Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 15
Morgunblaóið/Jóhann Hjólmarsson KUNNASTA skáld Palestínumanna, Mahmoud Darwish, umkringdur aðdáendum og vinum. Við hlið hans stendur Kirsti Blom frá Noregi, en Norðmenn voru meðal helstu kostnaðarmanna þingsins *AíÁqW hg Jg‘JI jdgaJI "JUJL> j~OMÍ ójjj" w jíói n-rr MERKI þingsins MEÐAL fulitrúa og áheyrenda var fólk frá ýmsum löndum og heimamenn fjölmennir Rithofundaþing eða pólitiskur fundur? Knut 0degárd talaði um heilagt land gyð- inga, kristinna manna og múhameðstrúar- manna og palentínska drenginn, Jesú Krist. Við frekar dræmar undirtektir minnti hann á að Abraham væri líka faðir kristinna manna. 0degárd sagði að friður væri óhugs- anlegur án mannréttinda og bókmenntirnar væru samtal hins manniega. Hann sá sig tilneyddan að ítreka að hann hefði komið til þingsins sem rithöfundur og á rithöfundaþing en ekki til að ræða stjórnmál og félagslegt hlutverk skáldskapar. Hlutverk rithöfundar- ins væri fyrst og fremst að skrifa vel. Palest- ínumenn hefðu ekki boðið réttum persónum til þingsins vildu þeir ekki skilja þetta. I sama streng tók undirritaður þegar um- ræðurnar fóru að snúast um hugmyndafræði og heimsvaldasinna. Ég og félagar mínir við pallborðið vorum inntir eftir því með hvaða hætti hugsjónir og listræn sköpun mættust í verkum okkar og um afstöðu okkar til hug- myndafræði yfirleitt. Svar mitt var á þá leið að skáldskapurinn, orðin og táknin, væru pólitík skáldsins. Raddir heyrðust jafnvel um að ljóð skiptu engu máli á örlagatímum eins og þeim sem væru að ganga yfir palestínsku þjóðina. Gamall arabi reis úr sæti sínu og bað um orðið. Hann átaldi skáldin fyrir að breikka bilið milli rithöfunda og fólksins og gera sér ekki grein fyrir að skáldskapurinn ætti að vera hluti daglegs lífs og veita stuðning í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði. Að lokum vitnaði hann í fornt arabískt ljóð (það var í beinu framhaldi þess að íslenskt ljóð hljóm- aði í salnum), kannski hefur hann ort það sjálfur: Brenndu sál þína, bijóttu penna þinn og kallaðu frið yfir Palestínu Hann flutti ljóðið þrumandi röddu og var síðan horfinn í manngrúann. Arabiski arf urinn Palestínski heimspekingurinn Ibrahim Abu-Lughud, virtur maður í arabaheiminum og einnig vestan hafs, ræddi um þjóðernis- stefnu og ofsóknir gegn fólki af öðru þjóð- erni. Pleiri nefndu dæmi um slíkt og höfðu áhyggjur af og þetta blandaðist síðan um- ræðu um rithöfunda í útlegð. Með sérstæðum hætti tengdist þessari umræðu önnur hugmyndafræði sem snerist um að virða arabískar hefðir bókmenntanna og úthýsa ekki klassískum bókmenntum araba úr kennslubókum. Subi Shahruri leist ekkert á þessa þróun. Hann hefur skrifað smásögur og bækur um skáldskap og sagði að retórík væri eitt hið mikilvægasta fyrir araba. Þessu var hann trúr í málflutningi sínum því að hann var einn þeirra sem fóru á flug, ákaflega mælskur en heldur betur einsýnn í skoðunum. Ég held þó að hann sé málsvari fegurðar í skáldskap þrátt fyrir allt. Túlkurinn var í miklum vandræðum að þýða ræðu hins snaggaralega Shahruris og gafst loksins upp. Hann sagði að ræðan væri óskiljanleg öðrum en aröbum og þá eink- um sérfræðingum í bókmenntum araba. Ég hafði gaman af Shahruri og reyndi að ráða í arabísku hans. Svipbrigðin töluðu sínu máli, ekki síst í kvöldboðum í glæsilegustu veitingahúsum Ramallahborgar sem er fræg fyrir margs konar kjúklingarétti. Sharuri horfði ekki beint vinsamlega á vestrænu gest- ina. Ýmsir rithöfundar úr arabaheiminum fjöll- uðu af hófsemi og með