Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 15
EINI fulltrúi íslands var söngkonan Björk en mynd af henni var hluti af sýn arkitekta í hönnun miðborgar Shenzhen í Kína.
sem tveir endaveggirnir hafa verið klæddir
brúnum pappír. Við fyrstu sýn virðist sem hér
sé um naumhyggjulegt verk að ræða, þar sem
form salarins og klæðning veggjanna sé það
sem unnið er með, en þá koma tennisboltar
skyndilega fljúgandi yfír endaveggina og gefa
rýminu undarlegt hlutverk. Tíu boltavélar sjá
um að varpa boltunum í óreglulegri hrynj-
andi. „Verkið vona ég að veki forvitni áhorf-
andans, ýti við honum,“ segir listamaðurinn
um verk sitt. Nær öruggt er að honum takist
ætlunarverk sitt enda máttu gestir stundum
hafa sig alla við að forðast að fá boltana í höf-
uðið. Parísarbúann Niele Toroni má þó á viss-
an hátt kalla naumhyggjulistamann en hann
vinnur með pensilför, gerð með pensli númer
50 beint á vegginn. Hann tengir allar sýning-
arnar saman þar sem verk hans eru máluð í
kringum ljóskastara á göngunum á milli sýn-
ingarsalanna. Eitt verkanna í þessum hluta
sýningarinnar sker sig eilítið úr en það er
verk listamannsins Wolfgangs Laibs, „Plöntu-
frjóduft úr fíflum“, viðkvæmt og fallegt verk,
gult að lit og gert beint á gólfið, 60 x 80 cm að
flatarmáli. Listamaðurinn hefur unnið með
efnið um langt skeið en hann safnar duftinu
saman sjálfur á stórum fíflaökrum. Verkið á
kannski ekkert skylt við þann hraða sem ein-
kenndi önnur verk á sýningunni heldur hægir
á hugsuninni og manni verður hugsað til þess
tíma sem tók að safna duftinu saman.
Verk Nieles Toronis fylgdu manni á leið
upp á næstu hæð auk þess sem skúringakon-
urnar í tvíæringseinkennisbúningum sínum
fluttu hæglátan gjörning sinn með sápu og
vatni. Samferða mér upp ganginn varð kollegi
minn, Cho II Joon, frá dagblaði borgarinnar,
Kwangju Daily News, en hann er listunnandi
og kvaðst í stuttu spjalli við blaðamann vera
hrifínn af sýningunni. „Sýningin hefur helst
verið gagnrýnd fyrir að sýna ekki nógu mikið
af hefðbundinni kóreskri list,“ sagði Joon, „og
mönnum finnst kóresku listamennirnir vera
undir of miklum áhrifum frá vestrænni list,“
bætti hann við en sagðist sjálfur vera ánægð-
ur með framkvæmdina enda hafði hann heim-
sótt sýninguna oftar en einu sinni.
Ekki við hæfi barna
Á næstu hæð tók „Becoming/ Earth" við
manni, stýrt af sýningarstjóranum Bernard
Marcade. í formála segir að jörðin sé brunnur
alls þess sem á eftir að koma, hvatinn að
sköpun og breytingum. Þessari sýningu er
ætlað að vekja viðbrögð hjá áhorfandanum og
sýna margbreytileika hins nútímalega lífs. Til
að undirstrika þessi orð þá tekur það á móti
manni allsnakið, listamannatvíeykið Gilbert
og George, á geysistóru veggverki þar sem
orðin „spunk", „piss“, „tears“ og „blood" blasa
við manni ásamt smásjármyndum af sömu lík-
amsvessum. Gegnt því verki má sjá verk með
lifandi snákum eftir Huang Yong-Ping og í
sama sal verk Pauls McCharthys, Spaghetti
Man og Bear and Rabbit, verk sem vöktu at-
hygli ungu kynslóðarinnar, enda við fyrstu
sýn stækkaðar útgáfur af leikföngum, en þeg-
ar betur er að gáð eru verkin kannski ekki við
hæfí ungra barna. í horninu er myndband
listamannsins, „Painter“, frá árinu 1995, þar
sem umfjöllunarefnið er samband listamanns,
listhúseigenda og kaupenda og varan sem
listamaðurinn hefur að bjóða er eigin saur.
Verkið er gróft en fyndið og fáránlegt í leið-
inni. í þessum hluta sýningarinnar var einnig
boðið upp á verk nokkurra listamanna frá As-
íu sem ekki eru mjög minnisstæð auk verka
VERK Lim Young-sun, „Land Flowing Milk and Honey“, var áhrifamikið og fallegt þar sem
mannshöfuð úr gúmmí hreyfðust inni ( glerbúrum og þrýstust út í glerið.
EINHVER þessara barna gætu allt eins verið íslendingar.
eftir Louise Bourgeois, Wim Delwoye, Peter
Fischli og David Weiss, allt gömul verk auk
ljósmyndaverka Cindy Sherman og nýlegs
myndbandsverks Rosemarie Trockel,
„Beauty“, myndir af fyrirsætum, varpað á
vegg.
I þriðja hluta sýningarinnar, Hybrid/Wood,
sem stjórnað er af Richard Kolashek, aðal- ■
stjórnanda nútímalistasafnsins í Los Angeles,
voru asískir listamenn í miklum meirihluta.
