Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 12
FYRIR FÖÐURLANDIÐ í SENDIRÁÐI Pontevedro í París er haldinn dansleikur í tilefni af afmæli furstans mikla. Sendiherrafrúin þokkafulla, Valencienne, duflar við ungan franskan liðsforingja, Cam- ille de Rossillon, á meðan eiginmaður henn- ar, barón Zeta sendiherra, sem kominn er af léttasta skeiði, glímir við mun alvarlegra mál - yfirvofandi gjaldþrot föðurlandsins. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Von er á ungri þokkadís, Hönnu Glaw- ari, ekkju hirðbankastjóra Pontevedro, sem nýverið hefur geispað golunni og eftirlátið henni tvo milljarða. Sendiherrann vill allt til þess vinna að hin káta ekkja gangi að eiga mann frá Pontevedro, enda mun föðurlandið verða af milljörðum hennar giftist hún Frans- * manni. Er sendiráðsritarinn, Danilo Danilow- ' itsch greifi, talinn vænlegasti kosturinn. Það í er aðeins einn hængur á ráðabrugginu, hinn I gjálífa greifa er hvergi að finna. Væntanlega er hann að sinna kalli náttúrunnar. „Hvað er hægt að hafa skemmtilegra fyrir stafni?“ Hanna Glawari birtist í fylgd föngulegra vonbiðla og syngur um þau örlög að vera elskuð auðsins vegna. Fylgir sendiherrann henni til kvöldverðar. Rétt í þann mund birt- ist Danilo, samkvæmt skipun sendiherrans, nýkominn frá skemmtistaðnum Maxim, þar sem „skemmtikraftar" á borð við Lo-lo, Do-do, Jou-jou, Clo-clo og Frou-frou hafa • stytt honum stundir. Greifinn er lúinn eftir ? langt úthald og fer afsíðis til að hvfla sig | en er, fyrr en varir, vakinn af gamalli ást- i konu sinni, kotbóndadóttur sem fjölskylda hans hafði, æru sinnar vegna, hafnað á sín- um tíma - Hönnu Glawari. Rifjar Hanna upp liðna tíð en Danilo tjáir henni að auðæfa hennar vegna geti hann aldrei elskað hana. Á sama tíma á Valencienne í vök að veij- ast fyrir Camille sem hún hefur meinað að játa sér ást sína. Hefur hann gripið til þess ráðs að rita orðin þijú á blævæng hennar - en hann er gufaður upp. Kromow, sjúklega afbrýðisamur sendiráðsritari, finnur á hinn bóginn téðan blævæng og er sannfærður um að ástaijátningin hafí verið ætluð eiginkonu sinni, Olgu. Til að lægja öldumar grípur sendiherrann til þess ráðs að biðja Valenc- ienne að segja blævænginn vera sinn. Rlalcar oft, lofasf sfaldan, giftisl aldrei Eftir ringulreiðina segir sendiherrann Danilo að örlög föðurlandsins séu undir hon- um komin. „Spyrðu ekki hvað land þitt get- ur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir landið," svo sem John F. Kennedy hefði líkast til sagt í hans spomm. Þótt greifínn hafi aldrei á ævi sinni unnið ærlegt handtak „tekur hann til starfa í kvöld" og „starfið" er að kvænast Hönnu Glawari. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þótt Danilo elski oft, „lofast hann sjaldan og giftist aldr- ei“. Til að bregðast ekki föðurlandinu tekur hann á hinn bóginn að sér að halda öllum útlendingum frá ekkjunni. Þegar Hanna býður honum upp setur greifinn til að mynda dansinn á uppboð sem dugar til að halda hinum snauðu vonbiðlum, með þá kumpána Cascada og St. Brioche í broddi fylkingar, í skeQum. Þegar þau eru orðin ein svífa þau í valsinn - og hún hvflir í örmum hans. Næsta dag býður Hanna öllum í sam- kværni á heimili sínu í París. Sendiherrann trúir Danilo fyrir því að Camille sé varhuga- verður vonbiðill og sýnir honum blævæng- inn. Danilo þekkir rithönd Camilles og legg- ur sig í líma til að komast að raun um hvaða konu