Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 17
ViNÁTTA eftir Gunnar R Gunnarsson MÁLVERK eftir Jón Hermannsson STYTTUR eftir Hallstein Sigurðsson urinn, Peter Shapiro, fæddur í Rússlandi af bandarískri móður og rússneskum föður, en býr nú í úthverfi Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. í San Francisco sýndi hann sex verk; þrjár styttur og þrjár lágmyndir (veggmyndir), þá síðustu gerði hann á þessu ári af varaforseta Bandaríkjanna, A1 Gore, en henni fylgdi viðurkenningarskjal frá vara- forsetanum. Peter hefur notið margháttaðrar viðurkenningar fyrir verk sín í báðum ætt- löndum sínum. Hann hefur gert yfir þúsund myndir, styttur og lágmyndir af stjórnmála- mönnum, geimförum, skáldum, listamönnum, heimspekingum, íþróttagörpum og vísinda- mönnum. M.a. stendur Beethoven-mynd eftir Peter í öndvegi samnefnds salar í Bolshoj- óperunni og í ráði er að kunn og áhrifarík mynd hans af Sakharov verði sett upp í Washington D.C. á torginu sem kennt er við þennan hugdjarfa baráttumann mannréttinda og frejsis. Listamaðurinn hefur tvívegis kom- ið til íslands og verk hans verið sýnd í Gall- eríi Sævars Karls Ólasonar við Bankastræti við lof gagnrýnenda. Eitt merkisverk Peters Shapiro er „Pendulum of life“ gert í tilefni fundar þeirra Reagans og Gorbatsjevs í Reykjavík 1986. Þetta verk var sýnt á sam- sýningu með Sigrúnu Jónsdóttur í Washing- ton D.C. vorið 1996. Peter Shapiro hefur gert brjóstmyndir af nokkrum Jrekktum ís- lendingum, þ.á m. Thor Thors, Olafi Jóhann- essyni, Birni Ólafssyni, Halldóri Laxness og Sveini Björnssyni (forseta ÍSÍ), svo og lág- myndir allmargra, þ.á m. dr. med. Gunnlaugs Claessen, brautryðjanda röntgenlækninga á Islandi, og hafa margir orðið til að bera lof á þau verk hans. Hann er nú að gera mynd af Pétri J. Thorsteinson, fyrrverandi sendi- herra og má vera að hann verði fenginn til að gera fleiri myndir hérlendis. Mats Wibe Lund, sá vel þekkti íslend- ingur, fæddur í Noregi, sýndi 12 stórar og fallegar Ijósmyndir frá ýmsum stöðum á Islandi, þar á meðal eina sem var safn kynnismynda frá Vesturfara- setrinu á Hofsósi í Skagafirði. Myndir hans sómdu sér vel á veggjum biðstofu klerkanna þar sem allir, sem heimsækja þá, eiga leið um. Með myndum Mats Wibe Lund hékk mynd af heilögum Páli postula, og fannst mér hlýlegt að hafa meistara Pál með okkur á sýningunni. Tréskurðar-listamaðurinn Gunnar R. Gunnarsson í Litlagerði, Reykja- vík, sýndi þrjú verk fagurlega útskorin. ís- lenska skjaldarmerkið, skartgripaskrín og skjöld einn mikinn, sem kallast „Vinátta". Verk þessi eru í eigu dóttur listamannsins, Katrinar Trotter, McLean, Virginíu, sem góð- fúslega lánaði gripina á sýninguna. Skjöldur- inn „Vinátta" var gerður í tveimur eintökum, annað fyrir Katrinu og hitt sem vinargjöf til fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Parker-Borg. A sýningunni voru þijár styttur eftir Hallstein Sigurðsson, mynd- höggvara í Reykjavík. Þær sómdu sér vel, þótt ekki væru þær jafnstórar og stytturnar hans í Gufunesinu. Rabby Ragnarsson (Hrafnhildur Ágústsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur frá Reykjavík), sem nú býr í New York, stundaði fyrst nám í Myndlistarskóla Reykja- víkur og síðar hjá Tiffany, New York, sýndi fimm glerlistaverk í „TiffanystiT, fíngerð og áhrifarík. Þau tala enn til mín. Sigrún Jóns- dóttir, stundum kölluð kirkjulistakona, sýndi sextán verk, og er þetta fjórða sýning henn- ar í Bandaríkjunum á tæpum tveimur árum. Hún hélt stóra sérsýningu í Seattle haustið 1995, samsýningu í Washington, D.C. vorið 1996 og sérsýningu í Tacoma.Washington State, í oktober - nóvember 1996. Verk Sig- rúnar eru stór og stórbrotin. Mesta athygli vakti „Heimskringla - Snorraminni" og stóru verkin „Vegurinn, sannleikurinn og lífið“, „Stýr mínu fari“, „Eldgos" og höklarnir, hannaðir af snilld. Þessi verk eru einstök listaverk og eru Sigrúnu, landi og þjóð til sóma. Við hátíðlega opnun sýningarinnar í Old St. Mary’s