Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Qupperneq 4
IFYRSTU greininni í þessum flokki var fjallað um Flóka Vilgerðarson og hvaðan hann lagði frá landi í Noregi þegar hann fór að leita Snjólands. í þessari grein er lýst heimsókn í Mostur þar sem Þórólfur Mostrarskegg bjó, farið í Sólundir þar sem Kveldúlfur, Skallagrímur og Egill komu við sögu, og að síðustu er komið á Gulaþing. Síðasta greinin mun fyrst fjalla um heimsókn í Dalsfjörð í Sygna- og Firðafylki, þar sem Ingólfur og Hjörleifur bjuggu, og síð- an kemur frásögn af heimaslóðum Gísla Súrs- sonar í Noregi. Þórólfur Mostrarskegg í eyjunni Mostur, nokkru sunnan við mynni Harðangursfjarðar, bjó Þóróifur Mostrar- skegg. Hann var trúmaður mikill og blótaði Þór. Þórólfur hét í upphafi Hrólfur, en vegna vinfengis við Þór var lengt nafn hans og hann kallaður Þór-Hrólfur, sem síðan varð Þórólfur. „Hann var mikill maður og sterkur, fríður sýnum og hafði skegg mikið. Því var hann kall- aður Mostrarskegg“, segir í Eyrbyggju. Þegar Haraldur hárfagri réð fyrir Noregi flúðu margir land fyrir ofríki hans, sumir aust- ur til Svíþjóðar, aðrir til íslands, en margir flúðu til eyjanna norðan og vestan við Skotland og herjuðu þaðan á Noreg. Meðal manna sem féllu í ónáð hjá Haraldi konungi voru Ketill flatnefur og sonur hans, Bjöm hinn austræni. Ketill flatnefur fór frá Noregi með her manns til Suðureyja að boði konungs og friðaði þær, en gerðist sjálfur höfð- ingi yfír eyjunum og galt ekki skatta þaðan til konungs. Konungur tók þá undir sig allar eign- ir Ketils í Noregi. Bjöm kom til Noregs frá Jamtalandi og tók þessar eignir undir sig og rak ármenn konungs af þeim. Konungur gerði Bjöm þá útlægan um allan Noreg og setti menn til að drepa hann. Bjöm fór á skútu, sem hann átti, með fjöl- skyldu sína og lausafé. Skútan var lítið og létt skip, og Björn fór suður með landi, því að hann treysti^ sér ekki út á haf, þar eð vetur gekk í garð. A flótta sínum kom Björn í eyjuna Most- ur og þar tók Þórólfur Mostrarskegg við hon- um og hélt hann á laun fyrir konungi um vetur- inn. Bjöm fór síðar til Islands og nam land í Bjamarhöfn á norðanverðu Snæfellsnesi. Har- aldur konungur gerði Þórólf útlægan fyrir bjargráðin við Bjöm, nema hann kæmi á kon- FRÁ Flóðahlíð. Hér hefur verið rúmt til þinghalds og næg skipalægi skammt undan, bak við ungs fund og legði mál sitt á hans vald. ásinn til vinstri á myndinni. SLÓÐUM FORFEC RANNA „Hér gat Þórólfur hæglega falið Björn aust- ræna og búið sitt eigið skip á laun til Islands- ferðar,“ sagði Birgir. „Hér hefðu menn Har- aldar aldrei fundið þá.