Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS ~ MLN\I\G USTIR 14. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Brennið sálir ykkar, brjótið penna ykkar er fyrir- sögnin á frásögn Jóhanns Hjálmarssonar af fyrsta alþjóðlega þingi rithöfunda sem Palestínumenn standa fyrir. Það var ekki auðvelt að komast á rithöfundaþingið á Vesturbakkanum, þar sem ísraelsmenn eru ekki reiðubúnir að hleypa hveijum sem vill inn í landið. Austur-Grænland er næst okkur af öllum nágrannalöndum, samt þekkjum við almennt lítið til þess. Hér segja þeir Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson frá því í máli og myndum, sem fyrir bar í leiðangri sem farinn var til Austur-Grænlands og komst inn að 100 m háu jökulstálinu í Knud Rasmussen-firði, en einnig var farið til þess að veiða í ám. Að lokum var siglt í kapp við óveður til Ammassalik. Norrænar tungur fyrr og nú er heiti á bók sem nýkomin er út á vegum Háskólans i Lundi í Sví- þjóð. í hópi sem vann að því að bera sam- an þessar frændtungur og rekja uppruna þeirra, er Jóhanna Barðdal. Jakob S. Jóns- son hitti hana að máli. Farvegir þeirra sem eru öðruvísi, 2. grein, fjallar um sérvitringa og segir höfundurinn, Þorsteinn Antonsson, að rannsóknir séu nú stundaðar á þessu fyrirbæri austan- hafs og vestan, en Islendingar hafi löng- um metið sérvisku mikils. Elly Ameling hélt námskeið (master class) í ljóðasöng fyrir unga íslenska söngvara um síðustu helgi. Þröstur Helgason fylgdist með og segir Ameling vera eins og ljóð; með ljóð- ræna fegurð í fasi og framgöngu og hljómur hennar sé sannur og hlýr. Forsiðumyndina tók Rognar Th. Sigurðsson ó Grænlandi. BENEDIKT GRÖNDAL KVÖLDVÍSA - brot - Éggekk upp á leiti, ég horfðiyfir haf og sú heilaga glóandi sól sína logandi kveðju með geislanum gaf og gullfáði tinda og hól! Eins og eldmúr var Esjan og jökullinn stóð eins og hvelfmg á Ijómandi sæ og mér sýndist hann anda sem bylgjandi blóð sem að bærist í purpurablæ. Og ég horfði á skipin sem höfninni á lágu háreist á speglandi sjó og ég hugsaði margt og ég hvíslaði þá en mér hjartað í brjóstinu sló: Er nú þetta hið fátæka, þjakaða land? En með þrekinu gæti það meir ef að tápið og þolið sitt tvinnuðu band, ef að tuttugu væri sem Geir. Svo var kvöldsólin runnin og dimmuna dró yfir dýrðlega, hverfula sjón. - Hvað var þetta sem truflaði rökkursins ró eins og rifrildis upp vakið Ijón? Eins og náhljóð og pípur og blístur og baul, eins og beljandi fossanna hljóð, eins og söngur og öskur og gellandi gaul. - Það var grátur úr flekaðri þjóð. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, 1826-1907, fæddist og ólst upp ó Bessastööum og varð fyrstur Islendingo til að Ijúka meistaraprófi í norræn- um fræðum fró Hafnarhóskóla. Þekktast verka hans er Sagan af Heljarslóðar- orrustu, skopstæling ó fornaldar- og riddarasögum. Hann var Ijóðskóld, afkastamikill ritgerðasmiður og barðist gegn Vesturheimsferðum. HVAÐ VILJA KARLAR? RABB STÆRSTU mistökin, sem hafa verið gerð i jafnréttisbarátt- unni á íslandi, eru að það hefur meira og minna gleymzt að útskýra fyrir hálfri þjóðinni — þ.e. körlum — hvað þeir græði á henni. Of margir, bæði karlar og konur, líta svo á að jafnréttisbaráttan sé einkamál kvenna og að hún sé jafnvel ein- hvers konar togstreita á milli kynjanna. Að mínu viti höfum við líka einblínt um of á vinnumarkaðinn og pólitískar stofnanir sem vettvangjafnréttisbaráttunnar. Vandi jafnréttisbaráttunnar er ekki sízt sá að kon- ur