Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 15
Morgunblaóið/RAX KÚÐAFLJÓT. Fylgdarmaðurinn, Hjörleifur í Sandaseli, kom öllum yfir heilu og höldnu. Eftirþriggja daga bid vidfljótió var ákveóib aó láta slag standa. Þama voru 13 mannsy fuloróniry böm oggamalmenmy 6 hestar undir klyjjum og 9 kýr. hver þyrði að fylgja sér. Ferðafólkið var nú orðið allórólegt, en þó sló á það þögn, er það heyrði þetta. Rauf þá Egill þögnina og kvaðst fara mundu með lestina, en hin- ir gæti beðið þar til meira fjaraði. Guðrún kona Bjarna, var forkur dugleg og kjark- mikil: sagðist hún fylgja Agli, hvað sem hinir gerðu. Var þá og allra mál að leggja af stað, að hveiju sem yrði. Fylgdarmaðurinn fór fyrstur, þá Egill og svo hver af öðrum. Hélt það hóp eftir því sem hægt var. Magnús, 5 ára sonur Guð- mundar, var bundinn ofan í milli við klyf- berabogann, og svo var það alla leið. Guð- mundur reiddi Steinunni dóttur sína, en Steinunn kona Egils, reiddi bam þeirra, nærri ársgamlan dreng, stóran og þungan eftir aldri. Þá var Steinunn 20 ára. Reiddi hún drenginn alla ferðina og þarf ekki því erfiði að lýsa. Allt gekk slysalaust. Fylgdar- maðurinn þræddi brotið í ótal krókum og bugðum, hinum margþjálfuðu augum hans skeikaði ekki, það var eins og hann læsi á bók, svo viss var hann að þekkja straumlag- ið og sjá eftir því, hvar fært var. Nákvæmlega tvo klukkutíma tók ferðin yfir Kúðafljót. Dýpst var það á miðjar síð- ur, en lengst af leiðinni var það undir kvið. Ekki tepptist ferðafólkið aftur, en seint gekk. Þá var enginn vegarspotti lagður og ekkert vatnsfall brúað nema Þjórsá. Enginn dagur var þurr til enda, allar götur blautar og ár í vexti. Hvert kvöld kom fólkið illa til reika í áningarstað. Engin hlífðarföt, sem teljandi væri, sízt fyrir konurnar. í þá daga höfðu fæstar sveitakonur séð vatnsstígvél eða regnkápu. Alltaf var tjaldað í námunda við bæ, og ef hægt var, fengið rúm inni í bænum fyrir gömlu hjónin. i áf angastaó eftir 11 daga Að kveldi ellefta dags, frá því lagt var upp, náði ferðafólkið heim að Galtalæk, ferðalokum fegið. Fátt hreif það til fagnað- ar við fyrstu sýn. Bærinn var gamall og óásjálegur, túnið lítið og kargaþýft, og óræktarmóar allt í kring. En lengra frá blasti Pollengið við, grænt og gæðalegt og bylgjaðist í aftanblænum. Ef til vill hefur það verið hið eina, sem hinir dugmiklu og áræðnu Skaftfellingar báru vonir til. Svo fátæk voru þessi ungu hjón, Stein- unn og Egill, að orð var á gert í sveitinni, og voru þó margir fátækir fyrir. Engin fiðursæng var til og enginn koddi, nema sem gömlu hjónin áttu. Ekkert hnífapar og bollar færri en fólkið. Fjarri var það Galta- lækjarhjónunum að fá að láni til þess að geta notið þægilegra lífs. Egill gætti þess að skulda ekki, og honum lánaðist að sjá fyrir allra nauðsynlegustu lífsþörfum sínum og sinna án þess. Ytrasta sparnaðar var gætt, og enginn hlutur fór til ónýtis. Þrátt fyrir vaxandi ómegð blómgaðist búið. Þann veg farnaðist Galtalækjarhjón- unum fyrir harðfylgi við vinnu, hagsýni og ráðdeild. Börnin urðu átta og komust öll upp. Myndarleg eru þau og reglusöm eins og ætt þeirra og uppeldi hefur vísað þeim til.