Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 12
FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖDRUVÍSI II SERVITRINGAR EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON / Allir Islendingar geta tiltekið sérvitringa sem telja veróur hluta gf þjóðarkarakternum. Mínir menn eru þeir Samúel í Selórdal, Gísli á Uppsölum, Sólon í Slunkaríki, Helgi Hóseasson og Pétur Salomonsson. RANNSÓKNIR á óviðráðanleg- um sérviskuviðbrögðum eru nú stundaðar bæði vestanhafs og austan og sætir tíðindum, einkum fyrir okkur íslendinga sem lengst af þjóðarsögunnar höfum metið sérvisku mikils. Sér til hægari verka kenna Bandaríkjamenn, sem stunda slíkar rann- sóknir, einkennin við einhverfu vegna þess að hún er kunn fyrir. Ef saman fer góð greind og áráttukennd sérviska hafa Bandaríkjamenn tilhneigingu til að telja að þar sé um að ræða einhverfu í einhverri mynd. Þetta álitamál kjósa Norð- urlandabúar og þar með líka íslendingar að skýra fremur með kenningum austurrísks læknis, Hans Aspergers, sem talinn er hafa stundað fyrstur manna skipulegar rannsókn- ir á arfbundinni sérvisku. Asperger þessi setti fram kenningar sínar fyrst árið 1944. Greining Aspergers, sem farið verður inn á frekar hér á eftir, minnir um sumt á ein- hverfu en annað á þjóðlega íslenska sér- visku. Þá tíma þegar ekkert var talið viska né vit á íslandi annað en búskapur og rektor- ar Menntaskólans í Reykjavík stunduðu kúa- búskap á baklóð skólans í samræmi við það og ásamt öðrum störfum. Þessi siður mun hafa lagst niður í tilefni konungskomunnar 1907. Kenningar Aspergers nutu lítillar athygli í fyrstu eftir að hann setti þær fram og ekki fyrr en löngu síðar, á níunda áratug aldarinnar, en þá varð vakning þessara fræða hans á Norðurlöndum og víðar. Síðustu ár hefur svo gerst æ algengara að greind séu með aðferð Aspergers einkenni manna sem þarfnast sérfræðingsaðstoðar en falla ekki undir viðurkenndar skilgreiningar á hinum kunnari mannlífsafbrigðum. Um eitthvað í líkingu við sérviskuáráttu er þá að ræða. Af þeirri ástæðu er talað um fávitahátt, geðveiki eða dæmigerða einhverfu ef hægt er svo vit sé í, en því næst Aspergers-heil- kenni séu þau fyrir hendi. Hinlr þ|iól«gu Skýringin á vaxandi alþjóðlegum áhuga á sérvitringum upp á síðkastið er trúlega sú hve auðvelt reynist að útrýma þeim með aðferðum nútímasamfélags. Þeir arfbundnu eru orðnir að fágæti meðal fólks sem semur sig að aðstæðum sínum með auðveldari hætti en þeir gera. Vaxandi fjölbreytni borg- arsamfélagsins dregur úr sálrænum ástæð- um fyrir einyrkjahætti auk þess sem hægt er að slá út valin hegðunarmynstur með lyfj- um. Önnur helsta ástæðan fyrir því að erlend- ir ferðamenn koma til landsins, auk nátt- úrufegurðarinnar, er trúin á að íslendingar séu þjóð sérvitringa nú eins og áður. Fá- breyttir lifnaðarhættir til sveita og sjávar- bæja fundu sér fyrr á tíð mótvægi í ýkjum og öfgum svo að úr urðu með tímanum per- sónuleikar með svipmót hraunkaris og beina- kerlingar þjóðarsögunnar. Alþýðusagnfræð- in er uppfull af slíku fólki og ber þar hver af öðrum I sérviskunni. Sjálf er hún skrifuð af þjóðkunnum sérvitringum, Jóni Espólín, Sighvati Borgfírðingi og Gísla Konráðssyni svo nokkrir meðal