Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 2
SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ AÐ HEFJAST í HALLGRÍMSKIRKJU TÓNLEIKARÖÐ Hallgrímskirkju, Sumar- kvöld við orgelið, hefur göngu sína sjötta árið í röð nú í sumar og verða tónleikar sérhvert sunnudagskvöld kl. 20.30. Fyrstur í röðinni er danski organistinn Karsten Jensen. Tón- leikar hans hefjast annað kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20.30 og á efnisskránni er Suite deu deuxi'eme Ton, Nun kommt der Heiden Hei- land BWV 659 eftir Bach, Fantasía í f-moll, opus 20 eftir J.P.H. Hartmann, Fem orgel- koraler eftir Jespen Madsen, Piéce Hér- oique, og Ur 4. Orgelsinfóníunni í f-moll op. 13 eftir Charles-Marie Widor. Karsten er einn margra erlendra gesta sem koma munu fram á Sumarkvöldi við orgelið og segir Erla Elín Hansdóttir, fram- kvæmdastjóri tónleikaraðarinnar, að ýmis- legt nýtt muni heyrast á tónleikaröðinni í sumar. „Bach er sívinsæll og sjaldgæft áð organisti setji ekki verk eftir hann inn á efn- isskrá sína,“ segir Erla Elín. „Hins vegar munum við heyra talsvert af tónlist frá heimalöndum listamanna af ólíku þjóðemi. Á efnisskrá norska organistans Ivars Mæland, sem leikur 12. júlí, eru m.a. sex norsk orgelverk, sem óvíst er að heyrðust hér að öðrum kosti.“ Erla Elín segir að frá upphafi Sumar- kvölds við orgehð hafi um 500 mismunandi verk verið leikin og sum þeirra oftar en einu sinni því færslurnar, sem haldið er samviskusamlega utan um, séu orðnar um 800. Þýskt, enskt, norrænt og fronskt „Jörg Sondermann frá Þýska- landi, sem jafnframt er organisti við Hveragerðiskirkju, mun leika alla Scubler-forleiki Bachs á tónleikunum 19. júlí, en það er sjaldgæft að heyra þá alla leikna á sömu tónleikunum. Þá má nefna athyglisvert verk á efnisskrá Egberts Lewark trompetleikara og Wolfgangs Portugal organista hinn 26. júlí, en þá leika þeir m.a. Okna (Gluggar) eftir tékklenska tónskáldið Petr Eben. Það er að mínu mati eitt mest spennandi verk fyrir trompet og orgel, en Eben sækir innblástur sinn í stein- glersverk eftir rússneska myndlistarmann- inn Marc Chagall í bænahúsi læknadeildar hebreska háskól- ans í Jerúsalem.“ Hörður Áskelsson er eini íslenski org- anistinn sem leikur á tónleika- röðinni og kemur hann fram á næstsíðustaq tónleikunum hinn 23. ágúst. Á efnisskrá hans er m.a. Sinfonia Arctandriae eftir Kjell Mprk Karlsen, en það verk samdi tónskáldið eftir Islands- dvöl fyrir fáeinum árum. „Kjell heillaðist svo mikið af landi og þjóð að hann samdi þetta verk og tileinkaði Herði það,“ segir Erla Elín. Tónleikar franska organistans Odile Pierre fara fram hinn 16. ágúst og verða mestmegnis frönsk verk á efnisskrá hennar, en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við franska sendiráðið. „Þar kveður við enn ann- an tón því frönsk orgelhefð er mjög frá- brugðin þeirri ensku og norrænu. Spuni er aðal franskrar orgelhefðar og munum við heyra nokkur slík dæmi eftir Odile á þeim tónleikum.