Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Page 12
m mETRARVIST Sigurðar K Greipssonar á Ollerup-skól- K anum 1926-1927 setti varan- K legt mark á hann. „Pótti K mér öll sú starfsemi sem þar fór fram mjög lífræn og hvetjandi og glæða áhuga ▼ ungs fólks yfir íþróttum og heilbrigðu félagslífi." Ákvað þá Sigurður að hefjast handa um svipaða starfsemi þegar hann kæmi heim. „Vissi þó varla með hvaða hætti það mætti verða, því fátt var um föng- in.“ Sigurður sagðist hafa velt ýmsum stöðum fyrir sér. Landræma við Reykjafoss í Ölfusi kom til greina. Þangað voru greiðar sam- göngur og gott til allra aðdrátta. Hverakot í Grímsnesi var líka skoðað vegna jarðhitans en horfið frá því. Þar reis seinna bamaheimili frú Sesselju Sigmundsdóttur sem hún nefndi Sólheima. A þessum árum var enginn vegur heim að Haukadal og reyndar voru Biskups- tungur að mestu óvegaðar. En hugur Sigurð- ar reikaði aftur og aftur til æskustöðvanna í Haukadal. Á Söndunum við Geysi var þó nægur jarðhiti og vatnsafl til virkjunar fyrir hendi. Svo varð honum hvort tveggja mikið metnaðarmál: Að renna fleiri stoðum undir búskapinn í Haukadal og hefja þar aftur skólahald í minningu skóla Teits ísleifssonar. En Sigurður var alveg févana og róðurinn þungur. Treysti hann þó „á góðan málstað og góða menn“. Margir viðurkenndu þörfina fyr- ir íþróttaskóla „en flestir töldu þetta fjár- hagslegt glapræði í framkvæmd". Þá gekk Sigurður á fund Jóns Þorlákssonar forsætis- og fjármálaráðherra og leitaði liðsinnis hans. En svar Jóns Þorlákssonar var afdráttarlaust nei. Vísaði hann Sigurði síðan á dyr. Mun honum hafa sviðið þessi móttaka lengi á eftir. Að lokum var Sigurði bent á að hafa tal af Jóhannesi Reykdal á Setbergi við Hafnar- fjörð. Jóhannes var svipmikill athafnamaður. Lærði húsasmíði í Reykjavík og Kaupmanna- höfn og reisti síðan trésmíðavinnustofu í Hafnarfirði. Rak hann síðan lengi timbur- verslun þar í bæ og bjó jafnframt stórbúi á Setbergi. Jóhannesar Reykdal mun lengst SIGURÐUR Greipsson. Portret eftir Gísla Sigurðsson í eigu Héraðssambandsins Skarphéðins. Myndin á forsíðu bókarinnar um Sigurð og Haukadalsskólann. vetur skólans. Sigurður reyndi þó að koma á tilbreytni við dagana, en galt þess auðvitað að skólastaðurinn var einangraður ... Greina má víðar að Tungnamenn hafa tekið fegins hendi þeim menntunarmöguleikum sem Haukadalsskólinn gaf. Sigurður Sigur- mundsson læknissonur í Laugarási fór tvo vetur í skólann, en ástæðan fyrir síðari vetr- arvist hans var sú að heima fyrir var ekkert fyrir hann að gera. Bú læknisins hafði verið selt og hann miðaði að brottför úr héraðinu næsta vor. Sigurður taldi sig hafa mikið gagn af seinni dvöl sinni í Haukadal, hann stæltist og styrktist og leit æ síðan á Sigurð sem meistara sinn... Fyrstu skólaárin stóð aðalkennslutími skólans frá 1. nóvember til 15. febrúar. Var það af ráðnum huga gert. Sigurður þekkti vel landið, og hann vissi að á þessum tíma hefðu sveitaunglingar og drengir við sjávarsíðuna minnst að gera. Upp úr miðjum febrúar gat verið komin bullandi vertíð. Þetta var þvi mjög hentugt tímabil til náms. Mörg bréf bárust Sigurði þar sem skólasveinar ábyrgð- ust námskostnað sinn eða létu eftir yfirlýs- ingar um skuld sína við skólann. Sigurður mun ekki hafa gengið hart að mönnum með- an á námstímanum sjálfum stóð. Og þegar Sigurður sækir um styrk til sýslunefndar segir hann af hjartans sannfæringu: „Ég tel þessa starfsemi mína miða til almennings- heilla og margir munu teija aukna hreysti og heilbrigði