Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Side 7
RETTLÆTIÐ SIGRAR SMÁSAGA EFTIR ERLU KRISTJÁNSDÓTTUR Á götunni móts við gamla húsið stóð sjúkrabíll og líka löggubíll, það vissi ekki ó gott, löggurnar voru líka svo alvarlegar ó svipinn. Tveir frakkaklæddir menn með hatta fóru inn í gamla húsið, krakkarnir stóðu í þéttum hnapp og fylgdust með, ein löggan kom til þeirra og sagði þeim að fara heim. MYND: GuSný Svova Sfrondberg. TÍMANNA rás höfðu flest gömlu hús- anna við götuna verið rifin og ný byggð í þeirra stað. Eitt stóð þó eftir, ef til vill vegna þess að það stóð spölkom frá götunni hálffalið bak við tvö nýleg hús. Þar kúrði það lengi vel óáreitt, hvorki fallegt eða Ijótt en í augum þeirra sem við götuna bjuggu óaðskiljanlegur hluti umhverfisins rétt eins og gömlu hjónin sem byggðu það af vanefnum á kreppuárunum og höfðu búið þar alla tíð síðan. Þeir sem slitið höfðu barnsskónum í götunni minntust gamla mannsins þar sem hann gekk hvem virkan morgun til vinnu sinnar við höfnina, hreinn og strokinn með gleðiglampa í augum. Alltaf átti hann aflögu bros og gamanyrði og margt bamið hafði hann leitt við hönd sér á leið í skóla, einkum ef veður var vont. Þau vom bamlaus hjónin, en samt var aldrei barnlaust í kringum húsið þeirra, margar moldarkök- umar vom bakaðar í garðholunni þeirra og margur smiðurinn rak fyrstu naglana bak við litla húsið undir leiðsögn gamla mannsins. Alltaf áttu þau kakó og kringlur f sísvanga munna smáfólksins og kettimir í nágrenninu áttu vísan glaðning að húsabaki. Það var því sjaldnast bamlaust og kattalaust hjá þeim hjónum og margur virðulegur borgarinn fann enn í vitum sér ilminn af heitu kakói og lófinn mundi mjúkan kattarfeld þegar gengið var framhjá gamla húsinu. Nú var gamli maðurinn hættur að vinna, þegar aldurinn færðist yfir varð hann að víkja fyrir öðrum yngri, þá fór honum að hraka meira en aldurinn einn gaf tilefni til, hann fór að nöldra við konuna sína og fannst hann engum vera til gagns. Jafnvel börnin urðu honum til ama og honum var þvert um geð að taka við ellistyrknum, hann sem alla ævi hafði kappkostað að vinna fyrir sér var nú orðinn styrkþegi, ómagi á samfélaginu. Að lokum var hann hættur að sjást úti við, var lagstur í rúmið. En gamla konan var enn á stjái, daglega rölti hún í búðina á horninu og einu sinni í mánuði í bankann til að taka út ellistyrkinn þeirra. Enn áttu bömin athvarf í garðinum við gamla húsið, oft var til súkkulaði eða annað góðgæti og hlýtt klapp á kollinn. „Blessuð litlu blómin“ var hún vön að segja þegar beðið var leyfis að baka moldar- kökur eða byggja kofa í garðinum, enn var köttunum gefið að húsabaki, „verið þið góð við ræfilsskinnin, þeir eiga engan að“ sagði hún iðulega þegar hún fór með út með mat handa köttunum. Oft var setið undir húsvegg og horft á kettina éta matinn sinn og gerðar gælur við þá á eftir, á slíkum stundum feng- ust svör við margri erfiðri spurningu, sem bamshugurinn glímdi við og margt vanda- málið leyst. „Þarft þú nokkuð að fara í burtu?“ spurði lítill strákur og horfði alvarlegur beint fram- an í gömlu konuna. „Hvert ætti ég svosem að fara væni minn?“ „Á spítala eða eitthvað svoleiðis, pabbi seg- ir að þið getið ekki verið héma lengur.“ „Jæja, segir hann það?“ „Já, svo segir hann að það verði að rífa húsið ykkar svo hægt sé að búa til bílastæði.“ „Einhvers staðar þurfa bílamir að vera.“ ,Áttir þú einhverntímann bíl?“ „Onei, ég hef aldrei átt bfl.“ Sá litli hnyklaði biýmar og sagði síðan full- ur trúnaðar: „Stundum deyr fólk á spítölum, hún Gunna frænka dó á spítala og hún var ekkert gömul. Þarft þú nokkuð að fara á spft- ala?“ Þegar ekkert svar kom bætti hann við: „Er það veiki að vera gamall?