“ Karsten Jensen ✓ Morgunblaðið/Arnaldur STARFSMENN listasafnsins undirbúa sumarsýninguna, sem er yfirlitssýning yfir íslenzka myndlist á 20. öld. / •• ISLENZK MYNDLIST A 20. OLDINNI SUMARSÝNING Listasafns íslands er yfir- litssýning yfir íslenska myndlist á 20. öld- inni, sem verður opnuð í öllum sölum Lista- safns íslands í dag, laugardag. Sýningin spannar allt tímabilið frá Þórami B. Þorláks- syni, Ásgrími Jónssyni, Einari Jónssyni og Kjarval til þeirrar myndlistar eftir yngstu kynslóð okkar listamanna, sem safnið hefur eignast á síðustu árum. I stóra salnum verða verk brautryðjend- anna allt fram á fimmta áratuginn. I sal númer 2 verður abstrakt myndlist frá 6. ára- tugnum, en í sölunum á efri hæðinni verður annars vegar 7. og 8. áratugurinn, hins vegar síðustu tveir áratugir. Flest verkanna eru úr eigu safnsins. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga kl. 11 til 17. Kaffistofa safnsins verður opin á sama tíma. Þar eru nú til sýnis tréristur Jóns Engilberts frá 5. og 6. ára- tugnum. ÞRlR ÍSLENSKIR LISTAMENN TAKA ÞÁTT í NORRÆNNI LISTASÝNINGU Georg Kristján Birgir Guðni Davíðsson Andrésson frá íslandi, 13 frá Noregi, og 21 frá Svíþjóð. Dómnefndin undir formennsku Lars Nitt- ve, Louisiana/Tate Gallery, hefur valið þann hóp norrænna listamanna, sem mun sýna verk sín á sýningunni. Dómnefndin velur einnig þá sem skulu hljóta listaverðlaunin. Aðrir dómnefndarfulltrúar eru Tuula Arkio, Museet for Nutidskonst í Helsingfors, Olle Granath, Nationalmuseum í Stokkhólmi, Bera Nordal, Malmö Konsthall og Ásmund Thorkildsen, Kunstnernes Hus í Osló. Nöfn þeirra sem hljóta verðlaunin verða gerð opinber við opnun sýningar- innar þann 18. október í Stokkhólmi. Sá sem hlýtur 1. verðlaun fær 500.000 sænskar krónur, 2. verðlaun verða 300.000 og 3. verðlaun 200.000. Þar að auki mun verða veittur styrkur sem nemur 50.000 sænskum krónum til ungs og efnilegs listamanns. Eftirtaldir listamenn munu taka þátt í sýningunni árið 1998: Simone Aaberg Kærn, Danmörku, Karin Mamma Andersson, Svíþjóð, Thorsten Andersson, Svíþjóð, Birgir Andrésson, íslandi, Ernst Billgren, Svíþjóð, Max Book, Svíþjóð, Kristján Davíðsson. Islandi, Carolus Enckell, Finn- landi, Erik A. Frandsen, Danmörku, Peter Frie, Svíþjóð; Karin Granqvist, Svíþjóð, Ge- org Guðni, Islandi, Rolf Hanson, Svíþjóð, Jan Háfström, Svíþjóð, Olle Káks, Svíþjóð, Arne Malmedal, Noregi, Jukka Mákelá, Finnlandi, Jussi Niva, Finnlandi, Lars- Gunnar Nordström, Finnlandi, Paul Osipow, Finnlandi, Tal R., Danmörku, Nina Roos, Finnlandi, Ulrik Samuelson, Svíþjóð, og Mari Johanne Slaattelid, Noregi. ÞRÍR íslenskir listamenn, Birgir Andrésson, Kristján Davíðsson og Ge- org Guðni hafa ásamt 21 listamanni verið valdir til þátttöku í norrænu listasýningunni Camegie Art Award - Nordic Painting 1998. Frá og með í ár mun Camegie Art Award verða árlegur listviðburður. Hann er þríþættur, þ.e.a.s. listasýning sem verður farandsýning á Norður- löndum, listabók og listaverðlaun. Sýningin verður opnuð í Konstaka- demien í Stokkhólmi þann 18. október 1998 og verður síðan sýnd í öllum öðr; um höfuðborgum á Norðurlöndum. í Reykjavík mun sýningin verða opin dagana 5.-21. febrúar 1999 í Listasafni Is- lands. Sýningin opnuð og verðlaun olhent 18. október Til sýningarinnar í ár hafa 30 sérfræðing- ar á sviði norrænnar nútímamálaralistar, jafnt skipt yfir Norðurlöndin, tilnefnt sam- tals 83 listamenn. Síðan hafa 70 þeirra til- nefndu sent verk sín til dómnefndarinnar, þar af 14 frá Danmörku, 14 frá Finnlandi, 8 MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn, Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinss. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og Páll Heim- ir Pálsson sýna til 12. júlí. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 María Valsdóttir sýnir til 5. júlí. Gallerí 20 fm, Vesturgötu 10 Birgir Andrésson sýnir. Gallerí Stöðlakot Hjálmar Hafliðason sýnir til til 19. júlí. Gallerí Sævars Karls Gjörningaklúburinn: Dóra Isleifsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir sýna til 8. júlí. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Sigm'ðm’ Guðmundsson sýnir til 26. júlí. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbókasafn Islands, Háskólabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Arinstofa: Manna- myndir Ágústs Petersens. Gryfja: Por- trett barna. Til 5. júlí. Listas. Einars Jónssonar, Skólavörðuh. Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafikmyndir Jóns Engil- berts. Út júlí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýningin Úr málmi: Orn Þorsteinsson sýnir til 5. júlí. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Gallerí Fold, Kringlunni Þorgerður Sigurðard. sýnir til 22. júlí. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 31. júlí. Norræna húsið Ljósmyndasýning Petter Hegre í and- dyrinu til 19. júlí. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Roman Signer sýnir í Bjarta og Svarta sal. Einnig sýna Ásmundur Ásmunds- son, Erlingur Þ.V. Klingenberg, Magnús Sigurðsson og Bruce Conkle. Perlan Vefmyndasýning Mariu Uhlig til 2. ágúst. Gallerí Geysir, Hinu húsinu Hjörtur Matth. Skúlason sýnir til 12. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavikur- borgar. Til 23. ágúst. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Jón Gunnai' Árnason. Sumarsýning. Hafnarborg, Hafnarfirði Sýn. „Hafnarfjarðar-mótíf* til 3. ágúst. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Aras. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skálholtshandrit. Til 31. ágúst. SPRON, Mjódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Kirkjuhvoll, Akranesi Bjarni Þór sýnir til 5. júlí. Ketilshúsið, Grófargili, Akureyri Guðný Þórunn Kristmannsd. til 5. júlí. Listaskálinn, Hveragerði Sumarsýn. fél. Islensk grafík til 12. júlí. Slunkariki, ísafirði Karin Sander sýnir. TONLIST Laugardagur Sumartónleikar Skálholtskirkju hefjast í dag, ný íslensk verk verða frumflutt eftir staðartónskáld Sumartónleika. Sumar- tónleikar á Norðurlandi: Björg Þórhalls- dóttir sópransöngkona og Björn Steinar Sólbegsson orgelleikari halda tónleika í Reykjahlíðarkirkju kl. 21. Sunnudagur Hallgi'ímskirkja, Sumarkvöld við orgel- ið: Karsten Jensen kl. 20.30. Sumartónl. á Norðurlandi: Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Björn Steinar Sól- bergsson orgell. í Akureyrark. kl. 17. Þriðjudagur Þriðjudagstónleikar Listasafns Sigur- jðns Ólafssonar: Kristján Eldjárn gítar- leikari kl. 20.30. Tónleikaröð í Iðnó: Mar- tynas Svégzda vón Bekker fiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleik- ari kl. 20.30.. LEIKLIST Borgarleikhúsið Grease, laug. 4. júlí, sun., fím., fós. íslenska óperan Cannen negi'a. Rokk-, salza-, poppsöng- leikur, lau. 4. júlí, fös., lau. Kaffileikhúsið Örtónleikar með Möggu Stínu, laug. 4. júlí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.