Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 19
KÚLA, PÍRAMITI OG SKEL - SAMTAL VIÐ ÁSMUND IÁSMUNDARSAFNI við Sigtún verður opnuð sýning á verkum Hallsteins Sig- urðssonar laugardaginn 12. apríl kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina Kúla, píramíti og skel og verður opin dag- lega fram til 5. maí. Á síðastliðnum árum hefur stjórn Ás- mundarsafns komið fram með þær nýjung- ar í starfi safnsins að bjóða samtímalista- mönnum að sýna verk sín í nábýli við verk Ásmundar Sveinssonar. Að þessu sinni er Hallsteini Sigurðssyni boðið að sýna verk og annast hönnun á sýningunni almennt. I samtali við Morgunblaðið sagði Hall- steinn að hann ætlaði að reyna að eiga samtal við Ásmund á sýningunni en As- mundur var föðurbróðir Hallsteins. „Þetta er ekkert í líkingu við samsýningu enda eru mínar myndir ekki í sama sal og Ás- mundar en ég reyni að tengja verk mín við hans með einhveijum hætti. Nafnið á sýningunni á að gefa það til kynna en kúlan er auðvitað úr húsinu hans en píram- ítinn og skelin eru úr verkum mínum." Hallsteinn Sigurðsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1963-1966 og siðan framhaldsnám við Hornsey College of Art 1966-1967, Hammersmith College of Art 1967-1969 og St. Martin’s School af Art 1969-1972. Þá hefur hann farið í námsferðir til ítal- HALLSTEINN Sigurðsson íu, Grikklands og Bandaríkjanna. Hallsteinn Sigurðsson hefur um árabil unnið að gerð óhlutlægra myndverka ýmist í járn eða ál. Hann hefur þróað myndgerð sem annars vegar einkennist af svifrænum formum, sem hann teiknar I rýmið, og hins vegar af hálffígúratífum formum sem lýsa af krafti og efnismassa. Hallsteinn Sigurðsson hefur leitt áfram módernísmann og gefið honum nýja merk- ingu i samtímanum. Hallsteinn segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvort hann sé undir miklum áhrifum frá Ásmundi. „Þótt hann væri svona náskyldur mér kom ég ekki svo oft til hans þegar ég var krakki. Áhrifin frá honum eru vafalaust til staðar en þau eru örugglega miklu frekar óbein en bein og mér meðvitandi. Ég var ungur sendur í sveit til frænda minna í Borgarfirðinum og ég hugsa að sú vist hafi haft mest áhrif á mig. Þeir kenndu mér að minnsta kosti að vinna.“ I tengslum við sýninguna hefur verið gefin út sýningarskrá með myndum af verkum eftir Hallstein og hugleiðingum um listina og samband hans við Ásmund Sveinsson. Ásmundarsafn er opið daglega frá kl. 13-16. Svipmyndir úr lista- mannahjónabandi Tónskáldió Carl Nielsen og myndhöggvarinn Anne Marie lifóu í stormasömu hjónabandi eins og SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR komst aó er hún hitti dönsku listamennina aó baki sýningar um líf þeirra, er flutt veróur í Hafnarfirói, Reykjavík og á Akureyri. Carl Nielsen og Anne Marie. HJÓNABÖND listamanna eiga það til að vera stormasöm og viðburðarík og hjónaband danska tónskáldsins Carls Nielsens (1865-1931) og myndhöggv- arans Anne Marie Brodersen (1863-1945) var þar engin undantekning. Hún var lang- tímum saman fjarri eiginmanni og börnum til að stunda listina og í einsemdinni leitaði hann til annarra kvenna og átti jafnvel barn með einni. En Anne Marie, eða Marie eins og hann kallaði hana, var þó allt- af efst í huga hans og þau héldu saman alla ævi. Eftir þau liggur digurt bréfasafn og dóttir hjónanna skrifaði bók um æsku sína. Danska leikkonana Fritze von Hedemann hreifst svo af sambandi þeirra að hún setti saman dagskrá byggða á bréfa- skiptum þeirra og hana flytur hún ásamt eigin- manni sínum Claus Lem- bek söngvara og píanó- leikaranum Mogens Dalsgárd á sýningum í Hafnarfirði, Reykjavík og Akureyri. í