Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 7
WEIMAR: Standmyndir snillinganna Goethes og Schillers. ERFURT: Tvær miöaldakirkjur, hlið við hlið, St. Marien og Severi. alls lags tilbrigðum og skrauti sem þar ætti ekki heima“. Þá þóttu sálmaforleikir (prelúd- íur) hans allt of langir. Tilfellið er að Johann ungi virðist ekki hafa vakið mikla hrifningu kirkjulegra yfirvalda. Hann átti lengst af við þann vanda að stríða. Vegna þrákelkni sinnar lét Bach ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnef- ana og hann gaf sig ekki þótt mönnum lík- aði ekki alltaf tónlist hans. Þetta varð til þess að hann flutti sig nokkrum sinnum um set, en fyrir það getum við verið þakklát í dag. Bach var ekki þekktur listamaður um sína daga og varð, eins og aðrir tónlistar- menn, að sætta sig við það ósjálfstæði sem í því féllst að aðrir voru ekki til að greiða honum laun en kirkjan og veraldlegir höfð- ingjar, en í því fólst n.k. vistarband. Sagan segir okkur að líklega hafi Beethoven verið fyrsta tónskáldið til að gera kröfur til sjálf- stæðis og fá það. Hann seldi verk sín þeim sem vildu kaupa eða samdi samkvæmt pönt- unum, en það var ekki fyrr en nærri öld síðar. Fararstjóri okkar, Ingólfur Guðbrandsson, hafði gert boð á undan okkur í Bachkirche, en þar beið okkar kona sem var sérfræðing- ur í tónlist og sögu Bachs og sagði okkur frá árum hans í Arnstadt. Organisti kirkjunn- ar settist við orgelið og lék fyrir okkur nokk- ur af verkum Bachs á orgelið sem hann lék á sjálfur á árunum 1703-1706. Að sjálf- sögðu hefur orgelið þó verið gert upp nokkr- um sinnum. Hljómburður í þessari aldagömlu steinkirkju er einstakur og stafar af því að tveir veggir kirkjunnar eru sumpart þiljaðir með gömlum þungum við. Það var ákaflega hátíðleg stund sem við íslensku ferðalangarn- ir áttum þarna og fyrir marga var það ein eftirminnilegasta stund ferðarinnar. Það fór ekki á milli mála að við vorum stödd á sögu- legum stað og hljómar orgelsins bættu enn við þau áhrif. í Bachkirche var okkur „Bach Kenner aus Island“ sýnd mikil virðing og áttum við eftir að finna fyrir því oftar í þess- ari ferð. Það þrengdi að Bach í Arnstadt og hann notaði því tækifærið þegar staða organista losnaði í desember árið 1706 við St. Blaisek- irche í Muhlhausen og færði sig um set. Um haustið 1707 kvæntist hann „ókunnu stúlk- unni“ sem verið hafði með honum á loftinu í Arnstadt, frænku sinni Mariu Barböru von Gehren, en hún bar einnig ættarnafnið Bach. Johann og Maria Barbara bjuggu í eitt ár í Muhlhausen og þar fæddist fyrsta barn þeirra ári síðar. Weimar Á leið okkar til Weimar var stansað í Gotha og Erfurt. Ingólfur bauð hópnum til hádegisverðar á hóteli í Gotha sem hafði nýlega verið gert upp á sérdeildis aðlaðandi hátt. Það vakti athygli sumra ferðalanga að matur var betri á þessum slóðum en þeir höfðu búist við. Margir töldu sig jafnvel fá betri mat en þeir höfðu átt að venjast í vest- ari hluta landsins. I Erfurt eru kirkjurnar St. Marien og Severi, tvær merkilegar mið- aldakirkjur, sem arkitektar ferðarinnar skoð- uðu sérstaklega. Kirkjurnar standa saman uppi á hæð ofan við feiknastórt markaðs- torg. Miklar tröppur liggja frá torginu upp að kirkjunum sem rísa eins og hamraborg til beggja hliða, en afar sérstakt rými mynd- ast milli þeirra. Ekki er vitað hvers vegna tvær kirkjur voru reistar þarna saman, en svipað fyrirkomulag sáum við síðar í Halle. Það var hertoginn Wilhelm Ernst von Sac- hsen und Weimar sem bauð Bach til Weimar að gerast organisti og kammerleikari í kap- ellu sinni, en Johann_ Ernst, sem áður er getið, var nú látinn. í uppsagnarbréfi sínu til kirkjuyfirvalda í Arnstadt lét Bach þess getið að hann vonaðist til þess að fá meira rými til að „bæta kirkjutónlistina“ í Weimar. Þegar hér var komið sögu hafði Bach þegar skrifað kantötur og verk fyrir orgel og píanó (Klavier). í Weimar blómstraði