Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 19
og flokka tónlistina sem þeir muni leika á tónleikunum í kvöld en hún sé einhvers konar sambland af spuna, elektrónískri tón- list og djassi. „Mörkin á milli tónlistarstefna eru að verða óskýrari,“ segir Hilmar, „þetta er allt að verða að einum graut sem ómögu- legt er að setja einhvern merkimiða á. En það sem við munum reyna að gera er að láta þessa tónleika ekki hljóma eins og hefðbundna tónleika með gítar og bassa. Við reynum að kreista eitthvað nýtt úr hljóðfærunum okkar. Að vissu leyti má segja að við séum að reyna að þenja út hugtakið djass en einnig má segja að þessi tónlist tengist ekki djassi; við erum að minnsta kosti ekki að spila hefðbundinn nútímadjass. Við gætum kallað þetta til- raunatónlist þótt það sé í raun aðeins enn ein klisjan. Þetta er tilraunatónlist í þeim skilningi að við erum að gera tilraunir með hljóðfærin og tónlistarlegt uppeldi okkar.“ Ný lónlist úr öllum áttwm f Aðspurður segir Skúli að þessi gerð tón- listar, sem mætti kalla spunatónlist, fái sí- fellt meiri hljómgrunn meðal almennings. „Menn hafa auðvitað verið að bijóta upp hin hefðbundnu form í tónlist alla öldina og þessar tilraunir hafa verið að leka hægt og rólega inn í vitund almennings. Menn fóru að eiga meira við spunann upp úr 1950 í Bandaríkjunum og síðan hefur þetta þróast mjög hratt. En það góða við þróunina síðastliðin ár er að í dag kemur ný tónlist úr öllum áttum; hún kemur ekki bara út úr tónlistarskólunum heldur einnig plötusnúðunum, litlu plötufyr- irtækjunum, hljómsveitunum og allir þeir sem eru að pukrast heima í skúr með sína tónlist geta nú komið henni frá sér með ein- f földum hætti. Áður fyrr kom hið nýja frá ákvéðnum stofnunum, nú sprettur það út úr hverju skoti að segja má. Þetta er mjög jákvætt enda er gríðarlega spennandi að vera tónlistarmaður í dag.“ SPUNNIÐ UTANUM HUGMYNDIR OG FORM HILMAR Jensson gítarleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Tjarnarbíói við Tjarnargötu annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk sem þeir félagarnir hafa verið að taka upp og hyggjast gefa út. Tónlistin er eftir þá en eins og Hilmar segir í samtali við blaðamann er í raun aðeins um eins konar beinagrindur að verkum að ræða. „Þetta eru aðeins hugmyndir og form sem við síð- an spynnum í kringum á tónleikunum.“ Báðir námu þeir Hilmar og Skúli tónlist við Berkley tónlistarháskólann í Boston. Frá útskrift hafa þeir starfað bæði hérlendis og erlendis. Skúli er einn þekktasti hljóðfæra- leikari íslendinga í djass- og spunatengdri tónlist og hefur leikið víða um heim, meðal annars með Allan Holdsworth, Arto Lindsey og fleirum. Nýverið gaf ástralska plötufyrir- tækið Extreme út fyrstu sólóplötu hans sem heitir Seremonic og hefur hún fengið góðar viðtökur. Hjá því fyrirtæki hefur hann Ieikið á þremur öðrum plötum með hljómsveitinni Mo Boma. Skúli starfar og býr í New York þar sem hann vinnur með ýmsum listamönn- um og nú seinast lék hann á sóióplötu Chirss Speed, plötu hljómsveitarinnar Pachora auk þess sem hann hefur nýlokið við gerð annarr- ar sólóplötu sinnar. Mörkin verúa óskýari Hilmar hefur verið iðinn við að flytja djass og spunatónlist á íslandi sem og er- HILMAR Jensson lendis og hefur starfað meðal annars með Tim Berne, Leo Smith, Greg Bendian, Jim Black og flestum íslenskum djassleikurum. SKÚLI Sverrisson Jazzís gaf út fyrstu sólóplötu hans árið 1995 og nefnist hún Dofinn. Hilmar og Skúli segja erfitt að skilgreina DRAUMAT ÓNLIST TONLIST Sígildir diskar