fagurfræðilegum rök- um um efni þingsins, Ný umhugsunarefni við upphaf nýs tímabils, en yfirskriftin sjálf varð þrætuepli ófrjórrar umræðu og hatursá- róðurs í garð „óvinanna“, ísraelsmanna. Maður hafði á tilfinningunni að ræðumenn sem ástunduðu vandaðan málflutning og vildu helst ræða heimspekileg og fagurfræði- leg efni væru smeykir við eldri kynslóðina sem líktist töluvert forpokuðum íslenskum neftóbakskörlum. í framhaldi af því má vitna í orð skáldsins Ghazzans Zagatan sem sagði að Palestínumenn væru alltaf með hið liðna í huga, en það kæmi sér vel að kynnast hinu nýja og framandi. Ofsóknir og fordómar Fulltrúar vestrænna kvennabókmennta og málsvarar svertingja, homma og lesbía sem sögðust vilja hrista upp í heiminum, ekki spegla hann, fengu að mínu mati viðhlítandi svör frá Palestínumönnum sem líka eiga umdeildar bókmenntir og höfunda sem ekki sætta sig við valdbeitingu hefðar og lögbund- ins siðferðis. Því má ekki gleyma að Palest- ínumenn eiga marga rithöfunda í öðrum lönd- um sem skrifa á öðrum tungum en arabísku. Ingrid Elam menningarritstjóri Göteborgs- posten, sagði til dæmis frá skáldkonunni Rawia Morra sem yrkir á sænsku en er pa- lestínskur flóttamaður að uppruna. Elam við- urkenndi aðspurð að nú færu kynþáttafor- dómar vaxandi í Svíþjóð, en fyrir tíu árum hefðu þeir varla verið merkjanlegir. Staóurinn milli sálar og likama Frakkar eru þekktir fyrir heimspekilega orðræðu og að því leyti var skáldið Bernard Noél engin undantekning. Hann lýsti bilinu milli innra heims og sýnilegs og sagði sjón- varpið keppa við innri veröld mannsins. „Staðurinn milli sálar og líkama er staðurinn þar sem ríkjandi öfl vilja ná tökum“, sagði Noél. Hann hefur skrifað bækur um afstraktl- ist, fjölmiðla og ritskoðun, en sagði að hver og einn þyrfti að finna eigið svar við áreiti samtímans. Aðspurður um ritskoðun sagði hann að skáld væru á móti ritskoðun og of- sóknum. Sumir erlendu höfundanna, eins og til dæmis kanadíska ljóðskáldið E.D. Blodget, urðu svo gáttaðir á heift og heitingum sumra ræðumanna og áheyrenda og gestgjafa í matarboðum að við lá að þeim féllust algjör- lega hendur. Eftir ræðu þjóðskáldsins Ma- hmoud Darwish sem var mjög retórísk og upphafin sagði Blodget að mikill munur væri á að hlusta á hann og annan áhrifamikinn rithöfund, Vaclav Havel. Sá síðarnefndi tal- aði eins og hugsandi maður og sleppti innan- tómum vígorðum. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri kvaðst ekki hafa kynnst neinu svip- uðu í ísrael. Þaó nýjasta er ekki nýtt Þegar höfuðskáldið Darwish birtist í saln- um fór kliður um bekki og stúdentar Birzeit- háskólans streymdu inn hrifnæmir og lotn- ingarfullir. Darwish er enn ungur maður upprunninn í Galíleu og hefur oftar en einu sinni lent í útistöðum við ísraelsmenn vegna skoðana sinna, m. a. setið í fangelsi. Hann dvaldist lengi í París og Beirút en er nú rit- stjóri bókmenntatímaritsins Al-Karmel og býr í Ramlah. Hann er höfundur tólf ljóða- bóka og talinn meðal helstu arabísku skálda samtímans. Darwish er borgaralega klæddur með stór gleraugu, að þessu sinni með rauðleitt bindi, í ljósum jakka og dökkum buxum. Utlitsins vegna gæti hann komið úr viðskiptaheimin- um. Hann byijar á því að lýsa yfir að það nýjasta undir sólinni sé ekki nýtt og nefnir frið og von sem dæmi. Veruleikinn er grimm- ur, „land tungu okkar er land þeirra sem ekki geta lesið eða skrifað og eru blindir". Palestínsk menning stendur andspænis vinnuvélum ísraelsmanna í Jerúsalem. Menn- ingin getur ekki varið okkur ein og sér, vand- inn