Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 20
BRUGÐIÐ á leik með hjálma mótaða úr gifsi og skreytta sandi og gróðri. Liósmynd/Sigrún Guðmundsdóttir NORRÆN FARANDSÝNING Á LISTSKÖPUN BARNA AÐ SKILJA OG TJÁ NÁTTÚRUNA AÐ SKAPA í og með náttúrunni er yfirskrift norrænnar farandsýning- ar sem opnuð verður í menningar- miðstöðinni Gerðubergi í dag. Sýn- ingin var fýrst opnuð í Noregi í október á síðasta ári og ísland er síðasti áfangastaður- inn. Það er norræna samstarfsnetið ESJA sem stendur að verkefninu en í því eru kenn- arar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finn- landi og íslandi sem hafa það að markmiði að efla listkennslu barna. Listsköpun í náttúr- unni er þema sýningarinnar og framlag ís- lands er frá námskeiði í Listasmiðju barna í Gerðubergi frá sumrinu 1996. Auk þess verða sýndar myndir af verkum leikskólabarna í Kátakoti á Kjalarnesi sem þau unnu í dags- ferð í fjöru. Listasmiðja barna hefur starfað síðan 1988 og er eitt af þeim sumarnámskeiðum sem 6-12 ára börn geta valið um á vegum Reykja- vikurborgar. Aðalmarkmið námskeiðanna er að gefa börnum tækifæri til að örva sköpun- arhæfni sína og hvetja þau til sjálfstjáning- ar. Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur og í fyrrasumar var ákveðið að vinna með náttúr- una frá ýmsum hliðum og með fjölbreyttu tjáningarformi. Álfrún Guðrúnardóttir, umsjónarmaður listasviðs Gerðubergs, segir að áhersla hafi verið lögð á að börnin upplifðu náttúruna í allri sinni fjölbreytni. „Þau unnu verk í fjör- unni og í garðinum hér í Gerðubergi. í Elliða- ^ árdal lögðust þau í grasið og reyndu að átta sig á hvaðan hljóðin kæmu og hvernig náttúr- an tæki breytingum eftir veðri og vindurn," segir Álfrún. „Þó að leiðbeinendur hafi verið börnunum innan handar vartjáningin á þeirra forsendum og það hefur verið mjög gefandi að fá að fylgjast með þeim sköpunarkrafti sem býr í börnum." Steinum var raðað, grasið mótað, njólinn beygður og málað var með stráum. Börnin teiknuðu í og með náttúrunni og mótuðu ýmiskonar form. Hlutir öðluðust líf í hönd- um þeirra, þeir fengu nafn og urðu síðan að persónum. í lokin sömdu börnin texta sem þau túlkuðu með upplestri, söng og ' leik. í hverju landi hefur einn listamaður frá einhverju öðru Norðurlandanna unnið um- hverfisverk í tengslum við sýninguna. Þessi verk hafa verið ljósmynduð og fylgja þær myndir með sýningunni. Halldór Ásgeirsson var fulltrúi íslands við opnun sýningarinnar í Svíþjóð. Alfred Vaagsvold umhverfislista- maður kemur hingað frá Noregi. Hann vinn- ur með rauðar viðarstangir sem hann kemur fyrir í umhverfinu og kýs að kalla skissur í náttúrunni. I tilefni sýningarinnar dregur Alfred upp skissu í Hólmanum í Reykjavíkurt- jörn. Þá mun hann skapa verk með börnum við opnun sýningarinnar í dag í umhverfi Gerðubergs. AFRAKSTUR dagsvinnu í fjörunni á Stokkseyri. BIBLÍAN Á ALNETIÐ BÓKMENNTIR og hvers kyns önnur rit sem ekki eru háð takmörkunum varð- andi höfundarrétt eru í sívaxandi mæli gefin út á alnetinu. Oftast er öllum heim- il notkun þessa efnis án nokkurs endur- gjalds. Á ensku og fleiri málum er nú hægt að nálgast flestar eða allar eldri perlur heimsbókmenntanna og reyndar mikið og fjölbreytt úrval bóka af öllu hugsanlegu tagi. Frumútgáfur og endurútgáfur verka með virkan höfundarrétt þekkjast einnig á netinu en í mjög litium mæli og segja má að þar sé um tilraunastarfsemi að ræða. Netútgáfan (http://www.snerpa.is/net) er eini aðil- inn á íslandi sem sinnt hefur bókaútgáfu á alnetinu að einhveiju marki. Netútgáf- an hóf starfsemi sína í janúar síðastliðn- um og hefur síðan gefið út talsvert af íslenskum fornbókmenntum og ýmislegt annað efni. Efni þetta er öllum aðgengi- legt sem tengst geta alnetinu og þarf ekkert að greiða fyrir það. Íslendingasögurnar og stjórnarskráin Meðal efnis sem Netútgáfan hefur gefið út má nefna íslendingasögur, Forn- aldarsögur Norðurlanda, fornkvæði og þjóðsögur. Auk þess Gylfaginningu, ís- lensku stjórnarskrána, nýjar smásögur óbirtar annars staðar en á netinu, grein- ar og fróðleik af ýmsu tagi og ýmislegt annað efni. Fyrsta september sl. urðu nokkur tíma- mót í starfsemi Netútgáfunnar, því þá kom Biblían út á íslensku sem er lang- stærsta ritið sem útgáfan hefur gefið út hingað til. Þetta verk er unnið í samvinnu við Hið íslenska Biblíufélag. Um er að ræða öll rit Biblíunnar, 66 talsins, bæði Gamla og Nýja Testamentið. Biblían hefur ekki áður verið aðgengi- leg á netinu á íslensku en hægt hefur verið að fletta upp á ákveðnum ritningar- greinum. Búast má við frekari samvinnu við Biblíufélagið um útgáfumál, t.d. er [ undirbúningi að gefa út Apókrýfuritin. Ýmislegt fleira er í undirbúningi hjá Netútgáfunni, segir í kynningu:,, Fornrit og fornkvæði munu halda áfram að koma út og er mikið verk óunnið þar. Nýrri bókmenntaverk munu einnig verða gefin út eftir því sem unnt er og jafnvel kem- ur til greina að hasla sér völl á nýjum sviðum svo sem með útgáfu erlendra þýðinga á íslenskum verkum." * 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.