Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 14
HELSINKI MENNINGARBORG EVROPU ARIÐ 2000 * L’AVVENTURA: Verk ítalska leikstjórans Antonionis var á dagskrá Fjalakattarins. ORSON Welles í Þriðja manninum: Óþekktari verk Welles voru kynnt í Fjala- kettinum. klúbbinn í Stúdentablaðinu einkanlega um myndaval áður en starfsemin lognaðist útaf. Tugir mynda ár hvert Starfsár Pjalarkattarins var jafnlangt skóla- árinu eða frá september til maí og voru sýning- ar í Tjarnarbíói á fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Starfssvið klúbbsins var víðf- emt samkvæmt lögum hans. Hann átti að kynna, eignast og koma á framfæri kvikmynd- um, sem þóttu menningar- og sögulega athygl- isverðar, með sem hagkvæmustu kjörum fyrir félaga sína. Einnig hafa frumkvæði að sýning- um nýrra verka, innlendra sem erlendra, eftir því sem fj'árhagur leyfði á hveijum tíma, gefa út vandað tímarit um kvikmyndir og mál þeim tengdum og halda námskeið í kvikmyndagerð svo nokkuð sem nefnt. Samkvæmt lögunum skyldi stofna félög kvikmyndaáhugamanna við hvem framhaldsskóla sem aðild átti að Fjalar- kettinum og skyldu þau félög stuðla að efl- ingu kvikmyndalistar í viðkomandi skólum með því að halda sýningar á listrænum kvik- myndum og með því að halda fyrirlestra um kvikmyndalist. Félagar skyldu auk þess kjósa fulltrúa í stjórn Fjalarkattarins. Með því að skoða allan þann fjölda mynda sem sýndur var á vegum klúbbsins ár hvert má sjá hversu öflug starfsemi hans var og hversu fjölbreytilega dagskrá hann bauð uppá, en ekki er kleift nema hlaupa á því allra helsta hér á eftir. Fyrstu þijú árin voru sýndar næst- um hundrað myndir m.a. verk eftir Visconti, Fellini, Kurosawa og Antonioni. Þriðja starfs- árið var t.d. einkar bitastætt. Þemað var nor- rænar og þýskar myndir en alls voru myndim- ar 35 að tölu, m.a. Tréskeri Steiner í sjöunda himni eftir Wemer Herzog en á þessum tíma náði þýska nýbylgjan hámarki, Machbeth eft- ir Orson Welles og myndir leikstjóra á borð við Bergman, Dusan Makaveyev og Godard. Þá hafði verið keypt ný sýningarvél og þurfti þvi ekki lengur að taka hlé á milli þess sem skipt var um sýningarspólur í vélinni! Aðal- fundur fulltrúaráðs klúbbsins samþykkti að stofna kvikmyndasafn Fjalarkattarins og höfðu verið fest kaup á nokkrum myndum: Fæðingu þjóðar, Bláa englinum, Nosferatu, M og Hershöfðingjanum. Einnig var samþykkt að halda kynningarfundi þar sem kynna átti myndir þær sem dreifingaraðilarnir höfðu á boðstólunum svo hinn almenni félagsmaður ætti kost á því að hafa áhrif á myndavalið næsta starfsár. Þá festi klúbbburinn kaup á 16 mm kvikmyndatökuvél sem ætlunin var að leigja út til félagsmanna, er höfðu kunn- áttu til kvikmyndagerðar, eins og þar stendur. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er sagnfræðingur og kvikmynda- gagnrýnondi. RASSBERI, TON- LIST OG TÆKNI Nákvæmir, skipulagðir, stundvísir, tæknivæddir; allteru þetta einkunnarorð sem eiga við um Finna, hvort sem menn trúa því eða ekki. Og allt eru þetta eiginleikar sem \. ^eir nýta til hins ýtrasta við aó skipuleggja hótíðarhöldin órið 2000 þegar Helsinki veróur ein af níu menningarborgum Evrópu eins og Reykjavík. ÞROSTUR HELGASON heimsótti Helsinki og var meðal annars viðstaddur menningarnótt borgarinnar sem kallaði fram ýmsa aðra eiginleika en hina framannefndu og svipaði að vissu leyti til systur sinnar hér nyrðra. EINN sala gömlu kapalverksmiöjunnar sem nú er menningarmiðstöð. UPPI á einhvers konar stalli stendur maður og berar á sér rassinn. Vegfarendur látast sumir ekkert sjá, aðrir