Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 6
e ILANDI þar sem miðnætursólin skín, sumarlangt, haustin eru gullin og birtan blá. Þar sem jökullinn er und- ir jörðinni, alltaf, og veturinn er hvítari en hvítur með nótt sem er svartari en nótt. Þar eru hreindýrin þarfasti þjónninn og hrossin gegna hlutverki sauðfjár. Þar eru demantar og gull og járn og kol í jörðu. Samt drýpur ekki smjör af strái. Þar berst fólkið fyrir lífi sínu og list sinni, engu síður en hér. Landið er Jakútía, hinum megin á hnettinum í norðaustur. En í dag hefur Jak- útía færst okkur nær, opnað gægjugat inn í sinn sérstæða og heillandi heim, með átak- inu ÍSJAKI, sýningum á myndlist, í þeirri von að hér megi verða til upphaf að menn- ingarstarfi tveggja lítilla þjóða, Islendinga og Jakúta. í tilefni af því verða þijár sýning- ar opnaðar í Reykjavík í dag; í Ráðhúsinu, Nýlistasafninu og MÍR-salnum. Það eru jak- útsku listamennirnir Nikolai Pavlov og Yuri Spiridonov sem sýna verk sín, ásamt þeim Kjuregej Alexöndru Argunovu, sem búsett er hér á landi og sonum hennar Jóni og Ara Alexander Evais Magnússonum og Ragnari Axelssyni ljósmyndara. Þeir Nikolai og Yuri eru komnir um lang- an veg með sín undurfögru verk og sýna okkur heim sem er heillandi, jafnvel þótt hann sé enn kaldari en okkar eigin. Nikolai Pavlov sýnir olíumálverk í Nýlista- safninu og í Ráðhúsinu sýnir Yuri Spiridonov olíu- og grafíkverk. Þau eru ekki mörg árin síðan Jakútíumenn öðluðust frelsi til að ferðast og fara með verk sín á milli landa, en frelsið hefur engu að síður þann þrönga ramma sem fjármagn setur og því væri synd að segja að jakútskir listamenn séu stöðugt á faraldsfæti. Engu að síður eru þeir Nikolai og Yuri þekktir utan síns heimalands. Nikolai hefur sýnt í Austurríki, Japan, Mongólíu og Alaska. Hann á marga aðdáendur í Japan og selur mikið af verkum sínum þangað. Júrí hefur haldið sýningar í Noregi, Svíþjóð, Japan, Alaska og Grænlandi og segja þeir félagar að seinni árin hafí verið mikið samband milli Jakútíu og Alaska. Auk þessa hafa þeir sýnt um „allt“ Rússland, þar með talið oft í Moskvu og Pétursborg. Báðir hafa þeir verið kennarar við mynd- Iista- og handíðaskólann í Jakútskborg í meira en tíu ár og Yuri er í dag rektor við þann skóla en Nikolai stómar galleríi í eigu borgarinnar. Þegar þeir eru spurðir hvernig aðstæður séu fyrir myndlistarmenn í þeirra heimalandi, segja þeir að tímarnir núna séu mjög erfiðir. „Þetta hefur versnað mjög mikið á síðustu árum,“ segja þeir og Yuri bætir við: „Efna- hagslega er allt miklu verra en andlega betra. Fijálsræðið er meira, við fáum að ferðast og halda sýningar erlendis, en það er varla fram- kvæmanlegt nema þjóðimar sem við heim- sækjum taki stóran þátt í kostnaðinum." Nikolai lagði stund á myndlist við myndlist- arakademíuna í Leníngrad og Yuri við mynd- listarkennaraháskólann í sömu borg. Þeir segja rússneska myndlistarhefð þessarar ald- ar hafa verið bundna við realismann og svo sé enn, en þó sé það að breytast. isstyttur og breyttir timar Yuri segist aldrei hafa einskorðað sig við einhveija eina ákveðna stefnu í myndlistinni. „Ég prófa mjög margt; auk olíu- og grafík- verka vinn ég með blandaða tækni, abstrakt- verk og fleira, auk þess sem ég vinn styttur úr ís í samvinnu við aðra myndlistarmenn. „Ég er fæddur og uppalinn í Norður-Jakútíu, þar sem eru öðruvísi lifnaðarhættir en hjá öðrum Jakútum. Mitt fólk býr í tjöldum og flytur á milli svæða og ræktar hreindýr.