Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 5
SUNDRUNG Samkvæmt Grenbech ríkti ávallt friður á milli frænda og á honum grundvallaðist ætt- arsamfélagið. Þessi friður var hins vegar ekki sá sami og var táknaður með orðinu „pax“ á latínu og þýddi að vopn voru lögð niður, held- ur eins og Grenbech segir í riti sínu: . sá betegner fred noget væbnet, beskyttelse, for- svar - eller ogsá en fredskraft, som holder mennesker venligsindende. Selv nár German- erne taler om at slutte fred, sá er grundfore- stillingen ikke den at uroselementer fjærnes og alt synker til hvile, men den at der indp- odes en fredens kraft i de stridende."8 Slíkum friði vilja Amarhválsfeðgar koma á í landi sínu, friðarkrafti sem bindur saman hina ólíku hópa sem það byggja og gerir þá sterka. Sameinuð getur þjóðin varist utanaðkomandi áreitni, sundruð er hún varnarlaus; í Jörð segir: Nú er það hlutverk Þorsteins að byggja áfram í landi föður síns, þó með öðrum hætti sé, tryggja bólfestu sína og sinna; forða ísmeygjunni við brögðum Haralds konungs og annarra, sem kynnu að vilja hafa hana fyrir féþúfu; safna saman bænd- um og búaliði í friði og sátt, þannig að hér megi verða lífvænt, hver maður starfa óhultur að degi, sofa öruggur að nóttu (60). Hér er Gunnar vafalaust að fjalla um sömu hugmynd og hann hafði sett fram nokkrum árum fyrir ritun Jarðar um sameiningu Norð- urlanda í eitt ríki sem átti að gera þau sterk- ari. Athyglisvert er að skoða ræðu sem Gunn- ' ar flutti 15. júní árið 1926 um þetta áhuga- og baráttumál sitt og nefnist „Örlög Norður- landa“. Þar segir hann Norðurlönd vera eina þjóð sem þjóðamismunur jafnt sem andlegur mismunur sneiði hjá. Þar ríki norrænt andlegt líf og þótt það eigi sér ólíka tóna þá sé andinn einn: „Einn - en sundraður“, eins og segir í ræðunni. Sundrungin leiðir til tortímingar og á það jafnt við um einstakling sem þjóð.9 Sama hugmynd kemur fram í riti Gronbechs: „Med fredens blomstring, báde den der bestár i at fredfællernes tal oges og at ætfolelsen fár lov til at bruge hele sin styrke, folger lykke og velstand. Og i modsat fald, der hvor menne- sker ikke enes, sygner og svinder hele livet, indtil alting Iægges ode."10 Gronbech segir þessa reglu ekki aðeins gilda um ættina heldur og öll þau félög sem mynduð eru í nafni friðar- ins. í Jörð er lýst hvemig sundurþykkar fylking- ar sameinast í eina þjóð og koma í veg fyrir tortímingu. í lok sögunnar gefast Þorkell Máni og ísgerður hvort öðru í tákni sameiningar og friðar; heiðni og kristni hnita nýjan ættar- hring. Hinn marglitaði hópur er orðinn ein heild, ein ætt, ein þjóð, sameinuð í friðarkrafti. Örlög í ritgerð sinni, „Örlög“, segir Gunnar að norrænir menn hafí litið á örlögin fremur sem „snotran þjón en snúðugan herra". Örlögin voru hliðholl þeim sem sköpum hlíttu, þeir urðu hamingjumenn og á þeim gat ekkert illt unnið. Þeir sem reyndu hins vegar að flýja örlög sín og beygja framrás atburða að eigin geðþótta urðu níðingar, segir Gunnar, þá léku örlögin hart.11 Örlögin bjuggu fyrst og fremst innra með manninum, þau voru bundin vilja hans eða eins og segir í Jörá....