dómkirkjunni, þjónuðu þrír klerkar, þar á meðal séra William E. Swing biskup Kaliforníu, sem hélt ræðu, mælta af munni fram og lagði út af verkum Sigrúnar, „Vegurinn, sannleikurinn og lífið" og „Stýr mínu fari“, þar sem hann sá spor í sandinum sem leiddu upp brattann til hærri heima, en þessi tvö stórverk héngu hvort sínum megin kórdyra meðan á messu stóð. En hver voru upptök þessarar sýningar í San Francisco? S síðustu viku júlí 1996 komu fimm mæðgur frá Kaliforníu í heimsókn til íslands. Sú elsta, amman Vivian Hansen, er af íslensk- um ættum og langaði að heimsækja land for- feðra sinna „áður en ég verð gömul“ eins og hún orðaði það. Hún varð 79 ára daginn eftir að þær mæðgur komu til íslands í leit að for- feðrunum. Dætur hennar eru Debbie Hansen og Peggy Olsen, sem var með dætur sínar, Kirstin 16 ára og Stephanie 14 ára, með sér. Peggy býr í bænum Hillsborough, sem er við San Franciscoflóa, með sínum ágæta manni, George Olsen, og dætrunum tveimur. Ná- grannakona Peggy er Dorothy Carthwright, mörgum íslendingum að góðu kunn. Dorothy hafði hringt til vinkonu sinnar, Guðrúnar Jóns- dóttur DuPont, sem búsett er í Kaliforníu en dvelur oft í Reykjavík á sumrin, og beðið hana að sjá um að vel yrði tekið á móti þess- um konum á íslandi. Dorothy hafði áður hringt í þessum tilgangi til íslands, þar á meðal til frú Vigdísar forseta á Bessastöðum, en þær þekkjast. Um hásumarið er fólk á íslandi oft vant við látið. Frú Vigdís var farin frá Bessa- stöðum og nýtt fólk að flytja inn, en Guðrún var veik heima og gat ekki tekið á móti mæðgunum og hringdi því í nágrannakonu sína, Ástríði Gunnarsdóttur systur mína. Ástríður var í fullri vinnu, auk þess sem hún var með tvo ameríska gesti á sínum snærum og bað mig að taka á móti þeim, sem var ekkert mál, því ég er komin í endalaust helg- arfrí. Mæðgurnar komu og fórum við með þær í kvöldverð til Ingibjargar systur okkar í Breið- holtinu. Við urðum fljótt vinir, sálufélagar og jafnvel frænkur, því þótt Vivian vissi ekki fyrir víst hvaðan af landinu forfeður hennar komu, þá væru þeir frá einhveijum stað ekki langt frá einhvejum „Hólar“, sem reyndust vera Hólar í Hjaltadal, en mitt fólk er að norðan. Forfeður mæðgnanna munu hafa búið í Unadal í Skagafirði, en það er önnur saga sem ég held að Valgeir Þorvaldsson í Vesturfa- rasetrinu á Hofsósi ætli að gera verðug skil. Bandaríkin eru stórt land, og merkilegt þykir mér að Peggy Olsen, eldri dóttir Vivian, býr í Hillsborough, rétt sunnan við San Francisco og samliggjandi San Mateo, örstutt frá þeim stað hvar annar ameríski húsgesturinn minn, Daphne Erlendsson (dóttir Lárusar Erlends- sonar frá Stóru Giljá í Húnaþingi) var fædd og uppalin, í húsi föður síns sem nú er í eigu Raynard’s Lárusar sonar hennar, og hvar ég bjó fyrstu þrjár vikurnar af minni 37 ára Bandaríkjavist, sem átti upphaflega að vera aðeins eitt ár. Þær mæðgur fóru í viku hring- ferð með rútu um ísland. Þegar þær komu á Sauðárkrók, hringdu þær í Vesturfarasetrið á Hofsósi. Valgeir staðarstjóri kom og sótti þær, eða sendi Guðrúnu konu sína, sýndi þeim staðinn, og fræddi þær um hverra manna þær væru. Þau hjónin sýndu sannan skagfirskan höfðingsskap og gestrisni og keyrðu þær svo til baka til hótelsins á Sauðárkróki. Okkur frændfólkinu líkaði vel við þessar amerísku mæðgur, og buðum þeim í hanastélsveislu þegar þær komu úr hringferðinni. Með okkur í veislunni voru nokkrir vinir, þar á meðal Sigrún Jónsdottir listakona, og maður hennar Thorstein Folin frá Svíþjóð. Hjá Ingibjörgu í Breiðholtinu hafði Peggy dáðst að batiklampa eftir Sigrúnu. Ég sagði henni þá að á mínum snærum hefði ég 15 listaverk Sigrúnar á sýn- ingu í Tacoma í Washingtonfylki. Kannski gætum við sýnt þau í San Francisco áður en ,' ég sendi þau til baka til íslands? Þegar þær Peggy og Sigrún hittust nú í hanastélinu var afráðið að úr San Francisco- sýningu yrði. Svo hlóðst í kringum þetta og við komum upp átta manna samsýningu - og einn bættist við