Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 13
USSNESK- ÍSLENSK orðabók Æ eftir Helga Haralds- son réttir íslending- um lykil að ótæm- I andi auðlegð rúss- neskrar menningar, gefur kost á að lesa á frummálinu verk eftir Púshkin og Lermontov, Gogol og Túrgenév, Dostojevskij og Tolstoj, Blok og Gorkij, Akhmatovu og Pasternak auk fjölda annarra rússneskra skáldmæringa. Þessi orðabók opnar Islendingum stórbrotinn og örlög- þrunginn heim rússneskrar sögu bæði fyrr og nú. Hún gerir blaðales- endum kleift að fylgjast milliliða- laust með þróun mála í Rússlandi á einhveijum afdrifaríkustu tíma- mótum í sögu landsins." Þannig farast prófessor Valerij Berkov, ritstjóra Rússnesk- íslenskrar orðabókar, sem Helgi Haraldsson, prófessor í rússnesku við Óslóarháskóla, hefur samið og kom út hjá Nesútgáfunni fyrr í vikunni, orð í pistli sínum í bók- inni. Bókin, sem var rösklega tvo áratugi í smíðum, er sú fyrsta sinnar tegundar og mun með stærri erlend-íslenskum orðabókum, sem litið hafa dagsins ljós til þessa, með um það bil 50.000 flettur (uppfletti- orð) og óvenjumörg orðasambönd og notkunardæmi enda á bókin að gagnast við lestur margvíslegra texta. Kveikjuna að samningu bókar- innar má rekja til námsára Helga í Leningrad, 1967-1971. Hug- myndin er runnin undan rifjum fyrrnefnds Berkovs, höfundar ís- lensk-rússneskrar orðabókar ásamt Árna Böðvarssyni, 1962, og braut- ryðjanda í orðabókargerð, bæði á fræðasviði og í framkvæmd, svo sem Helgi kemst að orði. Að áeggj- an Berkovs samdi Helgi bráðabirgðasýni af rússnesk-íslenskri orðabók sem komið var á framfæri við forlagið Rússkij jazyk sem árið 1976 gerði samning við hann um útgáfu slíkr- ar bókar. „Reyndar varð bókin smám saman meiri að vöxtum og sköpunarsaga hennar miklu lengri en í upphafi var ráðgert.“ Handritid tölvusett Gerð bókarinnar komst á rekspöl á árunum 1976-77, eftir að Helgi tók við stöðu lektors í rússnesku við Óslóarháskóla, og árið 1979 hóf eiginkona hans, Dina Jakobsdóttir Sha- bakajeva, að vélrita handritið. Var samningu og vélritun lokið 1986, en tveimur árum síð- ar var í sambandi við endurskoðun og dag- réttingu ákveðið að tölvusetja handritið. En þá kom babb í bátinn. Sovétríkin höfðu runnið sitt skeið á enda og fyrir vikið gjör- breyttist aðstaða forlaga þar eystra — ríkis- ábyrgð á útgjöldum og alls konar fyrirgre- iðsla önnur var úr sögunni. Snemma árs 1991 tilkynnti Rússkij jazyk því að útgáfu Rússnesk-íslenskrar orðabókar væri „frest- að“ um óákveðinn tíma. Kveðst Helgi ekki áfellast forlagið — það hafí einfaldlega neyðst til að bregðast við breyttum aðstæðum. Pram að þessu hafi það sýnt mikla velvild og þolin- mæði, auk þess sem starfslið þess hafi innt af hendi mikla vinnu við lestur handrits og ráðið Berkov sem ritstjóra, „sem var ekki síður mikilvægt". Á næstu misserum leitaði Helgi víða hóf- anna um útgáfu bókarinnar en hjólin fóru hins vegar ekki að snúast á ný fyrr en Ólaf- ur Egilsson, sendiherra íslands í Moskvu, fór að kanna möguleikana, fyrst í Rússlandi, en síðan, þegar í ljós kom að sá kostur var ekki vænlegur, á íslandi. Fór svo að Nesútgáfan skuldbatt sig til að gefa út bókina ef lág- marksfjárstuðningur fengist. Þessi yfirlýsing gerði það að verkum að útgáfustyrkur fékkst hjá Menningarsjóði haustið 1993 og „þar með var ísinn brotinn". Fleiri aðilar áttu síð- an eftir að leggja hönd á plóginn en Helgi velkist ekki í vafa um að ef „atbeini Ólafs Egilssonar og áræði Nesútgáfunnar" hefðu ekki komið til mundi handrit verksins að lík- indum safna ryki enn í dag. Að