Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 4
UNNAR Gunnarsson (1889-1975) hóf snemma á rithöfund- arferli sínum að rita skáldsögur um efni tengt sögu íslands. Um landnámið í Fóstbræð- rum (1918), stofnun Alþingis í Jörð (1933), kristnitökuna í Hvíta- kristi (1934), hnignun réttarríkisins og upphaf skálmaldar í Grámarmi (1936) og siðaskiptin í Jóni Arasyni (1930). Þennan flokk sagna nefndi Gunnar „Landnám" og átti hann að verða tólf bækur en svo varð aldrei. Tilgangur- inn var að segja tilurðar- og þroskasögu þjóðar. I þessum sögum leitast Gunnar við að lýsa hugmyndaheimi og lífsviðhorfum fornmanna. Í þeirri viðleitni sinni virðist hann hafa stuðst að verulegu leyti við kenningar danska fjöl- fræðingsins Vilhelms Gronbechs (1873-1948) um lífshætti og heimsmynd norrænna manna til foma. Kenningar sínar birti Gronbech í rit- inu Vor Folkeæt i Oldtiden sem kom út í fjór- um bindum á árunum 1909-1912. Þetta rit átti Gunnar Gunnarsson í bókasafni sínu og hafði að eigin sögn lesið.1 í danskri bókmenntasögu er Gronbech sagð- ur hafa tekið við hlutverki Brandesar sem lærifaðir skálda á fyrri hluta 20. aldar og hafa haft mikil áhrif sem slíkur. Gronbech hvatti til uppgjörs við vísinda- og skynsemis- hyggju, sem hann taldi hafa valdið ráðaleysi og klofningi manneskjunnar, og vildi hverfa aftur til einhyggjunar sem hann fann í hugsun og menningu frá forhellenískum tíma og síðar miðaldamanna og evangelista. Hug- myndafræði hans var þannig mjög mörkuð af einingarþrá og heildar- hyggju; eining átti að ríkja meðal manna, innra sem ytra, en menn og náttúra voru ein heild. Gronbech var mótfallinn tiivistarhyggju Kierkeg- aards en gekk engu að síður út frá verkum hans í mörgu. Þeir áttu það til að mynda sammerkt að hafa miklar efasemdir um hina borgaralegu sið- menningu.2 Kenningar Gronbechs í Vor Folkeæt i Oldtiden eru allnýstárlegar og féllu á sínum tíma ekki vel að hugmyndum fræðimanna um heimsskoðun nor- rænna manna til foma sem gerðu lítið úr dulhyggju og hvers konar forn- eskju. Svo virðist sem Gronbech hafí lengstum verið utanveltu í umræðunni um fomnorrænar bókmenntir sem hann byggir kenningar sínar á. Eftir því sem best verður séð er hvergi vitn- að til hans í ritum eldri fræðimanna, svo sem Sigurðar Nordals, Björns M. Ólsen og Einars Ólafs Sveinssonar. Hugmyndir Gronbechs voru ekki „inn- an sannleikans" í orðræðu norrænu- fræðanna langt fram eftir 20. öldinni; þær samræmdust með öðrum orðum ekki hefðinni og var því hafnað. Hér verður fjallað um nokkra hug- myndalega þætti í Jörð með hliðsjón af kenningum Gronbechs. Jörð er sjálf- stætt framhald af sögu fóstbræðra, fyrstu landnemanna. Hún er fyrst og fremst saga Þorsteins Ingólfssonar og baráttu hans fyrir að koma á lögum og rétti í hinu nýnumda landi þar sem sundurleitur hópur heiðingja og kris- tinna, víkinga og friðelskandi búand- manna býr. Sá hópur sameinast um síðir innan vébanda eins þings, Alþing- is, sem öðru fremur gerir hann að þjóð. Jafnframt er hún saga um samskipti . manna innan sterkra banda ættar- tengsla og um sambúð manns og nátt- úru, manns og jarðar. MaAur og |8rA í skáidsögunni Jörð eru maður og jörð eitt, ein lífræn heild; þannig skynja persónur sig fremur sem hluta