Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1997, Blaðsíða 6
A SLOÐUM J.S. BACHS EFTIR MÁ VIÐAR MÁSSON í vor sem leió fór 25 manna hópur í menningar- reisu til Þýzkalands. Ferðin var farin undir heitinu Klassíska leiöin og var hápunktur tónlistarnám- skeiós Ingólfs Guóbrandssonar, Endurmenntunar- stofnunar Hl og Listvinafélags Hallgrímskirkju. Að þessu sinni fjallaði Ingólfur um Johann Sebastian Bach og því var haldið á heimaslóðir hans að kynningu lokinni. Eisenach FYRSTA daginn var ekið frá Ham- borg um sveitir Þýskalands þar sem gulir og grænir akrar breiddu úr sér upp ávala ása og teyguðu í sig vorsólina. Ferðinni var heitið til borgarinnar Eisenach í Thúringen, en í þeirri borg fædd- ist J.S. Bach árið 1685. I göngu um þessa litlu borg var komið við í kirkju heilags Georgs og skírnarfonturinn sem not- aður var við skírn Bachs skoðaður. Þá var komið við í húsi því sem Martin Luther ólst upp í um tíma, en þar er nú safn og fræða- setur. Að lokum var skoðað safnið í Bach- haus. Forstöðukona hússins sýndi þessum áhugasama hópi frá íslandi mikla virðingu og lék verk eftir tónskáldið á hljóðfæri sem það hafði sjálft leikið á. í húsinu eru til sýn- is mörg hljóðfæri úr eigu Bachs svo sem sembalar af ýmsum gerðum, strengjahljóð- færi, lúðrar og Bach-trompetar auk nótna- og bókasafns og annarra sögulegra minja. Húsið sem Bach fæddist í stendur ekki leng- ur en var við sömu götu. Johann Sebastian fæddist inn í mikla tón- listarfjölskyldu. Foreldrar hans voru Elisa- beth, sem fædd var Lámmerhirt, og tónlistar- maðurinn Johann Ambrosius Bach. Forfeður Johanns Sebastians voru tónlistarmenn í marga ættliði og frömuðir tónlistar í flestum borgum Mið-Þýskalands í rúmar tvær aldir. Það má því segja með sanni að Johann litli hafi drukkið í sig tónlistina með móðurmjólk- inni. Johann Sebastian var sér vel meðvit- andi um þennan arf og hafði seinna frum- kvæði að því að saga ættarinnar var færð í letur. Drengurinn var ekki nema níu ára þegar móðir hans lést og árið eftir missti hann föður sinn. Johann ungi ólst eftir það upp hjá eldri bróður sínum sem þá var organ- isti í nágrannabænum Ohrdruf. Þar nam hann tónlist hjá Elias Herder sem var kantor við Lyceum-skólann í bænum. Þegar Johann Sebastian hafði náð 15 ára aldri þurfti hann að fara að sjá fyrir sér sjálf- ur. Hann fékk skólavist við Mikjálskirkjuna í Lúneburg gegn því að hann syngi í kórum skólans og kirkjunnar og léki síðar á hljóð- færi. Þarna kynntist Johann orgelleikaranum og tónskáldinu Georg Böhm sem varð áhrifa- valdur í lífi hans. Ungi maðurinn lagði land undir fót tii að bæta sig sem tónskáld og orgelleikari. Franskri tónlist kynntist Johann við hirð Georgs Wilhelm í Celle, en á það má minna að þetta var á tímum sólkonungs- ins í Frakklandi. Þá gekk hann nokkrum sinn- um til Hamborgar til að hlusta á og læra af orgelleikurunum V. Lúbeck og J.A. Reinc- ken. Söguslóóir Mió-Evrópu Þegar hér var komið sögu fór það ekki fram hjá okkur ferðalöngunum að við vorum stödd á merkilegum söguslóðum í Mið-Evr- ópu. Næstu daga áttum við eftir að kynnast því betur að hér höfðu hlutirnir gerst