margra góðra séu nefndir. Vegna rithefðarinnar hættir okkur íslend- ingum enn mjög til að rugla saman gáfulegu tali sérvitrings, almennri greind og afburða- mennsku, geníalíteti, samkvæmt því sem sjá má í blöðum og á jólabókamarkaði. Það er útbreiddur misskilningur sem einkum hefur borið á í dagblöðum að halda að frammi- staða manns á einu sviði gefí tilefni til að ætla að hann hafi vit á öllu. Þar til fyrir fáeinum árum voru sérviskuskrif áberandi á þeim vettvangi sem annars staðar, manna sem vissu allt og höfðu hugsað það í þaula. Ekki var annað að sjá en flestir væru sama sinnis því opnur voru lagðar undir viðtöl við slíka menn sem létu ljós sitt skína inn í hvem krók og kima mannlífs og þjóðmála. Þátturinn um daginn og veginn í útvarpinu hefur haft orð á sér fyrir slíka neftóbaks- visku til þessa dags. En fábreytileikinn sem nærir sérviskuna hefur á okkar tíð breyst í skipulagða marg- breytni borgarlífsins (tilbrigði við fábreyti- leika?). Þessir nýrri lifnaðarhættir grundvall- ast ekki á einstaklingsvisku þótt kenndir séu við einstaklingshyggju heldur á völdum að- ferðum og sammæli margra um þær aðferð- ir. Við svo búið eiga sérvitringar í vök að veijast. Orsining Greining Aspergers hlaut Evrópu-staðal árið 1990. Hin faglegri hlið þessara fræða er ekki fulltraust frekar en önnur mannvís- indi, og kannski síður en þau sem eldri eru, en þau þykja þó hafa ótvírætt notagildi. Rannsóknir Hans Aspergers komu í kjöl- far þess áhuga sem þýskumælandi fólk hafði þá lengi haft á líkamlegri og andlegri af- burðamennsku, en frá þeim tíma er Kretz- meier ritaði bækur sínar um séníið, fyrsta fjórðungi aldarinnar eða um það bil, og fram á okkar tíð hefur sú almenna þróun orðið að hætt er að reikna með slíkum heilkennum sem afburðamennsku á þann hátt sem gert var. í staðinn er talað um hæfíleika sem ekki eru endilega taldir til marks um af- burði eins og gilti að rómantískum skilningi um afburðamennsku, geníalítet. Afbrigði eins og yfirburðaminnisgáfa og skyggni eru trúlega hvort tveggja tii marks um ofþroska einstakra þátta vitsins sem meta verður ásamt öðrum þáttum þess ef telja á vit. Asperger fellur ekki fyrir þeirri freistni ef marka má af kenningum hans um sér- viskueinkennin. Samkvæmt niðurstöðum hans og bandarískum stöðlum er sérvitring- urinn einkum ólíkur þeim einhverfu í þvf að hann er vel máli farinn. Og hann hefur a.m.k. miðlungsvit á einhveiju einu sviði. Sérvitr- inga Aspergers einkennir vanafesta, þrá- hyggja, einyrkjaháttur, íhaldsemi, eintiján- ingsskapur, stirðbusaháttur til orðs og æðis, óhagganleg sannleiksvissa og bókstafstrú. Aftur á móti eru þeir ólíkir einhverfum í viðamiklum atriðum. Aspergers-einkennin eru ennfremur: 1. Sérvitringurinn er vel máii farinn, jafn- vel svo að hann talar gullaldarmál enda líkja sumir sem til þekkja rninni hans við tölvu- minni. Góður málþroski einkennir hann en þó er málfarið undarlegt, bamalegt, eða ein- staklega formlegt og merkilegt. Sá hinn sami freistast til einræðna þótt aðrir séu viðstaddir til að hlýða á mál hans eða hann endurtekur sömu spumingarnar og spillir umræðum með smámunasemi, veldur með því ama og leiðindum. 