Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 10
GAMLA kaupfélagshúsið á Hofsósi var byggt 1910 undir brattri brekku við fjörusandinn. Það var orðið æði lúið eftir 85 ár, neglt hafði verið fyrir gluggana og húsið minnti á blindan öld- ung. Það hefði grotnað niður ef nýtt hlutverk hefði ekki fundizt. En einmitt það gerðist og þar með gekk „Húsið á sandinum" í endurnýjun lífdaganna svo það getur nú talizt staðarprýði á Hofsósi. Vest- urfarasetrið, ein nýjasta menningarstofnun landsins, hefur fengið inni í húsinu og til þess að svo mætti verða hefur húsið verið endurgert og jafnframt stækkað. Enda þótt verkið hæfist ekki fyrr en 1995 hefur þarna verið komið upp merkri og athyglisverðri sýn- ingu sem síðar verður komið að. Flótti frá haróindum og fátækt Amerikuferðirnar, flótti íslendinga frá harð- indum og örbirgð hófust um 1855, náðu há- marki á árunum 1870-1890, en komið var fram yfir 1910 þegar draga fór úr vesturferðum. Eitthvað er á reiki um þann fjölda sem fór, en áætlað er að 16 þúsund séu nærri lagi. Það er stór hópur í ljósi þess að þegar tímabili vesturferða lauk 1914, var mannfjöldi á ís- landi aðeins 88.076. Hámarki náðu þessir fóiksflutningar árið 1887; þá fóru tæplega 2 þúsund manns. Eftirtektarvert er að fáir Strandamenn fluttust til Vesturheims, alls 171 maður, og hefur þó að líkindum ekki verið mjög búsældarlegt í Strandasýslu á þessum hafísa- og harðindaárum. Þrátt fyrir gífurlega landeyðingu af völdum uppblásturs í Rangár- þingi voru Rangæingar einnig tregir til að taka sig upp; fæstir fóru þaðan, eða 116 manns. Flestir voru hinsvegar úr Múlasýslum, alls 2.738 útflytjendur og hefur það m.a. verið rakið til afleiðinga af Öskjugosinu 1875. Vesturfaraskrá 1870-1914, sem Júníus H. Kristinsson tók saman, er ein bezta heimild sem völ er á um íslenzka vesturfara. Þar eru saman komnar upplýsingar um 14.268 manns. Rakið er eftir sýslum, hreppum og bæjum hveijir fóru. Þar er fararárið tilgreint, þjóðfé- lagsstaða þar sem titlar eins og tökubarn, húsmaður, vinnukona, próventukona og vinnu- maður koma oft fyrir. Frá einstaka bæjum eru ótrúlega stórir hópar og venjulega er bóndinn talinn fyrstur og svo kona hans. Það sker í augu hvað hægt hefur verið að losna við marga niðursetninga þarna. Fólksflóttinn vestur hefur verið ægileg blóð- taka. Afstaða almennings á þessum tíma, sem og yfirvalda, var mótsagnakennd. Sumir litu á þessa búferlaflutninga sem svik við ættjörð- ina, og enginn hefur útmálað það betur en Guðmundur Friðjónsson bóndi og skáld á Sandi í Aðaldal í ljóðabréfi til vinar sins, sem sem hugðist skipa sér í raðir vesturfara. Þar yrkir hann m.a. svo: Ertu á förum, elsku vinur! út í heiminn, vestur í bláinn? Á að fara í ólgusjáinn ættar vorrar meginhlynur? Finnst þér ekkert vera að vinna, vegur enginn heima’ á Fróni,- allt frá jökli út að lóni ekkert viðnám krafta þinna? Ætlarðu að fara út í bláinn, yfirgefa litla bæinn, eignum þínum út á glæinn öllum kasta og fram á sjáinn? Ætlarðu að glata ánum þínum, afbragðshesti, tryggum vini, þínu góða kúakyni, kasta í enskinn börnum þínum? Aðrir fögnuðu því að losna við heilu fjöl- skyldurnar, sem voru að flosna upp í fátækt- inni og fyrirsjáanlegt að yrðu sveitarbyrði. Blaðið Þjóðóifur birti grein þar sem haft var eftir ónefndum sýslunefndarmanni, að þessi útflutningur á fólki væri hið mesta happ, bæði fyrir yfirvöld og ómaga. Máli sínu til stuðnings sagði maðurinn söguna af Sveini nokkrum, sem hafði farið til Vesturheims með konu og barna- hóp: „Það hefur samt rætst furðu vel úr fyrir honum, því þegar hann var nýkominn vestur, VESTURFARASETRIÐ á Hofsósi á fögrum sumardegi. Ný viðbygging við gamla kaupfélagshúsið er næst Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Ijósmyndarans, Mats Wibe Lund. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Til þessa hefur því verió sýnt full mikió tómlæti aó hluti þjóðarinnar yfirgaf landið og flutti vestur um haf um og fyrir síóustu aldamót. Nú er loks verið aó bæta úr því með því að gamla kaupfélagshúsió ó Hofsósi hefur verið gert upp og stækkað og hýsir nú vesturfarasetur sem er athyglisverð menningarstofnun. dóu 3 yngstu börnin, elsti krakkinn vinnur fyrir mat, og hjónin geta vel forsorgað hin, sem eptir eru. Ætli að hann hefði komist svona vel af hjerna?“ Ekki þótti Þjóðólfi þessi málflutningur sýslu- nefndarmannsins til fyrirmyndar og var skorað á umboðsmenn að grennslast fyrir um barna- dauða meðal útflytjenda: „Jeg vil alvarlega víkja máli mínu til hrepps- nefndarmanna, sem best ganga fram í því, að senda öreiga barnamenn til Ameríku og spyrja þá, hvort þeir óttist ekki, að yfir þá komi bfóð þessara smælingja, sem verða að láta lífið af því að þeir sendu þá vestur um haf til þess að hafa þá frá augunum..." Aðdraganda þess að haldið var út í óvissuna með tvær hendur tómar, svo og flutningunum á þessu fólki vestur og lífsbaráttunni þar er afar vel lýst í vesturfarasögu Böðvars Guð- mundssonar, Hýbýli vindanna og Lífsins tré. Með þessum bókum höfum við fengið þá við- bót við íslandssögu 19. aldar, sem aðeins var ymprað á áður. Innsti kjarni málsins er vitaskuld sá, að vist- arbandið illræmda, sem lögbundið var með Piningsdómi 1495, var búið að standa í nær fjórar aldir og tryggði bændum ódýrt vinnu- afl. Hér var í rauninni um að ræða dulbúið þrælahald. Stór hluti þess flölda sem flutti vestur átti enga von um sjálfstæða tilveru eða mannsæmandi kjör á íslandi og harðindin sem náðu hámarki eftir 1880, hertu enn þann hnút. Jarðnæði í sveitum var ekki á lausu og gegn þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna var rækilega unnið. Margar ástæður hafa ugglaust orðið til þess að fólk tók svo örlagaríka ákvörðun að flytja til Vesturheims. Sumar frásagnir benda til þess að fátækt eða beinlínis neyð hafi verið megin ástæðan, en einhveijir hafa trúlega far- ið af ævintýraþrá. Sameiginlegt var þessu fólki að hafa lítið eða alls ekkert lært í ensku þeg- ar haldið var af stað og fremur en að aðlag- ast kanadískum háttum og siðum, lögðu flest- ir ofurkapp á að vera áfram Islendingar í nýja landinu: Nýja íslandi. Vestur-íslendingar eins og þeir hafa verið nefndir síðan, hafa ræktað tengslin við uppruna sinn á íslandi svo aðdáun- arvert er og ótrúlega margir hafa farið í píla- grímsferðir til gamla landsins og tala jafnvel VALGEIR Þorvaldsson bóndi á Vatni, sem se Húsið, svo og mörg önnur hús á Hofsósi, myndinni er Vigdís Esradóttir s íslenzku. Það er hinsvegar að renna upp fyrir okkur núna og á því hefur forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakið athygli í Amer- íkuferð sinni, að við höfum sýnt frændum okkar vestra of mikið tómlæti. Má nú gera ráð fyrir að komið verið á auknum tengslum. Amerikubréf og Ijósmyndir Reynt var eftir mætti að halda sambandi við fóstuijörðina. Tengslum við vini og ætt- ingja á íslandi var löngum haldið með bréfa- skriftum, Ameríkubréfunum. Ameríkubréfin voru sá gluggi, sem gaf útsýni og hugmyndir um líf íslenzku landnemanna í þessu fjarlæga landi. Jafnframt voru íslandsbréfin kærkomin vestra og með þessum bréfasamböndum hélt VESTURFARASEl 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.