SCHUBERT Franz Schubert: Píanósónötumar. András Schiff, píanó. Decca 448 390-2. Upptaka: DDD, Vín (Brahmssal, Musikverein) 11/1992, 4/1994. Utgáfuár: 1996. Lengd (7 diskar): 8.18:35. Verð (Skifan): 8.099 kr. ANDSTÆTT „Nýja testamenti" hljóm- borðsmennta, 32 píanósónötum Beethovens, er spanna meiripart ferils hans, mynda hin- ar kringum 19-21 (endanlegur fjöldi virðist á reiki hjá tónspekingum) píanósónötur Franz Schuberts (1797-1828) enga sam- fellda heild. Sárafáar þeirra voru gefnar út á skammri ævi höfundar, a.m.k. 5 eru ófull- gerðar (afleiðing hins fyrrnefnda?), og enn er tilurðarröð verkanna óljós, nema hvað þær hafa verið samdar í þremur aðgreindum lotum; rúmur helmingur 1815-18, hinar miklu sónötur í C (ófullgerð), a, D og G (D840, 845, 850 og 894) 1825-26 og hinar síðustu þrjár í c, A og B (D958-960) andláts- árið 1828. Enn er margt á huldu um upphaf- lega gerð, þáttafjölda og stundum jafnvel um hvaða þættir eiga saman, að nútíma- flytjendur standa iðulega frammi fyrir því að þurfa að stunda sjálfstæða heimildarýni og velja úr mismunandi möguleikum. Þegar þar við bætist, að lengi var venjan að vefengja vald Schuberts á stærri píanót- ónsmíðum - hann þótti framan af maður lítilla forma og ljóðrænna smámynda - fer að verða ögn skiljanlegra, hversu fáar sónöt- ur hafa lilotið almenna útbreiðslu. Það var ekki fyrr en með forgöngu Arthurs Schnab- els á millistríðsárunum að píanósónötur Schuberts tóku að gera víðreist; munu enn þijár hinna síðari (D850, 959 & 960) til á EMI með meistaranum. Fyrsta heildarút- gáfan (21 sónata) sem enn mun fáanleg er frá 7. áratug með Wilhelm Kempff, og þykir hún enn standa vel fyrir sínu. Þess utan hafa snillingar á við Brendel, Lupu, Perahia og Ashkenazy leikið inn eina eða fleiri sónötur, einkum úr hópi hinna síðustu sjö. En nú, á tveggja alda afmælisári Schu- berts, er loks komin önnur heildarútgáfa á sónötunum - í þetta sinn 19 talsins - með hinum ungverska András Schiff, svari Decca við landa hans á Naxos, Jenö Jandó. Hér er myndarlega að öllu staðið: glæsileg spilamennska, klassa upptökur og plötubæklingur með virkilega bitastæðri úttekt eftir Misha Donat (heilar 20 síður!), nema hvað óhjákvæmi- lega fer í pirrur á lesanda hversu seinlegt er að finna umfjöllun um tiltekna sónötu í hinum gráa textamassa, þar sem ekkert er feitletrað og nið- urröðunin hvorki í tímaröð né í sömu röð og á diskunum sjö. Röð verka á diskum virðist svo aftur ráðast af kunnugleg- um sjónarmiðum plötuútgáfna, er þykjast geta selt stakar plötur betur með því að hafa alltaf eina vel þekkta sónötu á hverri innan um minna þekktar. Það hlýtur þó að teljast einkennilegt, þegar um heildarútgáfu í einu boxi er að ræða og miklu betra pláss á geisladiskum til að raða eftir tilurðartíma en á gömlu LP-hlemmunum. Hitt er ekkert minna en opinberun, þessi flestum ókunni heimur Schuberts, ef frá eru taldar síðustu 6-8 píanósónöturnar. Hvílíkur fjársjóður - og hvílík synd og skömm að samtímamenn hans skyldu ekki hafa metið þessar gersemar að verðleikum. I staðinn var það Beethoven sem hlaut að marka stefnu tóngreinarinnar, því jafnvel í höfuð- borg tónlistar eins og Vín var þröngt á tind- inum. Kunna myndin af hinum feimna og lágvaxna Schubert hniprandi sig úti í horni á Prater-kránni, mænandi aðdáunaraugum úr fjarlægð á meistarann sem hann þorði aldrei að færast í tal við, kemur upp í hug- ann. Mynd af vanmetnum snillingi sem aðeins naut sín í þröngum vinahópi. En hvort sem sú mynd er rétt eða röng, þá sanna þessar sónötur ótvírætt, að