hafa haslað sér völl á vinnumarkaðnum og í stjórnmálum, en sókn karla inn á heimil- in er enn ekki hafin svo neinu nemi. Og þar stendur líka hnífurinn í kúnni, því að svo lengi, sem litið er þannig á að þrátt fyrir stóraukna atvinnuþátttöku kvenna sé það fyrst og fremst þeirra að gæta bús og barna en karla að vera aðalfyrirvinnan, breytist fátt í jafnréttismálunum. Staða kvenna í fyrirtækjum og á hinum opinbera vettvangi batnar ekki fyrr en það er almennt viður- kennt að þær séu ekki lélegri starfskraftur en karlar vegna þess að þær séu alltaf að taka sér fæðingarorlof, fara heim til veikra bama og hlaupa úr vinnunni klukkan fimm til að sækja þau á leikskóiann. Ef þessi verkefni skiptast jafnt á kynin eru forsend- urnar fyrir mismunun á vinnumarkaðnum sömuleiðis úr sögunni. En stóra spurningin er þá þessi: Vilja karlar sækja út af vinnustöðunum og inn á heimilin og gefa sér meiri tíma fyrir fjöl- skylduna og minni tima fyrir vinnuna? Sam- kvæmt könnun á launamun kynjanna og ástæðum hans, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir tveimur árum, líta margir stjórn- endur og vinnuveitendur svo á að karlar vilji vera í vinnunni öllum stundum, öfugt við konur. En er þetta ekki ranghugmynd? Á Jafn- réttisþingi í október í fyrra kynnti Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og starfsmað- ur Jafnréttisráðs, könnun sína á viðhorfi ungra íslenzkra karla til kynhlutverka og jafnréttismála. Niðurstaðan var í grófum dráttum sú að ungir karlar eru jafnréttis- sinnaðir. Verkaskipting á heimilum þeirra er nokkuð jöfn, þeir hafa áhuga á að mynda tengsl við börnin sín, margir taka sér „fæð- ingarorlof“, þ.e. nota uppsafnað sumarfrí eða taka sér launalaust leyfi þegar börnin þeirra fæðast. Aukinheldur hefðu þeir áhuga á að taka sér greitt fæðingarorlof, stæði þeim sá kostur til boða, og þeir telja flestir vinnuna aðferð til að afia fjölskyldunni tekna, fremur en markmið í sjálfri sér. Þeir hafa með öðrum orðum áhuga á að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni en þeim gefst í raun kostur á. Það kom mér nokkuð á óvart að eftir að þessar niðurstöður höfðu verið kynntar á Jafnréttisþingi stóðu upp nokkrar ágætar konur, gamalreyndar í jafnréttisbaráttunni, og lýstu því yfir að þær hreinlega tryðu þessu ekki. Það hlyti að vera einhver maðk- ur í mysunni. íslenzkir karlmenn gætu ein- faldlega ekki verið svonajafnréttis- og framfarasinnaðir, hvaðþá að þeir höguðu sér i samræmi við það. Oafvitandi skrifa þessar konur auðvitað með þessu undir þá afturhaldssömu skoðun að kynhlutverk séu einfaldlega líffræðilega ákvörðuð, en ekki háð félagslegum aðstæðum, sem hægt er að breyta. Þessum ágætu konum — og öðrum sem hafa áhuga á jafnréttismálum — bendi ég á að lesa nýja bók eftir Adrienne Burgess, félagsvísindamann við Institute for Public Policy Research í London. Bókin, sem kom út á vegum forlagsins Vermilion í London fyrr á þessu ári, heitir Fatherhood Recla- imed: The Making of The Modern Father og fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um þróun föðurhlutverksins fram á okkar daga. Bókin er byggð á stóru safni gagna; fjölda dagbóka eftir karla sem uppi voru á fyrri öldum, aragrúa vísindalegra rannsókna og viðtölum við stóran hóp nútímakarla. í stuttu máli sýnir bókin fram á að félagsleg- ir þættir hafa meira að segja um hlutverk feðra í umönnun og uppeldi barna sinna en líffræðilegir. Föðurtilfinningar, sem eru sterkar og körlum meðfæddar, hafa