“ Minjar sem tengjast Þórólfí Mostrarskegg og Þórsdýrkun hans á Mostur er bæjarnafnið Totland sem að ofan er getið, og tvö önnur nöfn sem kennd em við Þór, Þórssjór fyrir framan eyjuna og Þórs- hólmi við suðvesturhorn hennar. Á eyjunni Fpyno, sem liggur skammt frá Mostur, heitir nes eitt Helganes. Það sést vel frá Mostur. Oluf Rygh nefnir einnig nafnið Helgaland á eyju í nánd við Mostur. Þessi nöfn minna óneit- anlega á Helgafell í landnámi Þórólfs Mostrar- skeggs á íslandi. Kristniboð Ólafs Tryggvasonar hófst ó Mostur Nú á dögum er Mostur frægari í Noregi fyr- ir Ólaf Tryggvason en Þórólf Mostrarskegg. Annette Dahl, leiðsögumaður, sýnir ferða- mönnum kirkjuna og kirkjugarðinn á Mostur og segir sögu staðarins. Ég fékk að fylgja henni eftir í einni ferðinni. Eg varð þess víða var, meðan ég var að undirbúa ferðina til Vest- ur-Noregs, að kirkjan á Mostur á sterk ítök í hugum Norðmanna. Þegar Ólafur Tryggvason kom til Noregs frá Irlandi og Orkneyjum, þeirra erinda að gerast þar konungur og boða Norðmönnum trú, tók hann fyrst land á Mostur. Þar flutti hann í fyrsta skipti boðskapinn um kristna trú í Nor- egi og var þá messað í tjaldi. Síðar vai- gerð kirkja á staðnum þar sem messað hafði verið. Þetta var upphaf kristnitöku í Noregi, og Ólaf- ur konungur og prestar hans létu ekki staðar numið fyrr en Noregur allur hafði tekið við kristni. Einn af mikilvirkustu kristniboðum Ólafs var Þangbrandur prestur. Hann boðaði líka trú á íslandi að áeggjan Ólafs eins og kunnugt er. í kirkjugarðinum á Mostur eru minnismerki um þá þrjá menn sem mestan þátt áttu í að kristna Noreg, þá Ólaf Tryggvason, Þang- brand og Ólaf helga Haraldsson. í kirkjugarð- inum er einnig steinn, reistur upp á rönd, sem enginn veit ákveðin deili á. í honum er gat sem sagt er vera fótspor Ólafs Tryggvasonar. Líkur eru taldar á að steinninn hafi verið reistur til minja um fyrstu guðsþjónustuna á Mostur. Annar steinn er skammt frá kirkjunni, sem norskir konungar á þessari öld hafa ritað nöfn síná. Á Mostur er fallegt útileikhús í gamalli kalk- námu. Þar eru haldnar sýningar á leiksviði öðru hvoru. I tengslum við leikhúsið hefur ver- ið komið upp sýningu sem gefur yfírlit yfir trú- arhugmyndir manna fl-á heiðni til kristni í MOSTUR, SÓLUNDIR OG GULAÞING Þórólfur leitaði þá frétta hjá Þór vini sínum, með blóti, um það hvað gera skyldi, en fréttin vísaði Þórólfi til íslands. Hann fór síðan til ís- lands með skuldalið sitt og eignir og fylgdu honum margir vinir hans. Þegar Þórólfur kom vestur fyrir Reykjanes varpaði hann íyrir borð öndvegissúlum sínum. Var mynd af Þór skorin á aðra súluna. Þær komu á land við sunnanverðan Breiðafjörð, þar sem síðan er kallað Þórsnes. Það er skammt frá Stykldshólmi. Þórólfur nam þar land og bjó á Hofsstöðum. Þórólfur lét hafa dóma og hér- aðsþing á Þórsnesi. Á Þórsnesi var mikil helgi. Með engu móti mátti saurga völlinn, en þó saurgaðist hann af mannvígum síðar. Var þing- staðurinn þá færður innar í nesið. ... það var eins og þeir væru nýfarnir frá Neregi Á Mostur kynnti Svanhild Vespestad hjá útileikhúsinu á Mostur mig fyrir rithöfundi og fræðimanni á alþýðlega vísu sem heitir Birgir (Birger) Röksund. Hann er kominn á níræðisaldur en er ern og skemmtilegur við- tals. Birgir var sama sinnis og margir aðrir Norðmenn sem ég hitti, að hann lagði einlæg- an trúnað á frásagnir frá fyrri tímum um flutning Norðmanna frá Noregi til Islands á landnámsöld. Hann var svo sannfærður um