Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Side 15
SAGNFRÆÐINGURINN Árni Arnarson hefur undanfarið gagn- rýnt þjóðernishyggju íslendinga og það af nokkurri hind. Hann segir íslenska þjóðemiskennd nýja af nálinni, fráleitt sé að kalla menn á borð við Jón Arason „þjóðernissinna". Það er meira en lítill sannleikskjarni í máli Árna. Hólabiskupinn var fyrst og fremst....kaþ- ólskur, segja sannfróðir og siðskiptin taldi hann öll hin verstu mál“, eins og skáldið seg- ir. Jón var varla íslenskur þjóðrembukarl, föðurland hans var heilög kirkja. Villur Árna En málflutningur Árna er víða meingall- aður. Til dæmis verður hann tvísaga er hann segir annars vegar að biskupinn hafi talið Island hluta Noregs, hins vegar að hann hafi fyrst og fremst verið skuldbundinn kirkj- unni. Til að gera illt verra uppástendur Árni að Islendingar hafi litið á sig sem Norðmenn HRANNAR BALDURSSON SIGGA Það er kalt úti andvarinn frýs í vitum él kemba götuna það er svört nótt Hérna innan dyra sviðnar enni og hjarta og þú ert nærri einhvern veginn Þú ert lítil stúlka í gviu pilsi á alltof köldum sumardeginum fyrsta Þú ert ung dökkhærð kona í Borgarfirði með vonbiðla á hælunum Þú ert móðir móður minnar Þú ert ég Nú ert þú dáin og lífíð hefst að nýju en án þín - án þín lifum við þig Þú varst ekki aðeins amma mín og leið- beinandi Þú varst spekingur og vinur minn og saman lærðum við um heiminn Þú ert ég Þú elskar sögur ljóð og fagra veröld Lífþitt og breytni skal ég spegla Við ræddum við eldhúsborðið um öll heimsins undur þú gafst mér ís og grillaðar samlokur og þú kenndir mér að hlusta Þú ert ég Og innan í mér svífur eins ogífallhlíf björt minning um þig Höfundur er ungur Reykvíkingur. LEIÐRÉTTING STUNDUM kemur fyrir að heimildir reynast ótraustar og ber þá að leiðrétta og hafa það er sannara reynist, þegar það rétta kemur í ljós. Röng nöfn stóðu undir mynd í grein Tómasar Einarssonr um ferð á Hofsjökul á páskum 1937, sem birtist í Lesbók 4. apríl sl. Undir myndinni sem hér er endurbirt stóð réttilega að Magnús Andrésson sé lengst til vinstri. Ranglega var farið með nöfn hinna tveggja, en það rétta er að í miðju er Björn (Bói) Hjalte- sted og lengst t.h. er bróðir hans, Kjartan Hjaltested. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Myndin var tekin á ferð um Mýrdalsjökul á páskum 1938. NORSKUR EÐA HORSKUR? ÁRNI ARNARSON OG (SLENSKT ÞJÓÐERNI EFTIR STEFÁN SNÆVARR framan af öldum. í fyrsta lagi er staðhæf- ingin undarleg í ljósi þeirrar skoðunar sagn- fræðingsins að þjóðerniskennd sé nýtísku- fyrirbæri. Skyldi nú norsk þjóðernisvitund vera ættuð frá forneskju, gagnstætt þeirri íslensku? Staðreyndin er sú að margir norskir fræðimenn telja að Norðmenn hafi vart orðið norskir fyrr en eftir 1814 er Nor- egur komst undan Danmörku. Athugun, sem gerð var á þjóðerniskennd skólabarna í Noregi skömmu eftir miðbik síðustu aldar, sýndi að meirihlutinn skynjaði sig ekki sem Norðmenn. Því eru litlar líkur á því að ís- lenskir kirkjuhöfðingjar á sextándu öld eða goðar á þeirri þrettándu hafi talið sig norska. I öðru lagi hefur Ami beint og milliliða- laust á röngu að standa. Islendingar hafa aldrei haft norskt „ídentitet" svo vitað sé. Lítum fyi’st á tilvitnun hans í skuldbinding- arbréf Álþingis frá 1551 þar sem stendur að „Vorrt