Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSEVS - MENNING LISTIR 25. TÖLUBLAÐ - 73. ÁRGANGUR EFNI Nína Sæmundsson myndhöggvari er næstum gleymd, en hún er þó ein af brautryðjendunum í höggmynda- list á íslandi. Eftir hana Iiggja nokkur ágæt verk og það var ótrúlegt ævintýri hvernig þessi fátæka telpa frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð komst til náms í Kaupmannahöfn og síðan til Ameríku, þar sem veruleg vel- gengni beið hennar, m.a. bar hún sigurorð af 400 listamönnum í samkeppni um lista- verk framan á Waldorf Astoria hótelið. Hún settist að í Hollywood og vann myndir af kvikmyndastjörnum, en fluttist á efri árum aftur til Islands. Um Nínu skrifar Ríkey Rík- arðsdóttir. íslenski arkitektaskólinn hefur frá stofnun árið 1994 haft það að meginmarkmiði að móta kennslu í arki- tektúr á Islandi. Með tilkomu Listaháskóla Islands þykir arkitektum sem ekki verði lengur hægt að líta framhjá nauðsyn þess að bjóða upp á grunnnám í byggingarlist hér á landi. í samtali við Huldu Stefáns- dóttur segir formaður stjórnar ÍSARK, Harpa Stefánsdóttir, brýnt að hefja grunnkennslu í faginu hér á landi hið fyrsta en flest bendi til fækkunar í nýliðun stéttarinnar í náinni framtíð. Bræður þrír frá Víðivöllum í Blönduhlíð eru umljöllun- arefni Aðalgeirs Kristjánssonar hér og í næstu Lesbók, en þeir Víðivallabræður settu mikinn svip á þjóðlífið á síðustu öld. Þeir voru Brynjólfur Pétursson, Fjölnis- maður, sem féll frá fyrir aldur fram, Pét- ur Pétursson, alþingismaður og biskup og sá þriðji var Jón Pétursson háyfirdómari í Reykjavík. Tilefnið er minnismerki sem reist er þeim til heiðurs að Víðivöllum. Dalsfjörður í Noregi er sá staður sem þeir bræður Ingólfur Arnarson og Hjörleifur yfirgáfu þegar þeir héldu til Islands og námu land. Um slóðir Ingólfs Arnarsonar skrifar Stefán Aðalsteinsson og er þetta þriðji og síðasti þátturinn í röð sem hann nefnir: A slóðum forfeðranna. Eftir myndum að dæma hafa heimkynni Ingólfs verið ólíkt hlýlegri en umhverfi Reykjavíkur. Þar að auki fór Stef- án á slóðir Gísla Súrssonar á Norður-Mæri. Tröll eru með sundurleitu móti við menn í ís- lenskum bókmenntum. í þjóðsögunum er þó nokkuð um að tröll séu mannskæð, jafnvel mannætur, en í grein sinni ljallar Órn Ólafsson um fullkomna andstæðu þessa; lostasemi trölla í garð manna. FORSÍÐUMYNDIN er í tilefni umfjöllunar um Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Hún er hér við verk sitt Promeþeus færír jörðinni eldinn. Það var borgarstjórn Los Angeles sem pantaði verkið hjá Nínu. Sjá nánar í grein. r BJORN HALLDORSSON SUMARNÓTT Dags lít ég deyjandi roða drekkja sér norður í sæ; grátandi skýin það skoða, skuggaleg upp yíir bæ. Þögulust nótt allra nótta, nákyrrð þín ofbýður mér. Stendurðu á öndinni af ótta eða hvað gengur að þér? Jörð yfir sofandi síga svartýrðar lætur þú brýr. Tár þín á hendur mér hníga hljótt, en ég fínn þau samt skír. Verður mér myrkvum á vegi vesturför óyndisleg? Kviðir þú komandi degi, kolbrýnda nótt, eins og ég? Björn Halldórsson, 1823-1882, var prestur í Laufási i Eyjafirði frá 1853 og eitt fremsta