“ „Nei góði minn það er ekki veiki en þegar maður er orðinn gamall þá getur maður ekki lengur unnið og séð um sig sjálfur. Sumir fara þá á elliheimili.“ „Er hægt að taka fólk og láta það á elli- heimili?" Þetta var orðið mikið alvörumál. „Eg heyrði pabba segja við kallinn á efri hæðinni að það ætti að taka ykkur og setja ykkur á stofnun og rífa húsið ykkar. Getur fólk gert svoleiðis?" „Fólk segir svo margt væni minn og það meinar ekki allt sem það segir.“ „En hver á þá að gefa köttunum og tala við okkur og þá getum við hvergi leikið okkur.“ „Það verða einhverjir til þess góði minn. En nú skulum við koma inn, kannski á ég súkkulaði í lítinn munn.“ Svo þungt getur alvara lífsins hvílt á ung- um herðum að jafnvel súkkulaði getur ekki bætt þar um. Og krakkamir veittu því at- hygli að frakkaklæddir menn með hatta áttu tíð erindi í gamla húsið og það sem verra var, gamla konan gleymdi stundum að gefa kött- unum. Það gat ekki vitað á gott. Og nú var gamla konan hætt að brosa þegar garðurinn hennar var fullur af köttum og krökkum, hún varð beygðari og lotnari með hverjum degin- um sem leið. Loks var hún hætt að sjást úti við nema til að fara í búðina og í bankann. Dag einn stoppaði gulur bfll fyrir utan gamla húsið og garðurinn fylltist af galla- klæddum mönnum með mælistikur og mál- bönd. Enginn þeirra kvaddi dyra en bak við gluggatjöldin sást gamla konan fylgjast með aðförunum, eftir það fór hún aldrei ein út úr húsinu, hjálpsamir grannar keyptu fyrir hana nauðsynjar og litu til með henni. Frakkaklæddu mennirnir áttu nú oftar er- indi í gamla húsið, þeir voru ábúðarmiklir og alvarlegir og ekki bama meðfæri að eiga við þá orðastað. Altalað var að einhvem næstu daga yrðu íbúar gamla hússins fluttir á stofnun og húsið rifið, margir sögðu að það hefði dregist alltof lengi, þetta hefði ekki náð nokkurri átt að fólk byggi í svona lélegu og heilsuspillandi húsnæði, lóðin alltaf full af villiköttum og guð mátti vita hverju. Svo vom þau gömlu hjónin bæði orðin mgluð og elliær og gátu því hvenær sem var farið sér að voða. Einn og einn maldaði í móinn, þau voru svo viðkunnanleg og krakkarnir hændir að þeim, væri ekki rétt að hjálpa þeim að vera þarna meðan þau gætu. Það vantaði vissulega bílastæði en - Það var kaldur og drungalegur febrúar- morgunn og þar að auki mánudagur, leiðin- legasti dagur vikunnar, helgin að baki og hversdagsleikinn allsráðandi. Á slíkum dög- um em jafnvel hugmyndaríkustu ki-akkar ekki í essinu sínu. Nokkrir þeirra stóðu undir húsvegg og horfðu á gamla húsið. Tveir horaðir og tætingslegir kettir hímdu í skjóli á lóðinni og vonuðust eftir mat. „Greyin, þeim er kalt og þeir em svangir,“ sagði einhver. „Fömm og finnum mat handa þeim,“ sagði annar. „Við skulum kaupa fullt af mat handa þeim.“ Og nú stóð ekki á framkvæmdum, allir sparibaukar vom tæmdir í hasti og sumir fengu sælgætispeningana fyrirfram. Það var ekki oft sem svona margir krakkar vom sam- ankomnir í búðinni á horninu. „Okkur vantar helling af mat handa kött- unum.“ „Emð þið með pening?" sagði búðareig- andinn. Hann hafði ekki góða reynslu af mörgum krökkum saman innan dyra í búð- inni í einu. Og það var enginn fullorðinn með þeim og aldrei að vita upp á hverju þessir ormar tækju. Sum þeirra vissi hann að höfðu meira að segja hrekkt gamalt fólk. „Við eram með fullt af peningum.“ Hann var til alls vís, strákurinn sem hafði orð fyrir hópnum, spurall og uppátektasamur. Hann hafði oft sést fylgjast með umferð embættis- manna í garði gömlu hjónanna, hafði meira að segja hent snjó í einn þeirra. „Hvað ætlið þið að gera við kattamat?