fósturland Jsland ... [sé]... eitt liggi- ande lida mot vnder Noregis krunu“. Hvort eigum við að leggja mesta áherslu á að ís- land sé kallað „vort fósturland" eða eitt „liðamóta“ norsku krúnunnar? Var þetta til- raun til að lækka rostann í Dönum, sýna þeim fram á að þeir ríktu aðeins yfír Islandi í krafti þess að vera herrar Noregs? Og sannar sú staðreynd að bréfritari virðist hafa talið Noregskonung réttborinn herra landsins að viðkomandi hafi litið á sig sem. Norðmann? Islendingar voru dönskum kóngum sauðtryggir öldum saman án þess að kalla sig „danska“. Auk þessa má finna óræk merki um einhvers konar fóðurlands- hyggju (patriotisma) hjá Arngrími lærða sem var á dögum skömmu eftir að bréfið var sett saman. I vamamti sínu fyrir Island, De Brevis Commentaris de Islandia (Ein lítil athugasemd um Island), segir hann að sá mesti heiður sem manni geti hlotnast sé sá að verja æru föðurlandsins. I viðauka bókar- innar má finna kvæði á latínu eftir Guðmund Einarsson (d. 1647) þar sem ættjörðin ávarpar Arngrím í líki konu og þakkar hon- um liðveisluna. Annar samtímamaður Arn- gríms, Sigurður Stefánsson (d. 1595), kallar lærdómsmanninn „orðstír og prýði ættjarð- arinnar". Tæpast hafa íslendingar skipt um þjóðerni á hálfri öld. Vissulega var þjóðemiskennd vart til á miðöldum, a.m.k. ekki í nútímamynd. Samt sem áður kölluðu Islendingar sig ekki „Norðmenn". í Grágás eru Norðmenn spyrtir með Svium og Dönum og nefndir „útlendingar sem tala vort mál“. Slíkir út- lendingar höfðu heldur meiri réttindi á Fróni en aðrir erlendir menn. Við má bæta að í Sturlungu er greint skarplega milli ís- lenskra og norskra hátta, íslenskra og norskra eiða, og er bókin þó talin rituð eftir að Islendingar misstu sjálfstæði sitt. Fimm- tíu áram eftir að Island varð skattland Nor- egskonungs kalla oddvitar íslenskrar alþýðu ísland „föðurland vort“ í bréfinu fræga „al- múgans samþykki“. Athyglisvert er að Adam af Brimum lýsir þjóðum Norður- landa, Norðmönnum, Svíum, Dönum og Is- lendingum í bók frá 1075. Hundrað tuttugu og fimm áram seinna endurtaka danskir fræðimenn leikinn. Þessir lærðu menn töldu íslendinga ekki Norðmenn. Enn einn lær- dómsmaðurinn, hinn norski höfundur Kon- ungskuggsjár, hefur svipaða skoðun. Hann lýsir íslandi sem fjarlægri og dularfullri eyju og nefnir það í sömu andrá og írland. Þjóð verður (il Sennilegasta skýringin á því að íslending- ar fengu tiltölulega snemma einhvers konar vitund um sig sem sérstaka þjóð er í einn stað sú að landið var langt frá Noregi og sjálfstætt ríki um aldaraðir. I annan stað telja norskir sagnfræðingar á borð við Knut Helle að Norðmenn hafi ekki haft norska þjóðemisvitund á tíundu öld. Því er ósenni- legt að norskir bændur sem fluttust til Is- lands á landnámsöld hafi talið sig „Norð- menn“. Líkast til hafa þeir kennt sig við Hörðaland, Rogaland, Mæri eða jafnvel Gu- laþing. Margir telja að fyrsti vísir þjóðemis- kenndar á Norðurlöndum hafi orðið til í kringum þingin, t.d. mun orðið „patria“ (föð- urland) fyrst hafa verið notað um lögsagnar- umdæmi þinga. Þar sem Island var eitt þingsvæði vora skilyrði góð þar fyrir mynd- un einhvers konar þjóðernis. Ekki þar fyrir að íslensk þjóðernistilfinning hefur líklega verið bundin við yfirstéttina fyrstu aldirnar. Fátækir og fákunnandi bændur þekktu eng- an heim utan sveitar sinnar. Svo yrkir Guð- mundur frá Sandi um „Ekkjuna við ána“: „Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett...“ Kerlingarhróið er þá sennilega norskt samkvæmt kokkabókum Árna! Að gamni slepptu væri fróðlegt að vita hvaðan Árna kemur sú viska að Islendingar hafi talið sig norska þegna á þjóðveldisöld. Ég held að hún byggi á tilvitnun sem Sigurður Nordal tilgreinir í Islenskri menningu. Prestlingur sem Jón hét, og var nefndur „hin helgi“ og var uppi á þjóðveldisöld, ku hafa sagt norsk- um kóngi að Islendingar væra hans menn og þegnar. Því er til að svara að þetta kann að hafa verið kurteisishjal og ekkert annað, auk þess var kirkjan löngum höll undir Nor- eg. Þó kastar tólfunum þegar Árni gerir Sigurði upp þær skoðanir að Islendingar hafi talið sig þegna Noregskonungs á þjóð- veldisöld, en á blaðsíðu 243 í Islenskri menn- ingu segir Sigurður að íslendingum til foma hafi verið „... hagræði að vera útlendingar í Noregi“. Ræða Einars þveræings bendir altént til þess að máttug öfl á íslandi hafi talið hagræði að sjálfstæði landsins. Skiptir hér engu hvort tala þessi er söguleg stað- reynd eða. hugarburður Snorra spaka í Reykholti. Lokaorð Árni skilur ekki muninn á þjóðemis- hyggju sem skipulegri hugmyndafræði og einhvers konar óljósri þjóðerniskennd. Ekk- ert var skapað úr engu, nútíma þjóðemis- stefna á sér gamlar rætur þótt ekki hafi þetta blóm (hins illa?) tekið að vaxa að ráði fyrr en um aldamótin 1800. Það skýtur skökku við að ráðast á íslenska þjóðrembu en trúa um leið á frasa norskra þjóðernis- sinna sem halda að íslendingar hafi talið sig norska á söguöld og jafnvel síðar. Árni er öragglega efnilegur fræðimaður en hann er ekki horskur ef hann telur landa sína norska. Höfundurinn starlar við Filosofisk Institut í Bergen. ÞJÓÐMÁLAÞANKAR LANDKYNNINGAR-FÁRI LINNIR Loks kom að því. Loks sáu menn tilgang í öðru en því einu og sér að stunda landkynningu í útlöndum og fóru að kynna jákvæða hluti hér innanlands. Ég er vitaskuld að tala um landsliðið í fíkni- vörnum sem kynnt var nú nýlega. Fyrir nokkrum dögum var verið að víkja að land- kynningargildi Völu Flosa þar sem hún stökk á Spáni og það gekk alveg fram af mér. Þannig er nefnilega háttað í landkynningar- málum um þessar mundir að það er ekki gott að tengja þá góðu íþróttakonu við þær ferðir sem helst er boðið upp á hérlendis um þessar mundir. Reyndar finnst mér afar skrýtið að öflug- asta samgöngufyrirtæki landsins - að minnsta kosti ef talið er í fjölda skrokka milli landa - skuli ekki búa yfir betri þýðendum að þeir viti ekki hvað einnar nætur gaman þýðir. Á ís- lensku sem ensku. Kannski þurfa þeir að læra meira í málum. Eða að ferðaskrifstofa hugsi ekki út í það í jafn umhverfismeðvituðu landi og Island er nú að hugsa ekki út í hvaða merking liggi í að mega aka frjálst og óhindr- að um landið. Þetta er kannski útblásturs- aukningin sem við fengum í Kyoto? Reyndar vill svo til að menn hal'a fyrir sér greinar í ómerkilegum blöðum um svallferðir til ís- lands og lipurð kvenna við túristana. Eða séð hvemig amerískar sjónvarpsstöðvar hafa áhuga á að kynna landið þarlendum slökkvi- liðsmönnum. Sjálfsagt fóru þeir á krá svona til að anda að sér vínmenningunni marg- frægu. Hvað sem því líður þá er eitt