verið bældar af menningar- og félagslegum kring- umstæðum. Áður fyrr, þegar heimili og vinnustaður voru gjarnan sameinuð eða stutt á milli, gegndu karlar mun mikilvæg- ara hlutverki á heimilinu en nú, þegar þeir ferðast gjarnan langa leið í vinnuna og sitja svo þar í yfirvinnu fram á kvöld. í bók Burgess kemur það sama fram og í könnun Ingólfs; feður vilja taka þátt í uppeldi barna sinna. Hlutfall karla og kvenna, sem telja að feður eigi að taka fullan þátt í uppeldinu allt frá fyrstu mán- uðunum í lífi barns, er það sama, eða um 87%. Hins vegar er líka augljóst að skoðun karla er nokkuð mótuð af því, hvað þeir telja mögulegt gagnvart vinnuveitanda sín- um. í bókinni er nefnt dæmi af Dupont-fyrir- tækinu, sem ákvað að kynna sérstaklega að það byði upp á sveigjanlegan vinnutíma fyrir karlmenn til að þeir gætu sinnt umönn- un barna sinna í meiri mæli. Á fimm ára tímabili tvöfaldaðist fjöldi óska karla um slíkt fyrirkomulag. Við þurfum raunar ekki að leita langt yfir skammt til að finna visbendingar, fengnar með vísindalegum hætti, um það hvað karlar vilja — og um það hveijir mögu- leikar þeirra eru á að fá það sem þeir vilja. Við vitum öll að ísland er frægt yfirvinnu- þjóðfélag. En hveijir vinna yfírvinnuna á Islandi? Það eru karlar. íslenzkar konur í fullu starfi vinna að meðaltali fjórar yfir- vinnustundir á viku. íslenzkir karlmenn vinna hins vegar þrettán yfirvinnutíma á viku — þeirra vinnuvika er 53 stundir, þótt Burgess segi brezka karla vinna mest allra Evrópumanna, eða 47 stundir á viku. Is- lenzka yfírvinnuþjóðfélagið er með öðrum orðum karlasamfélag. En vilja karlmenn vinna þessa yfirvinnu? Samkvæmt nokkurra ára gamalli könnun Stefáns Ólafssonar sögðust tvisvar til þrisv- ar sinnum fleiri karlar á íslandi en í hinum norrænu ríkjunum líta svo á að þeir ynnu of langan vinnudag. Þegar þeir voru spurð- ir um ástæðurnar fyrir þessari skoðun, svör- uðu flestir því til að þeir hefðu ekki nægan tíma til að sinna börnum og fjölskyldu. Svo má auðvitað spyija hvað íslenzkir karlmenn séu að gera þessa þrettán yfir- vinnutíma á viku. Margt bendir til að þeir séu ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Að minnsta kosti eru afköst þeirra í vinn- unni minni en hjá dönskum karlmönnum, sem vinna tæplega 40 stunda vinnuviku. Framleiðni er með öðrum orðum minni á íslandi en víðast annars staðar í hinum vest- ræna heimi vegna hreins og klárs skipulags- leysis og fornaldarhugsunarháttar í fyrir- tækjum. Framleiðni er mál, sem er að komast á hina pólitísku dagskrá hér á landi, en það hefur viljað gleymast í umræðunni að það er ekki bara lífskjaramál, heldur líka jafn- réttismál. Menn eru að verða sammála um að þessi þjóð vinni of mikið, en fáir benda á að það er fyrst og fremst annað kynið, sem býr við það lítt öfundsverða hlutskipti að vera nánast þvingað til að eyða tíma sínum í vitleysu. En til að breyta þessu verða karlar að taka sjálfir virkan þátt í jafnréttisbarátt- unni. Þeir verða til dæmis sjálfir að gera kröfu um aukna framleiðni, hærri laun fyrir dagvinnu, styttri vinnutíma og eigið fæðing- arorlof. Jafnréttisbaráttan er ekki eingöngu kvennabarátta og því síður eitthvert stríð kynjanna. Hún á að vera barátta hugsandi fólks af báðum kynjum gegn gamaldags við- horfum og að mörgu leyti úreltum efnahags- legum og lagalegum kringumstæðum. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN ] i j LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.