áletrunin hafi verið ætluð. Valencienne og Camille eiga stefnumót í garðskálanum en sendiherrann hefur boðað starfslið sitt til neyðarfundar á sama stað. Dyrnar eru læstar svo hann gægist inn um skráargatið og sér ekki betur en að Valenc- ienne sé þar stödd ásamt Camille. í bræði sinni leggur hann til atlögu við dymar á meðan eiginkona hans laumast út bakdyra- megin, fyrir tilstilli þjónsins Njegusar, og Hanna kemur sér fyrir í hennar stað. Sendi- herrann og Danilo eru þmmu lostnir þegar Hanna og Camille koma út úr garðskálanum og hún tilkynnir um trúlofun þeirra. í tilefni af væntanlegu brúðkaupi segir Danilo ekkj- unni ævintýrið um prinsinn og prinsessuna sem skildu - prinsessan var honum ótrú og prinsinn yfirgaf hana. Að því búnu dregur hann sig í hlé en Hanna hrósar happi, Dan- ilo hefur gengið í vatnið - hann elskar hana. Um kvöldið er efnt til dansleiks í anda skemmtistaðarins Maxim. Sendiherrann er örvæntingarfullur vegna trúlofunar Hönnu og Fransmannsins sem hafa mun í för með sér gjaldþrot Pontevedro. Afræður hann að senda Danilo til að höfða til föðurlandsástar ekkjunnar. Kemst greifinn þá að hinu sanna, uppákoman í garðskálanum hafi verið sett á svið og hún ætli sér ekki að giftast Cam- ille. Gleðst hann en neitar að gefa sig. Sendiherrann, sem orðinn er sannfærður um óheilindi konu sinnar, ákveður í skyndi að skilja við hana og biðja um hönd Hönnu í nafni föðurlandsins. Hafnar hún honum á þeirri forsendu að hún missi ailar sínar eigur ef hún giftist á ný. Þá grípur Danilo skyndi- lega fram í enda horfir málið allt öðruvísi við - hans heittelskaða yrði eignalaus. Læt- ur hann því loks orðin þijú, sem hann hafði heitið að láta ósögð, faíla. Sigri hrósandi tilkynnir Hanna honum þá að það komi ekki að sök þótt hún tapi peningunum því þeir verði óskipt eign hins nýja eiginmanns. Þar með hafa elskendumir náð saman og föður- landið forðast gjaldþrot. ELDSKIRN UNGLIÐA TVEIR ungir söngvarar, Marta G. Hall- dórsdóttir og Stefán H. Stefánsson, hljóta eldskírn sína sem óperusöngvarar í hlut- verkum Valencienne og St. Brioche í Kátu eklgunni. Ekki eru þau þó að stíga sin fyrstu skref á leiksviði - Marta lék meðal annars annað aðalhlutverkið í sýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum West Side Story um árið og bæði tóku þau þátt í leik- ritinu Master Class í Islensku óperunni fyrr í vetur. Marta, sem verið hefur virk í íslensku tónlistarlífi síðustu misseri, segir virkilega gaman að fá tækifæri til að taka þátt í sýningu á borð við Kátu ekkjuna. „Mér finnst eins og óperubakterían sé að ná sterkari tökum á mér. Ég tók sem ungling- ur þátt i uppfærslu íslensku óperunnar á barnaóperunni Litla sótaranum eftir Britt- en og fékk smjörþefinn af þessu þá. Á leið minni í gegnum nálarauga söngnámsins vissi ég hins vegar ekki alveg hvað biði mín en nú er óperuáhuginn tvímælalaust að glæðast á ný.“ Marta kveðst hafa Iært mikið á liðnum vikum og þar sem hún hafi búið að þeirri reynslu að hafa leikið á sviði hafi hún getað einbeitt sér betur að söngnum en ella. Eiga óperuunnendur þá ekki eftir að sjá hana oftar á sviðinu á næstunni? „Jú, vonandi verður framhald á þessu en meira get ég ekki sagt á þessari stundu - fram- tíðin er óráðin.