að selja landið í túrisma og annað að selja það sem lastabæli. Svo vill til að ekki eru mörg ár síðan félagi minn sá verulegan kost í því að feta í fótspor indíana Norður-Ameríku, sem hafa leyfi til að reka spilavíti og hórumang innan vissra verndarlanda, eða þá fylgja eftir furstanum í Mónakó sem rekur eitt allsherjar spilavíti. Reyndar kann að vera að við fengjum fleira en gott þykir í slíkum bransa. Margir hafa bent á að ástandið í miðbæ Reykjavíkur og ýmiskonar fikniefnavandamál sem hafa aukist giáðarlega síðustu ár meðal ungs fólks eigi rætur sínar mest að rekja til fullorðinna ís- lendinga. Skemmtanahald þeirra sé versta fyrinnynd sem fmna má. Og þar er ég sam- mála. Líklega liggur einmitt helsta von okkar með unga fólkið í tísku sem tengist heilsusam- legri ímynd og hollu líferni. Og þar víkur sög- unni aftur að Völu og Erni og fyrrgreindu landsliðsfólki. Þau ár sem ég hef starfað í skólum hafa menn komið í góðri meiningu og sýnt hrika- legar kvikmyndii' um áhrif reykinga og fíkni- efna. Einnig hafa viðreistir neytendur komið í góðri trú að tala um fyrir fólkinu og svo má lengi telja. En það er ekki oft sem fólki dettúr í hug að fá afreksfólkið í lið með sér í svona baráttu. Magnús Scheving hefur verið óþreytandi að fara um landið að tala við börn og foreldra. Hann hefur meira að segja samið bækur og leikrit sem hitta beint í mark í baráttunni. Þetta eru forvarnir og þær þurfa að hitta í mark, snemma og áður en börnin eru komin í snertingu við vágestina. Einnig hafa einstaka íþróttafélög tekið það upp að koma í veg fyrir að menn t.d. fagni sigrum á almannafæri með áfengi og drykkjulátum. Tilburðir til þess voru m.a. að láta menn skála í mjólk og síðar í kóki við bikarfögnuði í fótbolta. Það er lík- lega erfitt að fá fullorðna til að hætta að detta í það - en þeir gætu látið það ógert á ai- mannafæri og á íþróttaleikvöngum. Betra að sulla í mjólk. En þetta starf landsliðsfólksins er frábært, óeigingjarnt og vel þegið. Mér hefur reyndar löngum þótt t.d. skólar gera of lítið af því að hampa íþróttafólki sínu, - það hefur vikið fyr- ir t.d. jafnómerkilegu fyrirbæri og ræðu- keppninni Morfís. í flestum skólum er að finna afreksmenn sem eru þá um leið skipu- lagðir, samviskusamir og ekki aðeins fyrir- myndir um holla lífshætti heldur einnig fyrir- myndir á öðrum sviðum líka. Þessu fólki á að hampa meira og nýta sér það um leið og það er stutt og hvatt áfram. Einhvern tíma varp- aði ég því fram á prenti að það væri líklega vandi að það væra of margir antisportistar í skólakerfinu. Það er vissulega gott og blessað að kynna landið og jafnframt ágætt að laða hingað ferðamenn. En það er líka mikilvægt að sýna íslenskum börnum fyrirmyndir (horfðu til dæmis á drykkjulæti tónlistarmyndbanda) og fá fyrirmyndirnar til að koma í skólana og ræða við krakkana um lífshætti. Og meðan þetta fólk leggur sig í að mæta á mót, manna- mót og í skólastofur til að hvetja til jákvæðra lífshátta fyrir það eitt að fá þakkirnar - kannski ekki ofmældar - þá er ég sem kenn- ari og foreldri þakklátur. Það þýðir kannski að fleiri læri töfraorðið gegn dópi, gegn áfengi og gegn tóbaki og hafi þá um leið sjálfsöryggi og kjark til að segja: takk fyrir en NEI! MAGNÚS ÞORKELSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.