Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Síða 3
LESBÖK MOIU.I \I!1.AI)SI\S - MENNING USTIR 16. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Wittgenstein var einn mesti lieimspekingnr þessarar aldar en um leið hið mesta ólíkindatól; fæddur með silfurskeið í munni, en kaus fremur fátækt og gaf systkinum sínum hlut sinn í ættarauðnum, óskaði eftir því að fá að beijast í fremstu víglínu í fyrri heimsstyrjöldinni og síðast en ekki síst: Hann fór til íslands. Um Wittgenstein skrifar Halldór Friðrik Þorsteinsson og birtist frásögnin af íslandsferðini í næstu blöðum Lesbókar. Norrænir menn bjuggu á Grænlandi frá landnámi Eiríks rauða og fram til 1400 að þeir virðast hafa horfið skyndilega. Margar getgátur hafa komið fram um þetta dul- arfulla hvarf þjóðarbrotsins; brottnám, versnandi veðrátta eða jafnvel að inúítar hafi ráðist á þá, enda þótt fornleifarann- sóknir styðji ekki þá kenningu. Um nor- ræna menn á Grænlandi skrifar Eiríkur H. Sigurjónsson. Sunnlendingar á 18. öld höfðu nokkur sérkenni, segir í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem ferðuðust um landið og skrifuðu heildarlýsingu á árunum 1752- 1757. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að úrkynjun og spilling væri í sjávar- plássunum, einnig í næsta nágrenni við Skálholt og Bessastaði, þar sem bændur væru þar að auki farnir að sletta latínu, en Flóamenn fá hrós, því þeir fóru aldrei lengra að heiman en til næstu kirkju. ListahátíÖ í Reykjavík hefst 16. maí næstkomandi. Á miðopnu er farið yfir erlenda og innlenda menningarviðburði sem í boði verða þær þijár vikur í sumarbyijun sem hátíðin stendur yfir. . Forsiðumyndin er af Victoriu Chaplin og Jean-Baptiste Thierrée en h°u verða meðal gesta á Listahátíð í sumar ásamt fjöllleikahúsi sínu, Le Cercle Invisible, sem sýnir í Þjóðleikhúsinu. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON TAKTU SORG MÍNA SVALA HAF Tuktu sorg inínu, svala haí! svæfðu’ hnnn' í öldunum þínum! Berðu’híitm' ú brjóstunum þínum, byrgdu’ hami’ í sölununi þínum! Drekktu’ henni’ í djúpum þínum! Syngdu nú grafljóðin, hljómsterka haf, yfír helgustu vonunum mínum, vænstu ogijúfustu vonunum mínum! Taktu sorg mína, sól, - og brenn sorg mína’ ígeislum þínum! Brenndu’ hana’á bálstraumum þínum! Berðu’ hana’ á ijósörmum þínum! Eyddu’ henni’ í eldi þínum! Hve feginn eg geng á það bái og brenn með björtustu vonunum mínum, vænstu ogkærustu vonunum mínum! Taktu sorg mína, vinfast vor, - ogvefðu’hana örmum þínum! Berðu’ hana’á blævængjum þínum burt undir himninum þínum! Svæfðu’ hana’ á svanbrjóstum þínum! Legðu blómin þín, Ijúfasta vor, á leiði’ yfír vonunum múium, viðkvæmu, síðustu vonunum mínum! Taktu sorg mína, góði guð! - gleð mig af krafti þinum! Lýs mér með Ijósunum þínum, lyft mér að hjartastað þíuum! - Egfel migí faðmi þínum! Láttu mig gleyma, Ijúfí guð, látnu vonunum minum. veslings bráðk\’öddu vonunum minum! Guðmundur Guðmundsson, oft nefndur skálaskáld, var frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, f. 1874, d. 1919. Hann orti (anda nýrómantíkur, var vel þekkt skáld á fyrstu áratugum aldar- innar og hafa nokkur Ijóð eftir hann