Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Qupperneq 20
TÓNLEIKAR MEÐ VERKUM KARÓLÍNU EIRÍKSDÓTTUR í LISTASAFNI (SLANDS TÓNLEIKAR með tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur verða haldnir í Listasafni íslands sunnudagskvöldið 19. apríl kl. 20. Á efnisskrá eru fimm verk, þar af tvö frumflutt. Annað verkið sem frumflutt verður er ljóða- flokkurinn Heimkynni við sjó sem saminn er við níu ljóð í samnefndri ljóðabók Hannesar Péturssonar. Lýsir Karólína ljóðunum sem miklum náttúrustemmningum, þar sem stein- ar og fjara, fuglar og selir, sjór og land séu meðal yrkisefna. Kveðst hún í tónsköpun sinni reyna að túlka ljóðin og stemmningamar í þeim, en góð ljóð séu oft og tíðum þeirri nátt- úru gædd að „gefa manni músíkalskar hug- rnyndir". Svo skemmtilega vill til að Karólína og Hannes eru bæði búsett á Álftanesi, þannig að tónskáldið hefur að líkindum átt auðvelt með að setja sig í spor ljóðskáldsins, væntir blaða- maður. „Pað má kannski segja það,“ segir Karólína. „En þótt Álftanesið komi óneitan- lega upp í hugann við lestur Ijóðanna eru þau í mínum huga algjörlega óháð stund og stað.“ En það var ekki einungis hið ritaða orð sem veitti Karólínu innblástur við samningu verksins, heldur jafnframt mannsröddin - „þetta dásamlega hljóðfæri," eins og hún tek- ur til orða. Það var nánar tiltekið rödd Ingi- bjargar Guðjónsdóttur sópransöngkonu, en verkið er sérstaklega samið með hana og Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara í huga. Munu þær flytja verkið annað kvöld. Hitt verkið sem frumflutt verður í listasafn- inu nefnist Flautuspil og er skrifað fyrir Martial Nardeau flautuleikara. Er það glæ- nýtt af nálinni - skrifað í Kjarvalsstofu á Signubökkum í desember og janúar síðast- liðnum. Segir Karólína Flautuspil byggjast á tveimur andstæðum hugmyndum. Annars vegar sé verkið lagrænt, minni jafnvel á hið klassíska sónötuform, en hins vegar beri það þess glöggt merki að vera skrifað fyrir virtúós á sviði flautuleiks. Eldri verkin sem flutt verða á tónleikunum eru samin á árunum 1990-97 og eiga það sam- eiginlegt að hafa víða verið leikin opinberiega síðan. Martial Nardeau og Guðrún S. Birgis- dóttir munu flytja Spil fyrir tvær flautur sem frumflutt var í París fyrir fjórum árum, Einar Kristján Einarsson mun leika Hvaðan kemur lognið? fyrir einleiksgítar, sem fyrst var flutt í ___ Morgunblaðið/Ásdís KARÓLÍNA Eiríksdóttir tónskáld (lengst til hægri) ásamt fólkinu sem fylla mun Listasafn íslands tónum annað kvöld. Frá vinstri: Tinna Þor- steinsdóttir, Einar Kristján Einarsson, Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Gunnar Kvaran. TRUI A FRELSI FLYTJANDANS Skálholti árið 1990, og Gunnar Kvaran selló- leikari mun flytja Skýin, sem frumflutt var í Skálholti í fyrra. Öll verkin á tónleikunum eru samin fyrir flytjendurna sem fram koma í Listasafni fs- lands. Kveðst Karólína vön að vinna undir þeim kringumstæðum, enda hafi hún ekki skrifað tónverk án tilefnis „síðan í árdaga“, eins og hún kemst að orði. „Eg er svo heppin að tónlistarmenn hafa verið mjög duglegir að panta hjá mér verk sem er vitaskuld skilyrði fyrir því að maður geti starfað sem tónskáld. Þá er það alltaf viss ögrun að skrifa fyrir ákveðinn flytjanda, ekki síst ef maður þekkir viðkomandi vel og veit hvað má bjóða honum upp á.“ En hvað tekur við þegar flytjandi hefur fengið tónverk í hendur? Er tónskáldum ekki í lófa lagið að móta flutninginn eftir eigin höfði? „Það er einstaklingsbundið. Sjálf trúi ég á frelsi flytjandans og reyni því að hafa sem minnst áhrif á hann eða þá sem falið hef- ur verið að túlka verk mín, þótt ég hafi auðvit- að mínar hugmyndir. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur hver tónlistarmaður sína túlkun, sinn skilning, og fái hann ekki svigrúm til að láta hann í ljós verður tónverk aldrei ekta.“ Karólína lítur, með öðrum orðum, á flytj- endur verka sinna sem virka þátttakendur í sköpunarferlinu. Vekur það viðhorf upp spurninguna um hið afstæða: Hvenær verður tónverk til, þegar búið er að skrifa það eða þegar búið er að flytja það? „Að mínu viti er tónverk ofan í skúffu ekki lifandi, jafnvel þótt það sé fullgert frá höfundarins hendi. Ég hlýt því að aðhyllast þá skoðun að tónverk verði fyrst til þegar búið er að flytja það.“ LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Heyrt og séð og lófalestur EINÞÁTTUNGARNIR Heyrt og séð eftir Ingibjörgu Hjai'tardóttur og Lófalestur eftir Jónínu Leósdóttur, báðir í leikstjórn Ásdísar Skúladótt- ur, verða frumfluttir mánudaginn 20. aprfl kl. 20:30 í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Leikarar í Lófalestri eru Erla Ruth Harðardóttir, Saga Jóns- dóttir og Soffía Jakobsdóttir en í Heyrt og séð eru það Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Theodór Júlíusson sem leika. I kynningu segir: „Lófalestur er grá- glettinn einþáttungur um tvær systur, Matthildi og Unni, sem ákveða að láta spákonu lesa í lófana á sér. Matthildur er vel stæð ekkja sem á engin börn. Unnur er gift, vinnur hörðum höndum og á fjóra stálpaða syni. Báðar fýsir þær að vita hvað framtíðin ber í skauti sér og Salvör spákona kemur miklu róti á huga þeirra. Ovæntar upplýsingar koma fram við lófa- lesturinn og systurnar, sem héldu að þær þekktu hvor aðra út og inn, sjá nú hvor aðra í alveg nýju ljósi. Heyrt og séð er lítil svört kómedia um hjón á sextugsaldri sem búa í Reykjavík. Þau eru öryrkjar. Maðurinn er nýbúinn að missa vinnuna en konan fær smá tekj- ur af léttri vinnu sem hún getur stundað heima og verður það ágæt viðbót við ör- orkubæturnar. Maðurinn styttir þeim stundimar á daginn með því að lesa upp úr dagblaðinu. Þennan dag sem við kynn- umst hjónunum les hann dapurlega slysa- frétt. Banaslys sem varð á götunni beint Í- ' jJ' BB 'T' Ll > rt> nM i- ■ . - ^4* ÞETTA fólk verður á ferð í Leikhúskjallaranum á mánudagskvöld. Morgunblaðið/Jón Svavarsson fyrir utan stofugluggann þeirra þá um nóttina. Þessi frétt hrærir upp í minning- unum þeirra, og við fáum smáglimt inn í þeirra eigin harmsögu." Ingibjörg Hjartardóttir hefur skrifað fjölda leikrita, bæði fyrir atvinnuleik- liópa, áhugaleikhús og útvarp. Þessar vik- urnar er verið að sýna eftir hana tvö leik- rit Iijá áhugaleikhúsunum: Sálir Jónanna ganga aftur, sem hún skrifaði í félagi við tvo aðra höfunda og sýnt er á vegum Hugleiks í Möguleikhúsinu við Hlemm og Velkomin í Villta Vestrið, sem hún var beðin að skrifa fyrir Freyvangsleikhúsið í Eyjaíjarðarsveit. I febrúar siðastliðnum var fliitt eftir hana í Iládcgisleikhúsi Rík- isútvarpsins framhaldsleikritið Vísinda- kona deyr, útvarpsleikrit í tíu þáttum. Jónina Leósdóttir starfar sem blaða- maður en hefur bæði skrifað skáldsögur og leikrit fyrir atvinnuleikhópa og út- varp. I febrúar sl. var t.d. flutt eftir hana leikritið Símastefnumót í Útvarpsleikhús- inu og á 100 ára afmæli LR hlaut Iiún 3. verðlaun fyrir leikrit sitt Sælustundir. Ár- ið 1996 var frumsýndur eftir hana ein- þáttungurinn Frátekið borð, einnig í Ieik- stjórn Asdísar Skúladóttur. Frátekið borð hefur verið sýnt víðsvegar um landið og eru sýningar á því að verða um 50 talsins. Leikkonurnar Saga Jónsdóttir og Soffía Jakobsdóttir tóku einnig þátt í þeirri upp- setningu. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.