örlögin, það er vilj- inn, slunginn saman við allt, sem manni ber að höndum“ (136). Viljinn var hins vegar ekki fijáls, heldur „lögum háður“, eins og Gunnar segir í ritgerð sinni (sama, bls. 104). Þannig var raunar um alla skapaða hluti, þeir voru bundnir lögum áskapaðra eiginda sinna, örlög- in voru „innri lífheild" (sama, bls. 117). Það sem hins vegar skar úr um hver var hamingju- maður og hver níðingur var eðli viljans, hvort manninum var áskapaður góður eða illur vilji: Það, sem í örlagahugmyndinni norrænu felst, innst inni, er þetta: það er hugarfar- ið, tegund viljans, sem að baki stendur alls hins skapaða og þess er skeður; ... Það eru einmitt geðhrifm að baki, draumljósið, trúarhleðslan eða vantrúar, sem ræður vexti eða visnun, leiðir til lífs eða dauða. Slík er kenningin: kenning, sem grundvall- ast á að í norrænum hugarheimi voru örlög- in óslitinn dómsdagur í sálu mannsins, skapi og blóði. .. (sama, bls. 116). Þessar hugmyndir Gunnars ganga að sumu leyti þvert á viðhorf þeirra sem gefíð hafa örlagahyggju fommanna gaum. í nýlegri grein, „Að geta um fijálst höfuð strokið", segir Krist- ján Kristjánsson heimspekingur að örlaga- hyggjan norræna sé þýhyggja. í þýhyggjunni felst að maðurinn er háður löggengri fram- vindu hið ytra en er fijáls hið innra. Hann getur þannig brotið heilann um hina ytri at- burðarás, samsinnt henni eða verið andvígur, en ekki haft nein áhrif á hana. Fomsögumar lýsa hinni eilífu glímu milli þessara skauta að mati Kristjáns, innra frelsis og ytri nauðung- ar, sem lýkur ýmist með æðruleysi eða angist hetjunnar gagnvart sköpum sínum. Örlaga- kenningar annarra eru mjög of hið sama far eins og Kristján rekur.12 Munurinn á þessum tveimur viðhorfum felst einkum í því að Gunnar gerir ekki ráð fyrir algeru innra frelsi eins og þeir sem eru hallir undir þýhyggjukenninguna. Að mati Gunnars er viljinn lögum háður. í báðum kenningum er hins vegar gert ráð fyrir ytri nauðung að einhverju leyti (en hvað varðar kenningu Gunn- ars verður í því samhengi að hafa í huga víxl- verkunina á milli manns og náttúru sem greint var frá fyrr í þessari grein). Þær eru og sam- hljóða um að enginn má sköpum renna. Það verður að hlíta því sem verða vill, að öðrum kosti eru óhamingja og angist, jafnvel dauðinn vís. Örlagakenning Gunnars er bersýnilega lituð hugmyndum Gronbechs um hugsunarhátt nor- rænna manna til forna en hugtökin tvö, ham- ingjumaður og níðingur, eru komin þaðan. Grenbech telur friðinn, sæmdina og hamingj- una vera þau lífsgildi sem lágu til grundvallar lífsskoðun og tilveru fommanna. Þessi gildi voru hvert öðru tengd, þau voru þríein heild þannig að hver sá er ekki bar hvert og eitt þeirra óbrotið í sál sinni var dæmdur til að farast. Hvers konar sundrung leiddi til dauða en eining til farsældar. Heilhuga maður var hamingjumaður því í sál hans rikti jafnvægi'* en sá sem var óheill og sundraður var níðing- ur (sama, bls. 116). I Jörð stillir Gunnar Borgar- og Amarhváls- feðgum upp sem andstæðum; í þeim fyrr- nefndu ríkir ójafnvægi en jafnvægi í þeim síð- amefndu. Borgarfeðgar eru óheilir og rótlaus- ir, eira hvergi, hafa ekki samlagast jörð sinni og óvíst er hvert stefnir í lífí þeirra; þeir eru „áttavilltir orðkynngismenn! Þeir hafa rofíð lög blóðsins" (128), það er að segja rofíð örlög sín. Amarhválsfeðgar eru aftur á móti ham- ingjumenn. Þeir eru heilir og lifa í sátt við jörð sína, farvegur lífs þeirra er beinn og breið- ur og stefnan löngum vís; viljinn er slunginn saman við örlög þeirra. Ólíkt lundemi búandmannanna frá Arnar- hváli og víkinganna frá Borg birtist víða í sögunni. Stórkallalegar hreysti- og bardagalýs- ingar Egils Skalla-Grimssonar fínnst Þorkeli „illt tal og hneykslanlegt" (183) og engu síður þykir honum eirðarleysi og ævintýraþrá Borg- armanna óhæfa. Stundum fyllist Þorkell þó aðdáun á Agli, ólgunni í blóði hans, víkingseðl- inu en hann veit sinn stað, þekkir