hinar heillavænlegustu framfarir þjóðfélagsins. Mér er þetta svo mikið áhuga- mál að ég er fús til að vinna að því án alls styrks af almannafé." Þetta orðalag hefur lík- legast hitt hjartarætur sýslunefndarmanna og þeir afgreiddu snarlega styrkinn sem Sig- urður bað um. Nemendasókn til Haukadalsskóla fer vax- andi næstu árin. Virðist ekki slá á hana nema tvö svörtustu kreppuárin, 1932-1933 og 1933-34 (14 nemendur hvort ár). Síðan er eins og skólinn hafi fest rætur. Félagslífið var mjög gott... Einn kennari var jafnan með Sigurði á hverjum vetri og á miðbiki skólans voru HAUKADALSSKÓLINN OG BRAUTRYÐJANDASTARF SIGURÐAR GREIPSSONAR EFTIR PÁL LÝÐSSON Sigurður Greipsson var sannur aldamótamaður og ótti ekkert annað en sl tórhug og þáh lugsjón að íþróttir væru mannbætandi þegar hann stofnaði íþróttaskólann í Haukadal. Þar var byggt á F >eim grunni sem ! Sigurður haföi kynnst í Danmörku. Skólinn veitti engin réttindi en margir töldu skólavistina verðmæta. í fyrra kom út saga Sigurðar Greipssonar og Haukadalsskólans. Hér er gripið niður - og verulega stytt - þar sem segir frá u pphafi skólans. minnst vegna rafstöðvar er hann setti upp í Hafnarfirði 1905, fyrstur íslendinga. Sigurður fann nú Reykdal að máli og sagði honum frá áformi sínu og algeru féleysi sínu. Spurði hann síðan hvort hann vissi um nokkum mann sem líklegur væri til að hjálpa honum. „Já,“ svaraði Reykdal. „Hér er hann. Ég skal lána þér allt efni í grind hússins, láta smíða hana og flytja á vegarenda, svo langt sem bílar komast. Þegar þú hefur flutt grind- ina heim til þín, skal ég senda þér smið til að reisa hana á grunni hússins. Þú greiðir mér svo þetta eftir því sem geta þín leyfir.“ „Þetta tilboð fannst mér svo stórmannlegt að mig setti hljóðan,“ sagði Sigurður síðar. „Jóhannes sá í hug mér, hló við og mælti: „Ég stend við orð mín Sigurður.",, Iþróttaskálinn í Haukadal reis svo af grunni sumarið 1927. Stærð skálans var 16x19 metrar, ein hæð, og voru þar fimm her- bergi og salur 10x5,5 metrar. Salurinn var bæði kennslustofa og matstofa. Sundlaug lét Sigurður einnig gera þá um sumarið. Var hún grafin niður á fasta hrúðurklöpp og veggir hlaðnir úr mýrarhnausum. Sundlaugin var 25x6 metrar. Smíði hússins stóð yfir sumarlangt og mik- ið unnið. Sá fyrir Iokin um vetumætur og 1. nóvember 1927 mátti húsið heita fullgert en þann dag byrjaði skólinn. I huga nútímamanns má það teljast með ólfldndum að stofna og byggja íþróttaskóla í Haukadal eins og vegamálum var háttað 1927. Ofaníborinn vegur var þá kominn að Torfastöðum en nokkur bið var á því að veg- urinn færi lengra. Kennsluhættir i Haukadal Þann 1. nóvember 1927 hófst reglulegt skólahald fþróttaskólans í Haukadal. Þá setti Sigurður skólann í fyrsta sinn og bauð tólf nemendur velkomna. Voru átta þeirra úr Ár- nessýslu, þar af tveir úr Tungunum. Þrír Rangæingar komu í skólabyrjun en tveir þeirra voru aðeins til áramóta. Einn Dala- maður var allan tímann. Þessu námskeiði lauk 15. febrúar en þá tók við vomámskeið frá 1. mars til 15. apríl. Sóttu það sex náms- piltar en einn þeirra tók þátt í báðum nám- skeiðum svo alls urðu nemendur seytján þetta fyrsta starfsár. Kennari þetta íyrsta starfsár var Magnús Bjömsson frá Enni í Viðvíkursveit í Skaga- firði. Hann varð síðar ríkisbókari... Kennslufögin vom margvísleg. Af stunda- töflu sem rekja má til Magnúsar Bjömssonar var byijað á Múllersæfingum klukkan átta og stóðu þær í hálftíma. Síðan var hálftíma morgunverður. Svo komu bóklegir tímar þar sem kennd voru þessi