Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 8
TÍÐARANDI í ALDARLOK, 10. OG SÍÐASTI HLUTI HUGUR fólks - ekki síst menntamanna - hneigist að hinu ótrúlega fremur en hinu nærtæka. Teikning eftir M. C. Eschor. sína (en ekki þjóðfélagsmál í Frakklandi eða Alsír) er óskiljanlegt blaður. Páll Skúlason hefur líklega valið skynsamlegri kost en ég er hann birti í sama hefti snjalla persónulega hugleiðingu um lífið og tilveruna undir því yf- irskini að hann væri að skrifa um heimspeki Derridas!3 Meinið er hins vegar að flestir pm-istar, að minnsta kosti utan Frakklands, taka sjálfa sig og speki sína mun alvarlegar en Derrida. Pm-istar ásaka vestræna heimspekinga og vísindamenn um rökmiðjuhyggju, ef ekki reðursrökmiðjuhyggju („phallologocentr- ism")- Sjálfir gera þeir sig seka um ritmiðju- hyggju („scriptocentrism"). Þeir gleyma því að tungumálið kom tiltölulega seint til sögu í þróun mannsins og ritlistin enn síðar.4 Mörg þýðingarmestu mannlegu samskiptin eru óyrt. Vissulega er rétt að hugtök stýra að vissu marki sýn okkar á heiminn: Sá sem þekkir ekki hugtakið gentleman sér ekki slíka þótt hann ferðist um Bretlandseyjar. En kornabörn finna til sársauka, alls óvitandi um að sársauki er, samkvæmt pm-ismanum, félagsleg málsmíð; og sonur minn hóf, hálfs- ársgamall, að benda á fugla sem flugu utan við gluggann okkar án þess að þekkja hug- takið fugl eða hafa nokkru sinni fengið sýni- kennslu í fuglafræði. Úti á varinhellunni girnast svo hundar tíkur og tíkur hunda þó að hvor tveggja hafi gjamm eitt í orða stað. Lampalyktin af ritum pm-ista gefur til kynna uppruna þeirra: í fílabeinsturnum fræða þar sem textar anda, ekki fólk. Skyldu pm-istar aldrei hafa þefað af ilmandi töðu á eyfirsku túni? Þá hefðu þeir kannski komist að raun um að tilveran er annað og meira en texti. Ekki skal ég vefengja þann góða ásetning pm-ista að taki svari afskiptra jaðarhópa og benda á ríkuleg blæbrigði menningar í heim- inum. En afleiðingin verður önnur, eins og við sáum í síðustu grein: frekara missætti og mannhatur. Afskiptu hóparnir standa lakar að vígi en áður, ef eitthvað er, fylgi þeir hinni pm-ísku hreppapólitík. Raunar hafa sumir þeirra þegar áttað sig á þessu og hafna skjól- POSTMODERNISMI AÁRINU 1994 sendi pró- fessor í kennilegri eðlis- fræði við New York-há- skóla, Alan Sokal að nafni, grein til birtingar í Social Text, þekkt tímarit á sviði svokall- aðra „menningarfræða". Greinin fjallaði um afleiðingar almennu af- stæðiskenningarinnar og nýjustu skammta- fræða fyrir heimssýn okkar: Leitt hefði verið í ljós að „hlutveruleikinn" væri ekki annað en félagsleg hugarsmíð og kominn tími til að segja skilið við arfleifð upplýsingarinnar á sviði eðlisfræðinnar sem annars staðar. Hin „vísindalega aðferð", er gerði ráð fyrir hlut- lægum rannsóknaraðferðum og sammann- legum skilningi, væri í raun fásinna, þótt flestir raunvísindamenn neituðu enn að horfast í augu við þá staðreynd. I hennar stað þyrftum við nýja póstmóderníska (pm- íska) aðferðafræði sem aftur byggðist á end- urbættri eðlisfræði og afstæðri stærðfræði! Greinin var ríkulega prýdd tilvísunum í helstu „uppgötvanir" raunvísindamanna á síðustu árum, að ógleymdum ívitnunum í skrif ritstjóra Social Text, sum hver yfirlæt- isfyllri og sjálfumglaðari en orð fá lýst. Greinin var samþykkt til birtingar, og kom út í apríl 1996, eftir að ritstjórarnir fimm höfðu allir lesið hana yfir, sér til mikillar og óvæntrar ánægju: Þeir þóttust hafa himin höndum tekið að pm-ismanum skyldi nú loks bætast liðsauki úr áttinni þaðan sem einatt hafði andað köldustu til hans. Gamanið grán- aði hins vegar skömmu síðar þegar Sokal upplýsti að greinin hefði verið gabb, mál- flutningur sinn uppsuða af grillum og firrum, sem sæmilegur menntaskólanemi á raun- greinasviði hefði átt að sjá í gegnum, og ekki heil brú í neinni rökfærslu. Allt varð vitlaust meðal fræði- og vísindamanna á næstu mán- uðum og ekki um meira skrifað en þetta mikla succés de scandale. Pm-istar fáruðust yfir trúnaðarbroti í útgáfuheiminum, sem reiddi sig á heiðarleik höfunda (og voru þá búnir að gleyma því að þeir viðurkenna ekki „höfundarhugtakið"!); aðrir hörmuðu hins vegar að pm-ískum „kennimönnum" væri svo gengið að þeir gerðu ekki lágmarksfræði- HNIGNUNARHEIM- SPEKI í ALDARLOK EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Mergurinn málsins er sá að flestir pm-istanna eru upp- flosnaðir marxistar og fagna nú nýrri alheimskreddu gegn öllum alheimskreddum, f/rst þeirra eigin er fgjlin. Ekki sakar heldur að nýjg kreddan lætur þeim i té allt það bitastæðasta úr hinni gömlu: rómantíska lotningu fyrir duldum öflum sem engir nema kjgftastétt- ____________irnar geti fengið innsýn í.