Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Síða 15
Ljósmynd: Gísli Sigurðsson
BRAGGAHVERFIÐ KAMP KNOX
KAMP KNOX í Vesturbænum í Reykjavík var
eitt stærsta braggahverfið sem búið var í á
annan áratug eftir að stríðinu lauk og hermenn
yfirgáfu þessa bústaði. Það þótti betra en ekk-
ert í húsnæðisleysinu eftir stríðið að geta feng-
ið inni í bragga. En þetta var þó engan veginn
hreinræktað braggahverfi eins og þessi mynd
ber með sér, heldur voru innanum og samanvið
allskonar skúrar og smáhýsi. Alminnsti skúi--
inn, lengst til hægri á myndinni, er af einhverj-
um ástæðum merktur SIS.
Utan dyi-a var á stórum svæðum einn sam-
felldur moldar- og ruslahaugur og þar var leik-
svæði barnanna sem ólust upp í kampinum.
Trúlega hefur þeim bara þótt það skemmtilegt;
að minnsta kosti er ekki annað hægt að sjá af
þremur yngismeyjum sem þar voru að leika
sér í júnímánuði 1956. Tvær þeirra gætu verið
fæddar fyrir 1950, en ein svo sem tveimur ár-
um síðar og nú eru þær að líkindum virðulegar
frúr, tæplega fimmtugar. Það er eftirtektar-
vert miðað við þetta óhrjálega og óhreinlega
umhverfi, hvað þær eru allar fallega klæddar
og tvær þær stærri í gúmmístígvélum, sem
hefur verið hentugasti skófatnaðurinn þarna.
Telpurnar eru eins og dálítill sólargeisli í
hverfi sem leit að minnsta kosti út eins og fá-
tækrahverfi í útlendri stórborg, nema hvað
hermannabraggai- eru yfirleitt ekki þar.
Margir litu á braggahvei’fín, ekki sízt Kamp
Knox, sem smánarblett á höfuðstaðnum og því
var fagnað þegar braggarnir voru rifnir og fal-
leg og hreinleg byggð íbúðarhúsa reis í stað-
inn. Margir muna enn hvar Kamp Knox var í
Vesturbænum, en sú tíð kemur að enginn man
það lengur og á staðnum er ekkert sem minnir
á það. Svæðið er því sem næst við vesturenda
Reynimels og niður með Kaplaskjólsveginum.
Nú, löngu eftir að Kamp Knox hvarf, má líta
svo á að fengur hefði verið í að lofa einum íbúð-
arbragga að standa og halda honum vel við.
Hann hefði þá staðið sem minnismerki um
húsakynni sem urðu heimkynni margra íslend-
inga á tímabili og húsagerð sem landinn tók
aldrei í sátt. Slík vai- andúðin á bröggum, að nú
hálfri öld síðar setja menn upp hundshaus ef
bogadregið þak sést á nýju húsi og segja: - Æ,
þetta er eins og braggi.
BAKARABREKKAN í ALDARBYRJUN
Jón Helgason biskup er höfundur nokkmra
Reykjavíkurmynda sem eru laglega gerðai-,
hafa ótrírætt heimildagildi og eru menningar-
legt verðmæti vegna þess hve nákvæmur Jón
biskup var; þar skeikar ekki gluggapósti. Hér
hefur biskupinn tekið sér stöðu á fógrum sum-
ardegi árið 1903, ofarlega í Bakarabrekkunni.
Hann horfir niður eftir Bankastræti og inn í
Austurstræti og sér yfir nokkur húsanna í
Kvosinni. Bankastræti var sannarlega gatan
hans; þar ólst hann upp og bjó á fullorðinsárum.
Af húsum sem þarna sjást, stendur hlaðna
steinhúsið enn neðst í Bankastræti og var
löngum kennt við Bókaverzlun Sigurðar Krist-
jánssonar. Landsbanki íslands hafði samt upp-
haflega aðsetur í þessu húsi; bankinn flutti þar
inn 1886 og Bankastræti dregur nafn sitt af
því.
Gatan varð fyrst til með þeim hætti, að stift-
amtmaðurinn fékk aðsetur í núverandi Stjórn-
arráðshúsi árið 1820. Þá var gerð brú yfir
Lækinn og uppúr því fór byggð að aukast í
Þingholtunum. Amtmaðurinn vildi beina um-
ferð frá hinum fornu Arnarhólströðum og þá
fékk Bakarabrekkan, kennd við Bernhöft bak-
ara, aðalhlutverk sem leið upp úr Kvosinni.
