Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 14
TVO KLUKKUTIMA Á LEIÐ YFIR KÚÐAFLJÓT Nútíma Islendingar gera sér vart Ijóst hvernig þaó var að flytja búferlum austan úr Skaftafellssýslu ------------7------------- og vestur í Arnesþing um síðustu aldamót, þegar þurfti að komast með gamalmenni og börn, búslóð og fénað yfir mörg óbrúuð fljót. Gísli Sigurðsson gluggar í rit- geró Guöríóar Þórarinsdóttur. IVestur-Skaftafellssýslu þótti enn mjög harðbýlt á síðari hluta 19. aldar og var talað um það sem afleiðingar Skaftárelda þó liðin væri öld. Skaft- fellingar urðu aldrei fjölmennir í hópum þeirra sem fluttu til Vestur- heims, hinsvegar fluttu allmargar . ljölskyldur vestur á bóginn, einkum í Ámessýslu. Það var erfitt ferðalag og áhættusamt. Iikt og átti sér stað þegar fólk flutti til Kanada, var öldruðu fólki stundum „komið fyrir til að deyja", jafnvel hjá vandalausum, því ekki var talið fært að taka það með í ferðina. Þeir sem fluttu og þeir sem skildir voru eftir sáust yfirleitt aldrei meir. í raun og veru skipti ekki veru- legu máli, hvort flutt var í aðrar sýslur, yfir allar þessar stórár, eða til Ameríku. Austan af Síðu eða úr Meðallandinu var yfir Kúðafljót að fara og Múlakvísl þegar komið var yfir Mýrdalssand. Jökulsá á Sól- heimasandi var ill yfirferðar og síðan Mar- karfljót. Árið 1895 höfðu þau tímamót orð- ið í samgöngum á Suðurlandi að búið var að brúa Þjórsá við Þjórsártún, en áður varð að ríða Þjórsá á Nautavaði og Hvítá á Kópsvatnseyrum, ef förinni var heitið út í Biskupstungur. Steinunn og Egill hleypa heimdraganum Til er skráð frásögn af búferlaflutningum í austan af Síðu út í Biskupstungur árið 1899. Hún birtist 1952 í ritinu Inn til fjalla. og er eftir Guðríði Þórarinsdóttur frá i Drumboddsstöðum. Það er sagan af búferla- ! flutningum ungra hjóna, Egils Egilssonar ' og Guðlaugar Steinunnar Guðlaugsdóttur, i sem eygðu ekki neina framtíðarmöguleika í heimasveit sinni, Síðunni. Slík land- , „þrengsli voru þá bæði á Síðunni og í næstu \ sveitum, að ung hjón áttu þess ekki kost ,' að geta holað sér niður á jörð eða jarðar- parti; á flestum jörðum voru tveir og jafn- ' vel þrír ábúendur. Slægjur voru mjög af skomum skammti; bústærðin gat ekki orð- ið meiri en heyfengurinn leyfði. Steinunn og Egill höfðu verið gift í eitt ár þegar kom að hinni erfiðu og sársauka- fullu ákvörðun að yfirgefa heimahagana og allt það fólk sem þau þekktu. Það hefur áreiðanlega verið af illri nauðsyn að sæng- urfötin, fatnaður og nauðsynlegustu búsá- höld voru bundin í bagga og lyft á klakk. . Hér var í mikið ráðizt og talsverð áhætta tekin. En það var að sjálfsögðu ekki flutt út í bláinn. Haustið 1898 hafði Dagbjartur, bróðir Egils, verið sendur vestur í Árnessýslu til að leita að jarðnæði og fór beint út yfir GALTALÆKUR. Á árunum 1929-30 byggðu synir Egils og Steinunnar, Jóhannes og Hermann, þennan bæ, en hann vék síðar fyrir nýju íbúðarhúsi. Hermann tók við búi af foreidrum sínum á Gaitalæk. EGILL Egilsson, bóndi á Galtalæk. Holt og Flóa að Kaldaðamesi, þar sem sýslumaður Ámesinga, Sigurður Olafsson, bjó þá. Hefur sýslumaður vitað manna bezt hvar þýddi að bera niður, en auk þess hafði hann áður verið yfírvald Skaftfellinga og þekkti þá bræður, Dagbjart og Egil. Sýslumaður hafði spumir af jörðum í Biskupstungum, sem gætu verið lausar til ábúðar og ráðlagði hann Dagbjarti að fara og líta á þær og ræða við menn. En auk þess lét hann Dagbjart hafa meðferðis bréf til séra Magnúsar Helgasonar á Torfastöð- um, síðar skólastjóra Kennaraskólans, og bað