er sú hugmyndafræði og alræðishyggja sem ísraelar aðhyllast. „Þetta er ekki friður, friður hefur aðeins eina merkingu. Réttindi Palestíumanna eru fótum troðin,“ segir skáld- ið. Hann rifjar upp Óslóarsáttmálann og skýr- ir hinn sérstaka „ísraelska frið“ og vill að skýrari línur fáist til að unnt sé að ræða við ísraelska menntamenn. Arabískri menningar- baráttu linni ekki. Honum hitnar í hamsi og löng ræðan gerist á köflum háfleyg (eflaust í anda arabískrar hefðar) og hann lýkur orð- um sínum: „Palestína er land tungumáls okkar, við eigum ekkert annað en loftið og viljum stuðla að friði. Sá friður sem við elsk- um er friður réttlætis og frelsunar. Okkur dreymir saman nýjan draum án hetjudýrkun- ar og án fórnarlamba." Að ræðunni lokinni vilja allir faðma skáld- ið og kyssa og hann stendur lengi (kominn í frakkann) í ljósblossum frá myndavélum umkringdur palestínskum bræðrum og systr- um sem eru líka upp með sér hve útlending- arnir eru áhugasamir um að ná mynd af og heilsa skáldinu. í einu kunnasta ljóði sínu yrkir Darwish um „blæðandi fósturjörð blæðandi þjóðar“. Frá ykkur kemur sverðið, okkur blóðið, frá ykkur stálið og eldurinn, okkur hold okkar, frá ykkur táragasið, okkur regnið. í ljóðinu sem er hljómríkt og byggir á endurtekningum er hið palestínska landslag endurheimt: stein- ar, loft, himinn. Annað palestínskt skáld, Ibrahim Tukan, yrkir í ljóðinu Ættjörð: „Við munum dreypa á dauðanum en ekki verða þrælar óvina okk- ar. Tákn okkar eru sverðið og penninn, ekki ræðuhöld og argaþras." Síðustu orð skáldsins geta kallað fram efasemdir sé þingið í Birzeit- háskólanum haft í huga. Margt var þar þó ósagt og hið ósagða mun að öllum líkindum fleyta Palest- ínumönnum inn í nútímann, inn í nýtt og betra skeið, verði það leiðarljósið en ekki ófriðarbálið sem blasir við. Áhyggjur í ísrael Fyrsta alþjóðlega rithöfundaþingið í Pa- lestínu, umræðurnar á því og ljóðadagskrár á kvöldin munu hafa valdið ísraelsmönnum nokkrum áhyggjum ef dæma skal eftir með- höndlun þeirra á fulltrúum þingsins á Ben Gurion flugvelli. Yfírheyrslur og almenn hnýsni öryggisvarða um persónulega hagi þingfulltrúa gátu staðið á aðra klukkustund og er vissara að mæta tímanlega á flugvelli þegar fljúga skal til eða frá ísrael. Á þingfull- trúa og maka þeirra var litið sem hryðju- verkamenn eða sprengjubera þangað til ann- að sannaðist. Sumir þingfulltrúar fóru að loknu þingi beint á ljóðlistarhátíð í Jerúsalem þar sem ísraelsmenn skörtuðu nöfnum frægra skálda eins og Ted Hughes og Ericu Jong auk heima- manna. Ég náði símasambandi við Yehuda Amic- hai, eitt helsta skáld landsins, en hann var í önnum vegna undirbúnings hátíðarinnar og Morgunblaðsviðtali varð því að fresta. Tvær virðulegar eldri frúr hittum við íslenskir Pa- lestínufarar á Hotel King David í Jerúsalem, vinkonur Þorgerðar Ingólfsdóttur sem er í miklum metum í ísrael fyrir kórstjórn. Önnur þeirra, áður háttsett í utanríkisþjónustu ísra- els, hafði uppi efasemdir um að Þorgerður hefði átt erindi til Ramallah, en hún blíðkað- ist þegar farið var að skýra málið. Frúrnar sögðust ekki fá inngöngu í Ramallah. Þær voru vel heima í skáldskap og listum, en hrukku við þegar við sögðumst hafa heyrt skothvelli í Damaskushliðinu í gamla borgar- hlutanum og óttaslegin írsk kona hefði leitað ásjár hjá okkur. Þær virtust ekkert eða lítið vita um byggingaframkvæmdir í Austur- Jerúsalem og það fékk okkur til að leiða hugann að því hvernig fréttaflutningi væri háttað í ísrael. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.