tali og tónum er brugðið upp svipmynd- um úr lífi listamann- anna og lífinu á tímum þeirra. Sungió meó íslenskum söngvurum Fritze von Hedemann las bók Sos, dóttur Carls Nielsen, Æsku- heimili mitt, og þar kemur aftur og aftur fram í bókinni að móðir- in er burtu tímunum saman og að hennar hafi verið saknað. Þá fékk von Hedemann áhuga á að kynna sér sögu hjónanna og afraksturinn er sýningin „Kunstneræg- teskab: Carl og Marie“. Þegar leikkonan sýndi eiginmanni sínum það sem hún hafði skrifað saman hafði hann mestar áhyggjur af að hún ætlaði að syngja, en leikkonan hafði mestan áhuga á að fá mann sinn með. Claus Lembek var á sínum tíma þekktur söngvari við Konunglega leik- húsið og söng í mörgum óperum Carl Niels- ens. Nú hefur hann að mestu látið af söngn- um og helgar sig fornmunaverslun sinni á Friðriksbergi. En dóttir hans, Tina Kiberg, hefur tekið upp merkið í söngnum og er mikils metin, syngur reglulega í Bayreuth, en kýs annars helst að syngja á heimaslóð- um. Lembek hefur starfað með íslenskum söngvurum eins og Magnúsi Jónssyni, sem hann hefur ekki hitt í þijá áratugi, en ætlar að hitta í íslandsferðinni. Með mikilli ánægju rifjar hann uppi kynni þeirra Magnúsar og minnist einnig með gleði samstarfsins við Guðmund Jónsson og Einar Kristjánsson. Saga Carls og Marie í leikgerð von Hede- manns hefst daginn sem þau Carl og Anne Marie hittast í París. Tveimur sólarhringum síðar hafa þau ákveðið að giftast og fara í brúðkaupsferð til Ítalíu. En þar sem þau sjá "* fram á að það taki óbærilega langan tíma að fá nauðsynlega pappíra að heiman ákveða þau að láta sér nægja að halda brúðkaup- sveisluna í París og gifta sig svo í brúðkaups- ferðinni á Ítalíu. Þegar hún skrifar foreldrum sínum um væntanlegan ráðahag með þessum unga fiðluleikara lýst þeim engan veginn á og skipa henni að koma samstundis heim. Hún hefur þó ekki fé bæði til að fara heim og til Ítalíu, svo Ítalíuferðin verður ofan á og aðfinnslur foreldranna eru léttvægar fundnar Bréfin streyma á milli Ástin blómstrar, en þó ekki lengi, því hjónakornin eru bæði á kafi í vinnu sinni, en þeim fæðast líka þijú börn. Marie lætur barneignir ekki hindra sig frá að stunda list- ina. Þegar hún er í burtu frá nýfæddum syni sínum, þriðja barninu, í tæpa tvo mán- uði finnst Carl það „ekki alveg eðlilegt“, en Marie krefst réttar síns sem listamaður. Bréfín streyma á milli þeirra. Carl er að tryll- ast af löngun eftir að sjá hana, hún þarf að vinna, er bæði í Þýskalandi, Grikklandi og víðar. Árið 1906 vinnur Marie samkeppni um að gera styttu af Kristjáni IX. og það tekur hana 15 ár að ljúka henni. „Ég vildi óska þess að ég losnaði einhvem tímann við þennan kóng úr húsinu,“ verður Carl ein- hverju sinni að orði. Báðir listamennirnir vinna heima, þar sem Marie hefur vinnu- stofu. Á tímabili hugleiðir hann skilnað, en getur ekki slitið sig frá henni. Þegar kemur fram á 1918 hefur það runn- ið upp fyrir Marie að Carl hefur átt vingott við aðrar konur, en hann sannfærir hana um að það komist engin önnur að en hún. Á endanum fellst hún á að vera og þegar hann deyr 1931 heldur hún ræðu við opna gröf hans og þakkar honum samveruna. „Hann staðnæmdist aldrei. Hann var eins og rennandi vatn.“ Og dönsku þjóðinni þakk- ar hún fyrir að hafa sungið lögin hans. Það mætti svo líka þakka þremur ágætum dönsk- um listamönnum fyrir að hafa sett á svið svipmyndir úr lífi listamannanna Carls og Marie Dagskráin verður flutt í Hafnarborg á morgun kl. 15 og endurtekin í Leikhú- skjallaranum á mánudag kl. 21 og á Akur- eyri næstkomandi þriðjudag. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.