orðið langlíf vegna þess að tónskáld somdu við þau lög sem enn eru sungin. RABB í BLÍÐU OG STRÍÐU AÐ ÞESSU sinni ætla ég að fara nokkrum orðum um hjónabandið. Kannski er ástæðan sú að af fáu hef ég jafn- mikla reynslu. í tæp 30 ár hef ég verið í sama hjónabandinu á hverjum degi og slíkt hefur að sjálfsögðu haft veruleg áhrif á hugsanir og viðhorf auk þess sem maður veltir stöðugt vöngum yfir því merkilega íyrirtæki sem sambúð tveggja einstaklinga óneitanlega er. Ekki svo að skilja að hér fari á eftir frásögn af mínu eigin hjónabandi - ekki beinlínis. Vitaskuld kemur lesendum ekkert við hvernig við hjónin högum okkar verka- skiptingu, leysum ágreiningsmál og eig- um saman notalegar stundir. Mig langar heldur ekkert til að bera það á torg. Að bera á torg! Það er í tísku. Fólk á öllum aldri giftir sig með stæl, helst að af- loknum gríðarlegum steggja- og gæsa- partíum sem stundum fá svo hrapallegan endi að þar við er látið sitja, gestirnir fá afboð á síðustu stundu og presturinn líka. Þegar betur vill til reynir fólk gjarnan að hafa athöfnina sem frumlegasta. Það læt- ur vígja sig á hestbaki, í flugstjórnarklefa eða heitum potti og kemst fyrir vikið í fjölmiðla. Veisluhöldin eru oft svo mikil- fengleg að foreldrar steypa sér í stór- skuldir. Nú ku vera línan að kveðja til hljómsveit og skemmtikrafta og panta mat fyrir allt að 200 manns sem hefur verið uppálagt að kaupa gjafir eftir óska- listum er hjónaleysin hafa útbúið í fínustu verslunum borgarinnar. Eg veit af hjóna- bandi sem til var stofnað á svipaðan hátt og entist í nokkra mánuði. „En mamma, þetta var samt ómetanleg reynsla,“ sagði brúðurin fyi’rverandi þegar móðir hennar stundi, kengbogin yfir skuldaskilunum. Sagt er að þriðja hvert hjónaband á ís- landi endi með skilnaði þótt flestum verði lengri lífdaga auðið en því sem hér er vitnað til. Menn gefa sér ýmsar skýringar á þessum tíðu skilnuðum, segja að samfé- lag okkar sé ekki fjölskylduvænt, að ekki sé nógu vel stutt við bakið á bamafólki, að hjónum sé fjárhagslegur akkur í því að slíta sambúð, að dýrtíðin sé of mikil og vinnuálagið of þungt. Svo er að sjá að allir aðrir beri ábyrgðina en þeir sem verkið eiga að vinna, þ.e. hjónin sjálf. Þegar ég var ung heyrðust um það há- værar raddir að hjónabandið væri úrelt stofnun. Fólk þreifaði fyrir sér með ann- ars konar sambúðarform, t.d. svokallaðar kommúnur þar sem hópur einstaklinga deildi kjörum. Fæstar þeirra urðu langlíf- ar. Margar konur lýstu yfir því að þær hefðu ekkert við eiginmenn að gera þar sem þær gætu staðið á eigin fótum fjár- hagslega og náð sér í börn eftir öðrum leiðum ef þær langaði til. Kokhraustir karlmenn fullyrtu að bragði að þeir hefðu annað og betra við líf sitt að gera en láta múlbinda sig við einn kvenmann. Slíkar raddii- heyrast miklu sjaldnar núorðið og löng kynni mín af ungu fólki benda ein- dregið til þess að flestir taki stefnuna á hjónaband. Ymsar rannsóknir hafa líka sýnt að hamingjusömustu einstaklingarn- ir eru þeir sem búa í farsælu hjónabandi. En hvemig stendur þá á því að öll þessi hjónabönd fara út um þúfur? Og er eigin- lega nokkur skaði skeður? Er það nokkuð flóknara