benda hlæjandi, margir hveijir eru hins vegar of uppteknir í GSM- símanum til þess að veita umhverfi sínu nokkra athygli. Þetta er á menningamótt í Helsinki, höf- uðborg Finnlands. Sá berrassaði er kóf- drukkinn eins og svo margir aðrir í miðborg- inni; unglingar sitja í hópum og kneyfa ölið af miklum móð, sumir hafa sofnað undir vegg, aðrir slást með ópum og æjum. Þeir eldri og reynslumeiri drekka ölið á knæpum bæjarins, eru forvitnir um hóp útlendinga sem virða ósköpin fyrir sér en vilja líka segja frá eigin högum í smáatriðum: „Ég heiti Pekka, bý í Espoo sem er í áttatíuog- þriggja kílómetra fjarlægð frá Helsinki, á konu og þijú börn, er framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki sem flytur inn perustæði frá Belgíu, þið hljótið að kannast við þessa tegund perustæða, hún er . . .“ Meira að segja íslendingurinn í hópnum stendur sem þrumu lostinn, á hann þó ýmsu að venjast. Við fyrstu sýn mætti halda að Finnar væru bara drykkjusvín og dónar, óheflaðir barbarar sem mæla menningu í bjórkippum. En svo er nú aldeilis ekki. Finnar eiga ekki aðeins stórbrotna tónlistarsögu, frábæran arkitektúr og framúrskarandi hönnuði held- ur eru þeir tæknivæddasta þjóð í Evrópu. Það er engin tilviljun að rassberinn vekur ekki umtalsverða athygli í miðborg Helsinki á menningarnótt, fólkið er of upptekið í símanum. Samkvæmt opinberum tölum á þriðji hver Finni GSM-síma. Jafn margir eru alnetstengdir. Finnar eru eina þjóðin í Evrópu sem slær íslendinga út í þessum efnum en það vekur líka athygli að í næstu þremur sætum koma Norðmenn, Svíar og Danir. Norðrið er með á nótunum. í hópi Norðurlandanna hafa Finnar alltaf verið svolítið utangátta. Sjáfsmynd þeirra, eða ímynd, hefur verið á reiki. Tungumálið er af öðrum rótum runnið og tengsl þeirra við Sovétveldið voru meiri en hinna þjóð- anna. Það má skilja á máli Finna að á Sovéttíma hafi lognmolia verið ríkjandi í landinu en frá falli risans í austri hafi vind- ar tekið að blása á ný. Það verður enda ekki annað sagt en að mikill ferskleiki sé nú yfir þessari þjóð sem stundum hefur þótt þungbúin og ofur melankólísk að eðlis- fari. Það má til dæmis sjá á því hversu mikinn kraft hún leggur í undirbúning fyr- ir hátíðarhöldin árið 2000 þegar Helsinki verður ein af níu menningarborgum Evrópu. Tónlist eg tækni Vafalaust kemur það einhverjum á óvart að Finnar eru afar nákvæmir og skipulagð- ir. Áætlanir þeirra standast í smáatriðum, eins og alþjóðlegur hópur blaðamanna fékk að reyna í heimsókn sinni til Finnlands, og ef stefnir í eitthvað annað er handafli beitt til að afstýra frávikum. Oftlega kom þýsk nákvæmni og svissnesk stundvísi upp í hugann þegar skriffinnamir úr finnska ut- anríkisráðuneytinu bentu fyrirlesurum og öðrum á að nú þyrfti að ljúka tilteknum dagskrárlið því hópurinn þyrfti að vera mættur til næsta fundar á tilsettum tíma. Engin frávik, engar undantekningar frá reglunni koma til greina. Það hvarflar því ekki annað að manni en að það sem Georg Dolivo, framkvæmda- stjóri undirbúningsnefndarinnar fyrir árið 2000 í Helsinki, segir um dagskrá og áherslur borgarinnar muni standast. Það kemur heldur ekki mjög á óvart að Finnar eru þegar langt komnir með skipulagningu dagskrárinnar. Sem dæmi má nefna að þegar hafa um þrettán hundruð dagskrár- hugmyndir verið ræddar og undirbúningur að þrjú hundruð þessara verkefna er haf- inn. Skipuleggjendur hátíðarhaldanna árið 2000 í Helsinki hafa einbeitt sér að þremur þáttum í vinnu sinni. Þeir hafa unnið mark- visst með þær greinar sem megináhersla verður lögð á