hann að vera Skaftfellingnum innan- handar. Séra Magnús kvað tvær jarðir lausar: Galtalæk í Eystritungu, skammt frá Bræðratungu, og Fell í miðrí sveit. Hvomg væri kostajörð, en mönnum hafði þó búnast vel á báðum jörðunum. Að öllu vel athug- uðu varð Galtalækur fyrir valinu. Þar hefur trúlega ráðið miklu að jörðin átti hluta af Pollenginu vestur með Tungufljóti, en ásamt með Arnarbælisforum í Ölfusi var Pollengið STEINUNN Guðlaugsdóttir, húsfreyja á Galtalæk. talið bezta engi landsins. Þaðan fékkst kú- gæft hey, stör og starungur, sem voru mik- il hlunnindi á einni jörð, en hitt er svo ann- að mál, að það þótti erfiður heyskapur og menn voru þar sjaldnast þurrir í fætur í þá daga. En í það var ekki horft. Gefum nú Guðríði Þórarinsdóttur orðið: „Guðmundur bróðir Egils var með í ráð- um og ætluðu þeir bræður báðir að búa á einni jörð fyrst um sinn, sem þeir og gerðu, en aðeins eitt ár. Að því liðnu fluttist Guð- mundur að Borgarholti og bjó þar. Dagbjart- ur sem hafði búið í Meðallandi, tók sig einn- ig upp og fluttist með þeim og var fyrsta árið í vinnumennsku með ráðskonu sinni hjá þeim bræðrum á Galtalæk, en fluttist þá að Auðsholti og byijaði þar búskap aftur. Snemma vors 1899 komu svo bræðurnir ásamt Guðlaugu systur sinni og Guðlaugi mági Egils tii voryrkjunnar á þessu væntan- lega býli sínu. Að því loknu sneru bræðurn- ir austur aftur til að sækja fólk sitt og búslóð. 26. júní var allt tilbúið þar eystra til að leggja á þessa löngu leið. Þeir sem tóku sig upp voru: Guðmundur með konu og þijú börn, Egill með konu og eitt barn, Dagbjartur með konu, og svo foreldrar þeirra bræðra, sem þá voru við aldur. í för með þessu fólki slóst Bjarni Ólafsson úr Landbroti. Fluttist hann einnig út í Tung- ur, að Haukadalskoti, en síðar fór hann út í Laugardal. Fleiri Skaftfellingar fluttust á þessum árum vestur í Ámessýslu. Ekki er að efa það, að ýmiss hugar hef- ur þessi hópur verið, er hann steig á bak og hélt úr hlaði, burt frá vinum, átthögum og æskustöðvum, til ókunnra stöðva, þar sem fólk og fjöll var honum jafn ókunnugt og allar framtíðarvonir óvissar. En Skaft- fellingarnir vissu, að þarna í átthögunum voru engin skilyrði til lífsafkomu, og á þeim vettvangi var engu að tapa, en miklu fóm- andi fyrir möguleika til sjálfsbjargar. Ekki fluttu þeir sauðfé þetta vor, heldur sóttu það um haustið. En nautgripina vora þeir með, 9 að tölu, og era þá meðtaldir naut- gripir Bjarna Ólafssonar. 4 kýr voru mjólk- andi, ein frá hverri fjölskyldu. 6 hestar vora undir klyfjum frá þeim bræðrum og var það fatnaður og húshlutir allir. Komióaó Kúóafljólí Þetta vor var mjög votviðrasamt og því ár í vexti. Varð því ferðafólkið að leggja á hina neðri leið, þótt lengri væri, sökum þess að hið efra voru vatnsföllin ófær. Kúðafljót rennur á sandi, og þá er vöxtur kemur í það, slær það sér mjög út og dýpk- ar seinna en þau vatnsföll, er þrengra renna. En þó fór nú svo í þetta sinn, að þá er ferðafólkið kom að fljótinu var það aló- fært. Var þá ekki um annað að gera en slá upp tjöldum og bíða þar til fjaraði úr því. Sandasel er næsti bær við fljótið að aust- an. Þar bjó Hjörleifur Jónsson, harðdugleg- ur og þaulvanur vatnamaður. Átti hann vana og trausta vatnahesta. Hann lofaði fylgd yfir fljótið þegar fært yrði. Að morgni fjórða dags frá komu ferða- fólksins hafði runnið dálítið úr fljótinu. Fór þá Hjörleifur og kannaði það. Er hann kom aftur, kvað hann það ekki ófært, en ill- fært. Þó kvaðst hann leggja í það, ef ein- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.