sálmaskáld þjóðarinnar um stna daga. RABB SUMAR að byrjaði með rigningu. Jörð- in þambaði vatn, sárþyrst eft- ir nokkrar þurrar og frost- lausar vikur. Maður veit nokk að jörðin hallar hausnum að sólu þegar dagatalið segir svo og þá hýrnar hér norður á skallanum. En sumargaldur- inn er alltaf jafn ótrúlegur, finnst ykkur ekki? Eins og það að grandskoða kött eða gapa upp í nýfætt barn. Sumarkoman er sá staður í forritinu sem lætur lífið nenna að halda áfram. Þetta er skýrt forritað í sigurvænlega afkomendur okkar sigur- glöðu tegundar. Þú gleymir að líta í bakgarðinn því þú sveiflar annarlegri hugsun í ruslapokanum í nokkra daga og þá eru skyndilega vaxin þar hnéhá blóm! Hvernig í dauðanum gerðist þetta! Enn eitt sumarið er komið með nýtt líf og nýjan árhring. Fólkið á sjónvarpsskerminum fær nýjan árhring um augun og stálpuðu börnin í kringum mann ummyndast í sumarunglinga með því sérstaka útskriftarhljóði er líkamar bólgna. Hver sem þú ert í skjannabjörtum baðspegli sumarsins ertu kominn einu ári nær sjálfum þér. Ertu einn af þeim sem þurftu þetta árið við sumarkomuna að draga sjálfa sig und- an eigin klaka? Það var enn í mér klaki þegar nýtísku bláir vorlaukar, krókusar, tegund sem útbjó sig - ímynda ég mér - sterkustu vopnum lífsins í einhverjum alpadal þróunarsögunnar mót suðri, tóku að stinga sér upp úr snjónum. Seint á út- mánuðum mátti í flestum görðum hér vest- an miðbæjar höfuðstaðarins sjá þessi bláu blóm full af efni í næsta ættlið, þetta ótímabæra kynsvall náttúrunnar brosandi bláu framan í íslenska klakadrumba. Og dægurlögin og þulirnir fóru að segja brostu, brostu, settu brosgrettu í freðið andlitið. Það byrjaði hálfóhuggulega hjá mér, en þið vitið að hryllingsbyrjun veit á gott. Eg hjóla druslunni voða glöð upp Arnarhólinn í vorrigningunni og er komin spöl á góðum hraða þegar ég sé að gangstéttin er öll lögð ormum! Vætan er slík að þeir nývakn- aðir eru að bjarga sér upp á gangstétt greyin og eru svo margir að ég get ekki sveigt undan þeim. Að því er ég hélt sak- laus, dæmist ég hér vornorn og fjöldamorðingi. Það ku vera í lagi að slíta orma, það gerði maður barn, þeir breytt- ust bara í tvo hraustari og lífsreyndari orma. En hjólið mitt klessir þá splass, myndar hjólbreiðar innyflaklessur orma í vætunni, ég klessi vorormana í tugatali, ég get ekki snúið við og endurmyrt þá sem eru þar, ég er nú erectus á leið míns erind- is, ég get ekki flúið í grasið því nú sé ég ljóslifandi ormaher í grasinu að berjast við drukknun. Ég anda djúpt og hugsa mig kúl og hjóla áfram og sveigi hjá þeim feit- ustu og skynja hvernig hjólin kremja hina. Það sem ég geri hinu minnsta ormabarni ... Hvílíkur andfrjósemis vorgjörningur. Ormarnir á gangstéttinni áttu við mig þetta erindi og ég við þá. Æ! En þeirra tegund mun ná sér niðri á mér þótt seinna verði. Ha, ha, lífið er fyndið. Um það bil sem hitabylgjurnar sem köll- uðu fram laufin gengu yfir var þetta gleymt. Fyrst koma laufin á Reyni, Björk og Osp, og maður er í vit’eysu sinni búinn að láta vorþrána ná tökum á sér og fer að syngja með að toga út lauf, það gengur voða