Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 2
MYRKIR MUSIKDAGAR HELGIDANSAR SKÝJANNA TÓNLEIKAR Hamrahlíðarkórsins og Harrys Sparnaays bassaklarínettuleikara fara fram í Listasafni íslands í dag kl. 18 en þeir eru hluti af dagskrá Myrkra músikdaga sem hófust í gær. A tónleikun- um verður meðal annars frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann hef- ur samið með Harry Spaarnay í huga. Verkið, Skýjadansar, er sérstakt að þvi leyti að Hamrahliðarkórinn tók þátt í samningu þess. Kórinn skapar meó höf undinum „Helgidansar i skýjum (Gymnopédies I-X) voru samdir um áramótin 1996-’97,“ segir Atli Heimir. „Mig hefur lengi langað til að semja eitthvað fyrir snillinginn Harry Spaarnay en hann hefur hafið bas- saklarinettuna til vegs og virðingar með leik sinum. Kórinn syngur og leikur en spinnur líka stundum undir handleiðslu stjórnanda. Meðlimir hafa einnig unnið raf- og tölvu- tónlistarþætti verksins án minna afskipta. Þrír hópar voru myndaðir og höfðu þeir alveg frjálsar hendur. Kórinn syngur á móti tölvuhljóðum, alltaf sama sálminn með nýjum útleggingum. Þannig skapar kórinn verkið með mér. Eg er þá fremur hugmyndagjafi en höfundur. Flytjendur hafa ákveðið frelsi þannig að verkið mun aldrei hljóma nákvæmlega eins. Verkið er alltaf að verða til, eitthvað nýtt bætist við á hverri æfingu. Það er alltaf í fæð- ingu.“ Titilinn segir Atli Heimir að megi skilja hvernig sem er en hann vísar til hins gamla meistara Erics Satie. „Þetta eru helgidansar skýjanna á himninum." Litrikir tónleikar Þorgerður Ingólfsdóttir er stjórnandi kórsins og segir að samstarfið við Atla Heimi hafi verið afar skemmtilegt og gefandi. „Það er sérstakt að kórinn er notaður sem hljóðfæri með bassaklari- nettunni en við syngjum án texta. Svo hafa kórmeðlimirnir fengið nokkuð frjáls- ar hendur til að nýta sér þá möguleika Morgunblaóið/Jón Svavarsson HARRY Spaarnay, Atli Heimir og Þorgerður ásamt Hamrahlíðarkórnum sem halda tón- leika í Listasafni íslands í dag og frumflytja meðal annars verk eftir Atla Heimi. sem tölvurnar og raftæki önnur gefa við tónlistarflutning. Þetta unga fólk sem er í kórnum er fætt inn í þennan heim og lærir að notfæra sér þessa tækni sem börn og nálgast hana því á annan hátt en við eldra fólkið gerum. Einnig leika sumir kórmeðlimirnir á hljóðfæri í verk- inu og þá urðum við bara að notast við þau hljóðfæri sem krakkarnir kunna á, svo sem pianó, tvö hljómborð, fjórar alt- blokkflautur, trompett, lágfiðla og svo framvegis. Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt og er mikilvægt fyrir unga fólkið í kórn- um að fá að vinna með einum af okkar snillingum. Ég býst við því að þetta verði mjög litríkir tónleikar.“ Á tónleikunum verða einnig flutt verk eftir Yoji Yuasa, Simon Burgers, Claudio Ambrosini og Wayne Siegel. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Yfirlitssýning á verkum Hrings Jóhanness. og sýn. á nýjum verkum eftir Jónínu Guðnad. til 16. febr. og sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Listasafn Islands - Fríkirkjuvegi 7 Sýn. á verkum Eiríks Smith „Á milli tveggja heima“ til 16. febr. Safn Ásgrims Jónssonar - Bergstaðastræti 74Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til loka maimánaðar. Gallerí Önnur hæð - Laugavegi 37 Sýn. á verkum Eyborgar Guðmundsd. á miðd. út mars. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Samsýn. félagsm. í Fél. leikmynda- og búningahöf. til 12. febr. Mokka - Skólavörðustíg Magnea Ásmunds- dóttir sýnir. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sýn. á eldri verkum Finnboga Péturss. tíi 30. mars. Sjónarhóll - Hverfisgötu 12 Sýn. á nýjum verkum Finnboga Péturss. til 2. mars. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í febr- úar: Gallerí Sýnibox: Þóroddur Bjamason. Gallerí Barmur: Sigríður Ólafsdóttir, berandi er Edda Andrésdóttir. Gallerí Hlust (551-4348): Surprís. Gallerí Tré: Margrét Blöndal. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Ásdís Sigurþórsd., Helgi Gíslason og Sólveig Helga Jónasdóttir sýna til 2. mars. Undir pari - Smiðjustíg 3 Anne Langhorst sýnir til 9. febr. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Bergsteinn Ásbjömsson sýnir til 16. febr. Hafnarborg - Strandgötu 34, Hf. Einar G. Baldvinss. sýnir til 17. febr., einnig samsýn. til sama tíma. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Ólafur Lárusson sýnir. Galleri Listakot - Laugavegi 70 Jóhanna Sveinsdóttir sýnir til 11. febr. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Sigutjóns. Norræna húsið - við Hringbraut Morten Krogvold sýnir til 16. febr. og Mikko Tarvon- en sýnir til 19. febr. Listasafn ASÍ Borghildur Óskarsdóttir sýnir til 9. febr. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Joris Radema- ker og Helgi Hjaltalin Eyjólfsson sýna til 16. febr. Listþjónustan - Hvergisgötu 105 Bjöm Bimir sýnir til 2. mars. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Halldór Ásgeirsson sýnir tii 16. febr. Galleri Fold - við Rauðarárstíg Sýn. á nokkrum af síðustu myndum Hrings Jóhannessonar i baksal gallerísins til 8. febr. Snegla listhús - Grettisg. 7 Kynning á text- flþrykki Helgu Pálínu Brynjólfsd. til 17. febr. Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti Sýn. á myndum Helga Þorgils Friðjónss. í andd. Listasetrið Kirkjuhvoll - Akranesi Sýn. „Úr landslagi í afstrakt" til 23. febr. Galleri Allra Handa - Akureyri Kjartan Guðjónsson sýnir. Laugardagur 8. febrúar Lúðrasveit Reykjav. með tónleika Ráðhúsinu. Harry Spamaay og Hamrahlíðark. í Listasafni fsl. kl. 18. Sunnudagur 9. febrúar Afmælistónl. Kam- mermúsíkkl. í Bústaðakirkju kl. 20.30. Orgel- tónleikar í Kópavogskirkju kl. 21. Mánudagur 10. febrúar Hollenskir tónlistarm. halda tónleika í Listakl. Leikhúskj. kl. 21; Jeroen den Herder og Folke Nauta. Þriðjudagur 11. febrúar Caput hópurinn í Listasafni fsl. kl. 20. Styrktarfélagstónl. ísl. ópemnnar f fsl. óperunni; Elsa Waage og Mzia Bachturize. Miðvikudagur 12. febrúar Camilla Söderberg o.fl. í Listasafn fsl. kl. 20. Fimmtudagur 13. febrúar Kammertónl. Tón- listarskólans í Reykjavík í Grensáskirkju kl. 20.30. Föstudagur 14. febrúar Stockholm Saxop- hone Quartet í Norræna húsinu kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Litli Kláus og stóri Kláus sun. 9. febr. Villiöndin sun. 9. febr., Iau. Leitt hún skyldi vera skækja lau. 8. febr., sun., fím., lau. Þrek og tár fös. 14. febr. Kennarar óskast. lau. 8. febr., fim. f hvítu myrkri fös. 14. febr., mið. Borgarleikhúsið Trúðaskólinn sun. 9. febr. BarPar lau. 8. febr., fös. Dómínó lau. 8. febr., þri., lau. Fagra veröld lau. 8. febr., fím. Konur skelfa sun. mið., fös. La Cabina fös. 14. febr. Krókar & kimar, ævintýraferð um Ieikhús- geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. íslenska óperan Káta ekkjan frums. lau. 8. febr., sun. Loftkastalinn Áfram Latibær lau. 8. febr., sun. Á sama tíma að ári lau. 9. febr., fös. Sirkus Skara skrípó lau. 15. febr. Höfðaborgin „Gefin fyrir drama þessi dama .. .“ fim. 13. febr. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 8. febr., fös., lau. Nemendaleikhúsið Hátíð lau. 8. febr., fím., fös. Kaffileikhúsið íslenskt kvöld frums. 9. febr., fös., Iau. Kópavogsleikhúsið Gullna hliðið sun. 9. febr. Leikbrúðuland Hvað er á seyði? alia sun. fram á vor. Leikfélag Akureyrar Undir berum himni lau. 8. febr., fös. Kossar og kúlissur sun. 9. febr., lau. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. 