sjálfan sig því: „Aðeins eitt fínnur hann með óbrigðulli vissu: Væri honum farið sem Agli, hlyti hann að deyja“ (219). Hugrenningar Þorsteins Ingólfssonar, þegar hann fýlgist með nýfæddum syni sínum hvíla við barm Þóm á andlátsnótt föður síns, eru athyglisverðar: „Hér er að fæðast ný fylling: Mjólk, blóð, dafnandi líf; Hér er verið að smíða örlög, hömmð á steðja hjartans; á þeim steðja er um aldir verið að smíða örlög, hnita mann við konu, smíða lifandi vefi, lífsvemr með sál og sinni; smíða dauða“ (38). Þessi grimma staðreynd, dauðinn, drepur hins vegar ekki allan dug úr Amarhválsfólkinu og fyllir það vonleysi og örvæntingu heldur þveröfugt, hann stælir kjark þess. Þegar Þóra hefur litið lík Ingólfs sér hún dauðann öðmm augum: „Nú þorir hún að deyja, þegar hennar stund kem- ur“ (38). Dauðinn er óijúfanlegur hluti af líf- inu, hann er í blóð borinn. „Flý aldrei örlaga- nótt, sonur“ (22), segir Ingólfur við Þorstein á andlátsnótt sinni; lifa skal í sátt við dauð- ann, örlög sín. Lífsviðhorf Egils Skalla-Grímssonar er allt annað og nægir að tilfæra þessi orð hans því til áréttingar: „Langt vil ég út í heiminn, - ungur og ódæmdur! segir hann. Aður en Jörð nær að kæla mig! segir hann. Mikill og dýrleg- ur, en einnig ramur og svikull er eldur henn- ar, segir hann. Svo er um allar gjafír vana; Þær eyðast í ómegni, segir hann. Þessvegna hef ég gefíð mig Óðni. Vil lifa, - eins og hann, - á víni“ (169)! Hinn forni arfur Dulúð einkennir Jörð. Stíll sögunnar er afar hægur og þungur og seiðandi og fangar lesand- ann inn í launhelgan heim þar sem skilin milli ytri sýnar og innri skynjunar verða óljós. í huga miðaldamanna vom maður og náttúra ein lífræn heild eins og bent var á hér að fram- an. Fullkomin samsvöran ríkti á milli hins innra og ytra, á milli manns og umhverfís; maðurinn gat haft áhrif á náttúmna og öfugt. Fyrir- bæri heimsins tengdust og mynduðu eina heild með röklegum hætti, með endalausum líking- um. Einstaklingurinn í þessum heimi var fyrst og síðast hluti af heild. Hann reyndi að varð- veita heilleikann, ytra sem innra, með því að samsama sig jörðinni og hlíta örlögum sínum. En örlögin vom ekki eingöngu lögbundin fram- rás ytri atburða, heldur bjuggu umfram allt innra með manninum, Hin algenga skipting örlaganna í ytri nauðung og innra frelsi lýsir líklega fremur vísindahyggju síðustu alda en hugsunarhætti miðaldamanna sem töldu mann og náttúm hverfast hvort um annað í algem samræmi, eins og fram hefur komið. Vanga- veltur um áhrif tilvistarhyggju (existensial- isma) í anda Sartres á örlagakenningu Gunn- ars, sem nokkuð hafa verið upp á teningnum, era sömuleiðis vafasamar, þótt ekki væri nema vegna þess að vilji mannsins er ekki fijáls heldur lögum háður, að mati Gunnars. Hinn foma arf, sem ég kalla svo, er ekki einungis að fínna í Jörð, hann er eins og rauð- ur þráður í verkum Gunnars. Eining og sundr- ung er gmnnþema í flestum verka hans og hugsjónin um samræmi, um hinn heila mann er ríkjandi; Ormarr Örlygsson, séra Sturla, Fjalla-Bensi, Þorsteinn Ingólfsson, allir em þeir stef við þetta sama grunnþema. Tilvitnanir og athugasemdir: 'Þessar upplýsingar hef ég frá prófessor Sveini Skorra Höskuldssyni sem átti nokkur viðtöl við Gunnar á síðustu æviárum hans. 2Sjá Andersen, Michael Bruun o.fl. 1985. Dansk liter- atur historie 8. Velfærdsstat og kulturkritik 1945-80. Gyldendal. Copenhagen, bls. 79-82; einnig Brostrom, Torben og Jens Kistrup. 1966. Dansk literatur hi- storie, bind 4. Fra Tom Kristensen til Klaus Rifbjerg. Politikens Forlag. Kobenhavn, bls. 299-302. 