Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 5
FJARA við Kirkjuvogsvör (fyrir neðan bryggjuna). Hér er talið að Stjáni blái hafi bjargað skipi og skipshöfn við innsiglingu í aftakaveðri. Hér sem annars staðar kemur fram að eng- inn óð yfir Stjána. Börnunum stóð ekki aðeins stuggui- af honum í bemsku hans heldur einnig hinum fullorðnu þegar hann var orðinn sjálfs sín herra. Hann virðist hafa verið meðvitaður um þetta því hann átti það til að spila á þennan ótta og þannig stríða fólki. Sögur eru til um það að hann hafi farið í Þorsteinsbúð í Keflavík (við Hafnargötu milli Klapparstígs og Aðal- götu) með riffil, sennilega til að taka út vörur. Fólk flúði þá í felur skelfingu lostið. Segja má að hann hafi nýtt sér ótta fólks við hversu óút- reiknanlegur hann var. Þetta kemur ekki að- eins fram í þessari frásögn heldur er hún enn greinilegri í frásögn Jóns Kr. Lárusssonar hér að ofan: „Stjáni mun hafa látið þau orð falla, að ég væri nú ekki kominn lifandi til Reykjavíkur ennþá. Urðu nú vinir mínir svo hræddir um mig, að ég fór aldrei svo á dekk, að þeir fylgdu mér ekki, sérstaklega að nóttu til.“ Það er engu líkara en að hann hafi haft andlegt tak á fólki. Það var spennt og hrætt í návist hans - sem kallaði aftur yfir hann einangrun og ef- laust vanlíðan. Þeir sem ekki þekktu þessi samskiptaeinkenni Stjána gátu lent í miklum ógöngum við að mismuna honum t.d. með því að yrða á hann í óheppilegum eða niðrandi tón. Jón Thorarensen lýsir í sama Rauðskinnuhefti einu slíku atviki frá 1909-10 frá Kotvogi í Höfn- um, Suðurnesjum: Þá voru þar nokkrir sjómenn fyrir, þar á meðal einn norðan úr Fljótum, stór maður og myndarlegur. Einhver lyfting mun hafa verið komin í hann, því hann fór óðara að særa Stjána og valdi honum ýmsan skáskeyting. Stjáni snéri sér þá að honum, og áður en auga yrði á fest, hafði hann rennt vinstri þumalfingri inn um hægra munnvik mannsins, utan við tanngarðinn og gripið á móti með fingrunum aftan við kjálkabarðið, snúið manninn niður og ætlað nú að ganga svo frá honum, að hann yrði rólegur fyrst um sinn. Gengu þá sjómenn á milli og báðu Fljótamanninum griða; var það seinsótt, en tókst þó. Gárungar sögðu, að sjó- maðurinn hefði ekki samkjaftað til hægra munnviksins eftir þetta. Menn reyndu síðan að leika þetta eftir Stjána en urðu þá yfirleitt fyrir miklum bitsár- um. Eins og kemur fram í frásögn Guðjóns Sím- onarsonar lánaði Stjáni aðeins honum lérefts- skúturnar sínar. Öðrum börnum stóð stuggur af honum. Þessi sveitarómagi var tilfinninga- lega viðbrenndur og brynjaður af tortryggni gagnvart öðrum. Þetta umgengismynstur fylgdi honum allt hans líf. Honum leið einfald- lega illa í heimavistarfjötrum bátsins, verbúð- anna eða fjölskyldunnar. Þetta skýrir ekki að- eins tilbiðslu hans á Bakkusi heldur einnig hans tíðu skipti á skipsrúmi eftir að hann fór undan handanjaðri séra Þórarins og Ágústs Flygenrings. Eftir það skipti hann um skútu nánast á hverri vertíð og virðist þannig ekki hafa tengst neinum skipstjóra né skipi eins og sumir gerðu. Hann vildi öðru fremur róa á litl- um opnum bátum, gjarnan einn eða með ein- hverjum sem hann þekkti vel (t.d. Guðmundi Tjörva). Sjómaðurinn Úr heimildunum má ekki aðeins lesa um samskiptahæfni Stjána heldur lýsa þær einnig vitrænum þroska hans. Að hann hefur verið vel greindur kemur fram í frásögnum af athöfnum sem reyndu mikið á slíkan þroska. 