að fara aftur á byrjunarreit og ná sér í nýjan maka en að skipta um vinnu eða húsnæði eða bara sjónvarps- rás? Kannski er misheppnuð sambúð ekk- ert annað en ómetanleg reynsla eins og stúlkan sagði. Ég held varla. í flestum til- vikum er hjónaskilnaður harmleikur sem getur haft varanlegar afleiðingar þótt fólk beri höfuðið hátt eins og íslendingum er tamt að gera. Slíkur harmleikur verður ekki umflúinn þegar hjónin hafa brennt allar brýr að baki sér en alltof oft er ein- blínt á þessa leið út úr hversdagslegum erfiðleikum sem hjónabandið hlýtur að hafa í för með sér ekki síður en sælu- stundimar. Þegar glansmyndin dofnar, nýjabrumið fer af brúðargjöfunum, reikn- ingar hrannast upp, ólíkir hagsmunir rekast á og samræma þarf mismunandi hefðir og lífsskoðanir er eins og renni upp fyrir öðmm aðilanum eða báðum að hjónabandið sé reist á sandi - mistök frá upphafi. Og þau halda hvort sína leið - með harm í hjarta. Er tilnokkur formúla fyrir góðu hjóna- bandi? Ég held ekki - ekki frekar en fyrir góðu listaverld. Menn hafa verið að dunda við slíkar formúlur frá ómunatíð en þær virka bara ekki. Og í raun réttri má líkja hjónabandi við listsköpun þar sem eiga sér stað átök milli efnis og forms. Góð listaverk verða sjaldan til átakalaust og sambúð tveggja einstaklinga hlýtur að hafa togstreitu í för með sér. Það er engin tilviljun að þau hjónabönd eru traustust þar sem erfiðleikar hafa knúið dyra og fengið farsæla lausn á sama hátt og bestu listaverkin hafa kostað strangar fæðing- arhríðir. I báðum tilvikum ræður þó úr- slitum sá neisti sem lagt var upp með í byrjun. Það hlýtur að vera á valdi hjón- anna sjálfra hvort neistinn, sem þau tendruðu með sér, lifir eða lognast út af. Hvomgt gerist sjálfkrafa. Því hefur verið haldið fram að hjóna- bandi í samfélagi nútímans sé hættara en áður fyrr, það sé ekki lengur framleiðslu- eining heldur neyslueining svo að gripið sé til hugtaka félagsfræðinnar. Eitthvað er kannski til í þessu. Hjón, sem hafa það eitt að markmiði að stunda sameiginlega neyslu, huga sjaldan að því að byggja eitthvað upp. Þarna koma svo markaðs- öflin til skjalanna með öllum sínum gylli- boðum fyrir munn og maga og aðrar lystisemdir sem eiga að tryggja ævarandi vellíðan og hamingju. Víst eru þessi til- boð freistandi en stöðug neysla verður skelfing innihaldsrýr þegar til lengdar lætur og lítt til þess fallin að glæða neist- ann í sambúðinni nema þá sem dálítil aukageta með því sem hjónin skapa sér sjálf. Hvað er þá til ráða? Varla getum við snúið til baka og breytt hjónabandinu í gamaldags framleiðslueiningu á ný, ekki síst þar sem engir kvótar lijggja á lausu, hvorki til lands né sjávar. A hinn bóginn er óþarfi að láta berast með straumnum eða leggja árar í bát við fyrstu ágjöf. Mestu skiptir að við þorum að vera við sjálf, móta stefnuna, byggja hjónabandið upp eftir eigin þörfum og leggja í það líf og sál. Það á nefnilega að vera listaverk, einstakt í sinni röð. Listaverk eru að sjálfsögðu misgóð og sum heppnast ekki. I þeim getur samt falist ómetanleg reynsla hafi þau verið unnin af alhug. GUÐRÚN EGILSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.