Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Síða 2
SAMTÖK gagnrýnenda efna til málþings um listgagnrýni í fjölmiðlum á degi bókar- innar, 23. apríl næstkomandi. Til umræðu verða tilgangur, hlutverk og staða íslenskr- ar listgagnrýni í fjölmiðlum. Megináhersla verður á bókmenntagagnrýni í tilefni al- þjóðlegs dags bókarinnar sem haldinn verð- ur hátíðlegur þennan dag í þriðja sinn. Ljóst má vera að gagnrýni í fjölmiðlum hefur tekið nokkrum breytingum undanfar- in ár, að minnsta kosti hvað varðar breyttar aðstæður í fjölmiðlaheiminum. En einnig mætti spyrja hvort samfélagslegar og póli- tískar hræringar síðasta áratugar hafi ekki haft mótandi áhrif á listgagnrýni hér á landi. Fyrirlesarar verða átta en þinginu verður skipt í tvo hluta. í fyrri hluta tala Ríkarður Örn Pálsson, tónlistargagnrýnandi á Morg- unblaðinu, Jón Viðar Jónsson, leiklistar- gagnrýnandi Frjálsrar verslunar, Viðar Egg- ertsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri, og myndlistarkonan Rúrí. I seinni hluta þingsins verður lögð meginá- hersla á bókmenntir en þá tala Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Soffía Auður Birgisdóttir, leiklistar- og bókmenntagagn- rýnandi á Morgunblaðinu, Halldór Guð- mundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, og Ulfhildur Dagsdóttir, kvikmyndagagnrýn- andi á DV. Fundarstjórnandi verður Þröstur Helgason, formaður Samtaka gagnrýnenda. Samtök gagnrýnenda voru stofnuð árið 1981 en aðildarrétt að þeim eiga allir þeir sem fjalla um menningu í fjölmiðlum landsins. Hlutverk samtakanna er að gæta hagsmuna starfandi gagnrýnenda og stuðla að faglegri umræðu. Samtökin leggja áherslu á frjálsa og faglega menningargagnrýni. Þingið fer fram í Odda, húsi félagsvísinda- deildar Háskóla íslands og hefst kl. 14.00. Að- gangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. Afmælissýn- ing Nýlista- safnsins AFMÆLISSÝNING tími/rými er haldin í tilefni 20 ára afmælis Nýlistasafnsins og verður opnuð almenningi sunnudag- inn 19. apríl kl. 14. Sýnendur eru félag- ar í Nýlistasafninu fyrr og nú. Félögum í Nýlistasafninu var í afmæl- isgjöf boðið að sýna „verktilaðhengjaá- vegg“ í eigin safni. Sýnendur fá að láni nagla og hamar sem er hinn raunveru- legi sýningarstjóri samsýningarinnar. Staðsetning verks í rými ræðst af því hvenær listamaðurinn hefur tíma til að koma með verkið. Núverandi félags- menn eru hátt á annað hundrað auk þess sem 30 fyrrverandi félögum hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni. Hvort allir þessir aðilar finna tíma til að koma með verk í rýmið mun sýningin leiða í ljós. Sýningunni lýkur sunnudaginn 3. maí og safnið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 14 -18. NÝLISTASAFNIÐ er 20 ára og af því tilefni verður opnuð sérstök afmælissýning félagsmanna um helgina. Tvennir tón- leikar Há- skólakórsins HÁSKÓLAKÓRINN heldur vortónleika sína í Seljakirkju í Breiðholti, sunnudaginn 19. apríl kl. 17 og þriðjudaginn 21. apríl kl. 20. Kórinn fagnaði 25 ára afmæli í haust sem leið oghefur minnst þess með ýmsum hætti. í byrjun júní tekur kórinn þátt í alþjóðlegri keppni í Pohlheim í Þýskalandi og heldur síð- an fór sinni áfram til Tékklands. Að venju flytur kórinn nýtt íslenskt tón- verk sem samið hefur verið sérstaklega fyrir kórinn. I ár verður flutt verkið „Þula“ eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Kórinn frumflutti verkið nýverið á sjötíu