1890 eða að- eins 17 ára bjargar hann lífi áhafnar þilskipsins Svend. Guðjón Símonarson lýsir þessari fyrstu svaðilför sinn í Stormur strýkur vanga: Suður á Miðnessjó var færum rennt, en nú var fiskur tregur, enda vorum við fulldjúpt. Kipptum við á grynnra vatn, en vindur fór ört vaxandi og innan stundar var hann orðinn svo hvass að stórseglið var rifað, tekinn klýfir og haldið inn fyrir. Var þá brostið á landsynnings rok. Fokkan var nú rifuð, og svo látið vaða inn fyrir Voga; þai- átti að venda. En skipið neitaði vendingunni, og í sama bili kom mikil roka á stjórnborða og slengdi Svend á bakborðshlið svo hann lagðist á segl. Menn klifu þá upp á stjórnborðssíðuna og héldu sér þar. Rak Svend morrandi frá landi og út á dýpið þar sem sjóar voru mun stærri. Enginn æðraðist en ekki töldum við okkur eiga mikla lífsvon. Þannig leið að líkindum á þriðju klukkustund. En skyndilega bráðlygndi. Stjáni blái brá þá við hart, hentist upp vantinn með hníf á milli tann- annna, kafaði niður á mastrið og risti í seglið gríðarstóran skurð ofan frá og niður úr. Þegar hann kom upp úr kafmu skipaði hann okkur hinum að ná niður fokkunum. Var það gert, og eftir dálitla stund sáum við masturstoppinn lyftast hægt upp úr sjónum, og stíga hærra og hærra uns lúgan var komin það mikið upp úr stjórnborðsmegin að gerlegt var að fara niður í lest, þar sem allt flaut í einum graut, að for- færa. Meðan flestir báðu bænir sínar greindi þessi 17 ára unglingur í landsynningnum rólegur og ískalt vandann og lausnina á honum. Hann sá að sjófyllt seglið hélt skipinu niðri; það yrði að skera á það og síðan að ná niður fokkunum til að flytja jafnvægispunkt skipsins. Hann hugs- ar í mörgum skrefum, sem er eitt helsta ein- kennið á þroskaðri hugsun. Skipið komst heilt í höfn og þótti það talsverð gifta að áhöfnin skyldi komast af. Strákurinn sem lék sér með skútur með léreftsseglum á Balatjörn hafði greinilega kannað siglingaeiginleika þeirra út í ystu æsar. En skyldi hann hafa verið syndur! Þessi atburður hefur sennilega valdið því að séra Þórarinn að Görðum fékk skipstjórann á „Svend“ og tengdason sinn Ágúst Flygenring til að fara til Noregs í sjómannaskóla haustið 1891 en frá honum tók hann próf vorið 1892 (Höfuðstaður verslunar; bls 188). Þegar Stjáni fórst 1921 var elstu dóttur Stjána boðið til Ágústs og konu hans Þórunnar Stefánsdóttur (1866-1943) en hún var fósturdóttir séra Þórar- ins og dvaldist hún þar einhvern tíma. Tíu árum síðar lýsir Jón Kr. Lárusson í „Ævisögu Breiðfirðings" einu hliðstæðu atviki á íyrrnefndum Portlandi: Eitt sinn í vestanhroða sigldum við upp und- ir Leiru til að halda okkur í sjóleysunni. Var þar fyrir fjöldi skipa. Rauk þá á með norðanbyl og rokveður allt í einu. Var þá farið að sigla frá landi. Þurfti nú mikla aðgæslu, þar eð svona mörg skip voru á litlum bletti. Fóru þá að bila gaffalbenslin á stórseglinu, og vai- nú ekki gott í efni að þurfa að taka niður stórseglið áveðra upp undir landi. Bauðst Stjáni blái til þess að fara upp og laga þetta, svo að ekki þyrfti að hleypa seglinu niður. Fór hann svo út á gaffal- inn og gerði við benslin. Aldrei hef ég ég séð betur leyst af hendi verk á sjó, og fáir myndu leika slíkt eftir. Þórarinn Olgeirsson lýsir þessari kunnáttu hans með sömu virðingu í 5. bindi Skútualdai-- innar eftir Gils Guðmundsson: Hann var víkingur, og allir báru virðingu fyi-ir honum sem afbragðssjómanni. Hann átti engan sinn líka í því efni. Hvaða vanda sem að höndum bar á sjó var hann manna líklegastur að leysa. Þegar seglin biluðu og rifnuðu í stór- sjó og stormi, kleif hann alltaf í reiðann og gerði við þau eða náði öllu niður, og það þó í svartamyrkri væri. Var alltaf kallað á hann, þegar mikið var í húfi. Jón Th. (hefti IV af Rauðskinnu) skrifar að það hafi verið „vonlítið að ætlast sér að jafnast á við snilld hans og skilning á sjómennsku." Hann lýsir þessum