3Gunnar Gunnarsson 1950. Jörð. Sigurður Einarsson íslenskaði. Aimenna bókafélagið. Reykjavík. Bls. 193. Hér eftir verður vísað ( blaðsíðutal þessarar útgáfu innan sviga við hveija tilvitnun. Halla Kjartansdóttir fjallar um Jörð ( grein sinni „5 leit að eilífum sannind- um. Um sögusýn Gunnars Gunnarssonar" sem birtist í Andvara árið 1993 (bls. 129-138) og er þar snert á nokkrum þeim atriðum sem hér eru reifuð. ‘Grenbech, Vilhelm. 1912. Vor Folkeæt i Oldtiden II. Midgárd og Menneskelivet. Forlaget af V. Pios Boghandel. Kobenhavn. Bls. 56-62. sGronbech, Vilhelm. 1909. Vor Folkeæt i Oidtiden I. Lykkemand og Niding. Forlaget af V. Pios Boghand- el. Kobenhavn. Bls. 29. 6Steblin-Kamenskij, M.I. 1981. Heimur íslendinga- sagna. Helgi Haraldsson þýddi. Iðunn. Reykjavík. Bls. 51-52. ’Bynum, C.W. 1982. „Did the Twelfth Century Discover the Individual?" Jesus as a Mother. Studies in the Spirituality of the High Middle Ages. University of Califomia Press. Berkeley. Bls. 82-109. •Gronbech, Vilhelm. 1909. Vor Folkeæt i Oldtiden I. Lykkemand og Niding. Forlaget af V. Pios Boghand- el. Kobenhavn. Bls. 61. !Gunnar Gunnarsson. 1963. „Örlög Norðurlanda". Tómas Guðmundsson þýddi. Félagsbréf. 9. ár. 4. Al- menna bókafélagið. Reykjavík. Bls. 13-17. '“Grenbech, Vilhelm. 1909. Vor Folkeæt i Oldtiden I. Lykkemand og Niding. Forlaget af V. Pios Boghand- el. Kebenhavn. Bls. 174. "Gunnar Gunnarsson. 1948. „Örlög". Árbók 46-7. Helgafell. Reykjavík. Bls. 112-115. "Kristján Kristjánsson. 1992. „Að geta um fijálst höfuð strokið“. Þroskakostir. Ritgerðir um siðferði og menntun. Rannsóknarstofnun í siðfræði. Reykjavík. Bls. 157-173. "Gronbech, Vilhelm. 1909. Vor Folkeæt i Oldtiden I. Lykkemand og Niding. Forlaget af V. Pios Boghand- el. Kobenhavn. Bls. 173-174. Höfundur er blaðamaður og M.A. í íslenskum bókmenntum. Dulúb einkennir Jörð. Stíll sögunnar er afar hægur og pungur og seídandi ogfangarles- andann inn í laun- helgan heim par sem skílin milliytri sýnar og innri skynjunar verba óljós. VESNA PARUN EIGIN- GJARNA BLÓMIÐ HJALTI RÖGNVALDSSON ÞÝDDI Væri aðeins unnt að fjarlægja gluggana svo að þreytt augu þeirra vissu ei mót himni væri aðeins unnt við dögun hverja að flytja húsið inní skóginn sitja þar við hlið þess hvísla að því á kvöldin sögunni um broddgöltinn sem ég fann í landi leiðanna gleymdu Þá færu skógarnir að elska gráan leyndardóminn um rykfallin svefnherbergi liðinna stunda sem hvína og þögul húsin litu þenkjandi augum endalausan djúpbláan himin Vorið og vindurinn vorið er unglingurinn syngjandi eigin söng á göngu um engið Á marshimni brýnist sigðin eigingjarnt blóm deyr í vasa Höfundurinn er króatískt skóld, liðlega sjötug, og hefur gefið út 20 Ijóðabaek- ur. Þýðandinn er leikari. GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG FRELSI Nú! Er hann dáinn? sagði ég rólega, yfirveguð þegar fregnin barst mér Undrandi á rósemd minni en fann samt einhvern torkennilegan titring fyrir brjóstinu eins og þar væri ofurlítill fugl að taka síðustu andvörpin einn í búrinu sínu oftast með breitt yfir það í einu horni stofunnar af því tíst hans var svo truflandi Tár mín féllu óvænt, snögglega runnu eitt og eitt heit, niður vanga mína og hugur minn spurði óþægilegrar spurningar Afhverju leyfðirðu honum aldrei að fljúga um í stofunni hjá þér? Því get ég ekki svarað En ég veit, að nú er hann loksins frjáls Höfundurinn er myndlistarkona í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.