Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Side 17
Ljósm.: Greinarhöf. BÆJARRÚSTIR við Hvalseyjarfjarðarkirkju. Inngangur húsanna vai' lægri en gólfíð sjálft til að halda hitanum inni og kuldanum úti. Þetta fólk þekkti kajaka og hundasleða og notaði örvar og boga ólíkt þeim eskimóum sem áður höfðu búið á Grænlandi. Neo-eskimóarnir héldu sig á þeim svæðum sem buðu upp á ís- veiðar og þar sem hvalir og rostungar voru í nægilega miklu magni til að viðhalda hópi eski- móanna. Fornleifarannsóknir gefa til kynna að þessir eskimóar hafí fyrst numið land norðar- lega á vestui'strönd Grænlands en flutt sig sí- fellt sunnar eftir því sem árin liðu og einkum þegar loftslagið kólnaði. Norrænu landnem- arnh' ferðuðust til svokallaðs Norðurseturs, sem líklega hefur verið norðan Diskó-flóa á vesturströnd Grænlands, til að veiða rostunga og náhveli en hvort tveggja gaf af sér verðmæt skögulbein sem vinsæl voru í Evrópu. Við Diskó-flóa hafa noi-rænh' menn á veiðiferðum sínum hitt fyrir inúíta, þ.e. hina fyrrnefndu Neo-eskimóa, í fyrsta sinn á Grænlandi, líklega fyrir 1250. I goðsögum inúíta segir frá skiptum þeirra við norræna menn og ber stundum á bardögum milli þeirra. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að segja að norrænum mönnum hafl hreinlega verið útrýmt af inúítum. Ivar Bárðarson vai' sendur við fleiri menn af lögmönnum norður til Vestribyggðar um miðja 14. öldina að berjast við skrælingja en svo voru inúítarnir kallaðir. Af þessu má álykta að norrænir menn í Vestri- byggð hafi orðið fyrh- árás inúíta sem ívar og fleiri menn skyldu hefna. En Ivar kom með þær fréttir úr fór sinni að skrælingjar ættu alla Vesti'ibyggð. Þó varð hann ekki var manna- ferða heidur varð einungis villtur búpeningur á vegi hans. Fornleifarannsóknir í Vestribyggð hafa þó ekki stutt hugmyndirnar um árás inúít- anna á norræna menn. I mörgum goðsögnum inúíta er getið góðra og ánægjulegi’i viðskipta millum þessa ólíka fólks. Aðrir segja að sú staðreynd hljóti að hafa skipt mestu um hvarf norrænnar menningar úr Grænlandi að veðurfarsbreytinga fór að gæta í lok 13. aldar. Loftslagið á fyrri hluta land- námstímans kann að hafa verið hlýrra en nú í dag en síðan tók að kólna verulega og það kann óneitanlega að hafa haft slík áhrif á mannvist- ina á Grænlandi að fólkið hafi hreinlega flúið þaðan. Enn aðrir telja að minnkandi verslun við Evi'ópu hafi átt mestan þáttinn í að norræn bú- seta lagðist af á Grænlandi. Á 11. og 12. öld voru viðskiptaferðir tíðar millum Grænlands og Noregs en segja má að Bergen hafi verið viðskiptamiðstöð sem tengdi norræn lönd við Evrópu. Hansakaupmenn urðu sífellt meira áberandi í viðskiptanetinu sem tengdi Norður- lönd við meginland Evrópu á þessum tíma og þeir sáu lítinn hag í að stunda hættulegar sigl- ingar til Grænlands til að eiga minniháttar við- skipti við smátt samfélag. I kjölfarið hefur minna borist af vörum til Grænlands og líklega hefur hlutfall ýmissa næringarefna minnkað í fæðu norræna fólksins sem síðan kann að hafa leitt til heilsubrests og hallæris. Brúðkaup 1408 -siðan þögn Líklegast er að allar fyrrgreindar ástæður skýri best -sameiginlega hvarf norrænnar menningar úr Grænlandi. Ytri aðstæður nor- ræna samfélagsins á Grænlandi tóku breyting- um í lok 13. aldai'innar. Samskipti norræna fólksins við inúita urðu sífellt meiri og líklegt er að á stundum hafi slegið í brýnu. Loftslagið kólnaði og breytti aðstæðum öllum þannig að inúítarnir færðu sig sífellt sunnar eftir því sem kólnaði meira. Þetta leiddi til þess að inúítar komu sífellt lengi-a inn á norrænu búsvæðin sem aftur hefur orðið til þess að samskipti þessa ólíka fólks jukust. Fullvíst er að sam- skiptin hafí verið góð á stundum, jafnvel oftast, en eitthvað er líklegast hæft í sögunum af bar- dögum þessa fólks. Frásagnir af samskiptum noiTænna manna við hina svo kölluðu ski'æl- ingja í Vínlandi voru blóði drifnar og styðja samskonar ft-ásagnir í goðsögum inúíta. Ofan