eiginleika í tengslum við at- burð (um 1910) frá Kotvoginum, sem hefur sennilega öðrum fremur magnað orðstír hans: Allir formenn ýttu úr vör um morguninn og vitjuðu um netin. En þegar hallaði að hádegi, tók sjór að aukast, og hann jós í sig briminu, sem kallað er. Allir formenn komu von bráðar og tóku sundið, meðan það var sæmilegt, nema einn; hann kom ekki að sundinu, fyrr en allir aðrir formenn voru lentir og höfðu sett skip sín. Kirkjuvogssund er gott sund og verður ekki hættulegt, fyrr en sjór er orðinn hroðaleg- ur. Þegar þetta síðasta skip var komið að sund- inu, mátti heita, að komið væri stórveltubrim og sundið ófært, nema ef lög komu. Formaður á þessu skipi var Magnús Pálsson. Magnús var góður stjórnari, mesti merkismaður, skapmik- ill og einbeittur.... Skip hans var áttæringur, fremur lítið skip, en sjóskip ágætt; skipshöfnin var ellefu eða þrettán menn. Þegar hér var komið sögu, var allt fólkið, bæði ungt og gam- alt úr þorpinu, komið niður í naustin. Á tímum neyðarinnar verður fólk í litlu sjávarþorpi að einni fjölskyldu. Allir eru sem ein hönd til hjálpar, allir þrá það sama. Og enginn, sem ekki hefir heyrt það og séð með eigin aug- um,getur skilið, hvílík angist og hryggð getur gripið heilt byggðarlag, þegar svona stendur á. Eins var það nú í Kirkjuvogsvörinni; grátstafir og þungur ekki heyrðist, en karlmenn þefr, sem stóðu uppi á Kotvogs bakkanum svo- nefnda, þeir sáu betur til skipsins. Þeir sáu, að skipið hélt sig nokkuð utan við sundið. Vai’ þá sjór orðinn svo mikill, að skipið hvarf alveg, og að því er manni fannst drukklanga stund í öldudalina, en snildarlega var það þá varið íyr- ir kvikunum og áföllum. Þá sáu menn líka, að til formannsins var kominn maður. Og menn vissu, hver það var. Það var Stjáni; hann réri hjá Magnúsi þessa vertíð. Og menn vissu, hví- líkur snillingur hann var, og hversu hann gat hafið sig yfir allan fjölda manna á svona augna- blikum. Og það skal ekki orðlengt frekar, að nokkuð löngu seinna kom lag á sundið, sem þeir tóku og heppnaðist vel, enda lögðu þarna tveir snillingar saman ráð sin, Stjáni og for- maðurinn. Aldrei minnist ég að hafa séð hjart- anlegri viðtökur né fleiri hendur draga skip upp á þurrt en þá. En þegar skipið stóð á þurru, þá mælti Magnús formaður og var þá reiður til að bæla í sér klökkvann: „Hana pilt- ar, þakkið honum Kristjáni fyrir lífgjöfina í dag. Hér sýnir Stjáni ekki aðeins kunnáttu sína á eiginleikum skipsins, veðri og straumum held- ur einnig samspili þessara þátta. Stjórnun skipsins gengur út á að samræma þessa þætti og tímasetja aðgerðir af mikilli nákvæmni. Þetta erfiða verkefni leysir hann á snilldarleg- an hátt. Það kemur ekki fram í þessari frásögn að Stjáni hefur sennilega verið með bæklaða hönd, þegar þetta gerðist. Hann hafði hand- leggsbrotnað og brotið verið skeytt vitlaust saman. Á einu myndinni sem til er af honum liggur hægri höndin í vinkilstellingu við brjóst- kassann. Við svona atburði urðu hálfgerð hamskipti á Stjána. Jón Thorarensen heldur lýsingunni áfram: Menn, sem voru með Stjána þennan dag á sjó, sögðust aldrei hafa þekkt hann alúðlegri né skemmtilegri en þennan dag. Það var eins og hann yxi upp úr sjálfum sér, þegar hann horfðist í augu við háskann. Fleiri slíkar sögur eru til af Stjána. í afmæl- isviðtali við Guðrúnu Jónsdóttur í Mbl. 29.2.1956 segir hún, að hann hafi eitt sinn bjargað skipi frá eldsvoða, sem hann reyndar sjálfur virðist hafa valdið. Þetta átti sér einnig stað á Portlandi í byrjun vetrarvertíðar 1900, sem Jón Kr. Lárusson („Saga Breiðfirðings") lýsir á eftirfarandi hátt: Stjáni blái átti að vera stýrimaður á Portlandi