sögn Helga er fyrirmynd bókarinnar Russisk-norsk ordbog eftir Valerij Berkov og með góðfúslegu leyfi hans hafa mörg notkun- ardæmi og annað verið tekið óbreytt eða lítt breytt frá því verki, „enda eru lausnir hans jafnan þaulhugsaðar, hnyttnar og lýsandi í anda kjörorðsins „Hámarksupplýsingar á lág- marksrými““. Helgi var frá upphafi staðráðinn í að not- ast við rússneska beygingarfræði í bókinni enda er það venjan þegar rússnesk-erlendar Morgunblaðió/Kristinn HELGI Haraldsson segir að Rússnesk-íslenska orðabókin hafi smám saman orðið meiri að vöxtum og sköpunarsaga hennar mikiu lengri en í upphafi var ráðgert. sem ætla má að hafi sérstaka þýðingu fýrir samskipti íslands og hins rúss- neska málsvæðis, svo sem um sigling- ar, fískveiðar, viðskipti, jarðfræði, skák, Norðurlandasögu og norrænar bókmenntir. Þá er sérstök rækt lögð við orðtök, málshætti, spakmæli og þess háttar, enda „bæði málin elsk að þeim krásum“, svo sem Helgi orð- ar það, auk þess sem í bókinni eru fjölmörg orð úr talmáli og slangri, ýmis fomyrði og skáldamál, íðorð og sérfræðilegt mál á ótal sviðum. Að auki er í bókinni að finna marg- víslegan fróðleik um Rússland, sögu landsins, menningu og stjórnarfar „sem er ekki síður mikilvægt en orð- in,“ eins og Helgi kemst að orði. Meðal þess sem ber á góma er Rúss- neska sambandsríkið, ráðuneyti þess og ríkisnefndir og aðrar sambands- stofnanir, Sovétríkin og uppbygging þeirra, Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna, rússneska/sovéska fræðslu- kerfið og rússneski herinn. Þá er fjall- að um embættiskerfi Rússaveldis á 18. öld og fram að byltingu og algeng- ustu og þekktustu rússnesk ættar- nöfn. Helgi dregur enga dul á að það hafí verið mikið verk að safna öllum þessum fróðleik saman — „þetta voru látlausar bréfaskriftir". Þá hafi breyt- ingar verið örar í austurvegi á undan- förnum tveimur áratugum, einkum hin síðari misseri, þannig að hann hafi verið að endurskoða viðauka bók- arinnar nánast fram á síðasta dag. Suma hluta þurfti höfundurinn að vinna upp á nýtt — jafnvel aftur og aftur. Misjafnlega gekk líka að afla upplýsinga og til að mynda tókst Helga ekki að komast yfir nýrri íbúa- tölur en frá 1989. LYKILL AÐ ÓTÆMANDI AUÐLEGÐ Rússnesk-íslensk oróabók, hin fyrsta sinnar tegund- gr, kom út hjó Nesútgófunni í vikunni sem er aó líóa. Er bókin meó stærri erlend-íslenskum oróa- bókum sem til eru en í henni eru um 50.000 flett- ur. ORRI PALL ORMARSSON hitti höfundinn, Helga ----------------------—--------------7--—-------- Haraldsson prófessor í rússnesku vió Oslóarhó- skóla, aó móli en ó ýmsu hefur gengið fró því hann réóst í verkið fyrir liólega tveimur tugum óra. orðabækur eru gefnar út þar eystra. Kveðst hann beita „margvíslegum brögðum" til að spara rými í bókinni. Er eitt þeirra að búa orð beygingartáknum í stað þess að sýna beygingu þeirra í meginmáli. Tákn þessi vísa í málfræðiágrip og beygingartöflur aftast í bókinni. Fyrir rússnesku er notað táknakerfi Andrej Zaliznjak eins og í flestum meirihátt- ar rússnesk-erlendum orðabókum síðustu ára en fyrir íslensku samdi Helgi sérstakt kerfi. Jafnframt er að fínna í bókinni ágrip af rúss- neskri hljóðfræði, auk þess sem Valerij Berkov ritar ítarlegan kafla um íslenska málfræði, sem stafar öðru fremur af því að íslensk-rússneska orðabókin hefur verið ófá- anleg um langt árabil. Auöræó tákn Helgi er ekki fyrsti fræðimaðurinn sem smíðar sérstakt kerfi utan um íslenska orða- bókarmálfræði en það mun Aðalsteinn Dav- íðsson, gamall bekkjarbróðir hans, hafa gert fyrir