Skömmu áður en Jón biskup málaði mynd-
ina var kvartað yftr því að stígurinn upp brekk-
una sé „brattur, hrjóstrugur og illfær í hálku
nema brodduðum stígvélamönnum eða skafla-
járnuðum húðai'klárum.“ Það var skáldið
Benedikt Gröndal sem svo tók til orða. í sam-
ræmi við þessa lýsingu Gröndals var gatan
stundum nefnd Banastræti.
íbúðarhúsið sem þarna er og snýr myndar-
legum kvisti út að götunni og með dönsku sniði
á gaflinum, var æskuheimili Jóns biskups.
Upphaflega var húsið flutt tilhöggvið frá Nor-
egi og reist í Stykkishólmi. Eigandi þess var
Bergur Thorberg, amtmaður í Vesturamtinu.
Þegai- hann fluttist til Reykjavíkur og varð
amtmaður í Suður- og Vesturamti, lét hann
taka húsið niður, flytja það suður og reisa á
þessari lóð, sem hann hafði fengið úr landi
Arnarhóls. Eftir Berg amtmann eignaðist hús-
ið Helgi Hálfdanarson, forstöðumaður Presta-
skólans og faðir Jóns biskups. Helgi bjó í hús-
inu til dauðadags og síðan bjó Jón biskup
Helgason í því. Á sama stað reis síðar hús
Samvinnubankans og fleiri stæðileg, samfelld
steinhús. í þeirri röð var m.a. virðulegasta skó-
verzlun bæjarins um langt árabil, Skóverzlun
Lái'usai’ G. Lúðvíkssonar. Nýjasta breytingin
þai'na í brekkunni hefur orðið með fataverzlun
og listagalleríi Sævars Kai-ls sem setur menn-
ingarlegan svip á Bankastræti.
Á árinu 1903 var enginn bíll til í Reykjavík;
ári síðar kom sá fyrsti, Thomsensbíllinn. Hest-
ar voru enn eina úi-ræðið til að létta sér sam-
göngur á landi, hvort sem var til ferða eða
flutninga. Hér er hópur ríðandi manna að
koma í bæinn; konurnar i söðlum, en myndin
ber líka með sér að hér hefur sá liður í fram-
þróuninni orðið að gengið hefur verið frá
rennusteinum öðru megin götunnar. Yfir þess-
ari götumynd síðasta ársins áður en íslending-
ar fengu heimastjórn hvílir mikil rósemi og
ljúfur þokki. Að minnsta kosti hefur Jóni bisk-
upi tekizt að túlka götuna sína þannig.
ÁSDÍS JENNA
ÁSTRÁÐSDÓTTIR
VEROLDIN
OKKAR
Reynum að skynja heiminn
í allri sinni dýrð,
fegurð og visku
sem býr í náttúrunni.
Hlustum á raddir dýranna
og hvað ilmandi blómin
hafa að segja okkur.
Heyrum yndislegu litlu
fuglana syngja
um ást, frið og samlyndi.
Ef við getum þetta
verður fögnuður að lifa.
MÚR
HEYRNARLEYSIS
Sem í fjarska
heyri ég óm
sem færist
nær og nær
til mín
sem get ekki
skilið hann.
Og um leið skynja
ég dásemd heyrnarinnar.
Samt sætti ég mig við
múr heyrnarleysis míns
og íinn hamingju í
brosi daganna.
Höfundurinn er skóld og nemandi
í Reykjavík.
MARÍA SKAGAN
FYRSTA
LOUUÓÐ
Eitt sinn um vor
barst mér til eyrna
lóukvak snemma morguns
inn um opinn glugga
í stórri steinblokk.
Og hjarta mitt fagnaði
þvíað þessi söngur
var dýrðin í upphæðum
og friður á jörðu.
MÁVERA
Ég mun aldrei lesa
þér ljóð mín
á opinberum vettvangi.
En leyfir þú þeim
að lesa þig þegar húmar
má vera þú heyrir
dálítið ljós blakta
á hálfbi’unnu skari.
SYSTIR MÍN
Systir mín sá Krist
í klakaböndum fossins.
Ég horfi á hana
hlusta og einnig
ég sá Krist
en ekki í klakaböndum.
Höfundurinn býr í Reykjavík.
v
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚNÍ1998 1 5