Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Page 20
LISTAMENN MEÐ NATTURU m Að Þingeyrum í Austur- Húnavatnssýslu hefur stað- ið yfir náttúrulistaþingið Líkt og vængjablak lista- mannahópsins Seltene Er- den og íslenskra gesta þeirra. Kynning listaverka » þeirra hefst í dag kl. 14. ORLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON hitti hópinn og skoðaði verkin. LISTAMENNIRNIR að Þingeyrum hafa drjúgan hluta júnímánaðar unnið að listsköpun á jörð Ingimundar Sig- fússonar, íslenska sendiherrans í Þýskalandi. Átta þýskar listakomir í hópnum Seltene Erden, sem stofnað- ur var árið 1992, tíðka þau vinnubrögð að bjóða öðrum listamönnum að vinna tf með sér að ákveðnum verkefnum og að þessu sinni eru gestir þeirra fjórir íslenskir lista- menn og -kona. Kynning listaverkanna hefst í dag kl. 14 með ávarpi fulltrúa þýska sendiherr- ans á Islandi, sem er verndari sýningarinnar og Jóna Fanney Svavarsdóttir syngur einsöng í Þingeyrarkirlq'u. Við sama tækifæri verður gestum boðið að taka þátt í „flugæfingum“, sem listamennirnir hafa sjálfir iðkað hvern morgun fram að þessu meðal annars til að sameinast náttúrunni og leyfa anda hennai- að koma sér á flug en að öðru leyti er tilgangurinn að sameina fólk og vinnu auk þess sem léttar leikfimisæfingar gera öllum gott, ekki síst þeg- — ar framundan er dijúgur spotti um sýningar- svæðið. Samtal við náttúruna Efniviðurinn í listaverkunum er aðeins nátt- úrulegur og hann finna listamennirnir í um- hverfi Þingeyra enda er það mikilvægur hluti af heildaráhrifum sýningarinnar. „Við komum ekki með tilbúin verk úr vinnustofum okkar heldur vinnum við verkið á staðnum. Listaverk okkar verða hluti af náttúrunni, eins og mann- eskjan er hluti okkar,“ segja listakonumar í Seltene Erden. Vatn og vindar, vöxtur og visn- un er jafnmikill hluti listaverkanna eins og efniviðurinn sjálfur og áhrif jarðar. Þegar þær lýsa inntaki verkanna segja þær að list úti í náttúrunni sé í raun túlkun á því á hvaða hátt náttúran sé skynjuð og hvers konar skilningur liggi þar að baki. „Það er síðan tilraun hvers og eins að eiga samtal við náttúruna með list- rænni sköpun og á þann hátt að endurskoða af- stöðu sína til hennar.“ íslenskir gestir listakvennanna eru Krist- bergur Pétursson, Jón Thor Gíslason, Finna B. Steinsson og Kristinn E. Hrafnsson. Tvö síð- astnefndu voru búin með sín verk og farin heim þegar hópurinn tók á móti blaðamönnum, en þeir Jón Thor og Kristbergur voru ásamt þýsku vinkonunum sínum enn að störfum. Sel- tene Erden hefur það að markmiði við verkefni á borð við þetta, að listræn og persónuleg skoðanaskipti fari fram og þess vegna býr meira undir heldur en að sýna verk á sýningu. ,Að loknum vinnudegi hittist allur hópurinn og þá fara fram umræður um listina yfir borðum,“ segir Jón Thor, sem á eitt verk á sýningunni. „Þetta vinnufyrirkomulag finnst mér gott því vanalega er maður frekar einangraður við myndlistina," segir hann. Jón Thor nefnir verk sitt Viðvörun! og sækir hugmyndina til ævin- týraheima þar sem endurtekið þema birtist með þeim hætti að mennirnir standa andspæn- is „Stóru móður“ sem hlutgervingi náttúrunn- ar. „Náttúran á sér dökkar hliðar og sæti hún illri meðferð getur hún slegið til baka,“ segir Jón Thor. Reglan um efnisvalið Öll verkin eru úr efnum sem samlagast nátt- únmni og má þar nefna rekavið, mó, ull, sjáv- argrjót, bein, og torf. Við gerð verkanna er gert ráð fyrir hlutdeild náttúrunnar í sköpun- w inni. Frost fer að lyfta, mýrar munu umlykja og vindar veðra. Enginn veit hvenær sköpunin hættir. Seltene Erden hefur þá reglu að kjósi einhver að vinna með efni sem ekki eru nátt- úruleg, verði að ræða málin og rökstyðja efn- isvalið. „Síðan eru greidd atkvæði,“ segir Jón fSpgil . * »>• l í wmmámm. sffipi r ' r ■Li '|j ú 7 J í Wi Ijk o.vj SELTENH Erden og íslenskir gestir þeirra tengdir vináttuböndum eftir þingið. Morgunblaðið/Golli MARIA Schatzmuller-Lukas: Thor. Hér að Þingeyrum eru verk hverra efni munu seint falla inn í hringrás náttúrunnar. Kristbergur á eitt þeirra og rekur rök sín fyrir efnisvalinu. „Eg nota ál í einu verka minna, Vetrarbraut, og