Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 8
Morgunblaóið/Árni Sæberg FINNBOGI Pétursson vill með list sinni spegla eins konar dáleiðsluástand svipað því og þegar fóik gleymir sér um stund, dettur út. Með honum á myndinni eru spyrlarnir Jón Óskar og Hulda Hákon myndlistarmenn en listfræðingurinn Halldór Björn Runólfsson er fjarstaddur. FINNBOGI PÉTURSSON Á SJÓNÞINGI HLJOÐTEIKNINGIN LIGGUR í LOFTINU Hvernig er hægt aó teikng hljóó? Finnbogi Pétursson myndlistarmaóur er meóal þeirrg sem rutt hafa nýjungum í myndlist brautina. JÓHANN HJALMARSSON ræðir við Finnboga um hljóðmyndir og fær að kynnast því hvernig hann sem ungur drengur só fyrir sér hljóðmynd. EGAR FINNBOGI Pétursson er beðinn að lýsa því hvað sé hljóðteikning _ eða hljóðmynd segir hann: „Eg sé þetta fyrir mér sem efni í loftinu, málið snýst um að teygja sig eftir því, nota það sem fyrirmynd og nota þá hluti sem eru að gerast í tímanum." Finnbogi vill ekki endilega láta kalla sig hljóðlistamann og alls ekki vídeólistamann heldur myndlistarmann. I kynningu Gerðubergs þar sem orðið „hljóðskúlptúristi" kemur fyrir um listamann- inn er talað um þá töfralist Finnboga að gera hið ósýnilega sýnilegt. Það er ljóst að Finn- bogi vill sameina tónlist og myndlist, hann hefur fengist við tónlist en sprengdi fljótlega af sér fjötrana. Hefð og reglur eru honum ekki að skapi. Á Sjónþinginu mun Finnbogi rifja upp fer- il sinn sem listamaður og aðra markverða áfanga á ævinni. Hann mun skýra hvernig hann var fyrst gripinn þeirri þrá að túlka hljóð eða með öðrum orðum hvernig hann uppgötvaði sjálfstætt líf hljóðsins og skírskot- anir þess. Fallegt hljóó Níu ára var Finnbogi í sveit á Ósabakka á Skeiðum. Eins og drengjum er tamt fiktaði hann við hluti, m. a. straumbreyti. Hann próf- ar eitt sinn að tengja tvo nagla við hátalara og fær þá fallegt hljóð úr hátalaranum og að vísu stuð um leið. „Fallegur rafmagnstónn kom út úr hátalaranum", segir Finnbogi. „Þetta hefur komið fram í verkum mínum síðar.“ Hann sýndi í Amsterdam 1985 og styðst þá við plötuspilara, kveikir á rofa og úr straumbreyti fer hljóð inn í hátalara. Þarna er reynsla drengsins orðin að listrænni tján- ingu. „Þetta er ekki ósvipað því sem ég hef verið að gera síðar,“ segir Finnbogi. Finnbogi fór í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þar kenndi Katrín Hall. „Ég lærði að teikna fallegar myndir og klessa í leir, eitthvað nyt- samlegt," segir hann. Hann er í Myndlista- og handíðaskólanum 1977 og þá er Hildur Hákonardóttir skólastjóri. Nýlistaönn er í höndum þeirra Ólafs Lárussonar og Kristins Harðarsonar, en út úr því kom lítið að sögn Finnboga, en aftur á móti fijálsræði og gleði sem átti þátt í að 9-10 nemendur voru felldir. Finnbogi reyndi aftur seinna. Þá var Einar Hákonarson orðinn skólastjóri. Meðal nem- enda voru Lars Emil Árnason og Helgi Skj. Friðjónsson (nefnir sig skjaldböku). Þeir fóru saman til Hollands. I skóla fór Finnbogi til að iæra að teikna „fallegar og sætar mynd- ir“. Hann hafði aldrei hugsað sér annað en teikningu og var óöruggur fyrst í stað. Gjörn- ingalist var í gangi. Finnbogi gekk til liðs við Nýlistasafnið, lagði föt í rauða málningu og fór síðan í þau. Þtjú segulbandstæki voru í gangi og það myndaðist eins konar „teygju- hljóð“. Iljum var þrykkt í léreft og þannig