fóg: Heilsufræði í þrjá tíma á viku, íþróttasaga í tvo tíma, reikningur í sex tíma, íslenska í fimm tíma, danska í þrjá tíma, bókfærsla í fjóra tíma og landafræði- kennsla kom síðar til sögunnar... Sigurður Sigurmundsson, lengi bóndi í Hvítárholti, minnist kennslu Sigurðar í fyrra bindi ævisögu sinnar „Á milli landshorna". Hann var í skólanum 1930-1931 og einnig næsta ár á eftir. Sigurður minnist sérstak- lega glímunnar sem háð var á kvöldin þrisvar í viku: ,jHdrei var Sigurður skólastjóri frem- ur í essinu sínu en á þeim stundum, enda einn af glímufrömuðum þessa lands. Hann fylgdist grannt með brögðum hvers og eins og kenndi þeim tökin. Hann var þá löngu kominn úr æf- ingu, en fyrir kom að snöggur glímumaður kom á hann bragði svo bylta varð úr. Það varð hans ríku skapsmunum ofraun og fékk hinn þá í fullum mæli að gjalda fyrir á eft- ir...“ Frumbýlingsbragur var á mörgu í Hauka- dalsskóla fyrstu vetuma. Engin rafstöð var komin og fór öll eldamennska fram við gufu og kol. Einnig var hellt upp á könnuna í hvemum. Sigríður Greipsdóttir, systir Sig- urðar, var innan stokks og ráðskona í skóla- mötuneyti fyrstu árin. Hafði hún stúlku sér til hjálpar. Éyrsta veturinn var ráðskona Sig- rún Bjarnadóttir frá Bóli. Síðar kom hún al- farið að Haukadal, giftist Sigurði 1932 og stóð við hlið hans sem húsmóðir Haukadals- skóla. Hlutverk Sigrúnar var þar mikið og verður síðar vikið að því. Skemmtanir vora fábreyttar þennan fyrsta skipti tíð. Flestir urðu þessir kennarar síðar meir mætir menn í þjóðlífinu. Má þar nefna Brynjúlf Dagsson lækni, sr. Sigurð Pálsson vígslubiskup, Jón Kristgeirsson kennara, Jón Bjarnason blaðamann á Þjóðviljanum, Har- ald Sigurðsson bókavörð og kortafræðing, Helga Geirsson kennara á Laugarvatni og Gils Guðmundsson rithöfund og alþingis- mann. Skóli í uppsveiflu Haukadalsskólinn hafði svo sannarlega slitið bamsskónum er leið að seinna stríði. Skólaárið 1939-1940 bárust svo margar um- sóknir að nálgaðist töluna 40 ... Haukadalur var á þessu tímabili í mikilli uppsveiflu í höndum Sigurðar. Þótt atvinna væri mikil á stríðsáranum brást aldrei að- sókn að Haukadalsskóla. Með bílfæram vegi að Geysi jókst mjög veitingarekstur í skólan- um sem gaf Sigurði drjúgar tekjur til um- bóta. Og þá fór hann að hugsa sér til hreyf- ings að endurbyggja skólahúsið og stækka eins og þarfir tímans kröfðust. Nú var við- fangsefnið léttara en árið 1927. Sigurður hafði sannað sig. Hann hlaut styrk frá íþróttanefnd ríkisins og einnig bárust skól- anum framlög frá Héraðssambandinu Skarp- héðni, Búnaðarsambandi Suðurlands og sýslunefndum í Ámes- og Rangárvallasýsl- um; Árið 1945 var svo gamli skólinn rifinn og nýtt skólahús byggt á sama stað 1945-1946. Var það vandað steinhús með leikfimisal og íbúð. Árin 1949-1950 var einnig fjárfest í raf- magnsmálum, reist vönduð rafstöð við Beiná en sú gamla lögð af. Var þessi nýja rafstöð enn í góðu gildi er samveiturafmagnið kom að Haukadal um 1970. Upp úr nýbyggingunni 1945-1946 kemst meiri festa á nám í skólanum, einkum vegna þess að kennarar í bóklegum greinum stað- næmdust þar lengur. Ber þar fyrstan að nefna Steinar Pál Þórðarson frá Háleggs- stöðum í Skagafirði sem kenndi við Hauka- dalsskóla í 12 ár alls, 1947-1955 og 1966-1970... Hvemig kennari var þá Sigurður Greips- son sjálfur? Um það dæma nemendur hans best. Tómas Tómasson í Helludal var nem- andi Sigurðar á fyrstu árum skólans. Þá hvatti Sigurður piltana til að stunda íþróttir 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.