snilligáfa hans. Imyndunarafl hans og tækni gerðu hann að besta tónskáldi Þýskalands síns tíma. Víst er að Bach sótti laglínuna í bundið mál sálmanna sem hann valdi sem yrkisefni hverju sinni og var innihaldi þeirra trúr. Laglínuna óf hann síðan inn í margslunginn tónavef á þann hátt sem honum einum var lagið. Þarna skrifaði Bach mörg bestu orgel- verk sín, en það var engu að síður orgelleikar- inn Bach sem vakti fyrst og fremst athygli samferðamanna sinna. Bach hafði lært sér- staka tækni við fótaburð á pedulum orgelsins af Buxtehude sem hann þróaði síðan til full- komnunar. Þá var Bach sérfræðingur í bygg- ingu orgela og var iðulega fenginn til ráðgjaf- ar við smíði þeirra. Fyrir kom að hann vígði orgelin síðan á hátíðarstundum. Það var stórkostlegt að koma til Weimar. Þessi litla borg var menningarhöfuðborg Evrópu á átjándu öld og fram á þá nítjándu, og þar stóð Weimar-lýðveldið á árunum 1919-1933. Þar hreif þýsk leiðsögukona ís- lenska Bach-hópinn með sér aftur í aldir. Hún fór með okkur í ijóður sem Johann Wolfgang von Goethe (1749-1832) lét gera við ána Ilm þaðan sem sér til sumarhúss hans. Þarna lét Goethe koma fyrir óskasteini sem skyldi snertur og er alveg víst að óskir margra ferðalanga rætast um þessar mund- ir. Tvö önnur hús Goethes eru í Weimar og er nú verið að gera heimili hans í Haus am Frauenplan upp í upprunalegri mynd með húsgögnum. Þar skrifaði Goethe leikrit sitt um Faust. Goethe var fjármálaráðherra her- togans af Sachsen/Weimar/Eisenach og hafði því efni á að innrétta hús sín myndar- lega. Weimar verður menningarhöfuðborg Evrópu árið 2000 og er þá von á mörgum ferðamönnum. Til að Haus am Frauenplan skaðist ekki af völdum þeirra hefur verið ákveðið að byggja nákvæma eftirlíkingu hússins fyrir þá! Árið 1815 var Goethe á gangi í hallargarð- inum í Heidelberg með vinkonu sinni Mar- ianne von Willemer. Þau gengu fram á tré eitt af tegundinni Ginkgo biloba og komu auga á að lauf trésins eru hjartaformuð. Goethe orti við svo búið ástarljóð til Marianne. Ginkgo biloba Dieses Baumes Blatt, der von Osten meinem Garlen anvertraut, gibt geheimen Sinn zu kosten, wie’s den Wissenden erbaut. Ist es ein lebendig Wesen, das sich in sich selbst getrennt; sind er zwei, die sich erlesen, daS man sie als eines kennt? Solche fragen zu erwiedern fand ich wohl den rechten sinn; fiihlst du nicht an meinen Liedem, da ich eins und doppelt bin. Goethe var ekki aðeins mikill elskhugi, heldur einnig náttúrunnandi, enda einn af merkisberum rómantísku stefnunnar. Hann lét flytja eitt Ginkgotré til Weimar þar sem það stendur enn og er nú friðað. Tréð er ættað frá Kína þótt nafnið hafi breyst í meðförum Japana. Það er af ætt sem að öðru leyti er útdauð fyrir tugum milljóna ára. Gullsmiður í Weimar selur lauf trésins úr gulli og silfri og létu nokkrir ferðalangar til leiðast í vímu augnabliksins. Aðrir voru svo heppnir að ungt eintak trésins stóð fram- an við hótel okkar í Leipzig nokkrum dögum síðar. Það var nógu lágt svo klípa mætti af því eitt og eitt laufblað til að taka með sér heim. Úr safa trésins vinna Kínveijar extrakt sem sagt er að bæti minni manna. Ef til vill má kalla tréð musteristré á íslensku. Frá Ilm var stefnan tekin í hús Franz Liszt (1811-1886) þar sem gengið var um fallega búið nítjándu aldar heimili hans. Karlarnir keyptu kort með mynd af Cosimu, dóttur Franz, en hún þótti fögur. Richard Wagner heimsótti vin sinn Franz og kynntist þar Cosimu sem þá var gift píanóleikaranum Hans von Biilow. Cosima féllst á að skrifa niður ævisögu Wagners sem hann las fyrir. Úr þessu varð ástarævintýri og þegar Cosima hafði fætt Wagner þrjú börn skildi hún við Hans og varð seinni kona Wagners. Franz Liszt er grafinn í kirkjugarðinum í Bayreuth, en þar bjuggu Wagner-hjónin í Villa Wahnfri- ed og þar stendur einnig óperuhús Wagners; Festspielhaus. Bayreuth er lítil borg nyrst í Bayern