á það má líta sem hugleiðingu um andstæð sjónarmið sem varða stóriðju og náttúruvernd," segir hann. „Álið er glitrandi og vísar til atvinnu og peninga, það glóir, en getur verið glópagull," segir hann. Annað dæmi um undantekningu frá náttúruefnisregl- unni er verk Finnu B. Steinssonar, Undirstaða, úr grágrýti og múr. Verkið er gert úr sama grjóti og kirkjan á Þingeyrum, sem vígð var 1877 og kallast á við hana þar sem hún blasir við úr suðri og minnir á hlutverk Þingeyra í menningarsögunni. Þar markaði Jón biskup Ögmundarson grundvöll undir kirkju snemma á 12. öld. Þessi staður varð síðan miðstöð sagnaritunar á íslandi. Finna segir að því hafi verið haldið fram að hér merki „undirstaðá* það sama og „understanding“, þ.e. „skilning- ur“. „Ég hafði þetta í huga þegar ég valdi verk- inu nafn, en staðsetninguna valdi ég með „víða“ merkingu orðsins víðsýni í huga,“ segir Finna. „I listum er aldrei hægt að hafa reglur án þess að brjóta þær, því það væri í andstöðu Stólar. KRISTINNE. Hrafnsson. að sem eftir er. við listina," segir Jón Thor og bætir því við að mikilvægi reglu Seltene Erden sé hins vegar fólgið í hvatningu til að umgangast náttúruna með virðingu. Ein vísbendingin í þá átt er verk UIli Haller. Hún hefur reist tveggja metra há- an turn úr trénuðum lúpínustofnum, sem reist- ur er til dýrðar uppgræðslu, en minnir samt með lögun sinni á Babýlonsturn ef menn hneigjast of mikið til drambs og gleyma að rækta náttúruna. Töfrar rekaviðarins Rekaviðurinn er fyrh'ferðarmikill í nokkrum verkum listakvennanna. Hugmyndir sínar gegn stríði og skelfilegum afleiðingum þess óháð tíma og stað tjáir Viola Kramer meðal annars í rek- anum með því að búa til kviktré sem hún hefur raðað hlið við hlið líkt og væri búið að leggja til sjórekna sækappa. Með verkinu sýnir hún líka börur, sem minna á flóttafólk í stríðshrjáðum löndum, sem hrekst frá heimilum sínum með nauðsynlegustu eigur sínar. Mai-ia Schátzmúll- er-Lukas notar hins vegar rekann til að búa til stólbök við lyngi vaxnar þúfur í sessuhlutverki. Stólarnir gefa auganu leið til sólsetui-s eða til fagurrar fjallasýnai- eftir því hvaða stól maður velur sér. Rekinn er samofinn sögunni um víkingana í verki Mariu Uhlig en hún er að upp- lagi veflistakona. I birkilundi hefur Maria hengt netta reka- viðarkubba í greinamar og þeg- ar golan ýtir við þeim vaknar til- finning fyrir öldum hafsins sem báru víkingana upp að ströndum Islands. I huga Mariu er rekinn veðrað líf frá öllum heimshornum og hún vefur í greinar birkisins rekaviðarílísar og annað smálegt og tengir þannig saman nútíð og fortíð. I huga Kaiinar Lubberich hefur rekaviðurinn ekki síður mik- ið gildi. Verk hennar, sem hún hef- ur komið fyrir við kirkjugarðinn, er búið til úr tveim brenndum rekavið- arstaurum, sem hún segir að megi skoða sem hryggsúlu tveggja kvenna, Agnesar Magnúsdóttur, sem tekin var af lífi fyrir 170 árum í Vatnsdalshólum, steinsnar frá Þing- eyrum og Vatnsenda-Rósu. „Ég bind staurana upp á steypt grindverkið og sný höfðum þeirra þannig að hnakkamir vísa að kirkjunni og legg þannig áherslu á þá upplifun mína á Agnesi og Rósu að þær hafi verið sterkar konm- og hafnar yfir þau gildi sem haldið var á lofti í nafni kristninnar,“ segir listakonan meðal annars um verk sitt. Þráðbeinir staurarnir minna á reisn kvennanna og koluð áferð þeirra á mótlæti sem einstaklingsfrelsi þarf að þola vegna sterkra samfélagsboða. Slórt sýningarsvæði Sýningargestir sem leggja leið sína að Þing- eyrum í sumar mega gera ráð fyrir hálfs ann- ars klukkustundar viðveru ætli þeir að skoða verkin, en þeim tíma er vel varið því fallegt er um að litast hjá Helgu Thoroddsen og Gunnari Ríkharðssyni sem reka ferðaþjónustu að Þing- eyrum. Listamennirnir fara burt og eftir standa verk þeirra til vitnis um samveru, vin- áttu og náttúruupplifun. Náttúran sjálf mun taka niður sýninguna þegar henni þóknast en líða má langur tími þar til ekkert verður eftir annað en minningin ein um vængjablak lista- mannanna og gesta þeirra. %20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚNÍI998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.