“ Hann sækir því myndefni sitt til túndrunnar; í hreindýrin, tjöldin, ísinn og snjóinn, hunda- sleðana og bláu norðurbirtuna. Hins vegar hefur hann búið í Jakútskborg í tuttugu ár, eða frá því hann lauk námi við kennarahá- skólann í Leníngrad. Þegar hann er spurður að því hvort myndlistarmenn geti lifað af list sinni í Jakútíu, hristir hann höfuðið. „Áður voru listamenn ríkisstyrktir og gerðu samninga um stór verk sem ríki og einstaklingar keyptu. Þeim var séð fyrir vinnuhúsnæði og þeir fengu efni (olíu og striga) á vægu verði. En þetta er allt búið. Hins vegar höldum við allir áfram að vinna, halda sýningar, koma verkum okkar á fram- færi. En salan er mjög, mjög lítil vegna þess að fólk hefur enga peninga. Ástandið er svo erfitt að það er ekki hægt að sjá fjölskyld- unni fyrir eðlilegu lífi með verkum sínum. Þess vegna stunda allir myndlistarmenn aðra vinnu í dag, til dæmis kennslu. Síðan reynum við að fá verkefni við að mála fyrir einstakl- inga, fyrirtæki og stofnanir.“ f. _■ - .. NIKOLAI Pavlov og Yuri Spiridonov. Morgunblaóið/Rax BLÁA NORÐUR- BIRTAN Isjoki er heitið á menningarsamstarfi milli Islands og Jakútíu sem í dag mynda tengsl meó þremur myndlistarsýningum í Reykjavík. Af því tilefni ræddi SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR vió þá Nikolai Pavlov og Yuri Spiridonov um land þeirra og list. „Fyrir utan að framfleyta fjölskyldunni, þurfum við líka að halda úti vinnustofu, auk þess að sjá um allan efniskostnað sjálfir," segir Nikolali. „Áður var efnið niðurgreitt en í dag er það mjög dýrt, auk þess sem það er mjög erfitt að flytja það til Jakútíu. Núna þurfum við Iíka að borga hita og rafmagn, bæði heima hjá okkur og á vinnustofunni. Áður borgaði ríkið þetta allt saman. Enda vilja margir fá kommúnismann aft- ur. Það er mjög mikil barátta á milli kommún- ista og sósíaldemókrata. En það verður aldr- ei snúið til baka nema með blóðsúthellingum." „Kosturinn við þetta nýja kerfí er að við erum fijálsari,“ segir Yuri. Nikolai tekur undir það: „Við getum sagt okkar meiningu og málað okkar meiningu og ferðast ef við finnum peninga til þess. Áður þurftum við að mála eftir skipunum; portrett af leiðtogum og annað í þeim dúr.“ Þeir Nikolai og Yuri segja mun fleiri leggja stund á myndlist í Jakútíu en áður var. „Og myndlistarmennirnir okkar eru í öllum teg- undum myndlistar; abstrakt, súrrealisma, nýlist og konseptlist. Gamli skólinn, sem Nikolai hefur haldið sig við, leggur áherslu á fína realismann." Yuri: „Nýlistin er bara upprifjun á því sem var í gamla daga, rétt eins og realisminn var upprifjun á gullöldinni í myndlist, endurreisn- inni á 16. öld.