af nátt- úrunni en drottnara hennar. Jörðin er lifandi, hefur sál; hún talar til manna í táknum og fyrirboðum. Hún er upp- hafíð og endirinn, móðir alls lífs í dauða sem í fæðingu en „mild er hún ekki, móðir vor, þeim sem afrækja hana“, eins og segir í sögunni.3 Hún refsar þeim sem þjónar henni ekki af heilum bug, „spýr honum frá sér“ (192). I öðrum hluta Vor Folkeæt i Oldtid- en, Midgárd og Menneskelivet, íjallar Vilhelm Gronbeeh nokkuð um slíkt samband manns og náttúru í fomöld. Hann segir að maður og iand hafí verið eitt; að maðurinn hafí upplifað sjálfan sig í gegnum náttúruna, samsamað sig henni þannig að ef einhver umskipti urðu í náttúrunni hafí þau um leið kallað fram breyt- ingu í sálarlífi mannsins. En Gronbech segir jafnframt að í krafti vísdóms síns hafí maður- inn getað haft vald á náttúrunni. Maður sem þekkti innsta eðli náttúrunnar gat nýtt hana og ort til góðs þótt hún væri ill eða sýkt. Maðurinn gat tileinkað sér innsta eðli náttúr- unnar með því að eta eða bera á sér hluta HINN FORNIARFURIVERKUM GUNNARS GUNNARSSONAR EFTIR ÞRÖST HELGASON í þessari grein er fjgllaó um nokkur grunnþemu í höfundarverki Gunnars Gunnarssonar. Skáldsagan Jörö er höfó til hliósjónar en í henni ber hvaó mest á miklum áhrifavaldi í verkum Gunnars, danska fjölfræðingnum Vilhelm Granbech sem ritaði merkileg rit um heimsmynd og lifnaðarhætti norrænna manna til forna. vera árstíðimar hver af annarri, vera tíminn, - sá sem nú er, og jafnframt sá, sem liðinn er og ókominn. Vera allt, og vera það allt í einu, nú og hér. Hvítabjöm- inn nasar í átt þangað, sem húsbóndi hans dansar, rís seinlega á fætur. Eftir stundar- korn dansar hann einnig. .. Þrasi hefur lokið dansi sínum; nú hreyfir hann sig naumast, stendur aðeins, tekur dýfur; heimtir sjálfan sig aftur. Hvítabjörninn stendur nú einnig kyrr, hreyfír aðeins höf- uðið. Svo ganga þeir skyndilega á brott. Ganga heim í tjald Þrasa. Þar leggjast þeir til svefns, sofna á svipstundu. Þeir liggja hvor í annars örmum, dýrið og mað- urinn (70). Maðurinn getur bundið sig sál náttúrunnar og gert hana ábyrga með sér í gjörðum sínum, segir Gronbech, en friður verður ekki á milli þeirra nema maðurinn blandi geði við náttúr- una í bókstaflegum skilningi, þau verði eitt og hið sama (sama, bls. 59). Þrasi lifir einmitt í þvílíkum friði við náttúruna og skógardansinn er leið hans til að blanda geði við hana. GUNNAR Gunnarsson. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon hennar; vilji og sál náttúrunnar varð þá manns- ins. Hann gat einnig tileinkað sér eðli dýrs með því að iíkja eftir limaburði og háttalagi þess, þannig eignaði hann sér sál dýrsins og gat stjómað því innan frá að eigin vilja1. I Jörð má sjá nokkur dæmi um slíkt vald mannsins yfír náttúrunni. Iðulega er það tengt gjömingum og göldmm að einhveiju leyti. Þannig er því til að mynda farið um Rost- ungana svokölluðu, Steinunni gömlu og syni hennar þijá, sem fanga fugl með bemm greip- um sínum og neyta ekki annarra örva en augna sinna. Jafnvel getur gengið svo langt „að físk- urinn elti þá á land, þegar ekki verður meira á fleytuna tyllt“ (41)! Svipaðar kynjasögur ganga af Molda-mönnum úr Grindavík en Hafur-Björn Moida-Gnúpsson hefur þar gert félag