“ „Gamla konan er hætt að geta gefið kött- unum og þeir em svo svangir." Maðurinn horfði á rannsakandi á krakkana sem lögðu fram aurana sína, flest vom með smápeninga en nokkur með samanvöðlaðan seðil. Þeim var alvara, á því var ekki vafi. „Ég fékk nammipeninginn minn fyrir- fram,“ sagði áköf rödd í hópnum. „Ég tók alveg allt úr sparibauknum mín- um.“ Maðurinn tók poka og fyllti hann af kattamat og fékk einum krakkanna. „Það er gott að einhver hugsar um kisum- ar þegar gamla konan er farin,“ sagði hann. „Hvert er hún að fara?“ „Farin hvert?“ „Er einhver að taka hana?“ Vemleg ókyrrð komst á hópinn. „Ætli þau verði ekki sett á elliheimili, það er vaninn," sagði maðurinn. „Ég er viss um að þau vflja ekkert fara á elliheimilið," sagði einn krakkinn. „Það er ekkert verið að spyrja að því, takið þið aurana ykkar aftur, kisurnar verða svangar seinna." „Getum við ekki bara keypt gamla húsið, þá þurfa þau ekki að fara á elliheimilið?" Það var sá fyrirferðarmikli sem spurði. „Ég er hræddur um að aurarnir ykkar dugi ekki til þess, en ég er viss um að gömlu konunni þætti gaman að fá blóm. Ef pening- amir ykkar duga ekki þá skal ég bæta við.“ Á allri ævi sinni höfðu krakkamir aldrei orðið jafnhissa, þau vom því vönust að vera rekin út úr búðinni með skömmum en nú ætlaði maðurinn að gefa þeim peninga. Það var þeirra skilningi alveg ofvaxið. Loks gat sá fyrirferðarmikli ekki orða bundist. „Það er bara alger lygi að þú sért okrari, þú ert bara helvíti góður kall.“ Að þeim orð- um töluðum þrammaði hersingin út, brosandi út að eyram með fullan poka af kattamat. Þegar þau komu inn í blómabúðina var eig- andinn að tala í símann. Þegar hún hafði lagt á snéri hún sér brosandi að krakkahópnum með þeim orðum að hún hefði heyrt að þau ætluðu að kaupa blóm handa gömlu konunni. „Hún kallaði okkur stundum blessuð litlu blómin,“ upplýsti minnsta stelpan í hópnum. Konan sýndi þeim fullt af blómum og talaði við þau eins og fullorðið fólk. Það fannst þeim stórkostlegt, þessi kona var ömgglega af- skaplega merkileg. I sameiningu bjuggu þau til stóran og fallegan vönd, sem konan bjó um með stakri vandvirkni. „Það er svo kalt úti“ sagði hún um leið og hún vafði einni pappírs- örk enn utan um vöndinn. Hún tók við pen- ingunum og taldi þá tvisvar. „Er þetta nóg?“ var spurt lágri rödd. „Ekki alveg, en góðir viðskiptavinir fá af- slátt.“ Mikið var fullorðna fólkið gott í dag, þetta hlaut að vera afskaplega merkilegur dagur. Það voru hamingjusöm böm sem héldu áleið- is að gamla húsinu. f gærkvöldi reifst fulltrúinn við konuna sína, það var ekki í fyrsta skiptið og hann var viss um að það var heldur ekki í síðasta skiptið. Enda tóku þau upp þráðinn strax morguninn eftir, konan sagðist vera orðin al- veg uppgefin á að búa með svona duglausum manni í blokkarfbúð innan um allskonar verkalýð. Hann væri bara fulltrúablók hjá bænum og kæmist aldrei neitt áfram, það sæist best á því að elliæmm gamlingjum lið- ist að hírast áram saman í handónýtu kofa- skrifli innan um almennileg hús. Hver einasti maður með snefil af sómatilfinningu hlyti að sjá þetta væri til háborinnar skammar fyrir hverfið. Fulltrúinn reyndi að malda í móinn, það væri nú verið að vinna í málinu, en af gamalli reynslu vissi hann að mótbámr vom eins og að hella bensíni á eld. Hann var að verða of seinn í vinnuna en konan hafði ekki lokið sér af, nú var gleymska hans og sauðs- háttur umræðuefnið, konudeginum hefði hann til dæmis gleymt og afmælisdeginum hennar myndi hann örugglega gleyma líka. Þegar hér var komið sögu ákvað fulltrúinn að gleyma að kveðja, hann skálmaði út og skellti á eftir sér. Á götunni móts við gamla húsið stóð ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 3. JANÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.