á þessa raun norræna fólksins bættist vaxandi HVALSEYJARFJARÐARKIRKJA og náttúran í kring. Ljósm.: Inga Dagmar Karlsdóttir. kuldinn sem gerði ræktun búfénaðar sífellt erf- iðari. Loks er þess að geta að áhuginn erlendis á Grænlandi fór þven-andi. Síðasti biskupinn á Grænlandi lést einhvern tímann á árunum 1376-78 en eftir lát hans var enginn nýr biskup sendur út til að taka við biskupsdæminu. Verslunarferðum til Grænlands fækkaði veru- lega og sífellt varð minna ritað um landið og fólkið sem í því bjó. Síðustu frásagnir af veru norrænna manna á Grænlandi greina frá brúð- kaupi sem átti sér stað í Hvalseyjarfjarðar- kirkju árið 1408. Eftir þá frásögn tekur þögnin við. Fólkið á Grænlandi einangraðist í sínum harðnandi heimi. Sumir hafa eflaust flust burt en ekkert verður endanlega um það sagt hver afdrif síðustu norrænu íbúanna á Grænlandi voru. Inúítar bjuggu þó áfram á Grænlandi enda var menning þeirra aðlöguð norðurslóðum. Það sem menning þeirra hafði einkum fram yfir menningu norræna fólksins var hreyfan- leiki. Rannsóknh' á fornleifum hafa leitt í ljós að inúítarnir hafí verið á mikilli hreyfingu með ströndum Grænlands frá fyrstu tíð. Norræna menningin bauð ekki upp á þennan hreyfan- leika heldur var hún byggð á fastri búsetu á jörðum sem gerðu ræktun búfjár mögulega. Með hreyfanleika sínum gátu inúítar auðveld- lega tekið sig upp og nálgast ný og ný veiði- svæði. Þegar tók að kólna á búsvæðum nor- rænna manna á Grænlandi urðu skilyrði fyrir menningu þeirra verri en um leið hagstæðai'i fyrir menningu inúíta. Grösug beitilönd voru ekki mikilvæg inúítunum heldur byggðu þeir á spendýraveiðum innan um ísjaka og selveiðum um vakh- ísilagðra fjai'ða. En ísilagðh' firðir, í kjölfar kólnunar, áttu eflaust þátt i hvarfi nor- ræns samfélags úr Grænlandi, eins og rakið hefur verið í þessari grein. Norræna fólkinu hefur ekki tekist að aðlaga sig þeim breyttu aðstæðum sem norðurslóð- irnar buðu inúítum. Norræna samfélagið hélt áfram búskap sínum eins og áður en við aðrar og erfíðari aðstæður en í upphafi landnámsins. Fornleifarannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að meðalhæð norræna fólksins á Græn- landi lækkaði frá landnáminu til loka veru þess þar. Þau lík sem fundust á Herjólfsnesi voru vel geymd í kuldanum. Það sem vekur mesta furðu við þann fund er klæðnaður fólks- ins sem var eftir tískusti'aumum í Evrópu á 15. öldinni. Það hefði farið fólkinu betur að klæðast skinni líkt og inúítarnir til að verjast kuldanum í stað ullarfata. Á sama tíma og skip norræna fólksins hurfu af sjónarsviðinu sökum timburskorts á Grænlandi (m.a. vegna minnk- andi verslunar), sem leiddi til frekari einangr- unar norræna samfélagsins, tjölgaði húðkeip- um inúítanna. Þær aðstæður, sem urðu til þess að norræna samfélagið og menning þess dó út, hvöttu til útbreiðslu inúíta og menningu þeirra. Kólnun og breyting veðurfars kann að vega þyngst til skýringar á hvarfi norrænnar menn- ingar úr Grænlandi. Vegna kólnunarinnar varð norræna fólkinu ekki kleift að stunda sama búskap og fyrr, eins og rakið hefur verið í þessari gi'ein, og í kjölfar kólnunai'innai' juk- ust samskipti norrænna manna við inúítana auk þess sem siglingar til og frá Grænlandi urðu hættulegri og fátíðari sem hvort tveggja kann að hafa haft enn frekari áhrif á hvarf norrænnar menningar úr Grænlandi. Mörg dæmi í mannkynssögunni eru til um það að menningin sé háð náttúrunni, að menn- ingu hafi „hnignað" eða hún „blómstrað" við hin ýmsu breytilegu ytri skilyrði. Lærdómur- inn sem draga má af þessu öllu saman er því sá að þegar ytri aðstæður breytast getur reynst nauðsynlegt að taka upp aðra lifnaðar- hætti, þ.e. aðra og ef til vill nýja menningu ef samfélag á að lifa áfram í breyttum heimi. Ennfremur hafa lifnaðarhættir inúíta á norð- urslóðum sýnt að maðurinn getur aðlagast jafnvel erfíðustu skilyrðum hér á jörð. Höfundur er mannfræðinemi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.