9. febr. AHORFENDADOMNEFND KVIKMYNDA- HÁTÍÐARINNAR í GAUTABORG AGNES í EFSTA SÆTI Kvikmyndahátíð Gautaborgar sem stendur yfir þessa dagana, efnir samkvæmt venju til keppni um titilinn „Besta norræna myndin“. íslenska myndin Agnes tekur þátt í keppn- inni í ár en átta norrænar myndir keppa um titilinn. Agnes hefur haldið stöðunni hjá áhorf- endadómnefnd sem stigahæsta myndin, en þegar þetta er ritað er eftir að sýna tvær myndir. Endanleg niðurstaða kemur í ljós á morgun, sunnudag. Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að leikstjóri eigi ekki að baki sér meira en tvær leiknar bíómyndir í fullri lengd. Þótt Egill Eðvarsson sé enginn nýliði í kvikmyndagerð, mun hann uppfylla þau skilyrði, því sjónvarps- myndir eru t.d. ekki taldar leikstjóra til tekna í þessu samhengi. Egill var meðal íslenskra gesta fyrstu helgi hátíðarinnar, kynnti mynd- ina og svaraði fyrirspurnum áhorfenda, með Snorra Þórisson kvikmyndatökumann og framleiðanda myndarinnar sér við hlið. Einn aðalleikarinn, Baltasar Kormákur, var kynnt- ur fyrir áhorfendum við sama tækifæri, en hann var á hátíðinni frá fyrsta degi, þar sem hann fer einnig með eitt stærsta hlutverkið í Djöflaeyjunni, hátíðarmynd ársins. Tveer dómnefndir I keppninni um titillinn „Besta norræna myndin“ hafa tvær myndir möguleika á sigri þar sem tvenn ólík verðlaun eru í boði og tvenns konar dómnefndir að störfum, sem velja hvor um sig „Bestu norrænu myndina“. Önnur dómnefndin er sjö manna nefnd á veg- um Gautaborgar póstsins, sem veitir Norrænu kvikmyndaverðlaunin. Hin ræður úrslitum um Norrænu áhorfendaverðlaunin, mun breiðari dómnefnd sem öllum er heimil þátttaka í. Sömu myndimar, allar frumsýndar í heima- landinu á síðastliðnu ári, keppa til úrslita hjá báðum dómnefndum. Danska myndin „Den attende" eftir Anders Ronnoiw Klarlund og norska myndin „Jakten paa nyrestenen", eft- ir Vibeke Idso eru með jafnan stigafjölda hjá áhorfendadómnefnd, í fjórða sæti er norska myndin „Maja steinansikt" eftir Lars Berg og „Harry og Sonja“ eftir Bjöm Runge í fimmta sætinu. í sjötta sæti er „Portland" eftir Arden Oplev. Þá eru ósýndar tvær sænskar myndir á tjaldi áhorfendadómnefnd- ar: „Passageraren" eftir Michael Druker og „Drömprinsen - filmen om Em“, eftir Ella Lemhagen, sem sýnd verður á laugardags- kvöld. Úrslit beggja dómnefnda verða tilkynnt á sunnudaginn og munu verðlaunaafhendingar fara fram í lokahófi það kvöld. Síðastliðið ár varð myndin „Tár úr steini“, undir stjórn Hilmars Oddssonar, fyrir valinu sem Besta norræna myndin í kosningum áhorfendadómnefndar. Agnes verður sýnd tvisvar nú um helgina, óháð úrslitum keppn- innar og fer önnur sýningin fram á Lorens- berg, öðrum stærsta sal hátíðarinnar, sem tekur 700 manns í sæti. Opió hús hjá Leikfélagi Reykjavíkur NÆSTU þrjá laugardaga verður opið hús hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhús- inu kl. 13-18. Dagskráin í dag er eftirfar- andi; Leikmunasýning í kjallara leikhússins Krókar og kimar. Ævintýraferð um leikhús- geymsluna. Leikhúsrottan verður á ferli um húsið. Nemendur Trúðaskólans bregða á leik. Skemmtidagskrá verður á stóra sviðinu kl. 15. Söngvar úr sýningum félagsins, meðal flytjenda eru; Guðrún Ásmundsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Jón Hjartarson, Theód- ór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Hinrik Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir. Kjartan Valdemars- son annast undirleik. Sveinn Einarsson sýnir myndir úr mynda- safni LR og stiklar á stóru í sögu félagsins. íslenski dansflokkurinn sýnir dansatriði. Kaffisala í anddyri hússins. Aukasýningar á Dómínó LEIKRIT Jökuls Jakobssonar Dómínó var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins 10. janúar sl. og „fékk sýningin gríðarlega góð- ar viðtökur og hefur verið sýnt fyrir fullu húsið síðan“, segir í tilkynningu. Á allar sýningar í febrúar og fram í mars er uppselt. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við aukasýningum í dag, laugardag 8. febrúar, kl. 17 og þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.