norskan uppruna Islendinga að það var eins og þeir væru nýfarnir frá Noregi. Ég sagði honum að á Islandi væri því haldið ákaft fram af sumum, að íslendingar væru að miklu leyti komnir af Irum, en þá blés Birgir svo þaut í EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON Minjar sem tengjast Þórólfi Mostrarskegg og Þórsdýrkun hans á Mostur er bæjarnafnið Totland og tvö önnur nöfn sem kennd eru við Þór, Þórsjór fyrir framan eyjuna og Þórshólmi við suðvesturhorn hennar. A Mostur er fallegt útileikhús í gamalli kalknámu. Þar eru haldnar sýningar á leiksviði öðru hvoru. og spurði: „Og hvaðan fengu þeir móðurmálið sitt? Er það ekki komið beint frá Noregi?" ... fórw eins og hrafnar út og inn wm alla firði..." Bii'gir fór með mér í bíl á svæði á Mostur þar sem hafði verið orpinn mikill haugur yfir höfðingja. Hann áleit að á því svæði mætti ætla að Þórólfur Mostrarskegg hefði búið. Þar heit- ir nú Totland, og telur Oluf Rygh í Norske Ga- ardsnavne að þar hafi áður heitið Þórsland. Þar eru haugar fornmanna úr heiðnum sið. Birgi varð heitt í hamsi þegar við ræddum um framkomu Haraldar hárfagra við óvini sína, þar á meðal Bjöm austræna og Þórólf Mostrarskegg. Um það fórust honum orð á þessa leið: „Haraldur konungur og menn hans fóru eins og hrafnar út og inn um alla firði í EYJAR i Sólundum eru margar, stórar og vogskornar. Þar munu fáir menn vita allar hafnir. Noregi til að leita uppi þá menn sem voru ótrú- ir konungi." Birgir benti mér á þröngan og krókóttan vog sem skerst inn í Mostureyju. táknum, teikningum, myndum og líkneskjum. í sýningu þessari er Miðgai'ðsormurinn fyrir- ferðarmikill. Hann lá um heim allan og beit í sporð sér. í miðju alheims var Ásgarður, bú- staður guða, þar fyrir utan Miðgarður, bústað- ur manna, en yst Utgarður, bústaður jötna og annarra illra vætta. Þóróifs Kveldúlfssonar hefnt í Sólwndwm Við undirbúning að ferðinni um Vesturlandið hafði ég mér til halds og trausts mann sem heitir Samson Öpstad. Hann er tilraunastjóri á Furuneset, tilraunastöð í jarðrækt í Sogni og Fjörðum. Stöðin liggur skammt norðan við Sognsæ. Samson skipulagði fyrir mig bátsferð í Sólundir, mikinn eyjaklasa sem liggur vestan við Sygna- og Firðafylki. Skallagrímur og Kveldúlfur lágu til hafs í Sólundum þegar þeir biðu færis að koma fram hefndum eftir Þórólf Kveldúlfsson, sem Har- aldur konungur hárfagri drap á Sandnesi. Kveldúlfur hafði spurst nákvæmlega fyrir um hvernig fall Þórólfs hefði borið að, en kon- ungur sjálfur hafði veitt honum banasár og féll Þórólfur fram á fætur konungi. Þá létti Kveld- úlfí, því að það höfðu gamlir menn mælt að þess manns yrði hefnt sem fallið hefði á grúfu, og myndi hefndin koma harðast niður á þeim sem sá drepni hefði fallið næst. Eftir fall Þórólfs höfðu þeir feðgar afráðið að fara til íslands. Þeir höfðu búið skip sín, en lágu til hafs í Sólundum, áður en látið yrði í haf til íslands. Þar biðu þeir færis að hefna Þór- ólfs. I Sólundum eru margar eyjar og svo 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.