Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 4
KOTVOGUR 1997, fyrrum eitt mesta útvegsbýli landsins, Turn Hafnarkirkju í baksýn. Ljósmynd/Sævar Tjörvason KJORIN SETTU A MANNINN MARK FYRSTA þætti þessarar saman- tektar um Stjána bláa var hans síðustu siglingu lýst og því ljóð- og lagverki sem þessi sigling varða kveikjan að. Annar þátturinn fjall- aði um æviferil og lífshlaup hans. í þessum næstsíðasta þætti verð- ur reynt að lýsa þeim persónu- leika sem varð innblástur að kvæðinu. Lýsing- in byggir aðallega á heimildum sem hafa verið birtar í bókum, blöðum og timaritum eftir að kvæðið birtist í Eimreiðinni. Segja má að hver einstaklingur gegni mis- munandi hlutverkum í lífí sínu þar sem reynir á ýmsa eiginleika hans. Út frá mörgum brota- kenndum heimildum um hegðun og athafnir Stjána verður hér reynt að draga upp mynd af þessum eiginleikum í fari hans í þremur hlut- verkum sem heimildirnar ná til og greina þá. Fyrst verður samskiptaþroska hans lýst, síðan verður hans vitræni þroski tekinn fyrir og að lokum er hlutverk hans sem fjölskyldumanns endurgert. Kvæðið og lýsingarnar á Stjána hampa nánast eingöngu eiginleikum sam- skiptamannsins og sjómannsins. Þeir sem kynntust Stjána í Kefiavík dæmdu hann fyrst og fremst út frá gengi hans sem fóður og fyrir- vinnu. Gengi hans í þessum mismunandi hlut- verkum skýrir bæði tilurð kvæðisins og hinar misjöfnu móttökur sem það fékk þegar það birtist. Samskipfamaðurinn Guðjón Símonarson, sem var fimm árum yngri en Stjáni, kynntist honum sem barn á Álftanesi. í „Stormur strýkur vanga“ lýsir hann vissum eiginleikum fermingardrengsins Stjána á eftirfarandi hátt: Stjáni var duglegur, stór og sterkur og hlýddi mömmu betur en öðru fólki. Hann var mér góður og átti margar skútur og stærri en okkar strákanna; þær voru með léreftsseglum. Leigði hann mér oft tvær, þrjár skútur og sigldum við saman á Balatjöm. Ekki vildi Stjáni lána öðrum en mér skipastól sinn, enda voru flestir krakkar hræddir við Stjána bláa, því hann hafði blátt litaraft um andlit, og afl umfram aðra menn. Þar sem langt var um liðið frá þessum at- burðum þangað til frásögnin er skráð er senni- lega blandað saman einkennum Stjána sem fullorðins manns (litaraft og afl) við þá atburði sem áttu sér stað í æsku hans. Hvað sem því líður þá má fljótt greina persónuleikaeinkenni eins og mótþróa og lundarfar einfarans. Þegar í bernsku stóð bömum stuggur af Stjána. Eitt- hvað í samskiptum hans við þau gekk ekki upp. Gagnkvæmrar tortryggni gætti af einhverjum EFTIR SÆVAR TJÖRVASON Fólæti Stjána gagnvart fullorðnum kom fram í að hann yrti sjc ildan á fólk af f yrra bragði og að hann var seinn í viðkynningu. Skýringin lág í biturri reynslu af sam- skiptum við aðra frá blautu barnsbeini. Saklaus börnin gátu hins vegar ekkert gert honum. Allsgáður svaraði Stjáni e kki fyrir sig, þegar einhver hnýtti í hann eða aðra - - en hann hugsaði viðkomandi þegjandi þörfina. STJÁNI blái ástæðum. Um 1909 eða 23 áram seinna kynntist Jón Thorarensen honum að Kirkjuvogi, Höfnum. Hann lýsir Stjána á eftirfarandi hátt í 4. hefti Rauðskinnu: Hann var frekar hár maður, grannur, og alltaf fannst mér honum vera kalt; lítill glær dropi var oftast á nefi hans; fót hans voru þröng og nærskorin, úr bláu vinnufataefni, en alltaf voru þau hrein og vel bætt.... Hann var dulur, fölur og fár við fullorðna, en með af- brigðum