð á mann
eins og súrrealískar sprengjur og maður bíður
bara spenntur eftir því að sjá hvor flokkurinn
verður innan veggjar þegar allt hrynur til
grunna.
Royal Shakespeare Company sýnir Troilus
og Kressidu í Barbican Theatre í Barbican lista-
miðstöðinni í Lundúnum fram í mars. Þetta
er mjög vönduð sýning, með erótísku yfír-
bragði, og segir okkur kannski meira um okk-
ar eigin samtíma en við reiknum með. Svo er
nú alltaf gaman að horfa á Bretana leika sinn
Shakespeare. Endilega ekki láta þessa sýningu
fara framhjá ykkur ef þið eruð í þessari yndis-
legu borg.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997