Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 11
* IRINAS nya liv eftir Nils Gredeby og í leikstjórn Suzanne >sten kemur hingað til lands frá Borgarleikhúsinu í Stokk- hólmi og leikhópnum Unga Klara. s og Virgin. Hann hefur fast aðsetur í Royal College of Music Lundúnum og hefur haldið tónleika um allan heim. Kvartett- in er 25 ára gamall en frá árinu 1995 hefur Asdís Magnús- óttir gegnt þar stöðu víóluleikara. Gestaleikari á tónleikunum Listahátíð verður Einar Jóhannesson klarinettuleikari. Tón- ikarnir verða í íslensku óperunni 27. maí og á efnisskrá eru »rk eftir Haydn, Janacek og Mozart. Aðalsópransöngkona Kirovóperunnar í Sankti Pétursborg, alina Gorchakova, heldur tónleika í Háskóla- íói 2. júní. Þar syngur Gorchakova rússneska starsöngva við undirleik Larissu Gergievu. orchakova sló fyrst í gegn á Vesturlöndum í lutverki Renötu í óperunni Eldengillinn eftir rokofiev í Lundúnum árið 1991. Eftir það hefur ún komið fram í öllum virtustu óperuhúsum eims; Covent Garden og Royal Albert Hall í undúnum, Metropolitan í New York, Bastillu- penmni í París, Þjóðaróperunni í Vín, Kölnar- perunni, La Scala í Mílanó, ofl. Hún er talin í •emsta flokki sópransöngkvenna og í The Her- Id var skrifað um tónleikadagskrána sem flutt erður á Listahátíð að þar hafi fengist „einstakt ekifæri til að hlýða á eina mikilfenglegustu ingrödd samtímans." Með aðstoð franska sendiráðsins hefur Lista- átið tekist að fá hinn heimsþekkta franska ljómsveitarsjóra Yan Pascal Tortelier, aðal- .jórnanda Fílharmóníusveitar BBC, til að jórna tónleikum með Sinfóníuhljómsveit ís- mds í Háskólabíói 5. júní. Einleikari á fiðlu erður hin tvítuga Viviane Hagner sem þegar efur haslað sér völl sem einleikari og leikið íeð þekktum hljómsveitum og hljómsveitar- tjórum, s.s. Zubin Mehta og Daniel Barenboim. efnisskrá eru verk eftir Gabriel Fauré, Alban erg, Maurice Ravel og Paul Hindemith. Voces Thules flytja Þorlákstíðir í fimm hlut- m og á fornum eyktatímum í Dómkirkju Krists onungs, Landakoti, á Hvítasunnu, 31. maí og 1. INDVERSKI dansarinn Archana kemur fram í sýningu sem nefnist Seiður Indlands. IVIUI yui iuiuuiui UUIII OPNUNARHÁTÍÐ Listahátíðar fer fram í miðbæ Reykjavíkur og við gömlu höfnina þar sem Listasafn Reykjavíkur vígir nýja sýningaraðstöðu í Hafnarhúsinu. ViðamikHir myndlistarviðburðir Myndlistarviðburðir á listahátíð verða bæði viðamiklir og margvíslegir. í upphafi var getið um sýningu á úrvali verka úr Errósafni Lista- safns Reykjavíkurs í Hafnarhúsinu en sýn- ingin ber yfirskriftina Konur. Erró sýnir einnig Vasamyndir á samsýningu með Guð- jóni Bjarnarsyni í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti. Kirkjutextíll Margrétar Þór- hildar Danadrottningar verður til sýnis í Þjóðminjasafninu og í Listasafni íslands verður opnuð sýning á um 60 höggmyndum eftir súrrealistann Max Ernst. Hlið sunn- anvindsins nefnist sýning þriggja þekkt- ustu myndlistarmanna Mósambík sem verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Odella - að lifa af og Sópaðu aldrei síð- degis eru tvær sýningar sem verða opnaðar í Gerðubergi á Listahátíð. Með ljósmyndum og texta, og fyrir milligöngu ljósmyndarans Carlotu Duarte, veitir hin 67 ára gamla Odella frá Bandaríkjunum áhorfendum innsýn í líf sitt sem markað er af ofbeldi, einmanaleik og þjáningu. Carlota Duarte hefur einnig sett saman sérstæða sýningu á