____________ kröfur til innsends efnis, svo fremi að það þjónaði málstað þeirra sjálfra.1 Naumast þarf að koma á óvart þótt rit- stjórunum brygði ekki við öfgarnar í grein Sokals; öfgar eru eitt höfuðeinkenni pm-ism- ans, eins og lesendur hafa kynnst í fyrri greinum. Örðugt er að semja svo langsótta lygasögu um málafylgju pm-ista að hún geti ekki verið sönn. Eg hef sjálfur hlustað á grafalvarlegan kven-félagsfræðing við virtan háskóla halda því fram í opinberum fyrir- lestri að sólin og tunglið séu ekki annað en málsmíðar („linguistic constructs"), upphugs- aðar af karlmönnum sem þörfnuðust ímynd- aðrar klukku til að halda konum sínum að vinnu á ökrunum. Eg hef einnig heyrt lærða pm-ista fullyrða að tví- eða fleirtyngd börn eigi ekki annað hlutskipti í vændum en að verða villuráfandi vegleysingjar án sjálfs- kenndar - og að neysla matar frá framandi slóðum sé valdbeiting gagnvart öðrum menn- ingarsvæðum: Við, sem ekki skiljum sögu- og menningarlegar forsendur matargerðárlistar þeirra, sláum engu að síður eign okkar á af- urðirnar og afbökum þær á steikarpönnum og bragðlaukum okkar. Já, þá er víst happa- drýgra að halda sig við íslenska súrmetið! Eg hef áður reynt að rekja hinar pm-ísku öfgar og óskýrleika (sem raunar er enn al- gengara einkenni á skrifum pm-ista) að nokkru til franskrar bókmenntahefðar þar sem óglögg mörk skilja að menningarumfjöll- un og skáldskap (sjá þriðju grein). Því þykir mér ögn hlálegt þegar ritstjórar grípa til þess algenga ráðs að birta fremur blaðaviðtöl við forsprakka pm-ismans en glefsur úr prentuðum ritum, í von um að þá megi festa betur heiidur á djúpsærri en hálli hugsun þeirra. Útkoman verður venjulega sú hin sama og í viðtali við Derrida sem birtist í Tímariti Máls og menningar fyrir nokkrum árum:2 Allt sem hann segir þar um heimspeki inu af hatti pm-ismans. Róttækir náttúru- verndarsinnar gera sér til dæmis nú orðið fulla grein fyrir því að það er bjarnargreiði að pm-istar, sem ætluðu sér að sameina alla róttæklinga á ný undir einum hatti, tali fyrir munn þeirra. Pm-istar gætu að vísu haldið langar ræður um nauðsynina á verndun Mý- vatns - sem hluta af sjálfskennd Mývetninga - en fyrir þeim væri vatnið samt sem áður fé- lagsleg hugarsmíð, ekki hlutlægt náttúrufyr- irbæri; hvað þá „lifandi vera" með siðleg rétt- indi á borð við persónur, eins og áköfustu náttúruverndarsinnarnir myndu halda fram. Pm-isminn afneitar enda ekki aðeins mann- kyninu sem náttúrulegri tegund heldur lítur á alla flokkun náttúrunnar í tegundir og flokka sem afstæða málsmíð. Gísli Pálsson mannfræðingur hefur bent á, í skemmtilegri grein, hvernig Jón prímus í Kristnihaldi Laxness, maðurinn sem að sumu leyti sé fulltrúi þekkingarfræðilegra efa- semda af pm-ísku tagi, bendi samtímis á leið út úr ógöngum pm-ismans; hann sé „málsvari hversdagslegrar reynslu" andspænis „ofur- valdi texta og hugtaka" - beini sjónum okkar að „athöfnuin mannsins, lífinu sjálfu og þátt- töku í því". Ályktun Gísla er skýr og skyn- samleg: „Ef við gerum ráð fyrir að við búum öll í sama heimi og sá heimur snúist fyrst og fremst um félagsskap við aðra og lausnir á hversdagslegum verkefnum, á þjóðsagan um Babel ekki lengur erindi til okkar. Þegar allt kemur til alls eru jafnvel ómálga börn fær um að skilja hvert annáð og setja sig í spor annarra."5 GísU kemur hér við sjálfa kviku pm-ism- ans: Það er hægðarleikur að hafna í orði allri þekkingarfræði, rökfræði og stærðfræði (þó að slík höfnun geri að vísu ráð fyrir rökfræð- inni sem er hafnað!). Það er hins vegar erfið- ara í verki að lifa í rústum þess heims sem hafnað er. Myndi flugvél, hönnuð af pm-ísk- um verkfræðingi samkvæmt vísindum indíána, eða hverri annarri „óhefðbundinni" eðlisfræði sem hann kynni að nota, haldast á Iofti? Það er spurningin sem pm-istar svíkj- ast um að svara. Og hvernig ætla þeir að skýra þá ríkjandi tilfinningu þeirra sem víða hafa ratað að fólk sé hvarvetna „samúðar- skylt", svo að vitnað sé í orð Stephans G. 8 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 8. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.