Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 10
AUSTUR-GRÆNLAND EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON LJÓSMYNDIR RAGNARTH. SIGURÐSSON í Austur-Grænlandi er hrífandi og stórbrotin nátt- úra, sem fáir Islendingar þekkja. Hér segir frá leið- imir börðu stöðuvatnið og ána af mikilli list en urðu ekki varir nema hvað einn marhnútur beit á í ósnum. angri sem greinarhöfundurinn fór í þangað ásamt þekktum Ijósmyndara og ýmsum áhugamönnum um veiðar og náttúru Grænlands. Tveir gúmmíbátar damla á hæg- ferð undan tignarlegum borg- arísjaka. Allt um kring eru þús- undir lítilla jakabrota sem merla í haustsól. Þau vagga lítillega í golunni og speglast í sjávarflet- inum og það heyrast smellir þegar ótalmargar, árþúsunda- gamlar loftblöðrur springa við bráðnun íssins. Hvergi er undirlendi við fjörðinn. Lítil klappar- nes í bland við standberg eru neðan við granít- fjöll sem rísa í 1.500-2.000 metra hæð. Stöku mávur rennir sér hljóðlega með bátunum, for- vitinn og léttfleygur. Lágvært urrið í utan- borðsvélunum rýfur eitt heimskautakyrrðina nema hvað háværir brestir og drunur berast stundum úr fjarska. Þau hljóðin koma frá tveimur skriðjöklum sem kelfa í sjó fram, hvor sínum megin tindaröðuls. Blágræn stálin eru að minnsta kosti 100 metra há. í bátunum eru 11 menn samtals; lítill leiðangur Islendinga sem eru að kanna Austur-Grænland, veiða sil- ung og búa til heimildarþátt fyrir sjónvarp. Staðurinn heitir Sermeliq-fl’örður. Það er miður ágúst 1995. Hugmyndir eiga oft langa tímaleið framund- an áður en þær verða að veruleika. Flugleiðir flytja margan manninn í dagsferðir til Kulusk á strönd Austur-Græniands, beint vestur af Patreksfirði, hvert sumar. Einn flugmannanna í þessum ferðum, Þórhallur Jakobsson, hafði oft horft með aðdáun á fjöll, fírði og jökla norður af Kulusuk þegar Fokkemum var rennt í útsýnisflugi yfir óbyggð víðemin. Hann sá vötn og stuttar smáár og leifamar af stórri flughöfn Bandaríkjamanna síðan á stríðsámn- um, í Ikateq við þröngt samnefnt sund. Jakob átti sér ævintýraþyrstan samherja: Inga Þór, bróður sinn. Saman rifjuðu þeir upp sögur frumheijanna meðal íslenskra flugmanna í Grænlandsfluginu um tröllaukna veiði í græn- lenskum ám og vötnum. Jón Axel Ólafsson, útvarpsmaðurinn góðkunni, deildi með þeim hinum fljúgandi fiskisögum. Fjarlæg hugmynd um veiði- og könnunar- ferð á þessar slóðir skaut rótum, dafnaði og tók að safna að sér æ fleiri mönnum sem tóku þátt í vangaveltum um hvemig hrinda mætti hugmyndinni í framkvæmd. Aður en varði tengdust myndgerðarmenn og veiðikarlar hópnum þeir Thor Ólafsson og Magnús Viðar Sigurðsson; báðir í markaðsstörfum eða dag- skrárgerð hjá Stöð 2. Páll Halldórsson hjá inn- anlandsdeild Flugleiða kom inn í kjamann og Halldór Fannar þótti tilvalinn leiðangurslækn- ir. Hann læknar jafnan tennur en taldist duga til annarra læknisverka líka. Um Greenlands köldu firói um gistingu í Ammassalik. Hér heima þurfti að fínna styrktaraðila: Flugleiðir, Veiðihúsið, Innnes, Sláturfélag Suðurlands, SAMIK (Sam- starfsnefnd um ferðaþjónustu á íslandi og Grænlandi) og Skátabúðina en án framlaga þeirra hefði leiðangurinn aldrei orðið að vem- leika. f Ammassalik var leitað að traustum grænlenskum fylgdarmanni. Var sá að lokum valinn úr litlum hópi og reyndist heita Tobias Ignatiussen; brosmildur, hæglátur veiðimaður, um þrítugt. Um miðjan ágúst hittist hópurinn í Kulusuk eftir að hluti hans og framkvæmdastjóri þýska fyrirtækisins höfðu farið vestur á undan, sett bátana tvo saman og prófað þá. Báðir voru 12 manna slöngubátar af vönduðustu gerð, annar með 50 hestafla vél, hinn með 35 hest- afla vél. Tobias notaði sinn eiginn hálfyfir- byggða plastbát. Fullhlaðnir skriðu þessir farkostir loks út voginn á Kulusuk-eyju, beint í norður. Sólbjart- ur dagurinn varð dijúgur. Bátarnir náðu ekki að „plana“ sem kallað er vegna mikillar hleðslu. Með því er átt við að þeir nái nægum hraða til þess að lyfta stefninu og næstum svífa ofan á sjónum með skutinn og skrúfuna eina á kafi. Breitt sund er milli eyja og meginlands á þessum slóðum en það mjókkar til norðurs. Fjöllin hækkuðu að sama skapi og kaldan gjóst lagði af skriðjöklum