gerð mynd á gólfinu og vangamynd á léreft- ið. þetta var „einhver lenging á líkamanum" og átti að standa eftir sem málverk. í Nýlistadeildinni kemst Finnbogi í tæri við hljómsveitina Bruna BB sem hafði meðal annars aðstöðu á Bala í Mosfellsbæ. Einn af meðlimunum, Björn Roth, var áhugasamur um hljóðmál og hugmyndalist. Hljóðstúdíó var stofnað i kjallara Myndlistarskólans. Finn- bogi, Kristján Steingrímur og fleiri voru í forsvari. Þegar kveikja ótti i skjaldbökunni Bruni BB hélt tónleika í Laugardalshöll. Ómar Stefánsson var í ham. Talið var að til stæði að kveikja í Helga (skjaldböku). Að- standendur bönnuðu hljómsveitinni að spila, en hún lagði undir sig sviðið. Björn vopnaður vélsög flaugst á við fimm lögreglu- þjóna á sviðinu. Hljómsveitin gisti í fanga- klefa um nóttina. Eftir þennan gjörning tóku félagarnir Ný- listasafnið á leigu til þess að geta verið í friði með tilraunir sínar. Sú var þó ekki raunin. Gjörningar voru margir. Konsert í nóvember 1981 var minnisstæðastur. Hænsnum var slátrað og allt fylitist af lögregluþjónum. Áður en kom að hlutverki svínsins sem lokað var inni á klósetti voru flestir viðstaddir flún- ir af hræðslu við að líka ætti að slátra því. Allir voru reknir úr Myndlista- og handíða- skólanum í tvo mánuði. Menntamálaráðherra var harðorður í DV-grein. Dýravemdunarfé- lagið var meðal þeirra sem kærðu gjörning- inn. Dómur hljómaði upp á að félagarnir máttu ekki eiga gæludýr í tvö ár og sektin var 2.500 kr. Klókur lögmaður fékk dómara til að fallast á að það sem gerðist hefði verið „dýrasýning án þess að hafa tiltekin leyfi“. Vilfirrlir einstaklingar Hannes Sigurðsson segir að félagarnir hafi verið afskrifaðir sem vitfirrtir einstaklingar. Þarna hafi þó orðið kaflaskil í íslenskri mynd- list, náttúruskírskotanir hverfi. Myndlistin sem slík er þá ekki aðalmark- miðið? Finnbogi minnir á að_ hann reyni að sam- eina tóna og myndlist. í Bruna BB sem hafi frekar verið íjöllistahópur hafi verið iðkuð tilraunatónlist með árangri. Grunnurinn að þeirri tónlist hafi þó aðallega verið Rannveig og Krummi í Sjónvarpinu. Eftir gjörningaskeið og gjörningaveður var kominn tími til að slaka á. Finnbogi hélt til Arnarstapa á Snæfellsnesi ásamt Jóni Tryggvasyni þar sem ýmislegt fór að gerast innra með honum. Hann fór að eigin sögn að hugsa meira um hvað hlutirnir snerust og lauk í framhaldi af því við smíði hljóðstúdíós í M. H. í. Glufa opnast Finnbogi kemst í kynni við „Audio-art“ og verður betur ljóst hvað hann er að gera. „Það opnast glufa að nýjum heimi“, eins og hann orðar það. Finnbogi var einn þeirra lista- manna sem stóðu að og sýndu á Gullströnd- inni svonefndu 1983. Hann sótti um Jan van Eyck akademíuna í Hollandi og fékk inn- göngu. Þar var hann 1983-85 í Mixed Media deild. Finnbogi segir í framhaldi af því: „Ég hef alltaf litið á mig sem myndlistarmann. Að sameina mynd og hljóð hefur alltaf heillað mig, ég vildi vinna með hljóð sem form, munsturgerð." í skólanum var vídeóstúdíó og það nýtti hann sér og einnig Ásta Ólafsdóttir sem nam við sama skóla. Þau fóru saman til Montpell- ier vorið 1983 og hittu þar Steinu Vasulku, upphafsmann vídeólistar, og fullt af fólki sem var að sýna vídeó. „Á eftir fékk ég nóg af vídeódóti, það fór í taugarnar á mér og ég kúventi.