við bjargbúa, sem aðstoðar hann við bú- og veiðiskap, og fjölda annarra landvætta (40). Kenningar Gronbechs speglast þó ef ti! vill best í skógardansi Þrasa sem í fullkominni sátt og samhljóman við náttúmna býr með hvítabimi sínum í skógum nokkrum sem hann er kenndur við: En nú vil ég dansa skógardansinn, segir Þrasi og stendur upp, gengur að bálinu og tekur nú að vera tré, vera eldur, grænn eldur, gróðureldur, vera nótt og dagur, Einstaklings- og heildarhyggja „Vér emm synir Jarðar!“, segir Ingólfur við son sinn Özurr og enn- fremur: „Trú aldrei nokkram manni, sem treður Jörðina sem saur, - hversu hátt sem hann annars kann að beina augum sínum, sonur. Óðinn faðmaði hana og faðmar hana enn. Hún er þunguð af náð hans!“ (25). Amarhválsbændur lifa í nánu sam- bandi við jörðina, þjóna henni auð- mjúklega og tilbiðja í trú sinni. En þeir gegna ákveðnu hlutverki. Þeir em „fyrst og fremst hermenn friðar- ins og réttarins undir himninum" (24), eins og Ingólfur segir. Þetta hlutverk sitt rækja þeir bundnir bæði trúarsannfæringu sinni og ættar- böndum; sem óverðugir þjónar hinna göfugu goða (66) gegna þeir hlut- verki ættarinnar: „Það er ævistarf föður síns, sem hann heldur hér áfram, það og ekkert annað“ (122). Talsvert hefur verið ritað um það hvenær á miðöldum maðurinn öðlað- ist einstaklingsvitund. Granbech telur að heildarhyggja hafí verið afar rík í lífsskoðun norrænna manna til forna, andstætt einstaklingshyggju nútímans.6 (Hér ber að hafa í huga að Gronbech studdist við fombók- menntirnar í kenningum sínum, eink- um Eddukvæði en einnig sögumar.) M.I. Steblin-Kamenskij er á svipaðri skoðun í bók sinni, Heimur ísland- ingasagna, en hann telur manninn ekki birtast sem einstakling í íslend- ingasögunum: „Áhugi á einstaklingm um sjálfum var ekki fyrir hendi“.6 í grein sinni, „Did the Twelfth Century Discover the Individual?", heldur C.W. Bynum því hins vegar fram að einstaklingurinn eða öllu heldur sjálf- ið hafí verið (endur-)uppgötvað um og eftir 1050, þá hafi áhugi á sálar- lífi mannsins aukist til muna en um það bil sjö öldum fyrr hafði Ágústín- us kirkjufaðir skoðað sinn innri mann í sjálfsævisögu. Um 1050 tóku menn hins vegar jafnframt að vera sér meðvitandi um hina ýmsu hópa og félög sem þeir mynduðu og hlutverka- skiptingu innan þeirra, segir Bynum. Þessa sjást til dæmis merki í myndun trúarfylkinga af ýmsu tagi.’ í Jörð em persónur bundnar hver annarri traustum en stundum óljósum böndum heildarhyggjunnar sem birt- ist hvað skýrast í sterkum ættar- tengslum. En það kemur og þráfald- lega fram að Þorsteinn á í innri bar- áttu við sjálfsku sína, í honum togast á ein- staklingshyggja og heildahyggja. Hann verður að „gleyma sínum eigin erfiðleikum; láta sem þeir séu ekki til“ (49) til að geta unnið að málum þjóðarinnar í heild og sameinað hana; eigingirnin má ekki taka yfír í sál hans og slæva dómgreindina (51). Heildarhyggjan er þó iðulega sérdrægninni yfírsterkari og nær raunar út yfír ættartengsl- in. Amarhválsfeðgar fínna til samkenndar með þjóðinni allri sem endurspeglast skýrlega í hugsjón þeirra um að sameina hana í friði að einum lögum, einu allsheijarþingi, heiðna sem kristna. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.