sem er næsta sambandsríki sunnan við Thuringen. - Konurnar keyptu aftur á móti mynd af Franz Liszt sjálfum, en hann var mikið kvennagull, með axlarsítt hár greitt aftur frá enni. Konur nutu þess að heyra hann og sjá við hljóðfærið. í Liszthaus eru a.m.k. tvö konsertpíanó Liszts til sýnis. Johann Christoph Friedrich von Schiller (1759-1805) bjó einnig í Weimar. Nokkrum ferðalöngum af Íslandi tókst að skoða hús það sem hann bjó í og safn þrátt fyrir lokan- ir hvítasunnuhelgarinnar. í borginni eru styttur af því fólki sem hér er nefnt til sög- unnar, m.a. stytta af þeim vinunum Goethe og Schiller saman á torginu framan við Þjóð- leikhúsið. Aleksander Pushkin (1799-1837) stendur þar einnig á stalli enda starfaði hann í borginni um tíma. Bauhaus stefnan í arkitektúr og listum á rætur sínar að rekja til Weimar. Þar var stofn- aður lista- og verkmenntaskóli árið 1906. Skólahúsið stendur enn og er að einhverju leyti í nýklassískum stíl en á því eru þó gluggar sem vísa veginn til þess sem koma skyldi þótt lögun lægri bygginga á skólalóð- inni hafí verið nýtískulegri. Þegar Hollending- urinn Henry Van de Velde lét af stjórn skól- ans árið 1919 tók við arkitektinn Walter Grop- ius. Hann nefndi skólann Bauhaus og varð ásamt samstarfsmönnum byltingarmaður í arkitektúr og list- og iðnhönnun. Funktiona- lisminn, einnig nefndur modernismi, hafði nú náð til þessara listgreina og breiddist út um heiminn. Nú var látið reyna á þanþol stein- steypunnar og nyijahlutir teiknaðir upp á nýtt. En það var of þröngt fyrir forsprakka stefnunnar í þessari borg sem hefur djúpar rætur í fortíðinni. Þeir fluttu árið 1926 til borgarinnar Dessau þar sem þeir reistu lista- háskóla sem Gropius teiknaði samkvæmt hin- um nýju hugmyndum. Gluggahlið skólahúss- ins er sjálfberandi og var það reynt þama í fyrsta sinn. Þarna eru einnig tvöföldu gler- hurðimar með tréramma og handfangi úr krómuðu láréttu röri og öðra lóðréttu frá því niður á neðri ramma og við þekkjum úr mörg- um íslenskum byggingum frá þessum tíma. Að sjálfsögðu lögðum við leið okkar til Des- sau enda þýskmenntaður arkitekt í hópnum sem útskýrði leyndardóma listarinnar fyrir okkur. í Weimar er aftur á móti Bauhaus safn. í safninu leiddi veflistakona hópsins okkur í allan sannleika um samhengið í tilver- unni. Þarna fundum við nefnilega frumgerðir þeirra húsgagna sem við höfðum alist upp við á íslandi. Það var þá svona sem hlutimir urðu til! Þarna voru, auk húsgagna, dúkar, „löberar", veggteppi, matarstell, hnífapör, skrautgripir og leikföng. Og hver man ekki eftir marglitu kubbunum sem þeir áttu í dóta- kassanum? Ingólfur fór með hópinn á tónleika í Stadtk- irche St. Peter und Paul sem í daglegu tali nefnist Herderkirche eftir samtímamanni Goethes; prestinum og skáldinu Johann Gottfried von Herder. Þar heyrðum við verk eftir Telemann, Böhm, Fasch, Bach og Hánd- el leikin á einleikstrompet og kirkjuorgelið sem J.S. Bach lék sjálfur á nærri 300 árum áður. Þetta vora hátíðlegir tónleikar á Pfingst- sonntag. Kirkjan var sóknarkirkja Bachs og þar bar hann mörg barna sinna til skímar. Hótelin sem gist var í voru ekki af verri endanum. í Weimar var gist á Hotel Elep- hant am Alten Markt í miðri borginni. Þar hefur margt mektarmanna dvalist í þau 300 ár sem hótelið hefur starfað og var heill gang- ur hússins tekinn undir merka sögu þess. Hotel Elephant er allt hið glæsilegasta. Það var því rétt svo að við Islendingarnir snertum teppin þegar við gengum meðal tiginna gesta að morgunverðarborðinu. Hinu er ekki að leyna að það var verulega góð hvíld í því að gista á góðum hótelum eftir annasama daga. Við vorum í menningarferð og það tók allan daginn! Afraksturinn er reyndar slíkur að það mun taka mig langan tíma að vinna úr öllu því sem fyrir augu og eyru bar. Niðurlag í næsta blaði Höfundur er sólfraeðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.