en það eru tónlist, tækni og vísindi. Þessar þijár greinar verða samein- aðar í einum viðburði á menningarárinu. Ráðgert er að hinn kunni hljómsveitarstjóri Finna, Esa Pekka Salonen, muni stjórna sinfóníuhljómsveit í hverri borganna níu á sama tíma með aðstoð sjónvarpstækninnar. Esa Pekka mun ekki birtast á sjónvarps- skermi heldur mun hann birtast í þrívidd og í fullri stærð á stjórnandapúltinu fyrir fram- an hveija þessara níu hljómsveita. Einnig hafa skipuleggjendurnir lagt grunn að þátt- töku fyrirtækja og opinberra stofnana í hátíðarhöldunum. Ætlunin er að fyrirtæki og stofnanir finni sjálf hjá sér þörf eða löng- un til þess að taka þátt í hátíðinni með einhveijum hætti enda muni andrúmsloftið í borginni, sem er þriðja atriðið, kalla á það. Að auki hefur Helsinki fjögur einkunnar- orð fyrir árið 2000 en þau eru fjárfesting, nýbreytni, alþjóðleiki og þátttaka almenn- ings. Dolivo leggur sérstaka áherslu á síð- asta atriðið en það nær ekki aðeins til þátt- töku almennings sem áhorfenda. „Markmið- ið er að fá almenning til þess að leggja sitt að mörkum til þess að Helsinki verði lífleg menningarborg." Kiasma - skwrópunktur Eins og áður sagði eru Finnar á því að ferskari vindar hafi tekið að blása um land sitt eftir fall Sovétveldisins. Efnahagskreppa ríkti þó í landinu frameftir líðandi áratug en Finnar segja að frá því þeir gengu í Evrópusambandið í byijun árs 1995 hafi ástandið í efnahagsmálum batnað. Þess sjást raunar ekki síst merki í menningarlífinu. Þijúhundruð milljónir fínnskra marka verða lagðar til hátíðarhaldanna í Helsinki árið 2000 en það samsvarar um 3,9 milljörð- um íslenskra króna. Til samanburðar verða um 900 milljónir lagðar til verkefnisins í Reykjavík og í Björgvin. Helsinki kemst þó aðeins í hálfkvisti við Kaupmannahöfn sem var menningarborg Evrópu á síðasta ári en þar runnu sjö milljarðar til hátíðarhaldanna. í þessum upphæðum eru ekki taldar ýmis konar fjárfestingar og byggingafram- kvæmdir á vegum ríkis og borgar vegna menningarársins. í Helsinki er til að mynda verið að byggja nýtt nútímalistasafn. Bygg- ingin er teiknuð af bandaríska arkitektinum Steven Hall og verður opnuð almenningi í maí á næsta ári. Byggingin er glæsileg að allri gerð og hefur arkitektinn valið henni heitið Kiasma sem merkir staður þar sem tvær línur skerast; „nútímalistasafnið á þannig að vera skurðpunktur hinna ólíku strauma sem mætast í listum samtímans,“ segir Tuula Arkio, forstöðukona safnsins. Einnig er nú unnið að lagfæringum á Finlandiu, hinu fræga tónlistarhúsi Helsinki sem Aalvar Alto teiknaði. Hið nýja sérhann- aða óperuhús var svo vígt fyrir fjórum árum en það er hið fyrsta sinnar tegundar í Finn- landi og að mörgu leyti stolt Helsinkibúa. Einnig má nefna að nýlega hefur fyrrum kapalverksmiðju Nokia fyrirtækisins verið breytt í menningarmiðstöð en byggingin er um 60 þúsund fermetrar að flatarmáli og er staðsett nærri miðborginni. Miðstöðin þiggur engan fjárhagslegan styrk frá borg eða ríki, heldur er rekin með sjálfsaflafé. I byggingunni er nú starfsemi af öllu tagi; um hundrað listamenn leigja þar aðstöðu, í henni eru tónleikasalir, sýningarsalir, danssalur, hljóðver, listaskóli, útvarpsstöð, dagblað, æfingaaðstaða fyrir austrænar bardagaíþróttir, líkamsræktarstöð, vinnu- stofur handverksmanna, ráðstefnusalur sem tekur tvö þúsund manns í sæti og fleira og fleira. Helsinki í sýndarveruleika en engir flugeldar Finnar eru staðráðnir í því að koma sér á menningarkort Evrópu árið 2000. Eins 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.