þrátt fyrir ágústsólina. Myndgerðarmennimr réðu ferðinni og þeir þurftu oft að stöðva bátana og láta áhafnirnar „leika“. Tobias bauð upp á hvalspiksmola, matak, og var þolinmæðin uppmáluð. Sólin settist um síðir handan við fjarlæga íjallatinda. Meðan kvöldkul skipti um svip á landinu og liti á borgarísjökunum, lögðu bát- arnir upp í fjörunni við Ikateq. Sermeligaq Hluta dvalarinnar i Grænlandi var eytt til landkönnunar og til að heimsækja nyrstu byggðina og þá afskekktustu í Tasiilaq-héraði. Innhéraðs búa um 1.800 manns í Ammassalik og um 1.200 í sex byggðum (þorpum). Auk Tasiilaq-heráðs er aðeins eitt byggt svæði ann- að á allri austurströnd Grænlands. Er það mun norðar og gengur undir nafninu Scoresby-sund í okkar munni. Þar búa samtals um 800 manns. í Sermeligaq eru ríflega 100 manns og standa um 30 hús á bröttu klettanefi, alllangt norðaustur af Ikateq. Þar er lítill skóli, búð, vatnsveita, kyndi- og rafstöð og agnarlítið pósthús. Þar lifa allir af veiðum, þeir sem ekki eru í opinberri þjónustu. Lítil höfn og margir smábátar varð heimahöfn gúmmíbátanna í tvo daga. Til Sermeligaq var siglt um kvöld við lukt- ar- og tunglsljós til að forðast litlu jakana sem gátu skemmt skrúfur eða báta og við komuna tók hálfur bærinn á móti þessum ferðalöngum utan úr myrkrinu. Bátar, talstöðvar, skrýtnar húfur og myndbandstökuvélin vöktu óskipta Gúmmíbátar og Grœnlandsfarar Þessir áköfu áhugamenn um Grænland og hið óþekkta töldu víst að gúmmíbátar hentuðu betur til leiðangursins en flugvél, þótt vissu- lega mætti lenda meðastórri tvíhreyflavél á stórum hjólum í Ikateq. Þeir hófu leit að vönum bátamönnum og Grænlandsförum til að full- skipa lítinn en harðsnúinn leiðangur. Þýskur framleiðandi hágæðagúmmíbáta (DSF) ætlaði að leggja til farartæki og útvega Johnson-utan- borðsvélar. Hópurinn leitaði til Ingólfs Guð- laugssonar sem er vanur sjóferðum á bátum og Ara Trausta Guðmundssonar og Ragnars Th. Sigurðssonar ljósmyndara sem áður höfðu farið um lönd á Austur-Grænlandi. Þeir síðast- nefndu kölluðu til kraftakarl, veiðikló og bát- aslarkara: Kjartan Guðbrandsson einkaþjálf- ara, og höfðu samband við vini í Ammassalik. Allt í einu féllu þættirnir saman í ferðaáætl- un. Snörp sjö daga ferð norður frá Kulusuk til Ikateq, Sermiligaq-þorpsins, Sermeliq-fjarð- ar og suður aftur til Amassalik komst af hug- myndastigi yfír á framkvæmdastig. Eftir margs konar pappírsvinnu og skipu- lagsstörf var búið að afla veðileyfa, kanna ferðaleyfí, tilkynna bærum yfírvöldum leiðina ef eitthvað bæri út af, semja um fragt á einu tonni til Kulusuk, afla eldsneytis úti og semja Draugastðúin og fiskleysió Ikateq-staðurinn er lítið annað en stór mal- arhjalli í dalverpi undir mikilúðlegum tindum og smájöklum. Ofan til á hjallanum og upp í hlíðum sjást leifamar af herstöðinni en neðst í dalskvompunni er allstórt stöðuvatn og um 1,5 km löng og straumhörð á með ós í stór- grýttri fjöru. Mest af malar- hjallanum hverfur undir eina langa flugbraut. Á henni lentu íslenskar flugvélar oft, eftir styijöldina. Tjöldin risu á gömlum vegi sjávarmegin við flugbrautina og Tobias grillaði vænan lax á opnum eldi. í næturfrost- inu og grænlensku kyrrðinni skynjuðu leiðangursmenn hve afskekktur staðurinn er og hve fáranlegar stríðsmin- jamar era núna, hálfri öld eftir að nauðsyn knúði menn til að setja niður 1.000- 1.500 manna skyndiþorp í auðninni. Dulúðug þoka daginn eftir komuna til Ikateq jók enn á áhrif mannvirkjanna á hugsanir okkar. Hálffallin hús og skýli, margir trakk- ar, herbílar og ógiynni af brotajárni og timbri syntu í hálfgegnsærri þokunni, allt brúnrautt af ryði; bílamir grafnir ofan í melinn og burðarbitar húsa undnir og skældir af snjó og vindi. Búið er að fjarlægja mest af mannvirkjunum en þús- undir ryðbrúnna bensín- og olíutunna mynda breiður og hauga sem eiga enga sína líka. Menn eyddu dtjúgum tíma í að skoða stöðina f bland við snjóttittlinga og ijúpur. Fuglamir voru nán- ast einu lífverurnar, að mý- inu slepptu, sem tókst að hitta á í Ikateq. Veiðimenn- . ? i 11 é * * * i1 1 "í,fv TOBIAS Ignatiussen veiðir með ífæru upp á grænlenskan máta. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.