2. Áhugamálin eru óvenjuleg og bindast þröngt aftnörkuðum sviðum. Þeim er sinnt af þrálæti og þröngsýni. Kunnáttan getur verið mikil á því sviði, en binst ekki alhæfing- um og er í litlu samræmi við almenna þekk- ingu. Dómgreindarþroski á öðmm sviðum er heldur ekki í neinu samræmi við þá skerpu sem viðkomandi sýnir þegar hann heldur sig á áhugasviði sínu. Öll hegðun fær svip af áhugamálinu og hegðunin ber líklega vott um litla framsýni og fyrirhyggju, - eins og oft gilti um íslenska ættfræðinga fyrr á tíð. 3. Einkennin koma einkum fram við óformleg samskipti ef um fullorðna er að ræða vegna þess að viðkomandi getur lært reglur og hefur þá væntanlega gert það, en er berskjaldaður ef þeirrar kunnáttu nýtur ekki við. Hann á verra en yfírleitt gildir um fólk með að halda áttum ef mikið er að gerast umhverfís hann. Þá líður honum illa en hann leynir vanlíðan sinni ef hann getur. Tækifærissamræður reynast sérlega torveld- ar, og því vandasamari sem blæbrigðin eiga að vera meiri (small talk). Hann hatar orðin hæ og bæ. Verulegum vandkvæðum er bund- ið að svara spumingum sem venjulegu fólki þykja sjálfsagðar, spurningum eins og: Hvemig hefurðu það? Hvemig skemmtirðu þér? 4. Hluti heilkennanna er athugasemdir Aspergers-sérvitringsins sem oft koma illa við menn og er helst til marks um lítinn skilning á tilfinningum annars fólks. Afleið- ingin er svo óvinsældir, jafnvel áreitni og útskúfun sem sá tillitslausi hefur sjálfur engan skilning á hvers vegna er hlutskipti hans í lífínu. (Sjálfsmorðstíðni er há.) 5. Ef sérvitringurinn er ekki þeim mun þjálfaðri í samskiptum við annað fólk ber óvenju lítið á tjáningu í raddblæ hans og áherslum, stellingum og tilþrifum, saman- borið við aðra menn. Upprunalegur skilning- ur hans á slíku framferði er mjög takmarkað- ur þótt markviss þjálfun kunni að leiða hann á aðrar slóðir. 6. Sjálfsbjörg, aðlögun, forvitni er með eðlilegu móti fyrstu árin, en sá með heilkenn- in er seinþroska líkamlega og seinn til máls, - þótt hann svo kunni að taka furðanlega við sér. 7. Hlédrægni. Hann leitar ekki til annarra þegar á bjátar né er hann uppörvandi fyrir aðra ef illa stendur á. En sumum asp. tekst af þrautseigju og þrálæti að þröngva upp á umhverfi sitt hugðarefnum sínum og einræð- islegum venjum. 8. Laglaus og lélegur í leikfími. 9. Framandi ímyndunarafl sem er að sama skapi líklegt til að ganga fram af fólki. 10. Reglufesta. Þolir illa breytingar, og þá ekki síður á því sem telst fánýtt aukaat- riði frá sjónarmiði annarra manna. Næmleik- inn á hverskonar form getur verið mikill en beinist þá helst að formgerðinni sjálfri. Til- gangurinn helgar ekki meðalið heldur þvert á móti þarfnast sá með Aspergerheilkennin líklega ekki annars tilgangs en halda við venjum sínum í samræmi við liðan sína og skapgerðareinkenni. Sérviskan er honum markmið í sjálfri sér. Einhverfir hafa eins og asp. hæfileikann að una, að því er venjulegra fólki fínnst, endalaust við form sín og reglur. Ómann- blendni og takmörkuð geta til félagslegs innsæis er svipuð þótt afbrigði síðamefndra séu öllu vægari. Einkennin staðfesta sig um svipað leyti hjá báðum og bæði mannlífsaf- brigðin eru meira og minna á valdi eigin þráhyggju alla sína tíð. Þótt úrræði kunni að fínnast er báðum hætt