Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 20
HRÓÐMAR Ingi Sigurbjörnsson tónskáld og Árni Harðarson söngstjóri. Morgunblaðið/Þorkell I GOMLUM STIL ASTARKVÆÐI eftir óþekktan höf- und, varðveitt í 13. aldar handriti, er kveikjan að verkinu De ramis cadunt folia, fyrir karlakór og org- el, sem Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tón- skáld á Akureyri samdi fyrir Karlakórinn Fóstbræður að beiðni söngstjórans, Árna Harðarsonar. Er verkið, sem samið var á ár- unum 1994-97, tileinkað Árna. Hróðmar kveðst iðulega semja söngverk sin út frá kvæðum - „þau verða að kveikja í mér" _ og „er því jafnan með allar klær úti að leita að efni". „Það var vinkona mín sem benti mér á þetta ástarkvæði, De ramis cadunt folia, og það höfðaði strax til mín, ekki síst þar sern ég hef mikið leikið mér að miðaldamúsík. I verkinu, sem er tónalt, nota '' ég aðferðir miðaldanna, svo sem keðjur og kanóna og þvíumlíka tækni. Tónmál verksins hefur fyrir vikið yfir sér hefðbundinn blæ - það er í gömlum stíl." Hróðmar samdi verkið fyrst fyrir karlakór eingöngu - orgelið kom síðar til skjalanna. „Verkið er frekar erfitt í flutningi. Mér leist því betur á að hafa eitthvað til að styðja við kórinn og orgelið var tilvalið. Verkið lengdist nokkuð eftir að ég bætti orgelinu inní enda fær það umtalsvert vægi." Orgelþátturinn er skrifaður sérstaklega með Björn Steinar Sól- Karlakórinn Fóstbræður, ásamt Birni Steinari Sól- bergssyni orgqnista, flytur nýtt verk eftir Hróðmar Ingq Sigurb|örnsson, De ramis cadunt folia, í Hall- grímskirkju í dag kl. 17 en verkið var frumflutt _____á Akureyri fyrir hálfum mánuoi. ORRI PÁLL ORMARSSON ræddi við tónskáldið og Arna Haroar- son, söngstjóra Fóstbræðrg, sem segir verkið sæta tíð- indum í íslenskum karlakórbókmenntum. bergsson, organista Akureyrarkirkju, í huga og verður hann gestur Fóstbræðra á tónleik- unum í Hallgrímskirkju. De ramis cadunt folia var frumflutt á tón- leikum í Akureyrarkirkju fyrir hálfum mán- uði. Segir Hróðmar þann flutning hafa verið afar vel heppnaðan. „Það sem maður hugsar fyrst og fremst um, þegar maður hlustar á tónverk í fyrsta skipti, er hvort það gengur upp. Virkar formið, eru hlutfóllin rétt og svo framvegis. Ég var mjög sáttur við verkið á tónleikunum í Akureyrarkirkju og held að tekist hafi að koma þessu öllu saman. Þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á frammi- stöðu Fóstbræðra - flutningurinn var virki- lega góður." Spennandi hús Hróðmar kveðst bíða spenntur eftir tón- leikunum í Hallgrímskirkju enda gefst ís- lenskum tónskáldum ekki oft tækifæri til að heyra verk sín flutt tvisvar með svo skömmu millibili. „Síðan er Hallgrímskirkja náttúru- lega mjög spennandi hús fyrir tónlist sem „virkar" þar inni, en hijómburðurinn getur verið erfiður. Ég vona bara að þetta „virki"." Þá segir Hróðmar það ekki síður mikil- vægt fyrir kórinn að fá tækifæri til að glíma strax aftur við verkið eftir alla vinnuna sem hann lagði á sig fyrir frumflutninginn. „Það lýsir miklum metnaði og dirfsku hjá Karla- kórnum Fóstbræðrum að panta nýtt verk og fyrir tónsköpun í landinu skiptir frum- kvæði af þessu tagi miklu máli. Það ber að þakka." Arni Harðarson, söngstjóri Fóstbræðra, lýkur lofsorði á De ramis cadunt folia. Verkið sé mjög gott. „Það sem er kannski mikilvæg- ast við þetta verk er að með því erum við að fá bitastæða tónlist fyrir karlakóra en það hefur ekki gerst í langan tíma hér á landi, með örfáum undantekningum. íslensk tón- skáld hafa einfaldlega ekki verið að semja verk sem gera kröfur til karlakóra. Fyrir vikið vill brenna við að karlakórar standi í stað hvað varðar efnisval, því þegar öllu er