orðheppinn maður, ef því var að skipta. Jón skrifar einnig að þetta fálæti hafi ekki birst gagnvart krökkunum. Þvert á móti hafi hann haft gaman af þeim. Hann hafði gaman af okkur krökkunum, byrjaði venjulega með því að gefa okkur sel- bita; hann sagðist gera þetta til þess að vita, hvort heilsan væri góð hjá okkur, og áður en varði var hann búinn að hleypa galsa í okkur með sinni rólegu glettni. Oft flugum við á Stjána upp úr þessu, en þá tók hann okkur ró- lega og setti okkur á hné sér, en vafði hand- leggjunum, sem voru harðir eins og járn, utan um okkur, kom svo með spaugsyrði, svo við fóram að hlæja og vildum meira af þessum leik. Ef strákar voru orðnir svo stálpaðir, að þeir voru farnir að róa, gekk Stjáni oft að þeim, tók í handlegg þeirra með þumalfingri og vísi- fingri og kleip þá, svo að hann virtist ætla að losa hold frá beini, og þeir hljóðuðu. Þá mælti Stjáni: „Ég hélt, að þú værir orðinn svo stælt- ur af árinni, lagsi, að puttarnir á mér hrykkju af vöðvunum á þér, en það er spauglaust með meyjarholdin". Svona viðskipti enduðu alveg eins og hjá okkur yngri krökkunum, með al- mennri velþóknun á Stjána. Hér hefur mikil breyting orðið á félagsnet- verki því sem hann ólst upp við. Hann er full- orðinn og nálgast bæði börn og fullorðna á þeim forsendum. Samkvæmt sömu heimild tók þetta viðmót algjöram stakkaskiptum undir áhrifum Bakkusar: Öðru máli var að gegna, ef Stjáni var með víni. Þá talaði hann lítt við ungu kynslóðina, en snéri þá máli sínu aðallega að þeim karlmönn- um, sem voru gustmiklir og harðskeyttir. Fálæti Stjána gagnvart fullorðnum kom fram í að hann yrti sjaldan á fólk af fyrra bragði og að hann var seinn í viðkynningu. Skýringin lág í biturri reynslu af samskiptum við aðra frá blautu barnsbeini. Saklaus börnin gátu hins vegar ekkert gert honum. Allsgáður svaraði Stjáni ekki fyrir sig, þegar einhver hnýtti í hann eða aðra - en hann hugsaði við- komandi þegjandi þörfina. Tilvitnunin heldur áfram: En þá var líkt og sjómaðurinn kæmi upp í honum. Tök hans voru bæði frumleg og fanta- leg ... Stjáni var þrennt í senn, hann var hand- fljótur, handviss og handsterkur. Nokkuð sem á reyndi í slagsmálum. Mark- mið þessara slagsmála var þó ekki að upphefja sig á kostnað annaira. Sterk réttlætiskennd gerði það að verkum að hann átti erfitt með að þola hvers konar mismunun og kúgun. Þórar- inn Olgeirsson, sá kunni togaraskipstjóri, lýsir þessum einkennum í 5. bindi Skútualdarinnar (bls. 72-74) eftir Gils Guðmundsson: Hann tók mig strax undir sína vernd, sá að ég var ungur og lítt vanur, en margir óbil- gjarnir og ribbaldar, ef því var að skipta, vildu segja fyrir verkum og ekki ætíð sem blíðmálg- asth'.... Við unglingarnir bárum til hans mikið traust, því við vissum, að hjá honum var vís vernd, ef einhver ætlaði að sýna okkur ofbeldi, ranglæti eða misrétti. Um leið var hann hömlulaus, ekki aðeins í di-ykkjuskap sínum, heldur einnig undir áhrif- um vínsins. Jón Th. telur t.d. að hann hafi verið þjórari. Slagsmálin sýna ekki bara fyrrnefnd samskiptavandamál og -vanmátt heldur hömlu- lausan mann sem lætur sjaldan ef nokkurn tímann reyna á málamiðlun samtalsins. Þórar- inn Olgeirsson heldur áfram: Sá, sem heyrðist standa uppi í hárinu á hon- um, mátti eiga von á því að vera barinn niður, því Stjána var laus höndin, og slagsmálamaður var hann í fremstu röð. I „Ævisögu Breiðfirðings“ gefur