Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 8
X / Asdís Olafsdóttir settist aó í Frakklandi aó loknu löngu námi í listasögu. í stuttu spjalli viö GÍSLA SIGURÐSSON segir hún frá hönnun Alvars Aaltos, sem hún er sérfróð í, og tekur dæmi af nokkrum frægum framúrstefnutilraunum á öldinni, sem síðan hafa oróió klassískir gripir. NORRÆNA HUSIÐ efndi á fyrra ári til kynningar á hönnun Alvar Aaltos, sem eins og flestir vita er höfundur þessa ágæta húss í Vatn- smýrinni og þykir hafa tekizt svo vel að nýlega var það hér í Lesbók útnefnt sem eitt af þremur fegurstu húsum landsins. Aalto teikn- aði ekki aðeins húsið, heldur hvert smáatriði innanhúss og húsgögnin þar á meðal. í til- efni kynningarinnar var gefinn út bæklingur um þennan fræga arkitekt, sem var einnig „húsgagnahönnuður á þjóðlega og alþjóðlega vísu 1920-1940“ eins og segir á forsíðu. í bæklingnum er ritgerð um Alvar Aalto eftir dr. Ásdísi Ólafsdóttur, sem ugglaust er ekki alþekkt hér á landi vegna þess að hún settist að loknu löngu námi að í París og býr þar nú. Ásdís er fædd í Reykjavík 1961 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1980. Að því búnu fór hún til frönskunáms og lista- sögu í borginni Montpellier og náms- árin þar urðu þrjú. Hún fluttist þar á eft- ir til Parísar og hélt áfram BA-námi í listasögu með áherzlu á nútímalist og hönn- un. Ekki er þó hægt að leggja sérstaklega stund á hönnunar- sögu, því hún er ekki til, segir Ásdís. Hún hefur nú lokið dokt- orsnámi, enda var námstíminn orðinn 14 ár. „Það má eiginlega segja að ég sé doktor í stólum", segir hún. í doktorsnáminu tók hún eingöngu fyr- ir hönnun, en doktors- ritgerð hennar heitir: Alþjóðleg útbreiðsla hönnunar 1920-40: Húsgögn Alvars Aalt- os. Þriðjungur rit- gerðarinnar fjallar þó um annað en hönnun Aaltos. Þar rekur Ásdís þá miklu breytingu sem varð á hönnunarsviðinu um 1920. Braut- ryðjendurnir voru þó ekki allir virkir á sama tíma, til dæmis var sá merki hönnuður, Skot- inn Mclntosh, að hanna sinn frumlega hús- búnað um aldamótin, á tímaskeiði því sem kennt er við Art Nouveau. Á sama tíma voru líka stórmerkir hönnuðir að skapa nýtt útlit í Vínarborg. Fyrir þeim módernisma stóð Thonett-fyrirtækið, sem framleiddi húsgögn úr sveigðum viði. Fyrirtækið flutti seint á síðustu öld til Þýzkalands og er til enn. Marg- ir muna áreiðanlega eftir þessum sveigðu viðarhúsgögnum, einkanlega stólum, sem víða sáust þá hér á íslandi og voru bæði hér og úti í Evrópu á kaffíhúsum. Bauhaus var stofnað 1919 og með þeirri hreyfingu komst skriður á módernismann í arkitektúr. En Bauhaus hafði líka sín áhrif á allskonar hönnun, segir Ásdís. Arkitektinn Grophius var þar áhrifamestur, en hann fékkst ekki mikið við húsgagnahönnun. Aðr- ir brautryðjendur módernismans í arkitektúr eins og Mies van der Rohe og le Corbusier gerðu það hinsvegar, - að ógleymdum Alvar Aalto, sem hefur unnið meira verk á því sviði en aðrir frægir brautryðjendur í arkitektúr á fyrriparti aldarinnar. „Þessir menn voru að fást við allt um- hverfi mannsins", segir Ásdís, „og þeim var líka umhugað um að bæta kjör fólks með því að hanna hluti sem gætu verið ódýrir í framleiðslu. Aalto byijar að starfa sem arki- tekt 1923 og fyrsta stóra verkefnið sem hann ÁSDÍS Ólafsdóttir býr og starfar í París og vinnur nú að bók um Alvar Aalto og hönnun hans f tilefni þess að öld verður liðin frá fæðingu Aaltos á næsta ári. fékk var að hanna berklahæli. Þar hannaði hann allt, stórt og smátt, og þá fyrst og fremst með tilliti til sjúklinganna. Á þeim tíma hafði stál rutt sér til rúms í húsgögnum og Aalto notaði það fyrst eins og hinir mód- ernistarnir, en sneri sér síðar að því að nota við. Stálið varð tákn nýrra tíma í húsgagna- hönnun um 1925. Það þótti þó heldur kaldr- analegt á heimilum og náði ekki verulegri útbreiðslu, nema hjá menntamönnum sem vildu vera þátttakendur í þessari nýju lífs- sýn. Aftur á móti varð stál aldrei eins vin- sælt á Norðurlöndum eins og sunnar í álf- unni.“ Einstaka hlutir voru svo vel hannaðir úr stáli, að þeir hafa fengið eilíft líf, ef svo mætti segja; orðið klassísskir. Þannig er til dæmis le Corbusier- stóllinn, sem þessi merki arkitekt, listmálari og hönnuður teiknaði árið 1927 og er framleiddur og seldur um víða veröld enn í dag. Hér á landi hefur hann einnig fengizt. Þetta er þó í rauninni ekki stóll, heldur einskon- ar legubekkur; le Corbusier og hönn- uðurinn Charlotte Perrian hafa þar lagt út af vel þekktri mublu frá því um síð- ustu aldamót, sem víða var til á_ efna- heimilum á íslandi og kölluð sessalon. Á málverkum af heldri konum og hofróðum má sjá, að þær hafa gjarnan setið fyrir á sessalon. Legubekk- ur le Corbusiers er að vísu talsvert öðru- vísi, en ekki var það sízt efnisnotkunin sem þótti nýstárleg: Stálrör og skinn. „Einn af þessum klassísku gripum úr stáli sem enn er framleiddur er stóll kenndur við arkitekt- inn Breuer. Sá stóll er úr stálrörum, en bak og sessa úr leðri eða ofnu hörefni. Af öðrum klassískum grip- um má nefna fjaðrandi stól úr stálrörum, sem hollenzki hönnuðurinn Mart Stam á heiðurinn af, en Alvar Aalto kom síðan með sína út- gáfu af sömu meginhugmynd 1929; hannaði stólinn fyrir þann merka rússneska brautryðj- anda í abstrakt myndlist, Vassily Kandinsky. BRAUTRYÐJENDUR módernismans unnu flestir með stál í húsgagnahönnun sinni, en Alvar Aalto sneri baki við því og formbeygður viður varð það efni sem hann notaði mest. Hér er einn slíkur stóll. EITT FRÆGAST A hægindi nútímans er „sessalon" sem venjulega er kenndur við arkitektinn le Corbusier, en hönnuðurinn Charlotte Perriand á ekki síður heiðurinn af honum. Þetta hægindl er enn framleitt og selt um víða veröld. DOKTOR í STÓLUM OG SÉRFR 8 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍLI997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.