við að festast í nýjum þráhyggjum hvenær sem er. Nokkur dæmi Þegar það er tekið með í reikninginn að áhugamál asp. geta takmarkast við laxa- gengd, vita, tímatöflur járnbrautalesta, dyra- skrár, lúxusbíla eða æviskrár ráðherra, þá fer ekki milli mála að hér eru á ferðinni sérvitringar sem standa okkur íslendingum nærri. Ymislegt sem sérkennir menningu okkar, s.s. ferskeytlan, virðist beinlínis vera listgrein sérvitringa af því tagi sem hér um ræðir. Drögum nú til gamans saman nokkur ein- kenni asp. samkvæmt framansögðu og ber- um saman við SÍS-bóndann: Þúfnagöngulag, myndræn hugsun á kostnað óhlutbundinnar, áhugi á öllu loðnu, þráhyggjukennd tiltrú á óbreytanleika, einræðishneigð, flöktandi augnatillit, skilningsleysi á tækifærissam- ræðum, neftóbaksnotkun í tíma og ótíma, félagsfælni. Vera kann að innilokun í dal- anna skauti í marga ættliði skapi sérstök skilyrði fyrir þróun slíkra mannlífsafbrigða án þess að grípa þurfi til fræðiheita, það væri í samræmi við þá tilgátu sem sett er fram hér að framan. Allir íslendingar geta tiltekið sérvitringa sem telja verður hluta af þjóðarkarakternum. Mínir menn eru þeir Samúel í Selárdal, Gísli á Uppsölum, Sólon í Slunkaríki, Helgi Hóse- asson, Pétur Salomonsson, allt þjóðkunnir sérvitringar úr seinni tíð. Ég trúi þó að Hans Asperger hefði helst viljað hitta þann stórláta Jóhannes Birkiland allra íslenskra sérvitringa. Hrakfallabálkinn „lítt vanan reiðhjóli" sem allir islenskir sérvitringar hafa haft í metum síðan hann var á dögum og til þessa dags. Mikilvægl Á þeirri öld sem við lifum hafa manngildis- hugmyndir þróast frá ofurmennistrú á henni framanverðri til andhetja síðustu áratuga. Menn hafa sannfærst um að mikilmennskan, geníalítetið, sem andans menn trúðu á sér til framdráttar, þeir Þórbergur og félagar í íslenskum aðli, sé í besta falli nytsamur til- búningur, en í versta falli smitandi vitfirring. í samræmi við þessa þróun hefur athyglin beinst af vaxandi umburðarlyndi að mann- legum afbrigðum, jafnt meðfæddum sem áunnum. í stað gildismats, sem gætt var ímyndaðri hlutlægni og lagt var til grundvall- ar þegar sérkennin voru metin, er nú reynt að nálgast afbrigðin á eigin forsendum. Fyrirferð framandi viðfangsefna í lífi al- mennings, sem þó varða beinlínis hag manna frá degi til dags, verður æ meiri; hugðarefni af því tagi sem voru sérvitringa einna fyrr á tímum. Þessari fyrirferð fylgir svo vaicn- andi skilningur á að sérvitringar kunni að eiga hveiju sinni sérstakt erindi við framand- leikann í mannlífinu. Nýaldarmenn byggja sitt á kristilegri vissu um sjálfstæði viljans. Aðrir leitandi menn trúa á örlög í líki erfðaeininga. Bylting hef- ur orðið í málefnum samkynhneigðra, sem fyrr á tíð voru álitnir geðveikir en eru núorð- ið jafnvel taldir eðlilegir á sína vísu. Sama gildir um viðhorf til einhverfra. Við vitum nú að merki um einhverfu liggja víða meðal manna, að þau eru mjög mismunandi eftir einstaklingum, og að helst er að ætla að þau orsakist af erfðum. Áráttusérviska skapar vissulega sérstök skilyrði til frekari innsýnar í upplag manna og eðli hvort sem er fyrir framlag slíkra manna sjálfra eða samskipti við þá. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.