Áherslan var aðallega á samvinnuverk auk
þess sem pólitískur undirtónn var mestur hér
af öllum sýningunum. Samvinnuverk voru til
dæmis verk ArtCamp hópsins, listhreyfingar-
innar Absolutno og verk Navins
Rawqanchæikuo frá Tælandi, sem vann sitt
verk meðal annars í samvinnu við böm frá
Kwangju, Chiang Mai og Atlanta. Verkið er
pappahús, skreytt með barnateikningum og
textum og minnir á litríkan leikskóla.
Barinn i Melrose Place
Af þeim listhópum sem sýna í þessum hluta
sýningarinnar vakti listhópurinn The GALA
Committee mikla athygli, ekki einungis vegna
þess að hann bauð reglulega upp á ókeypis
bjór á Skotbarnum, endurgerð Shooters Bar í
bandarísku sjónvai-psþáttunum Melrose
Place, heldur vegna þess að aðalstarfsemi og
áhugamál hópsins er að búa til og hanna muni
og listaverk sem notuð eru sem leikmunir í
þáttunum. I hópnum eru tugir meðlima, vís-
indamenn, gagnrýnendur, listamenn og síðast
en ekki síst handritshöfundar og framleiðend-
ur þáttanna Melrose Place. í hópnum voru
upphaflega nemendur og starfslið háskólans í
Georgíu, Athens, og Califomia Institute of
the Arts og nafn sitt dregur hópurinn annars
vegar af GA eða Georgía og hins vegar LA
eða Los Angeles.
„In the Name of the Place 1995-1997“, *
sem er titill innsetningarinnar, er alls sýnd í
þremur herbergjum. Endurgerðar hafa verið
sviðsmyndir úr þáttunum, sýndir .eru þættir á
sjónvarpsskjám og leikmunirnir eru sýndir
auk fyrrgreindra listaverka sem skreytt hafa
veggi hjá persónum þáttanna.
Hópurinn segist í sýningarskrá, telja að
með því að vinna í bakgrunni sjónvarpsþátt-
anna þá geti það haft áhrif á áhorfendur og
komið inn skilaboðum og fróðleik, rétt eins og
draumur flestra listamanna er um að hafa
eitthvað að segja sem stuðlað gæti að betri
heimi. Fyrrnefndur Skotbar var til dæmis
endurhannaður með það að markmiði að gefa
fólki hugmynd um notkun, misnotkun, neyslu
og sögu alkóhóls í Ameríku frá árinu 1700 allt
til dagsins í dag.
Af þeim sem sýndu verk sín má nefna lista-
konuna Georginu Starr með verkið „Visit to a
Small Planet" og verk kínverska listamanns-
ins Chens Zhens, „Daily Incantations", verk
frá 1996, „Hinar daglegu særingarþulur".
Verkið er gert úr fjölda kínverskra trékló-
setta, fundnum nútímahlutum, sem var hrúg-
að saman í eins konar búr í miðri innsetning-
unni, og hljóðupptökum af því þegar verið er
að hreinsa klósettin. Fyrir þetta verk fékk
Zhen sérstök verðlaun sýningarinnar.
Þá tók næsti salur við, Power/Metal. Þar
var meiri reiði á ferðinni, firring, ógn og of-
beldi. Nokkur áhugaverð verk mátti sjá eins
og til dæmis „Patent Application" þar sem
listamaðurinn Luis Camnetzer frá Ungverja-
landi fjallar um uppfinningu Þjóðverjans
Sanders, líkbrennsluofn sem síðar var notað-
ur í Auschwitz, útrýmingarbúðum nasista.
Camnetzer veltir fyrir sér hvernig menn geta
verið stoltir og ánægðir með eitthvert hug-
verk sem síðar er notað í illum tilgangi en
Sanders var, vel að merkja, mjög stoltur af
uppfinningu sinni eins og kemur fram í texta
Camnetzers. Önnur dæmi um verk sem gátu
vakið skelfingu eða ógn var verk Bruce
Naumans, Get Out of My Mind, Get Out of
This Room, en verkið er hljóðverk, tveir há-
talarar í litlu herbergi spila hljóðritun af rödd
listamannsins hrópa fyrrgreind orð í sífellu.
Sem dæmi um ofbeldisfull verk má minnast á
verk Nigels Rolfes þar sem hann sýnir mynd-.
bandsverkið „Hand on Face“. Verkið er
myndlíking fyrir ástandið í Suður-Afríku og
er byggt á gjörningi sem Rolfe flutti á
Wembley leikvanginum á tónleikum sem
haldnir voru til stuðnings lausn Nelsons
Mandela úr fangelsi árið 1988, en eins og
flestir vita er hann nú forseti Suður-Afríku.
Að slátra, salta og sjóða
Af öðrum verkum, af nokkuð öðru tagi, má
nefna verk Joeps Van Lieshout, þar sem
sýndur er í smáatriðum ferill pylsu, allt frá
því að svíninu er slátrað, og upplýsingum um
hvemig á að slátra svíni í heimaslátrun, að
vinnslu kjötsins og geymslu. Hann hefur í *
verkum sínum á síðustu árum verið mikið að
fjalla um hvernig er hægt að lifa af úti í nátt-
úrunni, og til dæmis í verldnu „Survival
Trailer", bíl sem hann gerði árið 1995-96, eru
tæki til að veiða og inni í bílnum eru efni og
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 1 5