“ Hér lýkur beinni tilvitnún í grein Guðríð- ar Þórarinsdóttur. Því miður greinir hún ekki frá leið fólksins vestur yfir Rangárþing og upp í Tungur, en nefnir réttilega að brúin hafi verið komin á Þjórsá. Þótt það væri verulegur krókur, hefur sá krókur þótt betri en keldan, það er að segja Nauta- vað á Þjórsá, skammt vestur frá Skarðs- fjallk Úr því komið var vestur á Þjórsár- brú, hefur verið haldið upp Skeiðin og yfir Hvítá á feijustaðnum hjá Iðu og ekki var allt búið þá; eftir að komast austur yfír Tungufljót á Króksfeiju. Einnig var hægt að fara upp Hrunamannahrepp og ríða Hvítá á Kópsvatnseyrum, skammt ofan við Bræðratungu, en mér þykir ólíklegra að sú leið hafi verið valin. Við frásögn Guðríðar er því að bæta, að þau Steinunn og Egill entust vel; ég man vel eftir Agli á Galtalæk sem grannvöxnum, hvítskeggjuðum öldungi. Aðeins einu sinni heimsóttu þau æskustöðvarnar austur á Síðu, þá bæði öldruð orðin. Fjöllin þar eystra voru enn á sínum stað og fegurðin eins og hún hafði alltaf verið, en það var farið að sneiðast um gamla nágranna og kunningja. Drengurinn nær ársgamli, sem Steinunn reiddi yfir Kúðafljót og síðan alla leið, hét Egill eins og faðir hans og með tímanum varð hann bóndi á Króki í Eystritungu, næsta bæ við Galtalæk. Það mátti segja um þann öðlingsmann, að hann færi úr öskunni í eldinn; frá fljótum Skaftafells- sýslu á Fljótsbakkann, þar sem hann var feijumaður í áratugi og raunar síðasti feiju- bóndinn á íslandi. Enginn vegur var fram í Bræðratungu- hverfi og mjólkurbíllinn tók á sig krók nið- ur að Króksfeiju. Þar var bæði mjólk, allir aðdrættir svo og fólk, feijað yfir Tungu- fljót. Að vetrarlagi var stundum róið í hörð- um streng milli skara. í þá daga þótti gott að fá að standa aftan á mjólkurbílnum, innan um mjólkurbrúsana, og ég minnist þess margsinnis á leið heim úr barnaskólan- um í Reykholti, að mjólkurbfllinn beið stund- um dágóða stund á Fljótsbakkanum á með- an Tunguhverfismenn og Egill á Króki börð- ust á bátkrýli í hörðum streng jökulvatns- ins, stundum í jakaburði. Þá var gott að hafa hreinræktaðan Skaftfelling við árina; mann með Kúðafljótið í blóðinu svo að segja. Áreiðanlega hefur honum liðið vel á leið yfir fljótið í fangi móður sinnar. Það má hinsvegar slá því föstu, að Magnús litli Guðmundsson, 5 ára, hafi verið skelfíngu lostinn, aleinn á hesti og bundinn við klyf- berann úti í straumkasti Kúðafljóts. En svona var lífið. Heimildir: Inn til fjalla, 1952. STEINDÓR ÍVARSSON TILFINNING hef ég afneitað þér litið undan í ótta mínum ekki viljað sjá þig heyra né þekkja spottað þig í áheyrn annarra hlegið bitrum hlátri þegar samviskan hefur brennt sál mína í einmannaleika mínum á ég þig samt án vitundar þeirra sem ekki skilja að hjarta mitt grætur þig tár mín drjúpa á blaðið og má út Ijóð mitt til þín FORDÓMAR vinur þegar fáfróður hugur þinn dæmir ásjónu mína þegar hatursfull augu þín særa hörund mitt þegar forhert hjarta þitt smánar uppruna minn þegar krepptur hnefi þinn misþyrmir tilveru minni þegar eitruð tunga þín hæðir ást mína mundu þá að ég er faðir þinn og móðir systir þín og bróðir manneskja eins og þú Höfundur er tölvari í Reykjavík. GUÐNÝ G.H. MARINÓSDÓTTIR LJÓSA- SKIPTI Laugardagur í ljósaskiptunum greinar grenitrésins skreyttar hvítum snjó vagga mjúklega í léttum blænum ljósin á brekkunni kvikna hvert af öðru og glitra eins og perlur í húminu. Gamall maður gengur skáhallt yfir barnaleikvöllinn handan götunnar og nútíð fortíð og framtíð mynda órjúfanlega heild í skynjun augnabliksins. Höfundurinn er kennari og textíllista- kona á Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.