á síðasta degi, Ragnar Jónsson úr Reykjavík. Hann sýndi eitt mál- verk, „Fólk á leið til himna“. Auk listaverkanna og listamannanna sem þátt tóku í sýningu þessari, höfðum i við „menningar og upplýsingahorn" þar sem voru ferða- og fræðslubæklingar um Island. Bæklingarnir voru fengnir hjá sendi- ráði Islands í Washington. Á vegg menningar- hornsins héngu myndir teknar á Höfða-fund- inum þegar þeir Reagan og Gorbatsjev þing- uðu hér í október 1986. Þær voru fengnar að láni hjá Reagansafninu í Siimi Valley, Suður-Kaliforníu. Þar var líka stutt ágrip af Vínlandsfundi Leifs Eiríkssonar með mynd af Vínlandskortinu svokallaða, ágrip af sögu kristnitöku á íslandi fyrir nær þúsund árum og óðurinn „Imagining Iceland” eftir fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Parker Borg, sem tók vel í að vera boðinn að vera með. Sýningin var undirbúin af Peggy Olsen, í samvinnu við okkur Birnu Hreiðars- dóttur. Birna var þýðandi okkar, ráðgjafi, og ritstjóri og sú driffjöður, sem gaf sýningunni byr. Peggy Olsen vann stórvirki, fyrst í að finna sýningarsal sem ekki þurfti að borga , fyrir, því ekki var fjármagninu fyrir að fara; hver eyrir kom úr okkar eigin vasa þótt við reyridum aðrar aðferðir. Peggy útbjó, lét prenta og sendi út boðskort og upplýsingar. Hún fékk John Hermannsson til að teikna bókamerki sem lágu frammi fyrir sýningar- gesti. Sama teikning, sem er íslenskt mótíf í fánalitunum, var notuð til þess að búa til tvo langfána sem biöktu við hún hvor sínum megin við aðaldyr Old St. Mary’s dómkirkj- unnar meðan sýningin stóð. Peggy sá um og kostaði þetta að öllu leyti svo og rausnarlega móttöku fyrir fjölmarga opnunargesti, sem voru margir frammámenn af svæðinu við San ? Francisco flóa. Þar var frú Dorothy Cart- hwright með syni sínum Robert Carthwright,, konsúl íslands í San Francisco. Frú Dorothy er afkomandi Stoneson bræðranna þekktu sem byggðu m.a Stonestown í San Franc- isco. Við opnunina voru einnig Gunnhildur Lorensen fyrrverandi konsúll, séra William E. Swing biskup Episcopal biskupsdæmis Kaliforníu, séra John J. Foley prestur Old St. Mary’s dómkirkjunnar og fleiri höfðingjar sem ég kann ekki að nefna. Sýningin var opnuð með hátíðlegri at- höfn í Old St. Mary’s dómkirkjunni, sem mun vera elsta kaþólska kirkjan í San Francisco. Athöfnin í kirkjunni var sérlega hátíðleg og fannst mér merkilegt að einn af prestunum þremur sem þjónuðu fyrir altari, var ekki kaþólskur heldur lútherskur, séra William E. Swing. Heimakirkja hans, Grace dómkirkjan, er aðeins spölkorn frá Old St. Mary’s dómkirkjunni en þrátt fyrir það hafði séra Swing biskup ekki áður komið til dómkirkjunnar kaþólsku. Hann hafði þó ferð- ast kringum hnöttinn og átt viðræður við alla helstu trúarleiðtoga heims, í því skyni að finna farveg þar sem öll trúarbrögð jarðar gætu runnið saman, í stað þess að berast í sífellu á banaspjótum. Þegar ég sat undir þessum fagra söng í þessari fallegu kirkju, með öllu þessu góða fólki, fannst mér að eit- hvað merkilegt hefði gerst. Tveir merkis- menn, frammámenn í sömu borg, og leiðtog- ar sinna safnaða, prestur og biskup, sem þjónuðu kristnum kirkjum, nánast hlið við hlið, kaþólskur og mótmælandi, sungu messu saman, en höfðu aldrei fyrr heimsótt hvor annan. Ferðin umhverfis jörðina í leit að sam- eiginlegum farvegi var á enda, því uppsprett- an var við bæjardyrnar heima. Öllu þessu kom Peggy Olsen af stað af því að móðir hennar var forvitin um forfeður sína. En hún mun vera afkomandi bláfátæks bónda norðan úr Skagafirði. Hann og hans börn fengu Ameríkufargjaldið greitt úr hreppspyngjunni nyrðra, því sveitin sá sér ekki fært að fram- fleyta þessari blásnauðu fjölskyldu, blindum manni með sjö börn. En það er önnur saga. Sýningarsagan, sem hér hefur verið sögð, var eitt ævintrýri. Og vonandi gefur lífið okkur tækifæri til fleiri slíkra. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Alþjóða- bankans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.