“ Brjálaóur sviðstenór Stefán H. Stefánsson er við nám í Söng- skólanum í Reykjavík, þar sem Guðmundur Jónsson er hans aðalkennari, og gerir ráð fyrir að brautskrást vorið 1998. Mun leiðin þá liggja í framhaldsnám. Um tíma lagði hann stund á nám við Háskóla íslands og síðar Kennaraháskóla Islands með söngn- áminu en á liðnu hausti ákvað hann að leiða röddina til öndvegis. „Héðan af verð- ur ekki aftur snúið, ég mun starfa við tón- list í framtíðinni - helst sem brjálaður sviðstenór," segir söngvarinn og brosir í kampinn. Að sögn Stefáns var vendipunkturinn fyrsta leikritið sem hann lék í, Master Class eftir Terrence McNalIy, sem sýnt var í íslensku óperunni á liðnu hausti. „Þar fékk ég í fyrsta sinn innsýn í heim atvinnu- mennskunnar og heillaðist af því sem fyrir augu bar,“ segir hann og lýkur lofsorði á aðstandendur sýningarinnar, leikstjórann Bjarna Hauk Þórsson og ekki síður Ónnu Kristínu Arngrímsdóttur, sem lék aðalhlut- verkið, Mariu Callas. „Hún kenndi mér mikið.“ Stefán segir það forréttindi fyrir ungan söngvara að fá að vera með í Kátu eklq- unni, þar deili hann sviði með miklum lista- mönnum. Nefnir hann „gömlu brýnin" Kristin Hallsson og Magnús Jónsson sér- staklega í því samhengi. „Þessir menn eru tónlistarsaga tslands í hnotskurn en þar að auki þekktu þeir langafa minn, Stefán íslandi, vel og ég hef því verið að kynnast honum í fyrsta sinn nú - í gegnum þessa vini hans.“ SENDIHERRANN, Zeta Barón, reynir eftir megni að afstýra gjaldþroti föðurlandsins. KÁTA ekkjan hefur tvivegis áður verið færð upp á íslandi, bæði skiptin í Þjóð- . leikhúsinu, 1956 og 1978. Hefur einn söngvari, Magnús Jónsson, tekið þátt í þeim öllum. í fyrri uppfærslunum tveim- ur fór Magnús með hlutverk Camille de Rosillons en nú er hann kominn í gervi Kromows hins afbrýðisama. Þátttaka Magnúsar í uppfærslunni vekur jafnframt athygli fyrir þær sakir að hann hefur lítið sem ekkert komið fram opinberlega undanfarinn einn og hálfan áratug þar sem hann þjáist af astma. „Það var Garðar Cortes óperustjóri < sem plataði mig í þetta en ég var stein- hættur að syngja á sviði. Ég sé svo sem ekki eftir því að hafa slegið til, það hefur verið gaman að vinna með þessu góða fólki. Þá þarf ég ekki mikið fyrir MAGNUS MEÐ í ÞRIÐJA SINN þessu að hafa en hlutverkið er fremur lítið — sýningin stendur ekki og fellur með mér eins og jafnan hér áður fyrr. Ætli ég eigi því bara ekki eftir að þakka Garðari fyrir þegar upp er staðið.“ Magnús segir erfitt að bera sýningarn- ar þrjár saman enda hafi allar sýningar sína sérstöðu. Hann velkist þó ekki í vafa um að sýningin í íslensku óperunni verði falleg enda hafi verið mikið í hana lagt. En hvað með framhaldið, er Magn- ús Jónsson óperusöngvari kominn aftur? „Það þykir mér ósennilegt. En hver veit, Morgunblaðid/Þorkell taki Garðar upp á því að bjóða mér fleiri smáhlutverk.“ Fjórir listamenn taka nú þátt í að gæða Kátu ekkjuna lífi öðru sinni. Sig- urður Björnsson lék Danilo greifa árið 1978 en fer nú með hlutverk Zeta bar- óns, Sieglinde Kahmann, sem var káta ekkjan fyrir nítján árum, er í hlutverki Praskowiu og Árni Tryggvason bregður sér á ný í gervi Njegusar. Þá stjórnar Páll Pampichler Pálsson hljómsveitinni líkt og hann gerði árið 1978. Þess má til gamans geta að það var Stina Britta Melander sem söng kátu ekkjuna árið 1956, Einar Kristjánsson Danilo greifa, Ævar R. Kvaran Zeta barón og Þuríður Pálsdóttir Valenci- enne. 1978 var Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir í síðastnefnda hlutverkinu og Guð- mundur Jónsson í hlutverki barónsins. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.