Jón Kr. Lárusson áþreifanlegt dæmi um þessa eigin- leika frá þilskipinu Portlandi, sem hann var stýrimaður á vetrarvertíðina 1900: Eitt sinn seinni hluta vertíðar vorum við ný- komnir út í túr og héldum okkur í Garðsjónum, því að útsynningur var og slæmt veður. Stjáni var á fylleríi og kvörtuðu þeir í lúkarnum und- an því, að ekki væri svefnfriður fyrir honum. Ég fór fram og fór að tala um þetta við hann með góðu, en hann svaraðu illu einu. Ég sat á kofforti á móti honum og vissi ekki fyrri til en hann stekkur upp og slær mig í rot. Hásetarnir hlupu fram úr rúmunum og allt komst í upp- nám.... Ég var borinn meðvitundarlaus og al- blóðugur aftur í káetu, og lá ég rúmfastur marga daga á eftir. Lét ég kalla Kristján aftur í og halda yfir honum sjórétt, og allt var fært inn í dagbók skipsins. Nú var Stjáni blái búinn að vinna sér inn betrunarhúsvinnu eftir sjólög- um, og sögðu hásetarnir honum að nú myndi hann ekki þurfa að biðjast vægðar, ég myndi ná rétti mínum. Stjáni mun hafa látið þau orð falla, að ég væri nú ekki kominn lifandi til Reykjavíkur ennþá. Urðu nú vinir mínir svo hræddir um mig, að ég fór aldrei svo á dekk, að þeir fylgdu mér ekki, sérstaklega að nóttu til. I þessu dæmi opinberast helsti veikleiki Stjána. Menn vissu hvaða þekkingu og færni hann bjó yfir en einnig að óregla hans vann gegn honum og því reyndu þeh' að tala hann til. Sennilega hefur það byrjað þegar á skútum séra Þórarins Böðvarssonar og Agústs Flygenrings. Stjáni þoldi hins vegar ekki þessa velvild, því að honum fannst að menn töluðu niður til hans með því að reyna að hafa vit fyrir honum. Viðbrögð hans voru reiði - sem olli ekki aðeins þrúgandi ótta gagnvart honum heldur komu þau í veg fyrir eðlileg samskipti við hann í formi samtals. Þetta einangraði hann félags- lega bæði innan áhafnar og innan fjölskyldu sinnar. Þessi samskiptavandamál hans voru vitaskuld einnig til staðar í hinu borgaralega lífi: Ég ætla að segja þér frá atviki, sem stendur greipt í huga mér eins og marmarastytta - at- viki tengdu minningunni um Stjána bláa. Ég mun hafa verið 12 ára. Pabbi minn var þá eig- andi Framtíðarinnar. Einu sinni var stolið frá honum seglgarni. Var málið rætt og ýmsir með getsakir í garða Kristjáns Sveinssonar, öðru nafni Stjána bláa, um að hann væri valdur að þjófnaðinum. Hann frétti þetta og taldi víst, að mitt fólk væri höfundarnir. Og viti menn. Dag nokkurn kemur hann askvaðandi, fullur og vit- laus. Fóstra mín var ein heima. Það endaði með því, að náð var í Kalla Guðmundsson og Ágúst Jónsson, hreppstjóra. (Tilvitnun í viðtal við Guðmund Magnússon; í Fólk án fata (bls. 21) eftir Hilmar Jónsson.) Eins og fyrr kom fram voru foreldrar sam- býliskonu Stjána mikið á móti ráðahag hennar með Stjána og þá vegna óreglu hans og sögu- sagna um hann. Því má ætla að þessi tor- tryggni og andúð gagnvart honum hafi einnig náð til annarra. Stuttu eftir að hann flytur til Keflavíkur er Stjáni þjófkenndur og er ekki að vita nema að hann sé þar gerður að blóraböggli - því varla hefði hann brugðist svona harkalega við ef hann hefði vitað upp á sig skömmina. Hvað sem því líður þá hefur hann fengið vit- neskju um áburðinn en í stað þess að ræða málið við viðkomandi og reyna að komast til botns í málinu fyllist hann ólgandi reiði sem hann fær fyrst útrás fyrir með hjálp Bakkusar. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.