á botninn hvolft er ekki úr miklu að moða. Reyndar eigum við mikið af fallegum eldri lögum en verk þar sem tónmál dagsins í dag er notað eru af skornum skammti. Við höfum að vísu fengið að glíma við slík verk annað slagið en ekki með markvissum hætti. Því víljum við breyta." Að áliti Arna dugar skammt að vinna í söngtækni karlakóra ef nýjar áskoranir eru ekki fyrir hendi. „Ef efla á karlakóra list- rænt verða ný viðfangsefni að liggja fyrir, glíman við þau skilar sér ekki einungis í meiri breidd, heldur jafnframt betri söng! Og mest vaxa menn vitaskuld af því að takast á við verk sem eru að verða til í dag." Arni telur að skýringin á því að íslensk tónskáld skrifi ekki meira en raun ber vitni fyrir karlakóra felist ekki síst í því að þau „telja þá bara vera í léttmetinu". „Það er auðvitað mesti misskilningur. Karlakórar eru ekki skemmtikraftar, þó þeir geti hæg- lega brugðið sér í það hlutverk, heldur öflug- ur miðill. Við Fóstbræður viljum opna augu íslenskra tónskálda fyrir þessu og Hróðmar er bara einn af þeim mönnum sem við virkj- um í þeim tilgangi." Margl ógert Arni segir það jafnframt útbreiddan mis- skilning að karlakórar taki raddir frá blönd- uðum kórum. ,Að bera saman karlakór og blandaðan kór er eins og að bera saman strengjasveit og blásarasveit _ þetta eru tvö ólík fyrirbæri. Einmitt þess vegna er ég sannfærður um að karlakóraformið sé síður en svo á undanhaldi - það er svo margt ógert!" Aukinheldur skipar frönsk tónlist vegleg- an sess á efnisskrá tónleikanna í dag. Hinn franskmenntaði Björn Steinar Sólbergsson, gestur Fóstbræðra á tónleikunum, mun flytja Choral í E-dúr fyrir orgel eftir Cesar Franck en að auki munu Fóstbræður syngja Fjórar litlar bænir Heilags Frans frá Assisi eftir Francis Poulenc, sem ekki hafa heyrst í heild hér á landi áður. Tónleikunum lýkur á Kór prestanna úr Töfrafiautu Mozarts og Pílagrímakórnum úr Tannháuser eftir Ric- hard Wagner, þar sem Björn Steinar mun leggja Fóstbræðrum lið. Fóstbræður hafa ekki í annan tíma sungið í Hallgrímskirkju og segir Arni mikillar eft- irvæntingar gæta í hópnum. Varð kirkjan fyrst og fremst fyrir valinu vegna orgelsins, sem, svo sem fram hefur komið, hefur stóru hlutverki að j?egna á tónleikunum. Að sögn Arna liggur mikil vinna að baki tónleikunum, svo sem Hróðmar gaf til kynna, og eru Fóstbræður hæstánægðir með það hvernig hún hefur skilað sér til þeirra. „Svo er bara að sjá hvernig vinnan skilar sér til áheyrenda og hvernig verk Hróðmars skilar sér í tónverkasafnið." SCHUBERT-BRAHMS GERÐUBERGI TONLEIKAR verða haldnir í Gerðubergi á morgun, sunnudag, kl. 17 á kammer- og ljóða- tónlistarhátíðinni Schubert-Brahms 1797- 1897. Munu ýmsir flytjendur syngja og leika verk eftir bæði tónskáld. Tónleikarnir hefjast á Sónötu í B-dúr fyrir píanó eftir Schubert sem Valgerður Andrés- { dóttir flytur. Þá tekur við Sónata í f-moll op. 120 nr. 1 fyrir víólu og píanó eftir Brahms, þar sem Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari verða í sviðsljósinu. Að loknu hléi stíga Sigríður Gröndal sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari á svið og flytja fjögur sönglög eft- ir Schubert, Friihlingsglaube, Auf dem Wass- er zu singen og Suleika 1 og 2. Tónleikunum lýkur síðan á Der Hirt auf dem Felsen eftir Schubert, þar sem Sigríður og Daníel fá Ár- mann Helgason klarínettuleikara til liðs við sig. Tónleikar með sömu efnisskrá voru haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju síðastlið- inn sunnudag. Morgunblaðlð/Golli ÁRMANN Helgason, Sigríður Gröndal og Guðrún Þórarinsdóttir verða meðal flytjenda í Gerðubergi. .( 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.