á átj- ándu og nítjándu öld og allt fram á þá tuttug- ustu. Allir vita hvernig fór eftir það. En nú eru bæði heimsstyijaldir og kalt stríð að baki og íbúar austurhéraða landsins í óða önn að laga það sem aflaga fór, af sínum alkunna dugnaði. Þjóðvetjar hafa ef til vill ekki þá stöðu sem þeir höfðu í heimspeki og bókmenntum, en þeir eru aftur á móti í í HÚSI Liszt í Weimar: Portrett af Franz Líszt eftir Ary Scheffer og brjóstmynd af Cosimu Wagner. fremstu röð í ýmsum vísindagreinum og iðn- aðarframleiðslu. Það sem mestu skipti fyrir okkur ferðalanga var þó hin mikla tónlistar- hefð sem þjóðin státar af og vandvirkni henn- ar við hljóðfæraleik. Frá Þjóðveijum höfum við þegið margt í menningu okkar gegnum tíðina og við höfum fjöldamargt þangað að sækja enn þann dag í dag. Skemmst er að minnast einstakrar samvinnu íslendinga og Wolfgangs Wagner um fjögurra tíma uppfærslu Niflungahrings afa hans, Richards Wagner, í Þjóðleikhúsinu á Iistahátíð árið 1994. Wagner notaði fleira en íslensk fornkvæði í Niflungahringinn. Þar bregður einnig fyrir hugsun þýskra heim- spekinga eins og Hegels, Feuerbachs og Schopenhauers. Með þessu móti færði Wagn- er ekki aðeins íslenska menningu nær um- heiminum, heldur einnig þýska menningu nær okkur. Arnstadt Fyrsta starf J.S. Bachs við orgelið var í kirkju St. Bonifatius í Arnstadt. Það var árið 1703, en þá var hann 18 ára gamall. Frá árinu 1935 heitir kirkjan Bachkirche, en það ár voru liðin 250 ár frá fæðingu meistarans. Manna á meðal hafði kirkjan reyndar lengi gengið undir nafninu Die Neue Kirche eftir að hún var gerð upp eftir bruna. Þegar Jo- hann mætti til Amstadt stóð yfir endurnýjun á orgeli kirkjunnar og dvaldi hann á meðan í Weimar á heimili Johanns Ernst hertoga. Hertoginn var mikill tónlistaráhugamaður og velgerðarmaður Bachs. Meðan á dvölinni stóð lék Bach á orgel og strokhljóðfæri í hljóm- sveit hertogans og átti það eftir að koma honum vel síðar. Bæjarbúar í Arnstadt tóku eftir því, sér til mikillar hrellingar, að Johann Sebastian hafði hjá sér á orgelloftinu „ókunna stúlku“ sem iðulega söng undir þegar hann sat við orgelið og æfði sig. Það var ýmislegt fleira sem kirkjunnar menn höfðu út á þennan óþreyjufulla og kappsama unga mann að setja. Hann fékk mánaðarleyfi til að fara til Lúbeck að hlusta á Dietrich Buxtehude sem var einn virtasti orgelleikari sinnar samtíðar. Sagt er að Bach hafi dreymt um að gerast arftaki Buxtehudes sem þá var orðinn gam- all maður. Buxtehude er sagður hafa boðið Bach starfið gegn því að hann giftist dóttur hans sem ekki hafði gengið út, en því boði hafnaði Bach. Johann kom ekki til baka til Arnstadt fyrr en fjórum mánuðum síðar og hafði þá heimsótt Hamborg og Lúneburg í leiðinni. Þetta atvik reyndi mjög á samvinnu hins unga organista við yfirmenn sína. Þá höfðu þeir ýmislegt út á tónlist hans að setja. Kirkjuráðið kvartaði yfir því að hann ruglaði söfnuðinn með því að „bæta við sálmalögin ORGELIÐ f Bach-kirkjunni í Arnstadt. JOHANN Sebastian Bach. Hæfileikar af guðs náð og ofurmannleg afköst einkenna lífs- verk hans. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.