Schu- bert var engu minni snillingur píanósónöt- unnar en söngljóðsins. Tónlistin ber að vísu minna utan á sér en hjá Beethoven; hún er á margan hátt fínlegri og innilegri, sjaldn- ast hávær (Schubert skrifaði oft niður á ppp og aðeins einu sinni sterkar en fí), og gerir minna út á risastrúktúra úr örlitlum frumum eins og meistarinn frá Bonn - þetta eru oftar en ekki „Lieder“ undir só- nötuformi - en á móti er lagræn hugmyndaauðgi Schuberts, djörfu hljómamódúlasjónir hans og nýtingin á blæbrigðamögu- leikum slaghörpunnar sízt óeft- irtektarverðari en hjá Beethov- en. Kannski mætti snúa dæm- inu á hvolf og spyrja, svona uppá grín, hvort Beethoven hefði nokkum tíma neyðzt út í jafn gegndarlausa úrvinnslu, hefði lagræn æð hans verið jaf- nauðug og hjá Schubert. Þá er hætt við að tónlistarsagan hefði orðið önnur. András Schiff túlkar íbyggnu sérkenni Schuberts meistara- lega vel og leyfir þeim að njóta sín á kostnað alls sjálfbirgings að hætti þroskaðs listamanns, enda auðheyrt að stíllinn á vel við skapgerð hans. Tæknimenn Decca hafa gælt við fíngerðan hljóm Bös- endorferflygilsins svo hann nær að syngja, jafnvel niðri við mörk hins heyranlega. LJADOFF, TSÉREPNIN, KORSAKOFF Anatol Ljadoff: Baba Jaga; Töfravatnið; Kikimora. Nikulás Tsérepnin: Prinsessan í fjarska; Töfraríkið. Nikulás Rimskíj-Korsa- koff: Svíta úr Gyllta hananum. Rússneska þjóðarhljómsveitin u. stj. Mikjáls Pletnev. Deutsche Grammophon 447 084-2. Upptaka: DDD, Moskvu 4/1994. Útgáfuár: 1996. Lengd: 67:25. Verð (Skífan): 1.999 kr. ÞJÓÐSÖGUR og ævintýr settu frá upp- hafi óijúfanlegt mark sitt á bæði rússnesk- ar fagurbókmenntir og listmúsík, þó að hún hæfist seint á evrópskan mælikvarða, eða upp úr 1830, með fyrstu verkum Glinku. Nálægðin við sterka og ómengaða þjóðlaga- hefð gerði og að verkum, að Rússar náðu langt í myndrænni sinfónískri Ijóðagerð á þjóðlegum grunni; svo langt, að endurómur af henni seildist alla leið til draumaverk- smiðjunnar í Hollywood sem fyrirmynd í teiknimyndatónlist. Það er enda ekki laust við að maður sjái fyrir sér sígilda Disney- mynd þegar maður heyrir snörpu tónskizzu Ljadoffs af rússnesku grýlunni Böbú Jögu, að ekki sé talað um ólýsanlegu draum- kenndu álagastemninguna yfir Töfraríki Schubert Tsérepnins, þar sem hið sofandi konungs- ríki Kasjtjei er málað svefnhöfgum litum sinfóníuhljómsveitar af framúrskarandi fag- mennsku og skáldskap. Stærsta verkið er svítusamantekt Glazun-. ofs og Maximilians Steinbergs á síðustu óperu Rismskíj-Korsakoffs, Gyllta han- anum (1907), er hann byggði á samnefndu ævintýri Pushkins um Dodon konung, ginn- ingu hans og fall, en lenti í erfiðleikum með að fá flutta, vegna þess að ritskoðunin þóttist sjá undir niðri ádeilu á zarveldið, enda uppreisnin 1905 í óþægilega fersku minni. Einnig hér getur að heyra meistara- lega útfærða orkestrun af einum áhrifa- mesta kennara allra tíma í þeirri grein. Þessi diskur er sannkallaður konfekt- kassi af hlustkrásum handa þeim sem vill láta sig dreyma og kanna ókunn lönd ímynd- unaraflsins með lokuð augun, og Rússneska þjóðarhljómsveitin leikur hreint út sagt - afsakið orðaleikinn - eins og draumur und- ir stjórn Mikjáls Pletnevs (og reyndar líka^ af smellandi snerpu þegar það á við) í ágætri hljóðritun úr víðfrægum stóra sal Tónhá- skólans í Moskvu. Ríkarður Ö. Pálsson £andáin& mmta úrual af&ígildri tánli&t LAUGAVEGUR 26 opið alla dagatil kl. 22. Simi 525 5040 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 19;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.