þessa vertíð hjá Jóni Arnasyni. Nú fóru þeir að útbúa skipið og hafa víst haft með sér hressingu, en svo illa tókst til, er þeir fóru að hita stálbik niðri í káetu, að þeir fóru upp á dekk og vissu ekki af fyrr en kviknað var í öllu saman. Sótti Stjáni síðan stálbikspottinn niður og brenndist talsvert, enda logaði þá öll káet- an. Þeim tókst þó að slökkva eldinn um síðir. Hendur Stjána urðu eftfr þetta bláleitar í kulda, sem gaf honum tilefni til að kalla sig Stjána bláa en fram að því var hann kallaður Garða-Stjáni (sjá fyrrnefnt afmælisviðtal). Enn ein saga af þessum ofurhuga er frá 1918, þegar spænska veikin gekk. Vegna mikillar smit- hættu einangruðust margar fjölskyldur sem orðið höfðu illa úti. Stjáni átti þá að hafa drukkið mikið, en um leið verið mjög hjálpsam- ur þessum fjölskyldum við að afla þeim fanga. I þessum frásögnum er bæði lýst mikilli kunnáttu og dirfsku. Jón Th. vill skýra þetta með að hann hafi „ekki lifað í sterku tjóður- bandi við þetta líf“. Hann virðist engu hafa haft að tapa en allt að vinna. Öll áhætta varð honum ögrun sem hann varð að sigrast á. Sú þekking og hæfni, sem hann þróaði með þessari af- stöðu, gerðu hann að hálfgerðri baktryggingu skipstjómarmanna og útgerða - þó hann þætti kannski ekki áreiðanlegur. Ef þefr réðu ekki við vandann þá var leitað til Stjána. í 23 ár var hann á skútum sem alltaf var skilað heilum í höfn. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur starfar sem framhaldsskólakennari. JÓHANN GUÐNI REYNISSON KOSMÓSA I víðáttu sólkerfanna fljóta jörðin og hinar stjörnurnar og mynda jafnvægi í sífellu. Mynda kosmótískt jafnvægi. Eins og eindir í frumu. Eins og smásameindir sem óþreyjufullar eru líka að leita jafnvægis. Þar smýgur víðáttan gegnum himnu milli tveggja heima. Myndar osmótískt jafnvægi. En himna stjarnanna skilur að himna örlaganna. Svo á himni sem ájörðu. Og jarðneskar eindir, á sífeildu iði, komast þó ekki nærri kjarnanum. Sannleikanum. Fyrr en þær eru fyrirvaralaust hrifnar á brott. Hiklaust. Miskunnarlaust. Einmitt þegar þær eru um það bil að sjá sjálfar sig í spegli endi- markanna. Trúandi af sannfæringarkrafti óvissunnar. I speglinum við endimörk eilífðarinnar. Eru við það að sprengja af sér fjötra vitundarinnar. Þá er þeim skyndilega ofaukið. Hismið skilið frá kjarnanum. Það er hismitískt jafnvægi. Þá berst þægilegt óp um tómið. Það bergmálar í mjúkri örvæntingunni. Það bergmálar íginnungatómi lífsfyllingarinnar. Ný veröld verður til. Og nýjar eindir sem spyrja: Hver er ég? Hvar er ég? Hvert fer ég? Og nýjar eindir smjúga . . . Höfundurinn er kennari við Framhaldsskólann ó Laugum. HÖRÐUR GUNNARSSON KVEÐJA Einsoggengið sé fram á tómahJjóð með syngjandi hóp á bakvið mig Eg spyr einhvem konu mann hvað það sé sem Hann Hún sýnirmér íuglar mergðþeirra smáfugia í kvöldhimninum ySr hóp af syngjandi fóiki Utihúsin hafa ianga skugga löngunnarskugga oginní einn stígur dapui- drengur bláklæddur í leit að því sem líður sem bíður handan við tunglskinið veginn og trén Inní skóginum haltrar hind særð eiSðri göngu göngu margra nátta nátta sem þyngslalaust líða mjóan göngustíginn óvissan í IM Ijóshærðrar konu leiðir vissuna gegnum allar sínar sögur þar til öll skelfhg stöðvast Bakvið mig hþóðnar söngurinn hópurinn kveður að næturlagi döggin í grasinu oggrasið dregið einsog dregill eítirijórd fætur ogtimmti dregillirm eftirhækju og einhverjir kveðjast í dyragættirmi ífaðmiheitum lófarsem stíjúka köldum handarbökum og í kyrrðinni er lagst til svefhs erlagst til svefns þar til einhver kveðurí draumi Höfundurinn er Reykvíkingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.