ára afmælishátíð Fé- lags íslenska háskólakvenna, en félagið styrkti Hildigunni til verksins. Á efnisskránni að þessu sinni eru einnig fleiri verk eftir íslensk tónskáld, m.a. Jón Leifs, Elínu Gunnlaugsdóttur, Báru Gríms- dóttur og Gunnar Reyni Sveinsson, auk verka eftir Bach og tékknesku tónskáldin Martinu og Zelenka. Stjómandi er Egill Gunnarsson. Laxness minnst í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. AÐ ÍSLANDI frátöldu var Hali- dór Laxness fáum löndum eins tengdur og hann var Danmörku og Kaupmannahöfn. Margt í skrifum hans vísaði til landsins og borgarinnar og þar er Is- landsklukkan efst á blaði. Nokkrir atorkusamir íslending- ar í Höfn standa nú að Lax- nessvöku á afmælisdegi skálds- ins, 23. apríl þar í borg, þar sem Laxness verður minnst í tali og tónum. Dagskráin verður haldin í Færeyingahúsinu á Vester- brogade 17A kl. 19.30. Á þessum degi, sem er sumardagurinn fyrsti, hefði Halldór orðið 96 ára. Vakan hefst með erindi Bergljótar Krist- jánsdóttur um Halldór og Höfn. Þeir Böðv- ar Guðmundsson og Sverrir Hólmarsson lesa úr skáldsögum Laxness, Aðalsteinn Eyþórsson, Ingólfur Björn Sig- urðsson, Helga Hjörvar, Bene- dikt Erlingsson og Katla Þor- geirsson lesa úr leikritum og ljóðum Laxness, Örnólfur Krist- jánsson leikur á selló, Halla Steinunn Stefánsdóttir spilar á fiðlu og Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur lög með textum Laxness við undirleik Sigursveins __ Magnússonar og einnig mun Islenski karlakórinn í Kaupmannahöfn syngja texta skáldsins. Eins og svo margir íslending- ar, sem héldu utan á fyrri hluta aldarinnar, kom Halldór oft til Kaupmannahafnar og skrifaði iðulega í dönsk blöð. Þegar á leið og frægð hans óx var hann oftlega tekinn tali í dönsk- um blöðum og útkoma bóka hans var ávallt fréttaefni þar. Halldór Laxness MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Yfirlitss. á verkum Ásmundar. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Höggmyndagarð- urinn er opinn alla daga. Gallerf Listakot: Iréne Jensen. Til 26. apríl. Gallerí 20 fm: Gallerí Sýnibox: Sýning á símbréfum. Gallerí Hlust: Haraldur Karlsson kynnir „Harðstjórann". Síminn er 551 4348. Gallerí Barmur: Sigurður Árni Sigurðsson. Gallerí Homið: Sigrún Ögmundsd. og Anna SNædís Sigmarsd. sýna til 6. maí. Hallgrímskirkja: Valgerður Bergsd. Til 14. maí. Kvennasögusafn Islands, Þjóðarbókhlöðu Auður Ólafsd. er myndlistarm. aprílm. Listasafn Akureyrar: Verk Ásgríms Jónss. Til 19. aprfl. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Sýning vetrar- ins nefnist Svífandi form. Verk eftir Sigurjón Ólafsson. Til 5. apríl. Ingólfsstræti 8: Olöf Nordal. Til 10. maí. Kjarvalsstaðir, Flókagötu Georg Guðni og B. Moninot sýna til 17. maí. Ásmundarsalur: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ljós- myndir. Gryfja: Þorgerður Sigurðardóttir, íkon- ar. Arinstofa: Skáldatími. Portretmyndir af skáldum eftir Gunnlaug Blöndal, Jón Engil- berts, Kristján Davíðsson og Nínu Tryggvadótt- ur. Til 19. apríl. Listasafn fslands: Erlend verk. Til 10. maí. Norræna húsið, Hringbraut Norrænt grafíkþríár: Helle Frosig, Antti Tanttu, Marius Olsen, Anne-Birthe Hove, Hafdís Ólafs- dóttir, Sonja Krohn, Urban Engström og Stan- islaw Wejman. Til 26. apríl. Gallerí Fold við Rauðarárstíg Gunnlaugur Stefán Gíslason sýnir til 5. maí. Gerðuberg - Gerðubergi Sjónþing Huldu Hákon til 17. maí. Smíðar og skart, Skólav.stíg 16a Kolbrún Sigurðardóttir sýnir til 23. aprfl. Nýiistasafnið, Vatnsstfg 3b Afmælissýning tími/rými er haldín í tilefni 20. ártíðar Nýlistasafnsins. Sýnendur eru félagar í Nýlistasafninu fyrr og nú. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning. Til 15. maí. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Guðrún Marinósdóttir og Sif Ægisdóttir sýna til 3. maí. Laugardagur 18. aprfl Skagfirska söngsv. í Reykholtskirkju kl. 14. Seljur í Seljakirkju kl. 17. Rúnar H. Vilbergss. og Guðríður St. Sigurðard. í Stykkishólmskirkju kl. 16. Lúðrasv. verkal. í Tjarnarbíói kl. 15. Dan- íel Þorsteinss. píanól. og Sigurður Halldórss. sellól. í sal Frímúrara á Isaf. kl. 17. Árnesinga- kórinn í Rvík, Samkór Selfoss og Vörðukórinn í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Tónlistarsk. í Rvík; síðari hluti einleikaraprófs Johanne Kettunen flautul. í Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. Sunnudagur 19. apríl Karlak. Stefnir í Hafnarborg kl. 20.30. Karlak. Reykjav. eldri félagar og Karlak. Þrestir eldri félagar í Digraneskirkju kl. 16. Kór Fjöl- brautask. v. Armúla og Kór Kvennask. í Rvík. í Seltjarnarneskirkju kl. 20.30. Rúnar H. Vil- bergss. og Guðríður St. Sigurðard. í Reykholts- kirkju kl. 16. Síðari hluti einleikaraprófs Jo- hanne Kettunen flautul. í Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. Suzukitónl. í Laugarneskirkju kl. 17. Tónl. í Gerðarsafni, kl. 20.30. Vortónl. Stúlkna- kórs Húsav. kl. 20.30 í Borgarhólsskóla. Há- skólakórinn í Seljakirkju kl. 17. Kór átthagafé- lags Strandam. í Kópavogskirkju kl. 14. Daníel Þorsteinss. og Sigurður Halldórss. í sal Frímúr- ara á ísaf. kl. 19. Mánudagur 20. apríl Laufey Sigurðard. fiðlul. og Krystyna Cortes pí- anól. í Digraneskirkju kl. 20.30. Þriðjudagur 21. aprfl Unnur Vilhelmsd. í fslensku óperunni kl. 20.30. Háskólakórinn í Seljakirkju kl. 20. Kai’lakórinn Stefnir í Varmárskóla kl. 20.30. Tónlistarsk. í Reykjavík; Kórtónl. í Grensáskirkju kl. 20.30, tónl. eru hluti kórstjórnarprófs nemenda í tón- menntakennarad. Miðvikudagur 22. aprfl Seljur í Seljakirkju kl. 20.30. Tónlistarskólinn í Reykjavík; Tónl. tónfræðad. í Grensáskirkju kl. 20.30. Fimmtudagur 23. aprfl Rúnar H. Vilbergsson og Guðríður St. Sigurð- ard. í ísafjarðarkirkju kl. 20.30. Laugardagur 25.aprfl Tónlistarsk. í Reykjavík; burtfararpróf Áka As- geirssonar í Fella- og Hólakirkju kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Oskastjarnan, fim. 23. apr.Fiðlar- inn á þakinu, lau. 18. apr., fös., lau. Grandavegur 7, mið. 22. apr., fös. Meiri gaura- gangur, sun. 19. apr., lau. Poppkorn, sun. 19. apr., fim., lau. Gamansami harmleikurinn frums. fim. 23. apr. Borgarleikluísið: Sumarið ‘37, sun. 19. apr. Hár og hitt, sun. 19. apr. Sex í sveit, lau. 18. apr., mið., fim., fos., lau. Loftkastalinn: Bugsy Malone, lau. 18. apr., sun., lau. Fjögur þjörtu, lau. 18. apr., fos. Trainspott- ing, sun. 19. apr., fim. A sama tíma að ári lau. 25. apr. Kaffdcikhúsið: Svikamylla, þri. 21. apr., mið., lau. Rússíbanadansleikur 22. apr. kl. 24. Leikfélag Akureyrar: Söngvaseiður, lau. 18. apr., sun., fim., fós., lau. Markúsarguðspjall sun. 19. apr. Mögulcikhúsið: Einar Áskell sun. 19. apr. Sálir Jónanna sun. 19. apr., fim., lau. Grafarvogskirkja: Heilagir syndarar mán. 20. apr. Hafnarfjarðarleikhúsið: Síðasti bærinn í daln- um lau. 18. apr., sun., lau. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.