“ Tæknimaðurinn Berto Aussems sem Finn- bogi hitti 1984 benti honum á elektróníska möguleika. Þá var lokið við að setja upp hljóð- stúdíó í anda þeirra Finnboga og Bertos. Finn- bogi kláraði skólann og fór heim ásamt konu sinni, Kristínu Ragnarsdóttur, og ungum syni, Bergi. Nú eru börn þeirra fjögur. Einstakur i íslenskri list Hulda Hákon sem ásamt manni sínum, Jóni Óskari, hefur hlustað á Finnboga stikla á stóru, skýtur hér inn í umræðuna að Finn- bogi sé einstakur í íslenskri list. Hann hafi einbeitt sér að hljóðinu og verið einn sem slíkur í íslensku listasamfélagi. Erlendis hafi hann hitt fyrir samheija sína, kollega sem tali sama mál. Að geta starfað með hópi sé afar mikilvægt. Hulda segir: „í Myndiista- og handíðaskólanum er Finn- bogi að velta þessum hlutum fyrir sér, þar eru ekki aðrir sem vinna í hljóð, ekki ein- göngu. Ég var með honum í Nýlistadeild, þá var hann strax kominn á þessa braut og finn- ur sig ekki fyrr en hann er kominn _til út- landa og farinn að vinna með öðrum. íslend- ingar eru fámenn þjóð. í stærri samfélögum eru stærri hópar, þar standa menn ekki einir og skilningur því meiri. Finnbogi er skýrt dæmi um þessa sérstöðu okkar. Það er mikil- vægt að fólk komist út, styrkist og geti gefið til baka.“ Eftir vist í Jan van Eyck akademíunni leigði Finnbogi ásamt listakonunni Leidi Haaijer kirkju í Maastricht og þau komu fyrir í kirkj- unni 750 gullituðum stólum og 25 segulbands- tækjum. „Þetta var raddpæling, tónar sem ég bjó til úr röddinni í mér“, segir Finnbogi. Þótt ekki sé hægt að fullyrða að verkið sé trúarlegt skírskotar það til trúar, kallar fram eins konar trúarstemmningu. Bylgjuverk með áistöngum sem slást í vegg með hljóði sem tengt er við tólf hátalara má líka skynja trúar- lega þótt listamaðurinn orði það svo að hann stefni að því að „koma áheyrendum inn í hljóð- bylgjuna og á eftir fyrir utan“. Hulda segir að skoða megi verkið alveg út frá trúarlegum forsendum og minnir á bjölluhljóminn. Hún og Jón Óskar eru sammála um ómeðvitaða trúarþörf Finnboga og hann mótmælir ekki beinlínis, en er greinilega á báðum áttum þótt hann segi að það sé „notalegt“ að fólk tengi verk sín trú. Með hátölurum á vegg og línum milli þeirra segir Finnbogi að púlsar ferðist um milli hátal- aranna, gangi allan daginn og breyti sér dálít- ið. Jón ðskar vill fá verkið skýrt betur og Finnbogi svarar: „Ég er að koma hugmynd til skila, set hana fram eins einfalt og hugs- ast getur, tala má um ramma utan um hlut- inn, afstrakt form, hreyfingu sem ég kalla teikningu.“ Þegar menn ganga framhjá hátalara- og línuverkinu og leggja eyru við hvern og einn hátalara fyrir sig heyra þeir annað en hljóm- ar í salnum. Hver og einn hátalari gefur frá sér ákveðinn tón og óregluleg lína myndast í huganum þegar gengið er fram hjá verkinu eða meðfram línunni. Finnbogi er ekki alveg laus við náttúruna því að í vídeóverki fyrir sjónvarp, Óði, 1992, sér áhorfandinn fyrir sér og heyrir náttúru- myndir, en sýnin þrengist: sjávarniður, foss, gengið í möl, mold sem líkist torkennilegum hlut. Því má bæta við að hljóð, bylgjur geta verið Finnboga landslag. Á sýningunni Borealis 1993 voru pendúlar og þrír hátalarar sem sveifiuðust, eins konar hljóðspeglun. „Þetta var alltaf að breytast allan daginn, aldrei sama uppröðun á tónum. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.