ljósmyndum sem indíánakonur úr Maya þjóðflokknum frá Chipas í Mexíkó tóku. Frumbyggjar í Chiapas hafa mátt lifa við stöðugar ofsóknir og skemmst er að minnast fjöldamorðanna sem þar voru framin um síðustu áramót. Þessar konur verða staddar hér á landi við opnun sýn- ingarinnar. Listamennirnir Inga Svala Þórsdóttir og Wu Shan Zhuan sýna Grænmetisleik í Galleríi Ing- ólfsstræti 8. Tilraun með tilgerðarleysi nefnist sýning á mannamyndum Agústs Petersens og portrettum úr listasmiðju barna í Listasafni Alþýðu, Asmundarsal. Hafsteinn Austmann sýnir Akvarellur í Stöðlakoti og á sýningunni Skjáir veruleikans í Norræna húsinu sýna saman 10 evrópskir listmálarar. Flögð og fógur skinn er heitið á umfangs- miklum myndlistarviðburði á vegum íslensku menningarsamsteypunnar art.is á Listahátíð. Sýningin verður haldin í Nýlistasafninu og í tólf búðargluggum á Laugavegi með verkum hátt á fimmta tugar íslenski’a listamanna. Um leið verður gefin út vegleg 400 blaðsíðna bók með greinum eftir fjölda íslenskra fræði- manna. Verk fjögurra erlendra gestalista- manna verða á sýningunni, þeirra Barböru Krúger, Louise Bourgeois, Orlan og Matthew Barney. Viðfangsefni verkefnisins er mannslík- aminn eins og hann birtist í menningu okkar. Nánar verður fjallað um myndlistaiviðburði á Listahátíð í Morgunblaðinu á næstunni. Miðasala á Listahátíð hófst 15. apríl hjá Upp- lýsingamiðstöð ferðamála að Bankastræti 2. júní. Þessi forna helgitónlist, sem varðveitt er í íslenskum handritum verður hér flutt í heild sinni í fyrsta skipti eftir siðaskipti. Þorlákur biskup Þórhallsson er eini dýrlingur Islend- inga og í ár eru 800 ár liðin frá því að bein Þor- láks helga voru tekin úr jörðu. Voces Thules hafa unnið að efnisöflun og rannsóknum á Þor- lákstíðum í tvö ár. Verkið hefur verið endurrit- að með fornri nótnaskrift og sérfræðingur í miðaldalatínu hefur veitt meðlimum Voces Thules ráðgjöf um þann framburð sem Islend- ingar hafa hugsanlega notað á þeim tíma er Þorlákstíðir urðu til. A miðnæturtónleikunum Straumar í Iðnó flytja Martial Nardeau og félagar ásamt Tríói Reykjavíkur tónlist frá ýmsum heimshlutum. I tilefni 10 ára afmælis Tríós Reykjavíkur verð- ur frumflutt verk eftir Jón Nordal. Þá verða leikin verk eftir Antonín Dvorák, Aaron Copland, Ravi Shankar, Arthur Piazolla og Yoshihisha Taira. Af tónlistarviðburðum á Listahátíð ber loks að nefna rokk-, salsa og popp-óperuna Carmen Negi-a sem sýnd verður í Islensku óperunni. Frumsýnt verður 29. maí. Leikgerð þessi sem byggist á óperunni Carmen eftir Bizet var gerð fyrir Kammeroper í Vínarborg árið 1988. Hún hefur einnig verið sýnd í Tampereen Teatteri í Finnlandi. Sögusviðið er Santa María, dulúð- ugt ríki í Suður-Ameríku, í skugga kúgunar, uppreisnar - og heimsmeistarakeppni í fótbolta. Klúbbur Listahátíðar ber yfirskriftina Þar m draumar rætast og verður til húsa í Iðnó. Þar verður staðið íyrir margvíslegum upp- ákomum, tónleikum, danssýningum og fyrirlestrum. Klúbburinn verður sam- komustaður listamanna og gesta hátíðar- innar og þar verður rekinn veitingarstað- urinn Iðnó við tjömina. Viðburðum á Listahátið lýkur á sjómannadaginn, 7. júní, en þá verður opnuð sýning á útilistaverk- um meðfram suðurströnd Reykjavíkur á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, RUSSNESKA sópransöngkon- an Galina Gorchakova. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.