hægt, þarf meiri skúra og meiri hita og þá loks hrista laufskógadvergarnir sig og fara að sjúga og láta blæða og Hlynur, AJmur og Silfurreynir laufgast. Gong! Og halelúja langsíðast Gullregnið. Það blómg- ast ekki fyrr en um miðjan júlí og gott að sjá það gerast og fara ekkert burt. Ná- grennið er maður sjálfur, og það að vera bara kyrr og sjá það lifna lætur mann sjálfan lifna í allri þeirri ró sem er inngró- in. Við erum ekki flökkukindur, í lífssög- unni vorum við mest staðbundin. Sumarfrí er bara nýtísku uppfinning. Loksins þegar hlíðin ljómar þá æðir fólkið burt úr sjálfu sér. Fásinna að sinna nýtilbúinni þrá? Ég sé alltaf eftir því að fara burt þessar vikur sem gróni miðbærinn er besti staður í Norður-Atlantshafi. Húsin hafa þá flust suður í gott loftslag og fólk og kettir eru með hýrri há. Og maður þekkir einhvern sem á mótorhjól. Og fer í sumarbústað í lok ágúst. Ég vona að vinnuskólmn stilli sig, vona að í þessu sápu- og málningar- og hreins- unaróða samfélagi fari unglingarnir ekki að ofhreinsá bæinn í vitleysu. Það væri nær að láta börnin leggja gangstíga upp fjöll, frekar en að sótthreinsa og dauð- hreinsa burt saklaust illgresi og qfsnyrta garða. Svo við getum svifið upp Úlfars- fellið og öll nálæg fjöll eins og Esjuna, án þess að hugsa. Alla daga þarf maður að vera að taka stefnu, í vinnu sinni, innkaup- um, tómstundum, tiltekt, við þvottavélina. Það er því ólýsanlega gott að fara í fjall- göngu upp nýja gangstíginn á Esjunni án þess að þurfa að hugsa fótum sínum for- ráð. Það er ótrúlega kærkomið frí frá dauðþreytandi ákvarðanatöku sem annars felst í hverju skrefi. Það er ekki dónalegt að glápa á garða. Gömlu eðaltrén vekja öryggiskennd þegar þau eru laufguð, maður er í laufskógabelt- inu segja þau manni, og þar á allt sér til- verurétt eitt stutt sumar. Hjarðir af páskaliljum standa fastar í Hljómskála- garðinum, og rétt þar hjá bekkur og borð. Fínt að fara þangað með körfu. Þrír rauðir túlipanar standa í Grjótaþorpi undir tré- tröppum meðal illgi’esis, það er miklu meira ljóð en viðurkennd garðalist. Og þá ekki síður erlend ski’úðurt sem einhver hefur gróðursett í rykskoti skuggamegin Ránargötu upp úr gangstéttinni. Og það eru alls staðar kettir. Ekki slæmt. Og hægt að hjóla út í vita og upp fyrir Elliða- ár laus við umferð. Hvernig ætlar þú að grípa sumargæs- ina? Verða nýr þetta alræmda sumar sem íslenskt samfélag varð ein samgróin spill- ingarstía? Hvernig gengur með eigin spill- ingu, áfengi, tóbak, ofát, illgirni, uppburð- arleysi, sambandsleysi, skuldir, ástleysi, stress, óhamingju og annan stirðbusahátt? Ef þú ert ekkert af þessu kysstu þá mömmu þína því það er henni að þakka en ekki sjálfum þér. Kysstu hana í kistunni ef hún er þar. Já hann er spilltur þessi heimur og við erum öll hluti af því, því allt og allt hangir saman. Um það ríkir veraldarsátt lögmáls sem er voða lengi að breytast og það þarf meira en sápu. Þú verður að kyngja því sem hverjum öðrum bíl. Ef þú ert fátækur og átt ekki fíl. Hittumst suður í Vatnsmýri að elta gæs. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.