“ Hann segir konseptlist og gjörninga njóta mjög mikilla vinsælda í Jakú- tíu og svo hafi alltaf verið. „Á sovéttímanum var hins vegar næstum bannað að mála ab- straktverk. Það var talið að þau væru vest- rænt hugarfar og hnignun. Núna er meiri áhersla á fínni málaratækni og ekki gert upp á milli abstrakt og realisma." Nótlúran og realisminn Nikolai kemur frá miðsvæði Jakútíu, frá sama svæði og Kjuregj Alexandra, sem við Islendingar höfum fyrir margt löngu farið að líta fremur á sem íslending en Jakúta. Þau Nikolai koma reyndar frá sama þorpi og voru saman í skóla. Þorpið þeirra er ekki langt frá höfuðborginni, bara hinum megin við fljótið Lenu, sem hefur haft mikil áhrif á myndsköpun Nikolais. Það er hins vegar erfítt að gera sér grein fyrir því hvað er langt frá og stutt frá í Jakútíu sem er þijátíu og fimm sinnum stærra land en ísland. Nikolai segist mest hafa fjallað um mannlífið í sveit- um í myndum sínum; fólkið sem bjó á sa- myrkjubúunum, náttúru, vinnu og lífsstíl. Á síðari árum hefur hann færst í auknum mæli yfir í vetrarmyndir og náttúrumyndir í staðinn fyrir mannamyndir. Aðspurðir um sýningaraðstöðu í Jakútíu og kostnaðinn af sýningahaldi segja þeir Nikolai og Yuri að í sumum sýningarsölum þurfi myndlistarmenn ekkert að greiða fyrir aðstöðuna, en í öðrum sé vægt verð. Yuri stjórnar galleríi sem er í eigu borgarinnar og segir eldri málara ekki borga fyrir að halda sýningar en yngri málarar borgi sem svarar 14.000 krónum íslenskum fyrir mán- uðinn. Ástæðuna segir hann vera tvær; í fyrsta lagi þá, að yngri myndlistarmenn eigi auðveldara með að selja verk sín, þeir hafi meira úthald til að standa í þessu argaþrasi. í öðru lagi segir hann eftirlaunaaldur í Jakú- tíu vera 55 ár fyrir karlmenn og 50 ár fyrir konur. Þetta kann að hljóma vel í eyrum okkar sem megum vinna til sjötíu ára ald- urs, en þessi lági eftirlaunaaldur helgast af því að Jakútar ná almennt ekki háum aldri, eða 60-70 árum. Segja þeir Nikolai að Juri að slysum hafa fjölgað verulega, morð séu orðin mjög tíð með breyttu efnahagsástandi og vegna mengunar landsins, vegna tilrauna með sprengjur í gegnum tíðina, séu krabba- mein og kransæðastífla mjög mikið vanda- mál. Hins vegar eru Jakútar ólíkir öðrum norðurþjóðum að því leyti að sjálfsmorðstíðni er lág. „Við höfum hins vegar mjög hátt fæðingar- hlutfall," segir Yuri. „Hjá okkur er mjög mikil gleði og hamingja yfir hverri fæðingu. Þetta er harðbýlt land og við viljum að fólki fjölgi til að byggja landið. Einkum vegna þess að í dag streymir unga fólkið í burtu, til útlanda, til að læra. Þetta fólk er mjög duglegt að koma sér áfram og margt af því kemur ekki aftur heim. Áður mátti aldrei einu sinni hugsa um að fara vestur fyrir járn- tjaldið. Við vitum að við hvorki höldum í unga fólkið okkar né fáum það til baka, nema aðstæður breytist. Til að svara menntun- arkröfum unga fólksins er búið að stækka háskólann í Jakútskborg, fjölga byggingum til að geta tekið við fleiri nemendum. Það er líka búið að byggja mikla íþróttahöll á vestræna vísu þar, auk nútímasundlaugar og skautahallar. Auk þess er búið að byggja nýtt sjúkrahús til að þjóna landsbyggðinni. Þar er öll nýjasta tækni fyrir hendi. Við fengum fyrirtæki í Austurríki til að byggja sjúkrahúsið og það er vel búið góðum tækja- búnaði frá Italíu, Bandaríkjunum og Þýska- 6 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 6. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.