Sænsk-íslenska orðabók sem kom út árið 1982. Segir hann hins vegar að regin- munur sé á kerfunum tveimur. I kerfi Helga er lögð höfuðáhersla á að beygingartáknin séu sem auðræðust, það er að rússneskumæl- andi notendum lærist sem fyrst að ráða þau rétt án þess að fletta upp í beygingartöflum. Beygingartáknum eru búnir orðflokkarnir nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Umfjöllun um aðra orðflokka og setningarfræði er að hluta til sótt í íslensk-rússnesku orðabókina, enda „er engin ástæða til að breyta því sem gott er“, en í grundvallaratriðum er kerfið alfarið sköpunarverk Helga. Kom hluti þess, beygingartákn íslenskra nafnorða, út hjá Málfræðistofnun Háskóla íslands fyrir fáein- um misserum en að sögn Helga er þegar farið að prófa kerfið í íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands. Sérstakur gaumur er gefínn að orðaforða Hefói aldrei lagt út í þetta En hvernig skyldi höfundi tíma- mótaverks af þessu tagi vera innan- bijósts, tuttugu árum og 986 blaðsíðum eftir að hann hóf verkið? „Af biturri reynslu ráð- lagði Valerij Berkov mér að opna ekki bókina fyrr en þremur mánuðum eftir útgáfu, þar sem margt getur skolast til í svona viðam- iklu riti,“ segir Helgi og kímir, „en að öllu' gríni slepptu er ég vitaskuld ánægður, ekki síst þar sem ég var um tíma hættur að trúa því að þessi bók ætti nokkurn tíma eftir að koma út. Hefði ég vitað hvað ég átti í vænd- um á sínum tíma hefði ég aldrei lagt út í þetta en orðabókarhöfundar gera sér víst aldrei grein fyrir umfangi verksins fyrr en þeir eru byijaðir — og jafnvel ekki fyrr en því er lokið, það er að segja þeir sem deyja ekki í s-inu. Það er kannski ágætt, því ann- ars væru engar orðabækur til.“ í grein sem Berkov, Helgi og O.M. Selberg rituðu nýverið í Tímarit Óslóarháskóla er orðabókin kölluð einhver mesta uppfinning mannsins, sambærileg við hjólið og prentlist- ina. Það myndi því harðna geigvænlega á dalnum ef mannkynið yrði að bjarga sér án hennar „en nú ber svo undarlega við þótt hagræðing og samræming séu kjörorð vorra tíma að orðabókafræðingar eru sundraðir sem aldrei fyrr og á það ekki síst við um hag- nýta orðabókagerð“. Að sögn Helga hefur sú gífurlega reynsla sem skapast hefur í gerð tvímálsorðabóka, einkum á síðari timum, ekki nema að litlu leyti komið að almennum notum. Sé þar mörgu um að kenna, svo sem rýru áliti sem orðabókafræði hafi notið hjá furðu mörgum málvísindamönnum og þeirri staðreynd að það sé ekki á færi einstaklinga að sinna sam- ræmingu og kynningu á reynslu og þekkingu í þessum fræðum. „Það er því löngu orðið brýnt að gera skelegga, markvissa gangskör að því að taka saman þá reynslu í gerð tví- málsorðabóka sem völ er á í heimi hér með hagræðingu og stöðlun fyrir augum.“ I téðri grein er lagt til að sett verði á lag- girnar alþjóðleg nefnd til að ganga frá tillög- um um staðla fyrir tvímálaorðabækur. „Til að sú nefnd væri umboðshæf þyrfti hún að hafa fulltrúa frá nægilega mörgum og ólíkum löndum. Jafnframt ber að gæta þess að hún verði ekki svo stór að það hamli starfsemi hennar og skilvirkni. Hana skulu skipa þjálf- aðir sérfræðingar með bæði reynslu af samn- ingu orðabóka og virkan fræðilegan feril varðandi vandamál tvítyngdrar orðabókar að baki en umboð nefndarinnar yrði að ganga frá kerfisgrunni og formsniðum fyrir orðabækur af margvíslegum toga, allt frá' viðamiklum orðabókafræðilegum verkum til skólaorðabóka fyrir byijendur. Þetta er mál sem varðar hvern einstakling og alla heims- byggðina." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.